Topp 10: Borðspil

Senn líður að jólum. Þá grípur fólk oft í spil. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur hefur prófað ófá borðspilin.

Kristinn Haukur Guðnason
Pandemic
Auglýsing

Fólk hefur stytt sér stundir með góðu spili síðan á tímum Forn-Eg­ypta. Lengst af voru það ein­föld spil á borð við kotru, lúdó og skák en síðar hönnuð spil á borð við Monopoly, Clu­edo og Risk. Þegar tölvu­leikir komu fram á sjón­ar­sviðið bjugg­ust flestir við því að tími borð­spil­anna væri lið­inn. Því er þó öfugt farið og bylt­ing hefur átt sér stað innan grein­ar­inn­ar. Hönnun spila hefur fleygt fram og mark­að­ur­inn fer sífellt stækk­andi. Nokkur ný borð­spil eins og t.d. Settlers of Catan, Carc­as­sonne og Ticket to Ride hafa opnað augu fólks fyrir þessum heim og fæstir verða fyrir von­brigð­um. Nú þegar líður að jól­um, mestu spila­tíðar árs­ins, er til­valið að fá góðar hug­myndir að nokkrum gjöf­um.

10. Sheriff of Nott­ing­ham

3-5 leik­menn, 60 mín.

Sheriff of Nott­ing­ham er korta­spil sem sló í gegn árið 2014. Leik­menn eiga að reyna að koma varn­ingi (eplum, brauði o.fl.) fram­hjá fóget­anum en þeir geta einnig reynt að smygla (pip­ar, silki o.fl). Leik­menn skipt­ast á að leika hlut­verk fóget­ans sem reynir að góma þá. Sál­fræði­þáttur spils­ins er mik­ill þar sem menn verða að geta haldið and­liti og beitt ýmsum brögð­um, s.s. mútu­greiðslum og samn­ing­um.  Þetta spil hentar því reyndum póker-spil­urum afar vel. Spilið var hannað af tveimur Bras­il­íu­mönn­um, Sergio Halaban og André Zatz, en áður höfðu þeir hannað tvö keim­lík spil. Ann­ars vegar Hart an der Grenze (Vand­ræði á landa­mær­un­um)  árið 2006 og Robin Hood árið 2011 en hvor­ugt spilið náði neinum vin­sæld­um. Félag­arnir náðu hins vegar að skapa mikla spennu fyrir Sheriff of Nott­ing­ham með hóp­fjár­mögnun á heima­síð­unni Kickstarter. Það verður hins vegar að segj­ast að fram­leiðslan á spil­inu er ekki alveg jafn góð og hug­mynd­in.

Auglýsing



9. Descent: Jour­neys in the Dark

2-5 leik­menn, 120 mín.

Descent er svo­kallað „dýflissu­spil“ (dun­geon crawl) frá Fantasy Flight Games, hannað af Kevin Wil­son frá árinu 2005. Dýflissu­spilin eru beinir afkom­endur hlut­verka­spila á borð við Dun­ge­ons & Dragons sem náðu miklum vin­sældum á átt­unda og níunda ára­tugn­um. Einn leik­mað­ur­inn leikur dýflissu-­meist­ar­ann en hinir hetjur sem meist­ar­inn leiðir í gegnum ýmis ævin­týri og setur ýmsa tálma og skrímsli í veg þeirra. Descent sker sig þó nokkuð út þar sem meist­ar­inn etur kappi við hetj­urnar fremur en að leiða þær. Spilið er ákaf­lega stórt með mörgum spila­bunkum, pappa­táknum og plast­fígúrum og borðið sjálft minnir á púslu­spil. Árið 2012 kom út mikið breytt útgáfa af spil­inu þar sem regl­urnar voru gerðar mun ein­fald­ari og straum­línu­lag­aðri. Tveim árum seinna kom svo út Imper­ial Assault sem byggir á nákvæm­lega sama kerfi en í Star Wars heim­in­um.

8. Sushi Go

2-5 leik­menn, 15 mín.

Sushi Go er eldsnöggt korta­spil sem kom út árið 2013 og var hannað af Ástr­a­l­anum Phil Wal­ker-Harding. Spilið er lít­ið, aðeins einn 108 spila bunki, og teikn­ing­arnar á spil­unum eru mínímal­ískar og ein­fald­ar. Eins og tit­ill­inn gefur til kynna þá er þemað sushi mat­ar­gerð en það skiptir í raun litlu máli fyrir sjálft spil­ið. Leik­menn fá 8 spil á hendi, velja eitt og láta leik­mann á vinstri hönd hafa rest. Síðan leggja allir spilið niður og velja svo úr þeim 7 spilum sem þeir fengu frá sessu­naut sín­um. Svona gengur þetta koll af kolli. Tak­markið er að safna settum og sam­setn­ingum af sushi réttum sem gefa sem flest stig og spilað er í sam­an­lagt 3 umferð­ir. Þessi aðferð er ekki ný af nál­inni. Þekktasta spilið með þess­ari aðferð er mjög svo vin­sæla 7 Wond­ers frá árinu 2010. Sushi Go er hins vegar mun ein­fald­ara spil sem hver sem er getur lært á örfáum mín­út­um. Sushi Go Party, sem er útgáfa með fleiri sam­setn­ingum af rétt­um, kom út á þessu ári.



7. Var­úlfur

8-? leik­menn, 60 mín (fer eftir fjölda)

Var­úlfur er partí­leikur sem varð til í Moskvu-há­skóla árið 1986 eða 1987. Þá hét hann reyndar Mafía en þegar hann barst til Vest­ur­landa um miðjan tíunda ára­tug­inn var var­úlfa­þem­anu breitt yfir hann. Leik­ur­inn er fyrir fjöl­mennan hóp, helst fleiri en 10, sem skipt­ist í þorps­búa og var­úlfa auk sögu­manns sem tekur ekki beinan þátt. Var­úlf­arnir drepa þorps­bú­ana þegar þeir sjá ekki til og þorps­bú­arnir reyna að kom­ast að því hverjir séu var­úlfar og hengja þá. Sumir þorps­búar hafa sér­staka og dulda hæfi­leika s.s. veiði­mað­ur­inn, elskend­urnir og litla stúlk­an. Hægt er að nota ein­faldan spila­stokk eða hand­skrif­aða miða til að spila Var­úlf en skemmti­legra er að spila með útgefnum stokk­um. Margar gerðir eru fáan­legar eins og t.d. The Wer­ewolves of Mill­er´s Hollow og Ultimate Wer­ewolf . Helsta vanda­málið við Var­úlf er að finna nógu marga leik­menn. Lausnin við því er fólgin í spil­inu The Res­istance sem er mjög svipað og Var­úlfur en fyrir aðeins 5-10 leik­menn.



6. Batt­lestar Galact­ica

3-6 leik­menn, 180 mín.

Batt­lestar Galact­ica er gert eftir sam­nefndri geim­þátta­röð sem sýnd var á árunum 2003-2010 og var end­ur­gerð af eldri ser­íu. Eldri ser­ían var algjört flopp en sú nýrri naut tölu­verðra vin­sælda og hefur enn mikið költ-­fylgi.  Borð­spilið er sam­vinnu­spil þar sem leik­menn reyna að koma geim­skip­inu Galact­ica til Jarðar fram­hjá víga­sveitum sjálfs­með­vit­aðra vél­menna (Cylona) sem hafa tor­tímt öllu öðru fólki. Það sem gerir spilið svo athygl­is­vert er það að 1-2 leik­menn eru duldir Cylonar og tak­mark þeirra er að skemma fyrir flótt­anum og granda geim­skip­inu. Þetta gerir það verkum að traust milli leik­manna er afar lítið og oft grípur um sig hrein og klár væn­i­sýki. Ásak­anir fljúga og Cylon­arnir verða því að fara mjög leynt með skemmd­ar­verk sín. Yfir­leitt eru borð­spil sem byggja á kvik­myndum eða þáttum ekki hátt skrif­uð. En Batt­lestar Galact­ica var hannað af hinum virta Corey Kon­i­eczka og gefið út hjá Fantasy Flight Games sem er leið­andi borð­spila­fram­leið­andi. Spilið nýtur því enn mik­illar hylli.



5. King of Tokyo

2-6 leik­menn, 30 mín.

King of Tokyo hefur verið kallað nokk­urs konar „bar­daga-Yahtzee“. Þetta er ten­inga­spil þar sem leik­menn leika risa­vaxin skrímsli sem bít­ast um það að fá að leggja japönsku höf­uð­borg­ina í rúst. Þemað í spil­inu er aug­ljós­lega fengið frá kvik­myndum á borð við King Kong og Godzilla. Leik­menn geta unnið með því að safna stigum eða drepa öll hin skrímslin (sem er algeng­ara og skemmti­legra). King of Tokyo er hug­verk Ric­hard Garfi­eld, sem er best þekktur fyrir korta­spilið lífseiga Magic: The Gather­ing, og hefur farið sig­ur­för um heim­inn síðan það kom út árið 2011. Árið 2014 gaf hann út King of New York sem byggir á sama grunni en er aðeins flókn­ara og lengra. Það hefur hins vegar ekki náð sömu vin­sældum og for­ver­inn. Ein­fald­leik­inn og hrað­inn er nefni­lega gald­ur­inn við King of Tokyo.  Um leið og fyrsta spilið er búið langar manni að spila strax aft­ur.

4. Small World

2-5 leik­menn, 80 mín.

Belgíski hönn­uð­ur­inn Phil­ippe Keysa­erts gaf út Small World árið 2009. Fólk tók strax eftir því þetta var eitt lit­rík­asta og fal­leg­asta borð­spil sem til út hafði kom­ið. Það var teiknað af franska lista­mann­inum Miguel Coimbra og gefið út hjá Days of Wonder sem eru þekktir fyrir að gefa út fá en mjög vönduð borð­spil. Kerfi spils­ins var þó ekki nýtt af nál­inni því Keysa­erts hafði sjálfur gefið út sams konar spil 10 árum áður undir nafn­inu Vinci en við til­tölu­lega hóg­værar und­ir­tekt­ir. Bæði spilin eru land­vinn­inga stríðs­spil þar sem leik­menn velja sér heri með tvenna sér­staka hæfi­leika. Leik­menn geta svo skipt út þessum herjum fyrir nýja tvennu. Mun­ur­inn liggur helst í þem­anu, þ.e. Vinci var með forn­ald­ar­þema á meðan Small World er með klass­ískt fantasíu­þema. Days of Wonder hafa fylgt vel­gengni Small World eftir með mörgum við­bótum og ein­stak­lega vel heppn­uðu smá­forriti fyrir síma og spjald­tölv­ur.



3. Spartacus: A Game of Blood & Treachery

3-4 leik­menn, 150 mín.

Þegar Spartacus kom út árið 2012, frá hinni lítt þekktu spila­út­gáfu Gale Force Nine, höfðu fáir trú á því að um gæða­grip væri að ræða. Spilið er byggt á þátta­röð um skylm­inga­þræl­inn fræga sem sýnd var á árunum 2010-2013 og ein­kennd­ust af hömlu­lausu ofbeldi, ljótum munn­söfn­uði og nekt. Það besta við þætt­ina var þó allt bak­tjalda­makkið og það skilar sér vel í spil­inu. Leik­menn taka sér hlut­verk þræla­hald­ara og reyna að kom­ast á topp­inn í met­orða­stiga hring­leika­húss­ins. Spilið skipt­ist í nokkra fasa, s.s. upp­boð, versl­un, ráða­brugg, bar­daga og veð­mál, sem er einn helsti kost­ur­inn við það. Spilið er ekki bara spennu­þrungið og dramat­ískt heldur einnig marg­slungið og fjöl­breyti­legt. Í spil­inu taka leik­menn miklar áhættur og nóg er af tæki­færum til að sína af sér virki­lega svíns­lega hegð­un. Þetta er því ekki spil fyrir auð­sært fólk. Spartacus hefur ekki fengið mjög mikla útbreiðslu en þeir sem hafa prófað það bera því góða sög­una.



2. Ark­ham Hor­ror

1-8 leik­menn, 180 mín.

Fyrsta útgáfa Ark­ham Hor­ror kom út árið 1987 en fékk litla dreif­ingu, enda mark­að­ur­inn þá í skötu­líki. En þegar að Fantasy Flight Games keyptu rétt­inn og gáfu spilið aftur út árið 2005 hófst bylgja sem ekki sér fyrir end­ann á. Ric­hard Launius hann­aði spilið sem er byggt á verkum rit­höf­und­ar­ins H.P. Lovecraft og er í raun mun lík­ara hlut­verka­spili en hefð­bundnu borð­spili. Sögu­sviðið er Massachu­setts á þriðja ára­tug sein­ustu aldar og leik­menn vinna saman að því að sigr­ast á skrímslum sem koma frá öðrum vídd­um. Spilið er sjálft orðið að hálf­gerðu skrímsli hvað varðar stærð og magn spila­muna, sér­stak­lega eftir að 8 við­bætur bætt­ust við. Það krefst því bæði mik­ils und­ir­bún­ings, tíma, ein­beit­ing­ar, þol­in­mæð­ar, veit­inga og borð­pláss. Að kljást við Cthulhu og félaga er því ekki fyrir hvern sem er. Ef af fólki langar til að fá nasa­þef­inn af Ark­ham Hor­ror þá eru til ein­fald­ari spil með sama þema, t.d. Elder Sign og Eld­ritch Hor­ror.



1. Pandemic

1-4 leik­menn, 60 mín.

Pandemic hefur notið mik­illa vin­sælda síðan það kom út árið 2008 og er í dag þekktasta sam­vinnu­spil­ið.  Leik­menn bregða sér í hlut­verk heil­brigð­is­starfs­fólks (lækna, vís­inda­manna, við­bragðs­að­ila o.fl) og vinna saman sem teymi við það að kljást við stór­hættu­lega og bráðsmit­andi far­alds­sjúk­dóma sem herja á heim­inn. Annað hvort nær teymið að hefta útbreiðsl­una og finna lækn­ingu eða að allir jarð­ar­búar far­ast. Pandemic minnir nokkuð á púslu­spil eða þraut og því er vel hægt að spila það ein­sam­all/ein­sömul líkt og kap­al. Vin­sældir spils­ins má að miklu leyti rekja til hversu ein­falt og aðgengi­legt það er. Höf­und­ur­inn Matt Leacock hefur fylgt vel­gengn­inni eftir og hannað fleiri ein­föld sam­vinnu­spil sem einnig hafa náð þó nokkrum vin­sæld­um, s.s. For­bidden Island og For­bidden Des­ert. Einnig hafa komið út fleiri útgáfur af Pandem­ic, s.s. The Cure sem er ten­inga­út­gáfa og Contagion þar sem tafl­inu er snúið við og leik­menn leika sjúk­dómana sjálfa.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None