Konungur hljóðfæranna þrjú hundruð ára

Um þessar mundir eru þrjú hundruð ár síðan hljóðfærið sem iðulega er nefnt konungur hljóðfæranna varð til. Slagharpan, eða píanóið, á engan eiginlegan ,,afmælisdag” en um aldamótin 1700 er þessa hljóðfæris fyrst getið.

Píanó
Auglýsing

Árið 1655 fædd­ist í Padova á Ítalíu drengur sem síðar var skírður Bar­tolomeo, fjöl­skyldu­nafnið var Chri­stof­ori. Fátt er vitað um æsku pilts­ins en talið vitað að hann hafi numið fiðlu­smíði á verk­stæði Stra­di­vari fjöl­skyld­unnar í bænum Cremona á Norð­ur­-Ítal­íu. Ítalskur sagn­fræð­ingur telur sig hafa fundið sann­anir fyrir því að Ant­oni Stra­di­vari hafi verið leið­bein­andi Chri­stof­ori. Ant­oni Stra­di­vari þessi er þekkt­asti fiðlu­smiður sem uppi hefur verið en hann smíð­aði jafn­framt ann­ars konar strengja­hljóð­færi.

Prins­inn í Flór­ens

Bar­tolomeo Chri­stof­ori var árið 1688 ráð­inn til Ferdin­ando de Med­ici í Flór­ens. Ferdin­ando þessi var prins, sonur her­tog­ans í Toscana, eins rík­asta manns Evr­ópu á þessum tíma. Um til­drög þess­arar ráðn­ingar er ekk­ert vitað en Ferdin­ando prins var mik­ill áhuga­maður um tón­list og kannski hefur Stra­di­vari bent á Chri­stof­ori þegar prins­inn leit­aði að starfs­manni. Prins­inn lék sjálfur á hljóð­færi, átti fjöld­ann allan af vönd­uðum hljóð­færum og tón­list­ar­menn voru tíðir gestir í höll hans í Flór­ens. Meðal hljóð­fær­anna í eigu prins­ins voru 37 semb­alar og til eru gögn sem sýna að Chri­stof­ori ann­að­ist ýmis konar við­hald og við­gerðir á þeim.

Vildi eitt­hvað nýtt

Ferdin­ando prins var eins og áður sagði mik­ill áhuga­maður um tón­list og hljóð­færi. Hann mun hafa sagt Chri­stof­ori að hann gæti bæði eytt tíma og pen­ingum í það sem nú myndi vera kallað þró­un­ar­vinna og ku hafa nefnt semb­alinn sér­stak­lega. Chri­stof­ori lét ekki segja sér þetta tvisvar og eyddi miklum tíma í alls kyns til­raunir og prins­inn fylgd­ist áhuga­samur með. Chri­stof­ori þótti hljóm­ur­inn í semb­alnum  of ein­hæfur og ein­setti sér að bæta úr því. Eftir margra ára vinnu hafði honum tek­ist að smíða hljóð­færi, sem í upp­hafi dró nafn sitt af því að á það var bæði hægt að spila veikt og sterkt, Gravicemb­alo col piano e for­te. Chri­stof­ori hafði semsé tek­ist það sem hann ætl­aði sér. Ferdin­ando prins var him­in­lif­andi og hvatti Chri­stof­ori til að halda áfram til­raunum sín­um. Prins­inn lést fimm­tugur að aldri árið 1713 en þremur árum síðar var gerð skrá yfir þau hljóð­færi sem til voru í höll fjöl­skyld­unnar í Flórens og á list­anum var semb­all með hömrum, semsé píanó. Til eru þrjú píanó sem með vissu er vitað að Chri­stof­ori smíð­aði á árunum 1720 – 1726. Þau líkj­ast sembal að ytra útliti, strengja­harpan (úr tré) liggj­andi, eins og í flygli. Hér verður ekki fjallað um hina tækni­legu hlið og upp­bygg­ingu píanós­ins en í mjög ein­földu máli má segja að það er hamar með filt­klæddum haus á tréstilk sem slær í streng­ina en á sembal er það sér­stakur bún­aður sem ,,kropp­ar” í streng­ina.

Auglýsing

Vakti tak­mark­aða athygli í upp­hafi

Þótt píanóið byði uppá marg­falt fjöl­breytt­ari túlk­un­ar­mögu­leika en semb­all­inn vakti það ekki sér­staka athygli í upp­hafi. Semb­alinn þekkti fólk enda átti hann sér langa hefð. Chri­stof­ori á að hafa látið svo um mælt árið 1720 að  það væri aðeins tíma­spurs­mál hvenær heim­ur­inn myndi upp­götva píanó­ið. Það reynd­ist rétt, árið 1725 birt­ist í þýsku tíma­riti löng grein um Chri­stof­ori og píanó­ið, grein þess vakti mikla athygl­i,en Chri­stof­ori lést sex árum síð­ar, 1731.

Píanóið slær í gegn

Margir hljóð­færa­smiðir hófu fyrir og um miðja átj­ándu öld­ina að smíða píanó. Vin­sældir hljóð­fær­is­ins juk­ust eins og Chri­stof­ori hafði spáð. Meðal þeirra sem snemma komu auga á mögu­leika píanós­ins var fyr­ir­tækið Broa­d­wood & Sons í Lund­únum sem síðar sendi bæði Lud­wig van Beet­hoven og Josep Haydn píanó að gjöf.   

Til að gera langa sögu stutta

Þótt tækn­inni hafi fleygt fram frá dögum Chri­stof­ori er grund­vall­ar­upp­bygg­ing hljóð­fær­is­ins sú sama.  Árið 1825 fékk banda­rískt fyr­ir­tæki einka­leyfi á heil­steyptum ramma (hörpu­nni) úr járni. Þannig varð harpan marg­falt sterk­ari en áður og hljóð­færið að sama skapi hljóm­sterkara. Franskt fyr­ir­tæki hóf smíði upp­rétts píanós (þar sem strengir liggja lóð­rétt) snemma á nítj­ándu öld. Slík hljóð­færi eru minni og ódýr­ari og einsog franska fyr­ir­tækið sagði í aug­lýs­ingum ,,henta því betur til heim­il­is­nota”.

Á síð­ustu ára­tugum hafa komið á mark­að­inn margs konar raf­magns­pí­anó sem, að minnsta kosti sum hver, kosta ein­ungis brot af verði hinna hefð­bundnu píanóa. Hljóm­gæðin eru ekki sam­bæri­leg.

Þeir fjórir stóru

Píanó­fram­leið­endur eru í dag ótelj­andi, um allan heim. Fjögur fyr­ir­tæki eru þó af mörgum talin standa fremst í þeim flokki. Bösend­orfer í Vín (í dag eign Yamaha í Jap­an) er elst þess­ara fjög­urra, stofnað 1828. Hin þrjú, Steinway & Sons í Þýsklandi og Banda­ríkj­un­um, Bech­stein og Blut­hner í Þýska­landi (Berlín og Leipzig) voru öll stofnuð árið 1853.

Af hverju er píanóið svona vin­sælt hljóð­færi?

Þess­ari spurn­ingu er kannski fljótsvar­að. Píanóið er geysi­lega fjöl­hæft hljóð­færi enda til ógrynni af tón­verkum sem samin hafa verið fyrir það. Hægt er að leika á það veikt og sterkt, dramat­ískt og róm­an­tískt, það sómir sér jafn vel eitt og sér og í hópi ann­arra hljóð­færa, það fyllir sal­inn og nýtur sín líka vel sem lág­vær bak­grunnur þegar svo ber und­ir. Sem með­leiks­hljóð­færi söngv­ara er það í sér­flokki. Þegar öllu er á botn­inn hvolft er ekki að undra að píanóið eða slag­harpan sé iðu­lega kallað kon­ungur hljóð­fær­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None