Birgir Þór Harðarson

Vinnslu skýrslu um Leiðréttinguna lauk fyrir kosningar

Lokadrög að skýrslu um skiptingu Leiðréttingarinnar milli þjóðfélagshópa voru tilbúin í júní 2016. Vinnslu við hana lauk í október 2016. Hún var ekki birt fyrr en 18. janúar síðastliðinn.

Vinnsla skýrslu um nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána – hina svoköll­uðu Leið­rétt­ingu – lauk um miðjan októ­ber 2016, áður en síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar fóru fram. Í jan­úar 2017 var fyrstu efn­is­grein skýrsl­unnar bætt við hana og hún í kjöl­farið birt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þann 18. jan­ú­ar, þremur mán­uðum eftir að vinnslu hennar lauk. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um vinnslu skýrsl­unn­ar.

Vinna við skýrsl­una hófst fljót­lega eftir að beiðni um gerð hennar barst fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í októ­ber 2015, fyrir rúmum 15 mán­uðum síð­an. Fyrstu drög að henni voru send til yfir­lestrar um miðjan jan­úar 2016, fyrir ári síð­an. Í byrjun júní 2016 var síðan óskað eftir við­bót­ar­gögnum frá rík­is­skatt­stjóra og ný drög að skýrsl­unni til­búin í sama mán­uði. Vinnslu hennar lauk svo um miðjan októ­ber 2016.

Kjarn­inn hafði ítrekað spurst fyrir um afdrif skýrsl­unn­ar. Í byrjun des­em­ber feng­ust þau svör að afgreiðsla hennar biði nýrrar rík­is­stjórn­ar. Þá var um hálf ár síðan að drög að skýrsl­unni voru til­búin og rúmur einn og hálfur mán­uður frá því að vinnslu við hana lauk. Í kjöl­far þess að skýrslan var birt þá spurð­ist Kjarn­inn fyrir um hvenær henni hefði verið skil­að. Í upp­runa­lega svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sagði að „ end­an­leg gerð skýrsl­unnar lá fyrir þegar henni var skil­að“ þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þegar spurt hvað fælist í end­an­legum frá­gangi og hvenær búið hefði verið að vinna upp­lýs­ing­arnar sem skýrslan byggir á kom í ljós að vinnslu hennar hafi lokið í októ­ber.

Þetta er önnur skýrslan sem búið var að vinna í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, en var ekki birt opin­ber­lega fyrr en í jan­úar 2017. Hin var skýrsla um aflandseignir Íslend­inga og áætl­aðan kostnað íslensks sam­fé­lags vegna þeirra. Starfs­hópur skil­aði þeirri skýrslu 13. sept­em­ber 2016. Hún var síðar kynnt sér­­stak­­lega fyrir Bjarna Bene­dikts­­syni, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, 5. októ­ber. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en 6. jan­ú­­ar.

Önnur skýrslan um Leið­rétt­ing­una

Leið­rétt­inga­skýrslan sem birt var 18. jan­úar er önnur skýrslan sem ráðu­neytið hefur unnið um Leið­rétt­ing­una, nið­ur­færslu á verð­tryggðum fast­eigna­lánum um 72,2 millj­arða króna. Þegar aðgerðin var kynnt haustið 2014, voru birtar tak­mark­aðar upp­lýs­ingar um hvernig pen­ing­arnir skipt­ust á milli tekju-, ald­ur­s-, og eigna­hópa. Allar upp­lýs­ingar voru settar fram með hlut­falls­bil­um.

Þann 11. nóv­em­ber 2014 lagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fram fyr­ir­spurn á Alþingi í 15 liðum um Leið­rétt­ing­una. Tæpum mán­uði síðar barst svar frá Bjarna Bene­dikts­syni. Í svar­inu var engum spurn­inga Katrínar svarað efn­is­lega en svörum lofað á vor­þingi 2015 með með fram­lagn­ingu sér­­­stakrar skýrslu ráð­herra um aðgerð­ina.

Málið olli nokkru upp­­­­­námi á Alþingi og svar­aði ráð­herra í kjöl­farið fimm af 15 spurn­ingum Katrínar 29. jan­ú­­ar 2015. Beðið var eftir frek­­­ari svörum í fimm mán­uði til við­­­bótar og 29. júní 2015 birti fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra svo skýrslu sína um lækkun höf­uð­stóls verð­­­tryggðra hús­næð­is­veð­lána. Hún hafði upp­haf­lega átt að birt­ast í des­em­ber 2014 og verið í „loka­frá­gangi“ frá því í maí 2015.

Skýrslan varp­aði skýr­ara ljósi á því hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist á milli þeirra sem hana fengu, en svar­aði ekki öllum þeim spurn­ingum sem fram höfðu verið lagð­ar.  Kjarn­inn þurfti að óska sér­stak­lega eftir tölum sem lágu á bak við skýr­ing­ar­myndir sem birtar voru í skýrsl­unni til að fá geta áttað sig hvernig upp­hæðin skipt­ist á milli fólks eftir aldri, búsetu og tekj­um. Engar upp­­lýs­ingar voru um eigna­stöðu þeirra sem fengu leið­rétt­ingu í skýrsl­unni.

Að ein­hverju leyti voru upp­­lýs­ing­­arnar sem komu fram í skýrsl­unni end­­ur­birt­ing á þeim upp­­lýs­ingum sem birtar voru í Hörpu í nóv­­em­ber 2014.

Ítrekað spurst fyrir um skýrsl­una

Það sem vant­aði sér­stak­lega var sam­hengi við alla aðra fram­telj­end­ur. Þ.e. hvernig Leið­rétt­ingin dreifð­ist þegar allir Íslend­ingar eru skoð­aðir sam­an, ekki bara þeir sem voru þiggj­endur henn­ar. Þá vant­aði líka að sjá hvernig hún skipt­ist á milli allra eftir hreinum eign­um. Beiðni um nýja skýrslu sem skýrði þetta var lögð fram á Alþingi í júní 2015, fyrir 19 mán­uð­um. Hún var sam­þykkt í októ­ber sama ár, fyrir tæpum 15 mán­uðum síð­an.

Þing­menn­irnir sem stóðu að skýrslu­beiðn­inni köll­uðu eftir skýr­ingum á drætt­inum rúmum tveimur vikum fyrir kosn­ing­arnar í októ­ber í fyrra. Þá sagð­ist for­seti Alþingis ætla að kanna mál­ið. Síðan hefur ekk­ert gerst.

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um afdrif skýrsl­unnar í byrjun des­em­ber og þá feng­ust þau svör hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að afgreiðsla hennar biði næstu rík­is­stjórn­ar. Aftur var spurst fyrir um hana þegar nýr ráð­herra tók við í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Sú fyr­ir­spurn var send 12. jan­úar og ítrekuð 16. jan­ú­ar. Þann 18. jan­úar var skýrslan síðan birt á vef ráðu­neyt­is­ins. Þá höfðu loka­drög hennar legið fyrir frá því í júní og vinnslu við hana verið lokið í þrjá mán­uð­i. 

Tekju­háir og eigna­miklir fengu lang­mest í sinn hlut

Í skýrsl­unni um Leið­rétt­ing­una kemur fram að 20 pró­sent Íslend­inga sem áttu mestar hreinar eignir fengu sam­tals 22,7 millj­arða króna í leið­rétt­ingu, eða tæp­lega þriðj­ung henn­ar. Sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem á minnstu hreinu eign­irnar fékk 28,01 pró­sent leið­rétt­ing­ar­inn­ar, eða 20,2 millj­arða króna. Sá helm­ingur sem á mestar eignir fékk 71,99 pró­sent henn­ar, eða 52 millj­arða króna.

Leiðréttingin var kosningaloforð Framsóknarflokksins sem Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í að framkvæma.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þau tíu pró­sent lands­manna sem þén­uðu mest á árinu 2014 fengu tæp­lega 30 pró­sent af þeim 72,2 millj­örðum króna sem ráð­stafað var inn á fast­eigna­veð­lán hluta lands­manna í gegnum Leið­rétt­ing­una. Með­al­heild­ar­tekjur þessa hóps árið 2014 voru 21,6 millj­ónir króna. Það þýðir að um 22 millj­arðar króna hafi runnið til þess tíu pró­sent lands­manna sem hafði hæstar tekjur árið 2014 í gegnum Leið­rétt­ing­una. Sú tíund Íslend­inga sem átti mestar eign­ir, en með­al­tals­eign hóps­ins er 82,6 millj­ónir króna, fékk tæp­lega tíu millj­arða króna úr rík­is­sjóði í gegnum Leið­rétt­ing­una.

Til sam­an­burðar fékk tekju­lægri helm­ingur þjóð­ar­innar 14 pró­sent upp­hæð­ar­innar í sinn hlut, eða rúm­lega tíu millj­arða króna. Það þýðir að 86 pró­sent hennar fór til þess helm­ings þjóð­ar­innar sem hafði hærri tekj­ur.

Kjarn­inn skrif­aði tvær ítar­legar frétta­skýr­ingar um skýrsl­una í síð­ustu viku. 

Þær má lesa hér og hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar