Sjálfstæðisflokkurinn öflugastur flokka á landsbyggðinni

Líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn muni sigra í alþingiskosningunum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Þingsætaspá Kjarnans mælir Sjálfstæðisflokkinn sterkastan í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 13% líkur eru á að formaður Samfylkingarinnar nái kjöri.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er öruggastur allra fram­boða í Norð­vest­ur-, Norð­aust­ur- og Suð­ur­kjör­dæmi með að fá þing­menn kjörna á þing sam­kvæmt þing­sæta­spánni. Þing­sæta­spáin er ítar­leg grein­ing á gögnum Kosn­inga­spár Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings sem birt hefur verið hér á vefnum und­an­farin miss­eri.

Odd­vitar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­unum þremur sem um ræðir mæl­ast allir með 100 pró­sent í þing­sæta­spánni. Lík­urnar eru fengnar eftir að 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ voru gerðar á fyr­ir­liggj­andi könn­unum í Kosn­inga­spánni. Í öllum 100.000 hermunum náðu odd­vitar Sjálf­stæð­is­flokks­ins kjöri. Þeir eru Har­aldur Bene­dikts­son í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Krist­ján Þór Júl­í­us­son í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Páll Magn­ús­son í Suð­ur­kjör­dæmi.

Lík­leg­asta nið­ur­staðan er sú að Sjálf­stæð­is­menn fái minnst sjö þing­menn úr þessum þremur kjör­dæm­um. Bæði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir (annað sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi) og Ásmundur Frið­riks­son (annað sæti í Suð­ur­kjör­dæmi) náðu einnig kjöri í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna.

Nánar má lesa um fram­kvæmd þing­sæta­spár­innar á Kosn­inga­spár­vef Kjarn­ans þar sem allar nið­ur­stöður Kosn­inga­spár­innar verða aðgengi­legar fram að kosn­ingum og kosn­inga­úr­slitin að þeim lokn­um.

Suðurkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 93%
    Páll Valur Björnsson
  • 1%
    Þórunn Pétursdóttir
  • >99%
    Sigurður Ingi Jóhannsson
  • 81%
    Silja Dögg Gunnarsdóttir
  • 13%
    Ásgerður K. Gylfadóttir
  • 0.1%
    Einar Freyr Elínarson
  • 28%
    Jóna Sólveig Elínardóttir
  • 3%
    Jóhannes Albert Kristbjörnsson
  • 0.1%
    Ingunn Guðmundsdóttir
  • 100%
    Páll Magnús­son
  • 98%
    Ásmund­ur Friðriks­son
  • 51%
    Vil­hjálm­ur Árna­son
  • 4%
    Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
  • 1%
    Krist­ín Trausta­dótt­ir
  • 53%
    Smári McCarty
  • 24%
    Oktavía Hrund Jónsdóttir
  • 34%
    Þórólfur Júlían Dagsson
  • 70%
    Álfheiður Eymarsdóttir
  • 86%
    Oddný G. Harðardóttir
  • 1%
    Ólafur Þór Ólafsson
  • 99%
    Ari Trausti Guð­munds­son
  • 16%
    Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
  • 4%
    Dan­íel E. Arn­ars­son

Ólík­legt að Oddný nái kjöri

Nokkuð ólík­legt þyk­ir, miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­an­ir, að Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, nái kjöri. Sam­fylk­ingin er eini flokk­ur­inn af þeim sjö sem mæl­ast í kosn­inga­spánni sem nær ekki kjöri í lík­leg­ustu nið­ur­stöð­unni í Suð­ur­kjör­dæmi. Aðeins 13 pró­sent líkur eru á því að Oddný nái kjöri, minnst allra odd­vit­anna í kjör­dæm­inu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eins og áður sagði sterkastur í þessu kjör­dæmi og mun að öllum lík­indum fá tvo þing­menn kjörna. Ekki þarf mikið upp á að Vil­hjálmur Árna­son, þriðji maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fái einnig nær öruggt þing­sæti. Hann náði kjöri í 58 pró­sent sýnd­ar­kosn­ing­anna 100.000.

Píratar mega gera sér vonir um að fá tvo þing­menn kjörna í Suð­ur­kjör­dæmi. Smári McCar­ty, odd­viti P-list­ans, verður að öllum lík­indum kjör­inn og Oktavía Hrund Jóns­dóttir fær góðar líkur eða 83 pró­sent í kosn­inga­spánni.

Suð­ur­kjör­dæmi er sterkt vígi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar leiðir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lista flokks­ins. Hann náði kjöri í öllum sýnd­ar­kosn­ing­unum og mælist því með 100 pró­sent líkur á að ná kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Silja Dögg Gunn­ars­dóttir skipar annað sæti list­ans og mælist með 92 pró­sent líkur á að ná kjöri.

Ari Trausti Guð­munds­son, odd­viti Vinstri grænna, fær 99 pró­sent líkur á kjöri í kosn­inga­spánni, Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, fær 85 pró­sent líkur og Páll Valur Björns­son, odd­viti Bjartrar fram­tíð­ar, fær 83 pró­sent lík­ur.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

  • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
  • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 2 full­trúar
  • C-listi Við­reisnar = 1 full­trúi
  • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
  • P-listi Pírata = 1 full­trúi
  • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 0 full­trúar
  • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: D3, P2, V2, B3, A2 eða S1* Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan eru full­trúar A1 og C1 veik­ast­ir.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Norðausturkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 48%
    Preben Pétursson
  • 1%
    Dagný Rut Haraldsdóttir
  • 70%
    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • 93%
    Þórunn Egilsdóttir
  • 87%
    Líneik Anna Sævarsdóttir
  • 22%
    Benedikt Jóhannesson
  • 0.3%
    Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • 100%
    Kristján Þór Júlíusson
  • >99%
    Njáll Trausti Friðbertsson
  • 21%
    Valgerður Gunnarsdóttir
  • 0.4%
    Arnbjörg Sveinsdóttir
  • 71%
    Einar Brynjólfsson
  • 2%
    Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
  • 12%
    Gunnar Ómarsson
  • 0.2%
    Hans Jónsson
  • 93%
    Logi Már Einarsson
  • 2%
    Erla Björg Guðmundsdóttir
  • 0.1%
    Hildur Þórisdóttir
  • 100%
    Steingrímur Jóhann Sigfússon
  • 93%
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  • 14%
    Björn Valur Gíslason

Fram­sókn tapar þremur þing­mönnum milli kosn­inga í norð­austri

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi verða nokkrar svipt­ingar frá því í kosn­ing­unum árið 2013. Þá fékk Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fjóra þing­menn undir for­ystu odd­vit­ans Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Nú er Sig­mundur Davíð enn odd­viti lista Fram­sókn­ar­flokks­ins en sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn nær hann einn Fram­sókn­ar­manna kjöri; lík­urnar eru 98 pró­sent. Þór­unn Egils­dótt­ir, sem situr í öðru sæti B-list­ans, gæti hins vegar kom­ist að sem þing­maður en hún náði kjöri í aðeins 31 pró­sent til­vika í sýnd­ar­kosn­ing­un­um.

Við­reisn mun nokkuð örugg­lega fá einn mann kjör­inn. Odd­viti flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er for­maður flokks­ins Bene­dikt Jóhann­es­son. 96 pró­sent líkur eru á að hann nái kjöri.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Píratar verða nokkuð örugg­lega með tvo þing­menn kjörna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Odd­vitar flokk­anna; Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn Krist­ján Þór Júl­í­us­son og Pírat­inn Einar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, náðu kjöri í öllum hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna og eru því með 100 pró­sent líkur á kjöri. Njáll Trausti Frið­berts­son situr í öðru sæti lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann mælist með 99 pró­sent líkur á kjöri. Guð­rún Ágústa Þór­dís­ar­dóttir er í öðru sæti lista Pírata. Hún mælist með 89 pró­sent líkur á kjöri.

Þá er nokkuð öruggt að Stein­grímur J. Sig­fús­son, odd­viti Vinstri grænna, nái kjöri. Hann hlaut einnig 100% kosn­ingu í sýnd­ar­kosn­ing­unum sem byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi flokk­anna.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

  • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 0 full­trúar
  • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 1 full­trúi
  • C-listi Við­reisnar = 1 full­trúar
  • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
  • P-listi Pírata = 2 full­trúi
  • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 1 full­trúar
  • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: V2, D3, S2, B2, P3 eða A1.* Af þeim sem nefndir eru hér í list­anum eru full­trúar S1 og P2 veik­ast­ir.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Norðvesturkjördæmi
8 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 15%
    G. Valdimar Valdemarsson
  • 0%
    Kristín Sigurgeirsdóttir
  • 64%
    Gunnar Bragi Sveinsson
  • 0%
    Elsa Lára Arnardóttir
  • 3%
    Sigurður Páll Jónsson
  • 7%
    Gylfi Ólafsson
  • 0%
    Lee Ann Maginnis
  • 92%
    Haraldur Benediktsson
  • >99%
    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
  • 30%
    Teitur Björn Einarsson
  • 2%
    Hafdís Gunnarsdóttir
  • 24%
    Eva Pandora Baldursdóttir
  • 0.1%
    Gunnar I. Guðmundsson
  • 0.1%
    Eiríkur Þór Theódórsson
  • 94%
    Guðjón S. Brjánsson
  • 1%
    Inga Björk Bjarnadóttir
  • 9%
    Lilja Rafney Magnúsdóttir
  • 79%
    Bjarni Jónsson
  • 16%
    Dagný Rósa Úlfarsdóttir

Sjálf­stæð­is­menn með þrjá, Pírat­ar, Fram­sókn og Vinstri græn með einn hvert

Í minnsta kjör­dæmi lands­ins er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gríð­ar­lega sterk­ur. Þar geta bæði Har­aldur Bene­dikts­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir verið nokkuð örugg um að ná kjöri og þriðji maður á lista, Teitur Björn Ein­ars­son, er ekki langt und­an. Hann náði kjöri í 72 pró­sent sýnd­ar­kosn­ing­anna.

Þá eru þrír odd­vitar ann­arra flokka mjög lík­legir til þess að ná kjöri. Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í kjör­dæm­inu, fær 100% kjör í sýnd­ar­kosn­ing­un­um. Næri því víst er að Gunnar Bragi Sveins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, nái einnig kjöri en hann er með 99% kjör í sýnd­ar­kosn­ing­unum alveg eins og Eva Pand­ora Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Pírata.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

  • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 0 full­trúar
  • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 1 full­trúi
  • C-listi Við­reisnar = 0 full­trúar
  • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 3 full­trúar
  • P-listi Pírata = 1 full­trúi
  • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 0 full­trúar
  • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: V2, S1, C1, B2, A1 eða P2.*

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér að vefn­um. Þing­sæta­spáin sem nú er birt byggir á Þjóð­ar­púlsi Gallup 3.–12 októ­ber (vægi 57%) og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 23. sept­em­ber - 5. októ­ber (vægi 43%). Ef fleiri könn­un­ar­að­ilar birta fylgi fram­boða niður á kjör­dæmi ásamt upp­lýs­ingum um fram­kvæmd könn­unar verður þeim upp­lýs­ingum bætt inn í þing­sæta­spánna.

Gallup er eini könn­un­ar­að­il­inn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgis­tölum niður á kjör­dæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjör­dæmi í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var í Morg­un­blað­inu. Fylgi flokka í kjör­dæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 6.–12 októ­ber eða í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 13.–19 októ­ber.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.



Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

  • 8 þing­menn í 4% til­fella
  • 9 þing­menn í 25% til­fella
  • 10 þing­menn í 42% til­fella
  • 11 þing­menn í 25% til­fella
  • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

  • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
  • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
  • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
  • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
  • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
  • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None