Gengisstyrking og hækkun olíu geta valdið vandræðum

Markaðsvirði Icelandair Group hefur fallið hratt upp á síðkastið, en lífeyrissjóðir almennings eru stærstu eigendur félagsins.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Hinn 16. apríl á þessu ári var Icelandair Group 189 millj­arða króna virði, en gengi bréfa félags­ins var þá tæp­lega 38. Nú, rúm­lega fimm mán­uðum síð­ar, hefur mark­aðsvirðið minnkað um 67 millj­arða króna en geng­i bréfa félags­ins stóð í 24,5 við lok mark­aða í gær, eftir að hafa lækk­að, ann­an dag­inn í röð, um 3,16 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins er í dag ríf­lega 122 millj­arðar króna.

Rauðar tölur

Rauðar tölur lækk­ana hafa sést á hluta­bréfar­mark­aðnum að und­an­förnu, en Icelandair hefur lækkað meira en flest önnur félög.

Þetta stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins hefur vax­ið hratt á und­an­förnum árum, sam­hliða miklum vexti og upp­gangi í ferða­þjón­ust­unni á und­an­förnum fimm ár. Eigið fé félags­ins í lok árs í fyrra nam 456 millj­ón­um ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 53 millj­örðum króna. Rekstr­ar­tekjur félags­ins ­námu 1,3 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða um 150 millj­örðum króna. Hand­bært fé frá rekstri í lok árs í fyrra nam 245 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur um 30 millj­örðum króna. Fjár­hagur þess er því sterk­ur.

Auglýsing

Í lok ann­ars árs­fjórð­ungs þessar árs, sendi félagið frá sér til­kynn­ingu til kaup­hallar þar sem haft er eftir Björgólfi Jóhanns­syni, for­stjóra, að þrátt fyrir góða afkomu í rekstri þá sé nokkur óvissa á mörk­uð­um, sem hafi meðal ann­ars leitt til lægra með­al­verðs flug­far­gjalda. Var afkomu­spáin fyrir árið í ár meðal ann­ars færð niður sökum þessa. „Við færum nú niður afkomu­spá okkar fyrir árið, vegna þeirrar óvissu sem er á mörk­uð­um. Hryðju­verk í Evr­ópu og nið­ur­staða atkvæða­greiðslu um útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu hafa valdið lækkun með­al­far­gjalda og skapað óvissu sem gerir rekstr­ar­skil­yrði flug­fé­laga erf­ið­ari. Fjár­hags­staða félags­ins er ­sterk og sveigj­an­leiki félags­ins er mik­ill þrátt fyrir mik­inn vöxt á und­an­förnum árum. Félagið er því vel í stakk búið til þess að bregð­ast við þeim áskor­unum sem tíma­bundin ókyrrð á mörk­uðum veldur og jafn­framt til þess að grípa þau tæki­færi sem munu skap­ast til lengri tíma,“ sagði Björgólfur í til­kynn­ingu.

Icelandair gerir upp í Banda­ríkja­dal og hefur langstærstan hluta tekna sinna erlendis frá. Sveiflur Hluthafar Icelandair eru að stóru leyti íslenskir lífeyrissjóðir eins og sést á þessari mynd, sem fengin er frá Keldunni.á gengi krón­unnar geta haft nokkur áhrif á afkomu félags­ins, þó félagið verji sig fyrir sveiflum með geng­is­vörnum á fjár­mála­mark­aði. Styrk­ing krón­unnar á und­an­förnum miss­erum hefur valdið nokkrum áhyggjum hjá fyr­ir­tækjum í útflutn­ingi og ferða­þjón­ustu, og eru grein­endur á mark­aði, sem Kjarn­inn ræddi við, sam­mála um að mikil styrk­ing krón­unnar hafi haft nei­kvæð á­hrif á gengi Icelandair á mark­að­i. 

Auk þess hefur sam­keppni í flugi til og frá­ Ís­landi harðnað nokk­uð, með jákvæðum áhrifum fyrir neyt­end­ur, hvað varðar verð og val­mögu­lega, en fyrir rekstur ein­staka flug­fé­laga getur það þýtt minn­i fram­legð, í það minnsta á meðan sam­keppnin er hvað virk­ust.

Styrk­ing krón­unnar er þó fyrst og fremst áhættu­þáttur fyrir útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins í heild, einkum ef gengi hennar styrk­ist mikið meira gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Mest hefur styrk­ingin verið gagn­vart pund­inu, eða 24,5 pró­sent, en það hefur hríð­fallið í verði eftir Brex­it-­kosn­ing­una í sum­ar.

Olíu­á­hætta

Flug­fé­lög eru sér­stak­lega næm fyrir olíu­verði, en það hefur afar hag­felld þróun á olíu­mörk­uðum fyrir flug­fé­lög á und­an­förnum miss­erum, þar sem olíu­verð hefur lækkað mikð. Árið 2014 fór olíu­verð hæst í 110 ­Banda­ríkja­dali á tunnu af hrá­ol­íu, en í febr­úar á þessu ári fór það í 26 Banda­ríkja­dali á tunn­una. Lækk­unin hefur því verið bæði hröð og mik­il.

Mörg olíu­fram­leiðslu­ríki hafa þurft að glíma við efna­hags­legar þreng­ingar vegna þess­arar þró­un­ar, og má nefna sér­stak­lega Nor­eg, Rúss­land, Bras­il­íu, Venes­ú­ela og Ní­geríu því til stað­fest­ing­ar. 

Eins og greint var frá í gær þá komust OPEC-­ríkin fjórt­án, ­með Sádi-­Ar­abíu sem stærsta ein­staka olíu­fram­leiðslu­ríkið í broddi fylk­ing­ar,  að óform­legu sam­komu­lagi um að draga úr olíu­fram­leiðslu til að stuðla að meira jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurnar á mark­aði. Þetta leiddi strax til skarprar hækk­unar á olíu, og hefur hún hækkað um tæp­lega sjö pró­sent, sé mið tekið af verði á tunn­unni af hrá­olíu í Banda­ríkj­un­um. Hún kostar nú tæp­lega 48 Banda­ríkja­dali.

Gengi krónunnar hefur styrkst mikið að undanförnu, gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum, nema japanska jeninu.

Lyk­ilá­kvöðun OPEC ríkja, á form­legum vett­vangi sam­tak­anna, verður tekin í nóv­em­ber, og má gera ráð fyrir að sú ákvörðun hafi dýpri áhrif á mark­að­inn heldur en fréttir af óform­legu sam­komu­lagi þeirra fyrir tveim­ur ­dög­um. Ástæðan er meðal annar sú, að fund­ur­inn hefur meira vægi og hafa á­kvarð­anir sem næst sam­staða um, haft víð­tæk áhrif á mark­aði til fram­tíð­ar­ lit­ið. Náist sam­komu­lag um að draga veru­lega úr fram­leiðslu, gæti það haft þau á­hrif að olíu­verð muni hækka jafnt og þétt og verða nær því sem oft hef­ur ver­ið, í kringum 60 til 80 Banda­ríkja­dali á tunn­una. Í Nor­egi hefur verið rætt um að olí­iðn­að­ur­inn í land­inu þurfi að búa við olíu­verð sem er að minnsta kost­i 65 Banda­ríkja­dalir á tunn­una, svo að rekst­ur­inn gangi vel eða sé stöðug­t já­kvæð­ur.

Eitr­aður kok­teill

Ljóst má vera að frek­ari styrk­ing á gengi krón­unnar og ­mögu­leg hækkun á heims­mark­aðs­verði olí­unn­ar, getur haft slæm áhrif á mark­aðsvirði Icelanda­ir, vegna versn­andi rekstr­ar­af­komu. Vandi er þó um þessi ­mál að spá, eins og sagan sýn­ir. Gengi krón­unnar sveifl­ast mik­ið, fram og til baka, og það sama má segja um heims­mark­aðs­verð á olíu. Þetta eru áhrifa­miklir þættir þegar kemur að verð­bólgu­horfum á Íslandi og rekstri fyr­ir­tækja almennt.

Horf­ur ­fyrir íslenska ferða­þjón­ustu eru að mati flestra góð­ar, og pant­anir fyrir næsta ­sumar benda til þess að vöxt­ur­inn verði mik­ill, frá metár­inu sem nú er lang­t liðið á. Talið er að 2,2 millj­ónir erlendra ferða­manna muni sækja landið heim á næsta ári, en á þessu ári fari fjöld­inn yfir 1,7 millj­ón­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None