Strákurinn með sprengjuna

Ólíkindatólið Kim Jong-un hefur beitt ólýsanlegri grimmd gagnvart sínum nánustu, en reynir oft að vera blíður á myndum. Kristinn Haukur Guðnason, sagnfræðingur, rýndi í upplýsingar um þennan herskáa unga mann.

Kristinn Haukur Guðnason
north-korea-kim-jong-un.jpg
Auglýsing

Hinn fram­úr­skar­andi leið­togi, ungi meist­ar­inn, hinn mikli arf­taki, hinn ungi hers­höfð­ingi og hinn afburð­ar­snjalli félagi. Þetta eru aðeins nokkur af þeim titlum og við­ur­nefnum sem Kim Jong-un, ein­ræð­is­herra Norður Kóreu getur prýtt sig af. Í dag­legu tali íbúa er hann þó yfir­leitt kall­aður Jong-un mar­skálk­ur. Í dag eru tæp­lega fimm ár síðan Jong-un tók við völd­um. En hver er þessi ungi maður sem heim­ur­inn hlær að tauga­ó­styrkum hlátri?

Kim-veldið

Það er ekki vitað hvaða ár Kim Jong-un, sonur ein­ræð­is­herr­ans Kim Jong-il, er fædd­ur. Það er þó vitað að hann á afmæli þann 8. jan­ú­ar, enda er það nú hátíð­ar­dagur í Norður Kóreu. Jap­anskt dag­blað full­yrti að hann væri fæddur árið 1982 en aðrir telja lík­legra að það sé árið 1983 eða 1984. Hvort sem er þá er Kim Jong-un yngsti þjóð­höfð­ingi heims því sá næst yngsti, Tamim bin Hamad Al Thani emír­inn af Qat­ar, er 36 ára. Það er ekki að furða að ýmis­legt sé á huldu varð­andi Kim Jong-un. Allt frá upp­hafi norð­ur­-kóreyska rík­is­ins hefur ríkt mikil leynd yfir fjöl­skyldu­málum leið­toga rík­is­ins en Jong-un er þriðji leið­tog­inn í 68 ára sögu þess.

Sá fyrsti var afi hans Kim Il-sung sem ríkti í 46 ár og er ennþá titl­aður sem leið­togi lands­ins, hinn eilífi leið­togi. Il-sung barð­ist með kín­verskum komm­ún­istum gegn Japönum í seinni heim­styrj­öld­inni og var gerður að leið­toga kóreyskra komm­ún­ista af Sov­ét­mönnum þegar hið nýja ríki Alþýðu­lýð­veldið Kórea var stofnað árið 1948. Tveimur árum síðar hóf hann stríð við nágrann­ana á suð­ur­hluta Kóreu­skag­ans og Banda­ríkja­menn sem kost­aði millj­ónir manna líf­ið. Alþýðu­lýð­veld­ið, sem er í dag­legu tali kallað Norður Kór­ea, naut mik­ils stuðn­ings Sov­ét­ríkj­anna á meðan þau lifðu. Því var efna­hagur lands­ins í sæmi­legu horfi mest alla stjórn­ar­tíð Kim Il-sung.

Auglýsing

Kim Il-sung lést árið 1994 og þá tók sonur hans, Kim Jong-il, við stjórn­ar­taumun­um. Stjórn­ar­tíð Jong-il hófst mjög erf­ið­lega þar sem Sov­ét­ríkin voru ekki lengur til stað­ar. Um miðjan tíunda ára­tug­inn reið mikil hung­ursneyð yfir landið og talið er að a.m.k. nokkur hund­ruð þús­und manns hafi lát­ist vegna henn­ar. Jong-il var kall­aður hinn kæri leið­togi sem gæti varla verið meira fjarri sann­leik­an­um. Hann var mun harð­ari stjórn­andi en faðir sinn og hern­að­ar­sinn­aðri. Undir hans stjórn varð Norður Kórea kjarn­orku­veldi árið 2006. 

Jarð­veg­ur­inn und­ir­bú­inn

Mikil leynd hvíldi yfir fjöl­skyldu­málum Kim Jong-il alla tíð. Það var vitað að hann ætti bæði eig­in­konur og hjá­konur og eitt­hvað af börnum en þeim var alger­lega haldið utan sviðs­ljóss­ins. Þegar Jong-il tók við völdum var strax farið að velta vöngum yfir hugs­an­legum arf­tökum hans og var þá sér­stak­lega litið til elsta sonar hans Kim Jong-nam. Jong-nam er fæddur árið 1971, sonur einnar hjá­konu Jong-il. Þær áætl­anir fuku þó út um glugg­ann árið 2001 þegar hann var hand­tek­inn á flug­velli í Jap­an. Jong-nam hafði reynt að kom­ast til lands­ins á fölsuðum skil­ríkjum og ástæðan var sú að hann ætl­aði að heim­sækja Dis­neyland í Tókýó. Þetta þótti mikil nið­ur­læg­ing fyrir Norður Kóreu og Kim fjöl­skyld­una. Jong-nam hefur búið í sjálf­skip­aðri útlegð í Macau og Singapúr síðan þá.

Þá var litið til Kim Jong-un, þriðja sonar ein­ræð­is­herr­ans, sem var á þeim tíma aðeins tán­ing­ur. Annar son­ur­inn, Kim Jong-chul fæddur 1981, þótti of linur og kven­legur til að stjórna að mati Jong-il. Jong-un, Jong-chul og yngri systir þeirra Kim Yo-jong, sem er lík­lega fædd árið 1987, höfðu dvalið mest allan tíunda ára­tug­inn í Sviss. Þar stund­uðu þau nám í skóla fyrir útlend­inga rétt utan við höf­uð­borg­ina Bern og bjuggu öll undir dul­nefn­um. Kim Jong-un gekk undir nafn­inu Pak-un. Honum gekk illa í námi og tengd­ist bekkj­ar­systk­inum sínum lít­ið. Um alda­mótin 2000 sneri hann heim og gekk skömmu seinna í Kim Il-sung háskól­ann í Pyongyang þar sem talið er að hann hafi lært eðl­is­fræði. Einnig var hann um stund í Kim Il-sung her­skól­an­um. Jong-un lauk námi í kringum 2007 og skömmu seinna er hann kynntur fyrir verð­andi eig­in­konu sinni, sön­k­on­unni Ri Sol-ju. Talið er að þau hafi verið gefin saman árið 2009

„Kvennamaðurinn“, „leiðtoginn“ og „höfðinginn“. Þessi orð eru stundum notuð í Norður-Kóreu til að lýsa Kim Jong-un.

Árið 2008 fór heilsu Kim Jong-il að hraka veru­lega og það sama ár fékk hann heila­blóð­fall. Þá hófst und­ir­bún­ingur að því að Kim Jong-un tæki við stjórn­ar­taumun­um. Það var gert með því að koma honum í alls kyns stöður innan kerf­is­ins og þá sér­stak­lega hjá mik­il­væg­ustu stofnum lands­ins, hern­um. Jong-un var sam­stundis gerður að hers­höfð­ingja en án nokk­urrar telj­andi reynslu af her­mál­um. Einnig fékk hann ýmsar stöður hjá Verka­manna­flokki Kóreu (þeim eina sem leyfður er í land­inu) og þing­inu. Kim Jong-il hafði áhyggjur af því að ein­hver annar en Jong-un gæti gert atlögu að leið­toga­stólnum að honum látn­um. Þá hafði hann sér­stakar áhyggjur af mági sín­um, Jang Sung-ta­ek. Í upp­hafi árs 2011 voru um 200 manns innan flokks­ins annað hvort fang­els­aðir eða teknir af lífi. Margir af þeim voru tengdir Sung-taek en Jong-il ákvað að freista þess að Sung-taek styddi son sinn. Þann 17. des­em­ber sama ár dó Kim Jong-il og í örfáa daga ríkti nokkur óvissa um fram­hald­ið. And­látið bar brátt að og sumir töldu að Jong-un væri ekki reiðu­bú­inn að taka við völd­um. Það reynd­ist þó alrangt. Á aðfanga­dag tók Jong-un við stjórn hers­ins og á næstu dögum og vikum á eftir keppt­ust allar stofn­anir og fjöl­miðlar lands­ins við að sverja honum holl­ustu. Þessi 27-29 ára gamli maður var þar með orð­inn leið­togi kjarn­orku­veld­is.

Ímyndin sköpuð

Aðeins skömmu áður en að Kim Jong-il lést fékk norður kóreyskur almenn­ingur að kynn­ast Kim Jong-un. Það var vita­skuld gert með hjálp áróð­urs­vél rík­is­ins. Kim Il-sung kom henni á fót á sjötta ára­tugnum og hefur hún eflst stöðugt síðan þá. Per­sónu­dýrk­unin er yfir­gengi­leg. Leið­togar lands­ins eru mál­aðir sem hálf­guð­legar verur og íbú­arnir eru stans­laust minntir á yfir­burði þeirra. Eftir rúm 60 ár af heila­þvotti var auð­velt fyrir áróð­urs­vél­ina að hæna þjóð­ina að hinum nýja leið­toga. Kim Jong-un tók áróð­urs og ímynd­ar­málin strax föstum tök­um. Hann vissi vel að afi sinn Kim Il-sung var miklu vin­sælli heldur en faðir hans hafði verið því á tímum Il-sung svalt fólk ekki í hel. Il-sung var einnig mun jákvæð­ari, opn­ari og hlýrri per­sóna en sonur sinn út á við. Jong-un ákvað því að herma eftir afa sínum í útliti og í fasi. Mikið hefur verið hlegið á Vest­ur­löndum að hinni sér­stöku hár­greiðslu Jong-un. En þetta er nákvæm­lega sama klipp­ing og afi hans bar á sínum fyrstu valda­ár­um. Rétt eins og Il-sung þá er Jong-un nokkuð þybb­inn og and­lits­drætt­irnir þykja slá­andi lík­ir, svo líkir að sumir halda því fram að Jong-un hafi látið lýta­lækna breyta and­liti sínu. Kim Jong-un eyðir miklum tíma með almenn­ingi og er talið að systir hans Kim Yo-yong aðstoði hann við að nálg­ast fólk­ið. Hann talar við fólk, kemur inn á heim­ili þeirra, lætur mynda sig með því og heldur ræður bæði í sjón­varpi og á opin­berum stöð­um. Meira að segja kom hann fram haltr­andi við staf eftir aðgerð á ökkla árið 2014. Þetta er algjör umturnun frá tíma Jong-il sem var mjög frá­hverfur almenn­ingi, stam­aði mik­ið, átti erfitt með að tjá sig og að tengj­ast fólki. Kim Jong-un passar einnig upp á að brosa mik­ið, rétt eins og afi sinn sem var oft kall­aður sól mann­kyns.

En Jong-un gerir sér full­kom­lega grein fyrir því að afi hans var ekki elsk­aður út á breiða brosið og þybbnu kinn­arn­ar. Aðgerðir þurfa að fylgja til að bæta efna­hag lands­ins og lífs­kjör almenn­ings. Utan Pyongyang býr stór hluti fólks enn við hung­ur­mörk. Skömmu eftir að Jong-un tók við völdum til­kynnti hann áform um umbætur í efna­hags og mark­aðs­málum þjóð­ar­bús­ins, t.a.m. í land­bún­aði. Þá leit hann helst til Kína og þeirra umbóta sem Deng Xia­op­ing kom í gegn þar í landi á níunda ára­tugn­um. Þar til nú hefur grund­völlur Norður Kóreu rík­is­ins ávallt verið stefna sem nefnd er Juche. Það er eins konar blanda af hefð­bundnum komm­ún­isma og sjálfs­þurft­ar­stefnu sem heima­menn segja að sé sér­-kóreysk. Kim Jong-un er hins vegar fyrsti leið­togi lands­ins til að horfa til út fyrir lands­stein­ana. Hann horfir ekki ein­ungis til Kína heldur hefur hann fengið tölu­vert af erlendum hag­fræði­ráð­gjöfum til lands­ins og hleypt mörgum af eigin þegnum úr landi til náms. Jong-un þykir einnig nútíma­legri en fyrri leið­tog­ar. Hann hefur látið byggja skemmti­garða, skíða­svæði og fleiri staði til afþrey­ingar (ein­ungis fyrir efnað fólk frá Pyonyang sam­t). 

Eig­in­kona Jong-un fylgir honum iðu­lega í opin­berum heim­sóknum og hún er yfir­leitt klædd í tísku­fatnað sem er hvoru tveggja mjög óvenju­legt í Norður Kóreu. Frá barns­aldri hefur Jong-un verið mik­ill áhuga­maður um körfu­bolta og hann komst í kynni við fyrrum NBA stjörn­una Dennis Rod­m­an. Árið 2013 heim­sótti Rod­man Norður Kóreu ásamt Kenny And­er­son, Vin Baker og fleiri gömlum NBA kempum og spil­uðu þeir sýn­inga­leiki þar í landi. Það var Dennis Rod­man sem stað­festi þann orðróm að Kim Jong-un og kona hans hefðu eign­ast dóttur árið 2012. Árið 2015 var svo vest­rænni hljóm­sveit leyft að spila í land­inu í fyrsta sinn, þ.e. sló­vensku þung­arokks­hljóm­sveit­inni Lai­bach. Allt þetta hefði verið óhugs­andi á tíma Jong-il. Á vest­rænan mæli­kvarða eru þetta hænu­skref en fyrir land sem hefur verið staðnað í meira en hálfa öld eru þetta tölu­vert mikil umskipti.

Landamæraverðir í Norður-Kóreu.

Hreins­anir og hót­anir

Norður Kórea er líkt og svo mörg komm­ún­ista­ríki sein­ustu aldar byggt á tor­tryggni og jafn­vel væn­i­sýki. Reglu­lega hafa verið gerðar hreins­anir á öllum þeim sem for­ingj­arnir hafa ekki treyst 100% og valda­tíð Kim Jong-un er þar engin und­an­tekn­ing. Eftir að hann tók við stjórn hers­ins hefur hann kerf­is­bundið komið æðstu her­for­ingj­unum frá og senni­lega hafa þeir verið teknir af lífi. Í dag eru nán­ast engir her­for­ingjar eftir sem þjón­uðu föður hans. Einn af þessum her­for­ingjum var áður­nefndur Jang Sung-ta­ek, eig­in­maður föð­ur­systur hans og næst­ráð­andi í rík­inu. Yfir­leitt fara hreins­anir Norður Kóreu­manna fram í kyrr­þey en Sung-taek var ákærður opin­ber­lega fyrir til­raun til valda­ráns. Hann var dæmdur til dauða og leiddur fyrir aftöku­sveit þann 12. des­em­ber árið 2013. Fjöldi skyld­menna Sung-taek sem m.a. gengdu stöðum her­for­ingja og sendi­herra voru einnig tekin af lífi um sama leyti. Í stað þeirra sem lent hafa í hreins­un­unum hefur Jong-un komið fyrir sínum eigin banda­mönn­um.

Það sem vekur hvað mesta eft­ir­tekt og ugg hjá alþjóða­sam­fé­lag­inu er hversu her­skár hinn ungi leið­togi er. Hann virð­ist mun fjand­sam­legri og viljugri til hern­arð­að­gerða gegn óvina­ríkjum Norður Kóreu (Suður Kóreu, Japan og Banda­ríkj­un­um) en faðir hans var. Þegar Kóreu­stríð­inu milli norð­urs og suð­urs lauk árið 1953 var samið um vopna­hlé en aldrei frið. Því mynd­að­ist svæði milli ríkj­anna sem kallað er óvopn­aða svæðið en lík­lega eru hvergi á jarð­kringl­unni meiri vopn og einmitt þar. Kim Jong-un heim­sækir her­stöðvar sínar á svæð­inu reglu­lega. Þaðan er auð­veld­lega hægt að skjóta á Seoul, höf­uð­borg Suður Kóreu sem er aðeins nokkrum kíló­metrum sunnan við óvopn­aða svæð­ið. Í Seoul og nágrenni búa um 25 milljón manns, fleiri en í allri Norður Kóreu sam­an­lagt. Jong-un hefur haldið fast við stefnu föður síns, her­inn fyrst. Her­æf­ingar hafa auk­ist til muna og vopnin verið end­ur­nýj­uð. Í norður kóreyska hernum eru um 1 milljón fasta­menn sem gera um 4% af íbúum lands­ins, bæði karlar og kon­ur. Auk þess eru um 6 millj­ónir í vara­lið­inu sem hægt er að kalla til með litlum fyr­ir­vara. Hlut­falls­lega er Norður Kórea því lang víg­væddasta ríki jarð­ar. Kim Jong-un hefur ekki aðeins aukið á víg­bún­að­inn í hinum ver­ald­lega skiln­ingi. Hin svo­kall­aða Deild 121 innan hers­ins sinnir tölvu­árás­um. Hún var stofnuð árið 1998 en hefur eflst til muna undir stjórn Jong-un. Deild 121 hefur á und­an­förnum árum ítrekað ráð­ist á suður kóreyskar rík­is­stofn­an­ir, banka og fjöl­miðla­fyr­ir­tæki.

Kjarn­orku­váin er aftur á móti það sem umheim­ur­inn hefur lang­mestar áhyggjur af þegar kemur að norður kóreyskum víg­bún­aði. Kim Jong-un hefur haldið kjarn­orku­á­ætlun föður síns áfram þrátt fyrir for­dæm­ingu heims­ins. Þann 9. sept­em­ber síð­ast­lið­inn sprengdu Norður Kóreu­menn sína stærstu til­rauna­sprengju til þessa, í norð­aust­ur­hluta lands­ins. Áhyggj­urnar eru ekki ein­ungis bundnar við það að þeir noti vopnin sjálfir, heldur einnig við það að þeir selji vopnin og tækn­ina til ann­arra ríkja eða hryðju­verka­sam­taka. Sumir hafa þó bent á að hern­að­ar­máttur og kjarn­orkuógn Norður Kóreu­manna sé ein­ungis tæki til þess að lifa af og hættan á raun­veru­legri árás sé minni­hátt­ar. Reglu­lega koma fyrir atburðir þar sem Norður Kóreu­menn minna á sig. Þeir vilja ekki láta taka sér sem sjálf­sögðum hlut og þeir vilja að heim­ur­inn sé svo­lítið hræddur við þá eða a.m.k. standi ekki á sama. Ógnin er því horn­steinn­inn í bæði utan­ríkis og inn­an­rík­is­stefnu lands­ins og þessi ógn hefur við­haldið Kim veld­inu í næstum 70 ár.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None