George Takei óttast að sagan muni endurtaka sig

Leikarinn og aðgerðasinninn George Takei öðlaðist frægð sína sem Sulu í Star Trek á 7. áratugnum en hefur síðan þá orðið stjarna á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur gagnrýnt hugmyndir Donalds Trumps um múslima. Kjarninn kannaði feril hans og sögu.

George Takei heilsar „Live long and prosper!“
George Takei heilsar „Live long and prosper!“
Auglýsing

Fáir Jap­anir voru í sjón­varp­inu þegar banda­ríski leik­ar­inn og aðgerðasinn­inn George Takei ákvað að fara út í kvik­mynda­brans­ann á 6. ára­tugnum og hafði hann fáar fyr­ir­mynd­ir. Hann varð því braut­ryðj­andi á sínu sviði þegar hann fékk hlut­verk Sulu í Star Trek þar sem hann lék við hlið kanadíska leik­ar­ans William Shatner. En George er ekki ein­ungis þekktur fyrir leik sinn í Star Trek heldur hefur hann verið í sviðs­ljós­inu allar götur síðan fyrir ýmiss konar mann­úð­ar­störf. Hann er aðgerðasinni sem lætur sig mörg mál varða og hefur hann til dæmis verið ötull tals­maður sam­kyn­hneigðra. 

Und­an­farna mán­uði hefur hann gagn­rýnt Don­ald Trump, verð­andi for­seta Banda­ríkj­anna, fyrir hin ýmsu ummæli sem hann hefur látið falla, sér­stak­lega ummæli hans um múslima. Seg­ist George ótt­ast að sagan geti end­ur­tekið sig og vísar hann þar í skrá­setn­ingu Jap­ana í seinni heim­styrj­öld­inni og fanga­búðir sem hann, meðal ann­arra ætt­aðra frá Jap­an, var færður í sem barn. Hann varar við hug­myndum um bann við því að múslimar komi til Banda­ríkj­anna en í við­tali á CNN lýsir hann þessum áhyggjum sín­um. Hann segir að ótt­inn við múslima og hryðju­verk ali á for­dómum og aðgrein­ing­u. 

Fjöl­skyldan flutt í fanga­búðir

George Takei fædd­ist í Los Ang­eles í Banda­ríkj­unum árið 1937 en hann átti jap­anskan föður og jap­an­skætt­aða móð­ur. Þegar hann var fimm ára gam­all var fjöl­skyldan neydd til að búa í fanga­búðum sér­út­búnum fyrir Jap­ani í seinni heim­styrj­öld­inni, fyrst í Kali­forníu og síðar í Arkansas. Yfir hund­rað þús­und Jap­anir í Banda­ríkj­unum voru á þessum tíma neyddir í slíkar búðir á meðan styrj­öldin stóð yfir en flestir voru banda­rískir rík­is­borg­ar­ar. 

Auglýsing

Útilokunarskipun bandarískra hermálayfirvalda

Eftir árás­irnar á Perlu­höfn, flota­stöð Banda­ríkja­manna á Havaí, árinu áður fór hat­urs­alda um Banda­ríkin sem lýsti sér í mik­illi andúð á fólki ætt­uðu frá Japan eða eins og George orðar það „fólki sem leit út eins og ég.“ Frankin D. Roos­evelt for­seti Banda­ríkj­anna gaf þá skipun í febr­úar 1942 að öllum japönskum Amer­ík­önum á vest­ur­strönd­inni skyldi vera safnað saman án nokk­urrar ástæðu, ákæru eða rétt­ar­halda. Fólk­inu var safnað saman í tíu víg­girtar fanga­búðir á afskekktum stöðum í Banda­ríkj­un­um.  

George hefur lýst atburða­rásinni í við­tölum og í TED-­fyr­ir­lestri. Hann segir að tveir her­menn, vopn­aðir að fullu, hafi bankað upp á hjá þeim og skipað þeim að fylgja sér. Faðir hans hafi farið með hann og litla bróður hans út á stétt og þegar móðir hans hafi komið út á eftir þeim með litlu systur hans í fang­inu hafi tárin runnið niður and­lit henn­ar. Hann segir að hann muni aldrei gleyma þess­ari minn­ingu svo lengi sem hann lifi. Eftir þetta hafi þeim verið fylgt af her­mönn­um, ásamt öðrum ætt­uðum frá Jap­an, í lest sem kom þeim á áfanga­stað. Þetta tók þrjár nætur og fjóra daga. 

Úr ösk­unni í eld­inn

George seg­ist ennþá muna eftir gadda­vírnum sem umkringdi búð­irnar og turn­inum þar sem vél­byssum var beint að þeim. Hann segir að vegna síns unga ald­urs hafi hann verið fljótur að aðlag­ast líf­inu í fanga­búð­un­um. Að vera í fang­elsi umkringdu gadda­vír varð honum hvers­dags­legt og að stilla sér upp í röð þrisvar á dag til að borða vondan mat í háværum sal og að fara með föður sínum í sturtu með fjölda ann­arra manna. 

Farandur fanga í búðunum

Fjöl­skyldan var í fanga­búð­unum í heil fjögur ár en eftir að þeim var sleppt fóru þau aftur til Los Ang­eles þar sem þau fengu ekki góðar við­tök­ur. George segir að á þessum tíma hafi þau verið alls­laus enda hafi allt verið tekið af þeim og að fjand­skap­ur­inn hafi verið mik­ill. Þau neydd­ust til að lifa í versta hverfi Los Ang­el­es-­borgar þar sem fátæktin var mikil og aðstæður slæm­ar. Hann lýsir því þannig að þau hafi í raun farið úr ösk­unni í eld­inn. 

For­eldrar Geor­ges náðu að vinna fyrir sér og að lok­um, mörgum árum seinna, gátu þau keypt litla íbúð í betra hverfi. Þá var hann orð­inn ung­lingur og átti hann margar sam­ræður við föður sinn um fang­els­un­ina og hvað það þýddi að vera Banda­ríkja­mað­ur. Hann seg­ist hafa verið ráð­viltur um þá þýð­ingu en að hann hafi síðan kom­ist að því að til þess að banda­rískar hug­sjónir nái að blómstra þá þurfi gott fólk að fylgja þeim eft­ir. 

Reynslan í fanga­búð­unum sem barn átti eftir að fylgja honum allar götur síð­an. Því þrátt fyrir að vera þekktur fyrir mikla kímni­gáfu, jákvæðni og brosmildi þá hefur hann lýst þess­ari erf­iðu reynslu að vera útlok­aður á þennan máta fyrir þjóð­erni og upp­runa. En þrátt fyrir allt mót­læti virð­ist George verða ein­stak­lega bjart­sýnn maður og seg­ist hann meðal ann­ars í heim­ilda­mynd­inni To Be Takei frá árinu 2014 að hann hafni nei­kvæðni og trúi að hver ákveði örlög sín. 

Líf eftir Star Trek

George Takei í hlutverki Sulu í Star TrekGeorge fór í leiks­list­ar­nám og útskrif­að­ist með B.A.-­próf og síðan M.A.-­próf frá Háskól­anum í Kali­forníu árið 1964. Hann birt­ist í ýmsum kvik­myndum og þáttum á 6. og 7. ára­tugnum en hann skaust upp á stjörnu­him­in­inn fyrir fyrr­nefnt hlut­verk í sjón­varps­þátt­unum Star Trek í hlut­verki Sulu. Hann hefur verið iðinn við að mæta á ráð­stefnur um vís­inda­skáld­skap og ljáð rödd sína tölvu­leikj­u­m. 

En það var líf eftir Star Trek og hefur George ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að vera frægastur fyrir hlut­verk sitt sem Sulu. Hann hefur verið virkur í stjórn­mála­um­ræðu og verið aðgerðasinni í gegnum tíð­ina. Hann hætti ekki alveg að leika og hefur verið gesta­leik­ari í þáttum á borð við Scrubs og Her­oes. 

Far­sæll á sam­fé­lags­miðlum

Sam­fé­lags­miðlar eiga stóran þátt í vel­gengni Geor­ges nú á dög­um. Tæp­lega 10.000.000 manns líkar við síð­una hans á Face­book og tæpar 2.000.000 fylgja honum á Twitt­er. Hann nýtir iðu­lega athygl­ina til að koma á fram­færi mál­efnum sem honum finn­ast brýn á borð við kyn­þátta- og jafn­rétt­is­mál og mál­efni sam­kyn­hneigðra. 

Hann setti upp Face­book-­síð­una árið 2011 og var fljótur að safna fylgj­end­um. Hann segir í við­tali við For­bes að við­hald þess­arar síðu sé mjög tíma­frek og fær hann stundum mann­inn sinn til að hjálpa sér til að fara yfir bréf frá aðdá­endum og athuga­semd­ir. Hann telur að sam­fé­lags­miðlar hafi breytt lands­lagi fyrir aðgerða­sinna enda þurfi þeir síður að treysta á hefð­bundna miðla til að koma mál­efnum sínum á fram­færi. 

Sam­kyn­hneigðin opin­bert leynd­ar­mál

Sam­starfs­fólk Geor­ges í Star Trek vissi flest að hann væri sam­kyn­hneigður enda var það opin­bert leynd­ar­mál. Hann kom þó ekki út úr skápnum fyrr en árið 2005 en þá hafði hann verið í sam­bandi með Brad Alt­man í ein 18 ár. Þeir giftu sig þremur árum síðar og voru fyrsta sam­kyn­hneigða parið til að gift­ast í Vest­ur­-Hollywood.  



Brad Altman og George Takei Mynd: EPA



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None