Birgir Þór Harðarson

Kergja innan Sjálfstæðisflokks þótt flestir fylgi línu formanns

Þótt Bjarni Benediktsson hafi spilað með mjög klókum hætti úr stöðunni sem var uppi eftir kosningar, og fengið sitt fram bæði við myndun ríkisstjórnar og gagnvart eigin flokki, þá er ekki einhugur innan Sjálfstæðisflokks um niðurstöðuna. Óánægjan tekur á sig ýmsar birtingarmyndir.

Ekki reynd­ist áreynslu­laust að mynda nýja rík­is­stjórn. Það á ekki ein­ungis við um allar þær stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem búið er að reyna, heldur líka um þau átök sem hafa átt sér stað innan stjórn­mála­flokka um hvernig sé best að vinna úr nið­ur­stöðum kosn­ing­anna, til hvaða flokka eigi að leita um sam­starf og hvaða ein­stak­lingar eigi að fá braut­ar­gengi í valda­stóla gangi slíkt sam­starf eft­ir.

Innan Vinstri grænna voru til að mynda mjög skiptar skoð­anir um hvort flokk­ur­inn ætti að opna á mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk. Þegar stjórn Bjartrar fram­tíðar kaus um stjórn­ar­sátt­mála fyrstu rík­is­stjórnar sem flokk­ur­inn hefur átt aðild að höfn­uðu 18 af 69 stjórn­ar­mönnum hon­um, flestir vegna þess að þeir voru and­snúnir því að Bjarni Bene­dikts­son yrði for­sæt­is­ráð­herra í ljósi tafa á birt­ingu skýrslu um aflandseignir Íslend­inga og því að hann hafði sagt ósatt um mál­ið. Og innan Við­reisnar vildu ýmsir sjá flokk­inn fylgja eftir jafn­rétt­is­á­herslum sínum með því að gera tvær konur að ráð­herr­um.

En mestu brest­irnir eru lík­ast til innan Sjálf­stæð­is­flokks, þótt Bjarna hafi tek­ist að fá nán­ast allan þing­flokk­inn til að fylgja sinni línu. Þeir brestir sjást meðal ann­ars á opin­berri óánægju odd­vita flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi vegna þess að hann fékk ekki ráð­herra­emb­ætti og í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, þar sem fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins ræður ríkj­um.

Ekk­ert fjallað um rík­is­stjórn­ina dag­inn eftir

Það vakti athygli á mið­viku­dag að ekk­ert var fjallað um nýja rík­is­stjórn sem mynduð var dag­inn áður, né stjórn­ar­sátt­mála henn­ar, í leið­ara Morg­un­blaðs­ins. Blaðið hefur lengi verið mjög halt undir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem leiðir nýja rík­is­stjórn, og núver­andi rit­stjóri þess er Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins.

Ljóst hefur verið á rit­stjórn­ar­skrifum blaðs­ins, og í sumum til­vikum frétta­flutn­ingi, að lítil áhugi hefur verið á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi rík­is­stjórn með Við­reisn. Þar kom fram skýr vilji til að flokk­ur­inn myndi vinna með Fram­sókn­ar­flokknum og/eða Vinstri græn­um, sem hafa íhalds­sam­ari skoð­anir um breyt­ingar á elstu atvinnu­kerfum lands­ins – land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi – og eru á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta eru lyk­il­mál í hugum helstu eig­enda og stjórn­enda Morg­un­blaðs­ins, líkt og kom fram í við­tali við Óskar Magn­ús­son, fyrr­ver­andi útgef­anda blaðs­ins, á Hring­braut í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Þar sagði Óskar að eig­endur blaðs­ins, en 96 pró­sent eign­ar­hlutur er í eigu aðila með bein tengsl við útgerð­ar­fyr­ir­tæki, hafi viljað fá „öðru­vísi tök á í þjóð­fé­lag­inu“ á þremur mál­um. „Það var Ices­ave fyrst og fremst, ESB og svo sjáv­ar­út­vegs­mál. Við vitum árang­ur­inn af Ices­ave og ég þakka það Morg­un­blað­inu mjög. Við vitum hvar ESB er statt, sjáv­ar­út­vegs­málin eru enn í óvissu og upp­námi og það þarf auð­vitað að finna á þeim ein­hvern svona sæmi­lega sátt­flöt við þjóð­ina.“

Í byrjun árs, þegar Bjarni Bene­dikts­son hafði fengið stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð til að hefja form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður við Við­reisn og Bjarta fram­tíð skrif­aði Dav­íð, leið­ara þar sem vísað var í skrif And­ríkis um Evr­ópu­sinna sem haldið höfðu Sjálf­stæð­is­flokknum í gísl­ingu árum sam­an, „rufu samn­inga, aug­lýstu gegn flokkn­um, grófu undan honum og klufu hann loks skömmu fyrir þing­kosn­ing­ar. Að launum vilja þeir stjórn­ar­sam­starf og ráð­herra­sæt­i.“ Aug­ljóst var að þar var átt við Við­reisn, sem stofnuð var af hópi fólks sem áður starf­aði innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins en var fylgj­andi aðild að Evr­ópu­sam­band­in­u.“ Síðan er varað við því að þjóðin fái að kjósa um Evr­ópu­sam­band­ið, að Mjólk­ur­sam­salan verði sett undir sam­keppn­is­lög, að tollar verði lækk­aðir á hvítt kjöt og að kvóti verði seldur á upp­boði, en allt eru þetta stefnu­mál sem Við­reisn og Björt fram­tíð hafa barist fyr­ir. Í lok leið­ar­ans sagði: „Nokkrir þing­menn stóðu í lapp­irnar á sínum tíma og neit­uðu að taka þátt í feigð­ar­flani um Ices­ave, sem liggur enn eins og mara á flokkn­um. Ólík­legt er að allir þing­menn flokks­ins muni skrifa undir sam­starf af því tagi sem glitti í á frétta­síðum gær­dags­ins. Slík stjórn hefði aðeins eins þing­sætis meiri­hluta. Þegar rótin að sam­starfi hefur ekki annað hald en gömul svik og ný tor­tryggn­is­mál er eins atkvæðis meiri­hluti miklu minna en ekki neitt.“

Fimm urðu sex

Þrátt fyrir þetta var rík­is­stjórnin mynduð og stjórn­ar­sátt­máli sam­þykkt­ur. Á mánu­dags­kvöld var hald­inn flokks­ráðs­fundur hjá Sjálf­stæð­is­flokki og þar var kynnt að ráð­herrar flokks­ins yrðu fimm tals­ins. Við blasti að auk Bjarna Bene­dikts­sonar yrðu Krist­ján Þór Júl­í­us­son og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son ráð­herrar auk þess sem Ólöf Nor­dal yrði sjálf­gefið í ráð­herra­emb­ætti ef hún hefði starfs­orku til, en hún hefur verið að glíma við veik­indi.

Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu á miðvikudag.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Dag­inn eft­ir, á mið­viku­dag, hafði ráð­herr­unum hins vegar verið fjölgað í sex. Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans var ekki vit­neskja um þau áform á meðal lyk­il­manna innan verð­andi sam­starfs­flokka, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, að til stæði að fjölga ráð­herrum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og setja tvo ráð­herra í það sem áður var inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Ástæður þess að ráð­herr­arnir urðu fleiri voru nokkr­ar. Í fyrsta lagi varð ljóst að Ólöf Nor­dal treystir sér ekki sem stendur í ráð­herra­emb­ætti og vand­að­ist þá enn val Bjarna á konum til að sitja í rík­is­stjórn hans. Ólöf var eina konan sem leiddi kjör­dæmi í síð­ustu kosn­ingum og ein­ungis þriðj­ungur þing­flokks­ins eru kon­ur. Mikið hafði verið rætt um að leitað yrði út fyrir þing­flokk­inn eftir konu, og voru nefnd Svan­hildar Hólm Vals­dóttur og Ragn­heiðar Rík­harðs­dóttur nefnd.

Í öðru lagi þurfti að gæta að jafn­vægi á milli kjör­dæma í skipan helstu valda­emb­ætta sem féllu flokknum í skaut, en auk ráð­herra­stóla fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn emb­ætti for­seta Alþingis í sinn hlut.

Í þriðja lagi er póli­tík innan flokka á sama hátt og slík á sér stað milli flokka. Sumir þing­menn eru nán­ari sam­starfs­menn for­manns flokks­ins en aðrir og því fer fjarri að allir þing­menn­irnir fylgi þeirri línu sem Bjarni leggur í blindni. Allt ofan­greint er talið hafa spilað inn í ráð­herra­val Bjarna.

Póli­tíkin í ráð­herra­skipan flokks­ins

Með því að skipa Sig­ríði And­er­sen í rík­is­stjórn þá Bjarni leysti tvö mögu­leg vanda­mál. Sig­ríður hefur sýnt að hún er mjög fylgin sann­fær­ingu sinni og sú sann­fær­ing er á stundum mun rót­tæk­ari en sú stefna sem flokkur hennar rek­ur. Hún greiddi til að mynda atkvæði gegn búvöru­samn­ing­unum á Alþingi í sept­em­ber, ein þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, þrátt fyrir að for­maður hennar hafi verið annar þeirra sem und­ir­rit­uðu þá fyrir hönd rík­is­ins og að rík­is­stjórn sem flokkur hennar sat í hafi staðið fyrir afgreiðslu máls­ins. Það verður flókn­ara fyrir Sig­ríði að spila slíka ein­leiki sem hluti af rík­is­stjórn. Svo er hún auð­vitað kona. 

Sig­ríður átti ekki til­kall til ráð­herra­emb­ættis að mati margra innan flokks­ins. Hún lenti í fimmta sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík fyrir síð­ustu kosn­ingar og skip­aði þriðja sæti á fram­boðs­lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suð­ur. Hún hafði sóst eftir því að leiða annað hvort Reykja­vík­ur­kjör­dæm­ið. 

Sigríður Andersen lenti neðar í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar en bæði Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hún varð samt ráðherra en ekki þau.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Val á ráð­herrum flokks­ins braut ýmsar venjur sem tíðkast hafa í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, meðal ann­ars þess til­lits sem tekið hefur verið til að full­trúar allra kjör­dæma fái valda­emb­ætti. Bjarni ákvað að skipa Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, sem skip­aði annað sæti á lista flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, í ráð­herra­emb­ætti. Hún hefur umtals­verða reynslu af stjórn­mála­starfi þrátt fyrir ungan ald­ur, en Þór­dís Kol­brún var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks áður en að hún gerð­ist aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal. Fyrir liggur þó að gengið var fram hjá odd­vita þess kjör­dæm­is, Har­aldi Bene­dikts­syni, meðal ann­ars vegna kynja­sjón­ar­miða. Har­aldur stað­festi það sjálfur í við­tali við Morg­un­blaðið á mið­viku­dag þar sem hann sagði skipan hennar hafa verið sam­eig­in­lega hug­mynd hans og Bjarna því hann vissi að for­maður flokks­ins væri í vand­ræðum vegna kynja­halla. Krist­ján Þór Júl­í­us­son var síðan alltaf öruggur með ráð­herra­stól.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son hefur mjög sterka stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks, sér­stak­lega í gras­rót­ar­starfi flokks­ins og innan ákveð­inna hverf­is­fé­laga. Auk þess leiddi hann annað Reykja­vík­ur­kjör­dæmið og gerði skýrt til­kall til ráð­herra­emb­ætt­is. Órói hefði skap­ast í kreðsum innan flokks­ins ef gengið yrði fram hjá Guð­laugi Þór annað kjör­tíma­bilið í röð.

Það val sem kom mest á óvart, sam­hliða val­inu á Þór­dísi Kol­brúnu, var á Jóni Gunn­ars­syni. Jón sat í þriðja sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna í Krag­an­um, kjör­dæmi Bjarna, og er náinn sam­starfs­maður for­manns­ins. Með því að hafa Jón í rík­is­stjórn þá styrkir Bjarni stöðu sína innan henn­ar. Það skiptir máli í ljósi þess að flokk­arnir sem í henni sitja hafa ein­ungis eins manns meiri­hluta á þingi.

Skipan hans leiddi hins vegar til þess að Suð­ur­kjör­dæmi, þar sem flokk­ur­inn fékk fjögur af tíu þing­sætum og vann mik­inn kosn­inga­sig­ur, var án ráð­herra. Bjarni leysti það með því að gera Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, sem hafði verið færð upp í fjórða og síð­asta sætið sem gaf þing­sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna eftir að Ragn­heiður Elín Árna­dóttir hætti við fram­boð, að for­seta Alþing­is. Þannig gat hann rök­stutt til­lit­semi við kjör­dæmið og jafn­ræði kynja í ljósi þess að fjórir ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks eru karlar en tveir kon­ur.

Páll opin­berar óánægju

Efsti maður á lista flokks­ins, Páll Magn­ús­son, sá þetta ekki alveg sömu aug­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að hann sé fok­illur vegna þess að gengið hafi verið fram­hjá hon­um. Hann setti stöðu­upp­færslu á Face­book á mið­viku­dag þar sem hann sagði tvær ástæður fyrir því að ómögu­legt hafi verið að styðja ráð­herra­skip­an­ina. Önnur væri sú að skip­anin gangi í veiga­­miklum atriðum gegn því lýð­ræð­is­­lega umboði sem þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins hefðu áunnið sér í próf­­kjörum og síðan í kosn­­ing­unum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér „lít­ils­virð­ingu gagn­vart Suð­­ur­­kjör­­dæmi þar sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn vann sinn stærsta sigur í kosn­­ing­un­­um.“

En af hverju gekk Bjarni fram hjá Páli? Hann hefði til dæmis mjög auð­veld­lega getað skipað hann í rík­is­stjórn í stað Jóns Gunn­ars­sonar með mjög skýrum rök­um. Aug­ljós­asta ástæðan er sú að Páll er með öllu reynslu­laus í stjórn­mál­um. Hann hóf ein­ungis stjórn­mála­þátt­töku sína í aðdrag­anda próf­kjörs í fyrra, en hafði þar áður starfað við fjöl­miðla í ára­tugi.

En heim­ildir Kjarn­ans herma líka að heift­úð­leg gagn­rýni Páls á Ill­uga Gunn­ars­son, frá­far­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, á opin­berum vett­vangi á und­an­förnum árum skipti þar líka máli. Ill­ugi og Bjarni hafa verið mjög nánir sam­starfs­menn.

Opin­berar deilur Ill­uga og Páls hófust þegar Páll hætti sem útvarps­stjóri RÚV í des­em­ber 2013 þar sem hann taldi sig ekki njóta trausts stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins. Þá hafði stjórnin (Illugi var ráð­herra mála­flokks­ins) ákveðið að aug­lýsa starf hans til umsókn­ar. Þegar Orku Energy-­málið kom upp – en það reynd­ist Ill­uga mjög póli­tískt erfitt – gagn­rýndi Páll þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra harð­lega í blaða­greinum og kall­aði eftir afsögn hans. Í grein sem Páll skrif­aði í Frétta­blaðið í maí 2015 sagði hann að fram­ganga Ill­uga gæti „raunar til­heyrt dæma­safni í hand­bók um póli­tískt sið­leysi[...]Ráð­herra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir við­skipta­hags­munum ein­stak­lings eða fyr­ir­tækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjár­hags­lega, per­sónu­lega, hjálp­ar­hönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafn­vel á Íslandi. Á Vest­ur­löndum víkur slíkur ráð­herra.“

Í októ­ber sama ár skrif­aði Páll aðra grein í sama blað. Þar kall­aði hann aftur eftir afsögn Ill­uga og sagði: „Nú er liðið eitt sumar síðan upp­­lýst var að mennta­­mála­ráð­herra bað um og fékk per­­són­u­­legan fjár­­­stuðn­­ing frá aðila sem hann síðan veitti póli­­tíska fyr­ir­greiðslu vegna við­­skipta­hags­muna í Kína. Póli­­tísk spill­ing verður ekki aug­­ljós­­ari en þetta.“

Þessi fram­ganga Páls er ekki gleymd innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og margir stuðn­ings­menn Ill­uga hafa ekki fyr­ir­gefið hana.

Sagði sátt­mál­ann „frauð­kennd­an“

Morg­un­blaðið tjáði sig loks um stjórn­ar­sátt­mál­ann í leið­ara í gær­morg­un. Þar segir Davíð Odds­son að sátt­mál­inn sé frauð­kennd­ur, marg­orður og segi oft­ast fátt „rétt eins og Dag­ur B. Egg­erts­son hefði gert upp­kastið og lesið próförk.“

Fram komi í honum að rík­is­stjórnin ætli að halda áfram til­burðum „vinstri­st­jórn­ar­innar gegn íslensku stjórn­ar­skránn­i“. Sú ákvörðun að skylda öll fyr­ir­tæki með fleiri en 25 starfs­menn til að taka upp jafn­launa­vottun er harð­lega gagn­rýnd og til­vist kyn­bund­ins launa­munar raunar yfir höfuð dregin í efa. Hnýtt er fast í þau ákvæði sátt­mál­ans sem snúa að inn­flytj­enda­málum og segir for­sögn um skatta­mál ekki lofa góðu. Sam­an­dregið virð­ast stjórn­endur Morg­un­blaðs­ins alls ekki ánægðir með þá rík­is­stjórn sem mynduð hefur verið né þann stjórn­ar­sátt­mála sem und­ir­rit­aður var á þriðju­dag, þrátt fyrir að um sé að ræða rík­is­stjórn undir for­sæti for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það eru nýmæli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar