Byltingin sem mun eyða milljónum starfa

Verðmiðinn á Amazon hefur hækkað um 15 milljarða Bandaríkjadala á tveimur dögum eftir að fyrirtækið kynnti byltingarkenndar nýjungar í smásölugeiranum. Miklar breytingar eru framundan vegna innleiðingar gervigreindar í atvinnulífið í heiminum.

Bezos
Auglýsing

Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon, hagn­að­ist um tvo millj­arða Banda­ríkja­dala, um 220 millj­arða króna, á tveimur dögum vegna hækk­unar á hluta­bréfum fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far þess að Amazon kynnti nýja tækni fyrir versl­anir fyr­ir­tæk­is­ins sem opna munu fyrir almenn­ing í byrjun næsta árs. Ein búð hefur þegar verið opnuð fyrir valda starfs­menn Amazon inn á höf­uð­stöðv­ar­svæði fyr­ir­tæk­is­ins í Seattle.

Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins hækk­aði um 5,3 pró­sent í gær og 2,97 á mánu­dag. Við lokun markað í gær var fyr­ir­tækið metið á 372 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 41 þús­und millj­örðum króna. Ástæðan er fyrst og fremst rakin til þess að fyr­ir­tækið hefur nú end­an­lega þróað hug­búnað sem gerir neyt­endum mögu­legt að labba inn í búð, ná í vör­urnar sem það vill og fara svo út án þess að fara í bið­röð eða stöðva við afgreiðslu­kassa. Þjón­ustan nefn­ist Amazon go og þurfa not­endur hennar ein­ungis að vera með Amazon go app í sím­anum til þess að geta nýtt hana. Háþróuð gervi­greind tölvu­heims­ins sér um afgang­inn.

Gríð­ar­legur vöxtur

Amazon hefur unnið að tækni­þró­un­inni í fjögur ár en mesta vaxt­ar­skeið í sögu fyr­ir­tæk­is­ins er nú framund­an. Til marks um hversu vöxt­ur­inn verður mik­ill, þá hyggst Amazon ráða 35 þús­und nýja starfs­menn á Seatt­le-­svæð­inu einu, fyrir árs­lok 2020, en starfs­menn Amazon á svæð­inu eru nú 34 þús­und. Þá greindi Wall Street Journa frá því í gær að Amazon sé þegar búið að und­ir­búa opnun tvö þús­und nýrra versl­ana sem styðj­ast við Amazon go hug­bún­að­inn í Banda­ríkj­un­um, og síðan enn fleiri versl­anir víða um heim. Fyri­tækið ætlar sér að herða á sam­keppni sinni við smá­söluris­ann Wal­Mart sem hefur mesta mark­aðs­hlut­deild allra smá­sölu­fyr­ir­tækja í heim­in­um. Amazon er hins vegar leið­andi í net­verslun og þar hefur fyr­ir­tækið náð að þróa starf­semi sína inn á ýmsar braut­ir. Ferskvöru­sala fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið stór­efld og er fyr­ir­tækið nú með stór­tækar hug­myndir um að þróa enn frekar heild­sölu fyrir ferskvöru.

Auglýsing



Bezos er við stýrið

Bezos sjálfur á 17 pró­sent eign­ar­hlut í Amazon en á þessu ári hefur hann í tvígang selt eina milljón hluta og fengið í hreinan hagnað út úr því 1.428 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 170 millj­örðum íslenskra króna. Lang­sam­lega stærstur hluti eigna hans er bund­inn við hlut­inn í Amazon, en hann á einnig útgáfu­fé­lag Was­hington Post, geim­ferð­ar­fyr­ir­tækið Blue Origin og eign­ar­hluti í fjöl­mörgum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á Seatt­le-­svæð­inu sér­stak­lega.

Bezos var fimmti rík­asti ein­stak­lingur heims á lista For­bes á þessu ári með eignir upp á 45,2 millj­arða Banda­ríkja­dala. Eign­ar­virðið hefur hins vegar hækkað mikið síðan og eru þær nú metnar á tæp­lega 70 millj­arða Banda­ríkja­dala. Það gerir hann að næst rík­asta manni heims á eftir Bill Gates, stofn­anda Microsoft, en báðir eru þeir búsettir á Seatt­le-­svæð­inu og hafa byggt þar upp fjár­fest­ing­ar­verk­efni sín.

Störfin hverfa

Þó tækni­bylt­ing­unni sem snýr að versl­un, sem Amazon hefur nú kynnt, hafi verið vel tekið af fjár­festum á mark­aði í Banda­ríkj­unum þá gæti hún verið upp­hafi af sárs­auka­fullu ferli fyrir starfs­fólk versl­ana víða um heim. Í Banda­ríkj­unum einum eru um 3,5 millj­ónir starfa við afgreiðslu í versl­un­um. Alveg eins og gerð­ist þegar strik­a­merkin komu fram, þá gæti tæknin leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í starfs­manna­haldi fyrir fyr­ir­tæki í smá­sölu. Í full­komnum heimi gæti það einnig leitt til lægra verð­lags, en vandi er þó um slíkt að spá. Þessi nýi hug­bún­aður Amazon, sem byggir á gervi­greind­ar­tækni, markar tíma­mót. 

WalMart er stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna, með 2,2 milljónir starfsmanna. Ný tækni við verslun, sem gerir starfsfólk við afgreiðslu óþarft, gæti haft mikil áhrif til góðs í rekstri fyrirtækisins. Töluvert er þó í að hún verði almenn, en Amazon leiðir þróunina.

Sjálfur hefur Bezos talað um að gervi­greind muni marka djúp spor í þróun sam­fé­laga heims­ins á næsta ára­tug, og lét hann þau orð falla 1. júní síð­ast­lið­inn að vís­inda­skáld­skap­ur­inn myndi lifna við í raun­veru­leik­anum á næstu miss­er­um. Hann sagði næstu skrefin sem framundan væru - þar á meðal áherslu á tölvu­tækni sem manns­röddin stýrir og sjálf­stýr­andi búnað í far­ar­tækjum - myndu breyta öllu og að þau væru „risa­vax­in” (gig­ant­ic). „Það er erfitt að nota of stór orð um það hversu mikil áhrif gervi­greind mun hafa líf okkar á næstu 20 árum. Þetta er stórt,“ sagði hann á ráð­stefnu í Kali­forníu 1. júní. Óhætt er að segja að fyrstu stóru spilin sem Amazon hefur sýnt á, þegar kemur að breyttum versl­un­ar­hátt­um, séu athygl­is­verð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None