Frasarnir flugu í spennuþrungnum fyrstu kappræðum

Eins og við var að búast var spenna í loftinu þegar hinn sjötugi Donald J. Trump og hin 68 ára gamla Hillary Clinton tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðunum af þremur fyrir forsetakosningarnar 8. nóvember. Magnús Halldórsson fylgdist með gangi mála.

Hillary
Auglýsing

Don­ald J. Trump, fram­bjóð­and­i Repúblik­ana í for­seta­kosn­ing­un­um, og Hill­ary Clint­on, fram­bjóð­andi Demókrata, tók­ust á í fyrsta sinn í kapp­ræðum í nótt, og er óhætt að segja að and­rúms­loftið í sjón­varps­sal hafi verið spennu­þrungið þegar þau gengu í sal­inn.

Þau heilsuð­ust, hún íklædd rauð­u en hann í jakka­fötum með skær­blátt bindi. „Ég hvet ykkur til að fara á heima­síðu mína, og fylgj­ast þar með umræðu um stað­reyndir og ekki stað­reynd­ir, ­sem koma frá Don­ald Trump,“ sagði Hill­ary áður en langur tími leið í kapp­ræð­un­um, sem stóðu í 90 mín­út­ur.

Við skulum tala um efna­hags­málin

Fyrsta mál á dag­skrá var efna­hags­mál­in, og spurt var; hvernig ætlið þið að halda á spil­unum við hag­stjórn­ina? Hvernig á að skapa störf?

Auglýsing

Eins og við mátti búast, kom fram aug­ljós mein­ing­ar­mun­ur. Trump lagði áherslu á skatta­lækk­anir og við­skipt­i ­Banda­ríkj­anna við aðrar þjóð­ir. „Við erum að tapa störf­um, millj­ónum starfa. Ég ætla að lækka skatta stór­kost­lega og mun skapa 25 millj­ónir nýrra starfa,“ ­sagði Trump, og líkti stefnu sinni við tím­ann hjá Ron­ald Reagan, þeg­ar skatta­lækk­anir hefðu hjálpað fyr­ir­tækjum við að efla starf­semi og fjölga ­störf­um.

Hill­ary nálg­að­ist málin með öðrum hætti, svo ekki sé meira sagt. Hún sagð­ist að hluta geta tekið undir með Trump, um að það mætti lækka skatta, en það þyrfti að gera á réttum stöðum með það að ­mark­miði að auka jöfn­uð.



Lítil fyr­ir­tæki þyrftu að fá meira vægi, og þau sem stærri væru, gætu borgað meira í rík­is­kass­ann. „Það er kom­inn ­tími að þeir rík­ustu borgi meira en þeir gera. Milli­stéttin verður að fá það sem hún á skil­ið,“ sagði Hill­ary. Hún gagn­rýndi Trump fyrir ómál­efna­lega nálgun að milli­ríkja­við­skipt­um, þar sem stjórn­mála­menn réðu ekki alltaf ferð­inni. Það væri ekki hægt að skipa fyr­ir­tækjum að koma heim með störf sem væri ­skym­sam­legt að hafa stað­sett í öðrum lönd­um. „Við þurfum að byggja á góð­u­m ár­angri Baracks Obama og rík­is­stjórnar hans. Við getum ekki farið aftur til­ ­tím­ans sem leiddi okkur í full­kom­inn efna­hags­legan storm, þar sem skatta­lækk­an­ir á þá sem hafa mest milli hand­anna voru grunn­ur­inn að miklum vanda­mál­um. Við ­getum ekki farið aftur til þess tíma,“ sagði Hill­ary.

Trump nefndi sömu atriðin ítrek­að, meðal ann­ars að þjóð­ar­skuldir Banda­ríkj­anna væru komnar upp úr öllu valdi, eða upp undir 20 þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala. „Við erum á hræði­legri leið. Það verður að stoppa þetta,“ sagði Trump.

Hill­ary nefndi, að það mætti ekki g­leyma því hvað hefði ger­st, þegar versta fjár­málakreppa síðan í Krepp­unn­i ­miklu, á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar, hefði gengið yfir, á árunum 2007 til­ 2009. Obama hefði tekið við hrika­legri stöðu, en það hefði tek­ist að snú­a ­blað­inu við. Nú væri landið á réttri leið, og það þyrfti að byggja ofan á það ­sem þegar hefði náðst fram.

Í umræð­unum nefndi Trump strax ­ríkin Michigan og Ohio sem dæmi, þegar kom að ríkjum sem hafa misst fjöl­mörg störf.

Hill­ary nefndi í lok umræð­unnar um efna­hags­mál­in, að Trump væri með stefnu sem vernd­aði fyrst og síð­ast hans eig­in hags­muni. Það væri staða sem gengi ekki upp.

„Ég er mjög lítið skuld­sett­ur“

Trump fékk erf­iðar spurn­ing­ar, sem hann lenti í vand­ræðum með að svara. Sér­stak­lega átti það við um skatta­mál hans og fjár­hags­stöðu. Hann sagð­ist ætla að birta öll gögn um þau, en ekki strax. „Það er vegna þess að hann hefur ekki greitt skatta. Núll. Sem þýðir ekk­ert ­fyrir her­inn. Ekk­ert fyrir sjúkra­hús. Ekk­ert fyrir skóla,“ sagði Hill­ary og ­sagði Trump hafa verið hepp­inn í líf­inu, og fengið fjórtán millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala frá föður sínum til að byrja sinn fer­il. Ekki væru allir svo heppn­ir. Auk þess sagði hún Trump ekki hafa sýnt neina snilli í við­skipt­um, með­ ­sex gjald­þrotum og skuldir upp á 650 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 80 millj­arða króna. „Ég er mjög lítið skuld­sett­ur,“ svar­aði Trump þá, og ­sagð­ist ekki ekki skulda þessar fjár­hæðir sem Hill­ary hefði nefnt. Þær væru ­miklu minni, en eign­irnar væru upp á meira en þrjá millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 400 millj­örðum króna. „Ég rek gott fyr­ir­tæki, sem er að skila ­miklum árangri,“ sagði Trump.



Kyn­þátta­hyggja og glæpir

Í umræð­unum um glæpi, byssur og ­mál­efni kyn­þátta, sagð­ist Hill­ary leggja sér­staka áherslu á það að rétt­ar­vörslu­kerfið yrði end­ur­skipu­lagt, og þá með það að leið­ar­ljósi að taka á því órétt­læti sem snéri að svört­um. „Alltof margir eru að fá alltof harða dóma, ­fyrir létt­væg brot. Þetta bitnar á þeim sem hafa veikt bak­land og eru í erf­ið­leikum vegna þess. Því miður hafa svartir alltof oft orðið fyrir órétt­læt­i þegar að þessu kem­ur,“ sagði Hill­ary. Hún nefndi sér­stak­lega, að mik­ill ár­angur hefði náðst við að draga úr glæp­um, þegar horft væri á Banda­ríkin í heild. En árekstrar vegna kyn­þátta­hyggju væru alltaf alvar­leg­ir, og þá þyrft­i að nálg­ast með góða áætl­un. „Ég hef áætlun í þessum efn­um. Annað en Trump,“ ­sagði Hill­ary. Hún sagði nauð­syn­legt, að ræða um glæpi og byssu­menn­ing­una í Banda­ríkj­unum út frá þeirri alvar­legu stöðu sem væri í Banda­ríkj­un­um. Ólíkt Trump, þá vildi hún auka eft­ir­litið og bak­grunns­skoðun byssu­eig­enda, til að ­draga úr mögu­leik­anum á því að hættu­legt fólk eign­að­ist hættu­leg vopn.

Trump greip bolt­ann á lofti: „Við þurf­um að taka byss­urnar af gengj­un­um,“ sagði hann, og nefndi sér­stak­lega Chicago. Hann sagði fjögur þús­und manns hafa látið lífið í Chicago, frá því Obama hefð­i verið forsti. „Fjögur þús­und“ end­ur­tók hann. Lög og regla væri aðal­at­rið­ið, sagð­i hann, og nefndi síðan að þús­undir lög­reglu­manna í Banda­ríkj­unum væru til­búnir að styðja hann, og margir hefðu þegar lýst yfir stuðn­ingi við hann. Það segði sína sögu.

Hill­ary lagði áherslu á að ­sam­fé­lag svartra í Banda­ríkj­unum væri stór­kost­legt, og svartir héldu upp­i­ ­mik­il­vægum fyr­ir­tækjum og sinntu afar mik­il­vægum störf­um. „Við skulum ekki að vera að mála þetta öðrum og verri lit­u­m,“ sagði hún. Trump sagð­ist finna fyr­ir­ ­miklum stuðn­ingi svartra, og að heim­sóknir hans á fjöl­marga staði – á með­an Hill­ary hefði setið heima – væru farnar að skila árangri.

Örygg­is­mál, hryðju­verk og ISIS

Síð­asti hluti kapp­ræðn­anna snérist um örygg­is­mál Banda­ríkj­anna. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi Banda­ríkj­anna?

Í fyrstu var byrjað á ógn­um ­tölvu­glæpa. Hill­ary sagð­ist líta svo á að tölvu­árás­ir, bæði sjálf­stæðra hópa og ann­arra ríkja, ekki síst Rússa, væru miklar ógn­ir. „Við þurfum að taka þessa hluti mjög alvar­lega, og ég þekki það af reynslu að það skiptir máli að hafa ­uppi góðar varn­ir. Banda­ríkin standa öðrum framar þegar kemur að þessum mál­u­m, og það vinnur með okk­ur[...] En við þurfum að vera var­kár,“ sagði Hill­ary, og ­skaut því að Trump að hann ætti tryggan stuðn­ings­mann í óvini Banda­ríkj­anna, Vladímir Pútín, Rúss­lands­for­seta.

Trump sagði Hill­ary ekki hafa ­tek­ist að tryggja öryggi á þessum svið­um. Það væri öllum ljóst. „Við fundum upp­ inter­net­ið,“ sagði Trump, þegar hann sagði aug­ljóst að Banda­ríkin ættu að standa framar öðrum ríkj­um. Hann sagði ekki nóg að „funda“ og segj­ast ætla að ­gera hlut­ina. Það þyrfti að grípa til aðgerða, og það myndi hann gera.

Fljótt beind­ist umræðan inn á brautir þar sem hryðju­verk og hið svo­nefnda íslamska ríki (IS­IS) væri ann­ars veg­ar. Hill­ary nefndi ítrek­að, að í þessum efnum skipti máli að það væri for­seti við ­stjórn­völ­inn sem hefði þekk­ingu á utan­rík­is­mál­um. Hún hefði hana, og væri ­með­vituð um þær hættur sem steðj­uðu að Banda­ríkj­un­um. „Ég er með áætlun um hvernig megi sigra ISIS og ég hef lagt hana á borð­ið,“ sagði Hill­ary. Hún­ ­gagn­rýndi Trump fyrir stefnu­leysi, og einnig óábyrgar yfir­lýs­ing­ar, ekki síst um ógn­ina sem staf­aði af kjarn­orku­sprengj­um. „Það er ekki hægt að tala um þessi ­mál af þeirri léttúð sem Trump hefur gert,“ sagði Hill­ary. Hún bað fólk um að hugsa það, hvort það væri gott að hafa mann í aðstöðu til að hefja kjarn­orku­stríð, sem tæki þessi mál ekki alvar­lega, í opin­berri umræðu.

Trump varð­ist þessu, og sagð­i þetta ekki rétt. Hann tæki ógnir af kjarn­orku­sprengjum alvar­lega. Þær væru ­mestu ógn­irn­ar. „Hættu­legri en hlýnun jarð­ar,“ sagði hann.

Hann sagði Hill­ary hafa skap­að ISIS með óábyrgri stefnu í Líbýu og mál­efnum mið­aust­ur­landa. Nú væri vand­inn orð­inn nán­ast óvið­ráð­an­leg­ur, en hann myndi samt eyða hætt­unni ef hann kæm­ist til valda. „Hill­ary hefur sýnt það, að henni er ekki treystand­i,“ sagði Trump. Hann neit­aði því einnig stað­fast­lega að hafa stutt inn­rás­ina í Írak 2003, eins og Hill­ary sagði hann hafa gert. Hann sagði hana hafa verið mikil mis­tök, sem hefði skapað mik­inn vanda.

Í lok þess­arar umræðu, sagði Trump það sér­lega slæmt fyrir Banda­rík­in, hversu lítið væri greitt fyrir víð­tæka ­þjón­ustu Banda­ríkja­hers. Ríki eins og Þýska­land og Sádí-­Ar­ab­ía, sem nytu góðs af fram­lagi Banda­ríkja­hers, ættu að greiða fyrir þjón­ust­una. „Við getum ekki verið í ein­hverju alheimslög­reglu­hlut­verki, við höfum ekki efni á því,“ sagði Trump.

Hill­ary sagði reynslu hennar og orð­spor, þegar kæmi að varn­ar- og utan­rík­is­mál­um, nýt­ast vel og að hún hefð­i ­sýnt, að hún gæti tek­ist á við mestu ógn­irn­ar. Hún hefði tekið þátt í því að eyða ógn­inni miklu, Osama Bin-la­den, og til fram­tíðar væri óhjá­kvæmi­legt að djúp þekk­ing á gang­verki hins alþjóð­póli­tíska sviðs myndi skipta sköp­um.



Hvor stóð sig bet­ur?

Sam­an­dreg­ið, þá var Hill­ary mál­efna­legri og reyndi eftir fremsta megni að halda sig við stefnu sína, sem hún hefur útli­stað í meiri nákvæm­is­at­riðum en Trump. Í upp­hafi var hann þó bein­skeytt­ur, án þess að fara yfir strik­ið, eins og hann hefur oft gert. Hann lét líka aug­ljósa kyn­þátta­hyggju vera í þetta skipt­ið, og var ekki nándar nærri ­jafn full­yrð­ingaglaður og oft.

Miðl­arar á Wall Street virð­ast telja Clinton hafa staðið sig bet­ur, ef marka má frétt Bloomberg, og fyrstu kann­anir CNN, að kapp­ræð­unum lokn­um, bentu til þess að Clinton hefði haft bet­ur.



Hill­ary getur þó þokka­lega vel við un­að, þó hún hafi greini­lega verið ákveðin í að halda ró sinni, enda mik­il­væg­ar ­sex vikur eftir af kosn­ina­bar­átt­unni en gengið verður til kosn­inga 8. nóv­em­ber. Kann­anir sýna flestar nauma for­ystu Hill­ary, 48 pró­sent gegn 46 pró­sent­u­m Trump, en spá­vef­ur­inn Fivet­hir­tyeight.com telur nú 54,8 pró­sent líkur á sigri Hill­ary en 45,2 pró­sent líkur á sigri Trump.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None