Efnahagsgjá = Pólitísk gjá

Staðan í einstaka ríkjum Bandaríkjanna er afar misjöfn, bæði pólitískt og efnahagslega.

Hillary
Auglýsing

Það eru margir undr­andi á stöðu mála í banda­rískum ­stjórn­mál­um. Í fram­boði fyrir Repúblik­ana er nú yfir­lýstur kyn­þátta­hat­ari sem talar fyrir aðskiln­aði á grund­velli upp­runa og trú­ar­bragða, og elur ótt­anum við efna­hags­leg áhrif alþjóða­væð­ing­ar.

Þessi boð­skapur verður ekki stað­settur hægra megin við miðj­una, svo mikið er víst. Það þjónar litlum til­gangi að stað­setja hann yfir­ höfuð á póli­tískan kvarða. En það er stór og mikil spurn­ing, hvernig á því stendur að hljóm­grunn­ur­inn í Banda­ríkj­unum fyrir þessum sjón­ar­miðum er það ­mik­ill að fylgi hans mælist nú, tæpum þremur vikum fyrir kosn­ing­ar, 42,3 ­pró­sent. Hill­ary Clinton mælist með 49,7 pró­sent og Gary John­son 5,8 pró­sent.

Þó allt bendi til þess að for­skot Hill­ary Clinton sé nú þegar það mikið að erfitt sé fyrir Trump að vinna kosn­ing­arn­ar, þá er ekki hægt að úti­loka neitt. 

Auglýsing

Kosn­inga­bar­áttan hefur verið for­dæma­laus þegar kemur að inni­stæðu­lausum upp­hróp­unum frá Trump, og margir spyrja hvort það skipt­i engu máli hvort hann sé að segja sann­leik­ann eða ekki.

Nokkur atriði er mik­il­vægt að fólk átti sig á þegar kemur að ­stöðu mála hér í Banda­ríkj­unum í aðdraga­anda kosn­ing­anna 8. nóv­em­ber.

1.       Efna­hags­legur veru­leiki ríkj­anna er mis­jafn og má aug­ljós­lega greina fylgni á milli þessi hvernig efn­hag­ur­inn er sam­sett­ur, og hvar Trump hefur verið að mæl­ast með mesta fylg­ið. Staðan hjá Repúblik­un­um hefur lengi verið slök í vest­ur- og aust­ur­strand­ar­ríkj­un­um, en hún hef­ur sjaldan verið jafn slök og nú. Helsta vígið er í mið­ríkj­un­um, þvert í gegn­um land­ið, og síðan í suð­ur­ríkj­un­um. 

2.       Vest­ur­strand­ar­ríkin þrjú, Was­hington, Oregon og Kali­forn­ía, eru öll á bandi Hill­ary (miðað við með­al­töl­in) og öll aust­ur­strand­ar­ríkin nema Suð­ur­-Kar­olína og Georgía eru á hennar bandi einnig, ­sam­kvæmt könn­un­um. Vaf­inn er helst um Flor­ída, eins og venju­lega, og Norð­ur­-Kar­olínu. En sé mið tekið af helstu könn­unum þá eru miklar líkur á að Hill­ary verði með afar sterka stöðu í strand­ríkj­un­um. Sú staða gæti skipt ­sköpum þegar upp er stað­ið.

3.       Á und­an­förnum ára­tug, ekki síst eftir að fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009, hefur efna­hags­leg staða þess­ara ­strand­ríkja verið að styrkj­ast í mörgum til­vik­um, á meðan staðan í mið­ríkj­un­um hefur versn­að. Fjölda­fram­leiðslu­störf­um, ekki síst í frum­fram­leiðslu, hef­ur ­fækkað hratt og fjár­fest­ing með þeim flust til Asíu, ekki síst Kína. Ríki eins og Ida­ho, Wyom­ing og Nebr­aska – þar sem Trump mælist með yfir­burða­stöðu – hafa far­ið einkar illa út úr þessum efna­hags­legu breyt­ing­um, sem teygja sig þó lengra aftur í tím­ann. Það sama má segja um Kansas, Okla­homa og Arkans­ans. Það er ekki að atvinnu­leysi sé vand­inn, heldur frekar að lág laun og lítil fram­þróun hái þeim. Atvinnu­leysi mælist nú mest að með­al­tali í Ala­ska, 6,8 pró­sent, en minnst í Suð­ur­-Da­kóta. Far­veg­ur ­fyrir öfga­hópa, sem styðja hug­myndir um kyn­þátta­hyggju og þjóð­ern­is­hyggju, hefur verið að styrkj­ast í þessum efna­hags­lega veik­burða ríkjum, og hefur Trump mark­visst unnið í því að efla þar stemmn­ingu meðal fólks og fá það með sér á kosn­inga­vagn­inn. Efa­semdir um jákvæð áhrif alþjóða­væddra við­skipta og samn­inga við önnur rík­i hljóma eins og múskík í eyrum kjós­enda á þessum slóð­um.

4.       Fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna með um 40 millj­ónir íbúa er Kali­forn­ía, þar á eftir kemur Texas með 28 millj­ónir og New York og Florida koma þar á eftir með um 20 millj­ónir íbúa hvort. Af um 320 millj­óna heildar­í­búa­fjölda býr um þriðj­ungur í þessum fjórum ríkj­u­m. Langstærsta ein­staka rík­is­-hag­kerfið er í Kali­forn­íu, með sjálfan síli­kondal­inn ­sem helstu upp­sprettu nýsköp­un­ar. New York kemur þar á eftir og síð­an Was­hington-­ríki.

Eins og sést á þessari mynd, frá FiveThirtyEight.com, þá er staða Hillary sterkust í strandríkjunum í austri og vestri, en Trump sækir sterkastan stuðning til mið- og suðurríkjanna.

5.       Þau ríki þar sem bar­áttan er einna tví­sýnust, ­sam­kvæmt spám og könn­un­um, eru Iowa og Arizona. Sam­kvæmt spá FiveT­hir­tyEight eru 56 pró­sent líkur á sigri Hill­ary Clinton í Iowa en 44 pró­sent líkur á sigri Trump. Í Arizona eru hlut­föllin þau sömu. Einnig er staðan spenn­andi í Ohio en lík­urnar eru þó heldur Hill­ary meg­in. Sam­tals búa um 10 millj­ónir í Arizona og I­owa. Þar eins og víða ann­ars staðar getur brugið til beggja vona, og ljóst að ­kosn­inga­þátt­taka mun skipta miklu máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None