Bernie Ecclestone

„Þið munið þurfa að bera mig burt í kassa“

Bernie Ecclestone, einn ríkasti maður í heimi, hefur verið settur af sem framkvæmdastjóri yfir Formúlu 1. Hann, eins og svo margir aðrir einvaldar, missti af tækifærinu til að ráða eigin örlögum. Hér er rekið hvernig hann sá tækifæri í óreiðunni.

Bernie Ecclesto­ne, fram­kvæmda­stjóri For­múlu 1 til 40 ára, smá­vax­inn 86 ára gam­all maður sem stundum er kall­aður hringa­drott­inn, og stundum Napól­eon sökum mis­ræmis í vexti og völd­um, hefur misst vinn­una. „Mikið var!“ var eflaust fyrsta hugsun hörð­ustu aðdá­enda kappakst­urs­ins enda hefur það verið með Bernie eins og svo marga ein­ráða að þeir eiga það til að sitja of lengi og missa af tæki­fær­inu á að stjórna eigin örlög­um.

Liberty Media, fyr­ir­tæki í eigu banda­ríska kap­al­sjón­varps­mó­gúls­ins John Malone, hefur fest kaup á For­múlu 1. Verð For­múl­unnar er um 8 millj­arðar Banda­ríkja­dala, að því er fram kemur í til­kynn­ingu Liberty Media. Og breska fram­kvæmda­stjór­anum Bernie Ecclestone hefur verið sagt upp en honum tókst byggja upp við­skipta­veldi í kringum kappakst­urs­móta­röð­ina á und­an­förnum 40 árum sem veltir um það bil 1,9 millj­örðum Banda­ríkja­dölu árlega.

En það var alls ekk­ert far­ar­snið á hinum aldna millj­arða­mær­ingi. Gróða­vonin er enn til stað­ar, jafn­vel þó skyn hans á nýja tíma virð­ist vera löngu horf­ið. „Ég hef ekki í hyggju að fara neitt.“ „Ég ætla að stjórna hér áfram í önnur 40 ár.“ „Þið munið þurfa að bera mig burt í kassa.“ Þetta voru svör Bernie við spurn­ingum fólks um hvort hann ætl­aði ekki að setj­ast í helgan stein bráð­lega.

Bernie er samt ekki alveg horf­inn af sjón­ar­svið­inu þó það séu nýir gæjar teknir við sem sirkus­stjór­ar. Bernie verður stjórn­ar­for­maður emeritus yfir stjórn For­múlu 1. Tit­ill­inn er auð­vitað fund­inn upp til þess hafa kall­inn góðan enda sjá nýir eig­endur að ef honum er ekki fund­inn réttur staður í veld­inu sem hann byggði sjálfur mun hann leggja alla stund á að rífa það nið­ur.

Bernie Ecclestone og Vladimír Pútín á góðri stund á meðan rússneski kappaksturinn fer fram í Sochi við Svartahaf.

Og hver ætlar ann­ars að hringja beint í Vla­dimír Pútín þegar það er vesen með fram­kvæmd rúss­neska kappakst­urs­ins? Ein­hver amer­ískur fyrr­ver­andi milli­stjórn­andi með ofboðs­legt yfir­vara­skegg?

Sama hvað hægt er að segja um Bernie Ecclestone þá er hann sá sem gerði For­múlu 1 (og kappakstur í breið­ari skiln­ingi) að því sem móta­röðin er í dag. Bernie tók­st, nán­ast upp á sitt eins­dæmi, að gera hobbý­sport evr­ópskra smur­ol­íu­kalla að pen­inga­vél og kveikti áhuga almenn­ings um allan heim á furðu­legri jað­ar­hegð­un.

For­múla 1 hefur hins vegar barist við marga kvilla und­an­farin ár. Lækk­andi áhorf­enda­tölur í sjón­varpi hafa gert eig­endur áhyggju­fulla og orðið til þess að keppn­isliðin eiga erf­ið­ara með að sækja sér styrkt­ar­að­ila. Minni keppn­islið hafa ítrekað kvartað undan háum kostn­aði við það eitt að fá keppn­is­rétt í For­múlu 1 og fara svo flest á haus­inn með til­heyr­andi þekk­ing­ar­tapi og stöðn­un.

Svar Bernie við þess­ari þróun hefur und­an­farna tvo ára­tugi eða svo verið öfugt við það sem flestir telja vera rétta leið. „Áfram veg­inn bara. Við þurfum ekk­ert að vera á Twitt­er. Við þurfum ekk­ert að vera á Face­book. Fólkið sem horfir á For­múlu 1 fékk áhuga með því að kveikja á sjón­varp­inu, ekki með því að lesa um það á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Allt eru þetta svör hins aldna stjórn­anda sem þekkti ekki sinn vitj­un­ar­tíma, virð­ist enn vera að berj­ast við gamlar ógnir og þekkir ekki ný tæki­færi.

Sjón­varpið var einmitt það sem gerði Bernie Ecclestone rík­an. Það og Max Mos­ley, fyrr­ver­andi for­seti Alþjóða akst­urs­í­þrótta­sam­bands­ins, en sam­band þeirra verður rætt betur síð­ar. Með því að finna upp við­skipta­mód­elið sem flest sjón­varps­sport gengur út á í dag varð Bernie ofboðs­lega ríkur og öðl­að­ist gríð­ar­leg völd í kappakstri. En síðan áhorfs­töl­urnar náðu hámarki árið 2008 hafa línu­ritin sýnt nei­kvæða þró­un. Í apríl í fyrra greindi rekstr­ar­fé­lag for­múl­unnar (FOM) frá því að á átta árum hefði áhorf­enda­fjöld­inn minnkað um þriðj­ung. Það voru um 200 milljón áhorf­endur sem hættu að horfa reglu­lega.

Efa­semda­menn segja að kappakstur snú­ist aðeins og ein­göngu um að fara í hringi. Þeir hafa hugs­an­lega eitt­hvað til síns máls: Und­an­farin ár hafa keppn­isliðin í For­múlu 1 haft mun meira að segja um þær reglur sem um smíði bíl­anna gilda og regl­urnar á braut­inni. Það liggur í augum uppi að þegar kepp­endur fá að ákveða regl­urn­ar, sér­stak­lega þegar stærstu liðin hafa mest vægi í ákvarð­ana­tök­unni, þá munu regl­urnar vera lið­unum í hag fremur en áhorf­end­um.

Bernie Ecclestone varð að áhrifa­manni í For­múlu 1 árið 1972 þegar hann hafði fest kaup á Brabham-lið­inu. Þá var móta­röðin skipu­lögð af lið­stjórum og kepp­end­um, öryggið nær ekk­ert og dauða­slys tíð. Í þess­ari óreiðu sá Bernie tæki­færi. Það varð til þess að hann stofn­aði sam­tök kepp­enda í For­múlu 1 – oft­ast kölluð FOCA – ásamt fleiri lið­stjórum og áhrifa­mönn­um. Bernie tókst vel til sem liðs­stjóri og gerði Nel­son Piquet að heims­meist­ara í tvígang árin 1981 og 1983. Honum gekk hins vegar betur að sann­færa lið­stjór­ana um að veita honum umboð til þess að tala þeirra máli þegar kom að samn­ingum um hver skyldi eign­ast ágóð­ann af For­múlu 1.

Ecclestone hafði, í krafti lið­anna í FOCA hafið sölu á sjón­varps­út­send­inga­rétti frá For­múlu 1. Bernie hafði með öðrum orðum haf­ist handa við að breyta þessu úr jað­ar­sporti í við­skipta­tæki­færi. Hann virt­ist vera sá eini sem sá gróða­tæki­færi í kappakstr­in­um. Hinir – stjórn­endur Ferr­ari, McL­aren, Tyrrell og fleiri þekktra liða – ein­beittu sér heldur að kappakstr­inum en pen­ing­un­um.

Venju­lega gerð­ust kaupin á eyr­inni þannig að móts­hald­arar gerðu samn­inga við keppn­islið um að taka þátt í mót­um. Þau lið sem höfðu stjörnu­öku­menn á sínum snærum fengu örlítið meira en hin liðin sem tóku þátt en í öllum til­vikum var um smá­pen­inga að ræða. Þar var stóra vanda­málið sem Ecclestone vildi leysa.

Mario Andretti í svarta Lotus-bílnum verst árás Niki Lauda í rauðum Brabham-bíl í upphafi sænska kappakstursins í Anderstop árið 1978. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem viftubíll Brabham-liðs Ecclestone fékk að keppa. Aftan á bílnum var vifta sem sogaði loftið undan bílnum hraðar en loftið fór yfir bílinn, með þeim afleiðingum að hann fór harðar í gegnum beygjurnar.

Hann lagði til að gerður yrði sam­eig­in­legur samn­ingur fyrir öll liðin í For­múlu 1 og vegna þess að Ecclestone var þegar þekktur sem kröft­ugur samn­inga­maður tóku allir þátt. Hann sam­ein­aði þannig For­múlu 1 undir merkjum FOCA og ef ein­hver móts­hald­ari taldi sig vera að borga of mikið þá kom eng­inn að keppa. Ef féð yrði reitt af hendi myndu öll liðin mæta. Þessir hættir borg­uðu sig marg­falt fyrir lið­in. Liðs­stjór­arnir urðu rík­ari en þeir gátu nokkru sinni ímyndað sér og í því umhverfi þótti þeim sjálf­sagt að Bernie sæi um þessi mál. Það er engin furða að á end­anum hélt hann á öllum þráðum í For­múlu 1.

FISA, íþrótta­hluti alþjóða­akst­urs­í­þrótta­sam­bands­ins FIA, undir stjórn for­set­ans bráð­lynda, Jean-Marie Balestre, þótti vald Ecclestone orðið nógu mik­ið. Balestre vildi sjálfur hafa völd­in, enda for­seti yfir­valds­ins sem setti regl­urn­ar. Rifr­ildið milli Ecclestone og Balestre magn­að­ist stöðugt í það sem síðan hefur verið kallað FISA/­FOCA-­stríð­ið. Stríðið end­aði í sátta­samn­ingum árið 1981 þegar fyrstu Concor­de-­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ir. Jafn­vel þó Balestre hafi lýst sig sig­ur­veg­ara þessa stríðs með því að „hrifsa“ til sín öll völd yfir reglu­setn­ingu í For­múlu 1 þá var það Ecclestone sem var raun­veru­legur sig­ur­veg­ari.

Jean-Marie Balestre, Max Mosley og Bernie Ecclestone ræða málin á meðan FOCA/FISA-stríðið stóð yfir.

Með hjálp vinar síns, lög­fræð­ings­ins Max Mos­ley, afsal­aði Ecclestone öllu reglu­setn­ing­ar­valdi frá lið­unum en allur hagn­aður af sölu sjón­varps­rétt­inda skipt­ist á þrjá vegu: FIA skyldi fá 30 pró­sent, liðin (FOCA) skyldu fá 47 pró­sent og nýstofnað fyr­ir­tæki, Formula One Promotions and Administration í eigu Bernie nokk­urs Ecclesto­ne, fengi 23 pró­sent. Gegn því að fá skerf sjálfur skuld­batt Bernie sig hins vegar til þess að veita lið­unum pen­inga­verð­laun í lok árs.

Ára­tug síð­ar, eftir að Bernie hafði tek­ist að gera For­múlu 1 að vin­sælum sjón­varps­við­burði um allan heim og sjálfan sig enn auð­ug­ari tók, Max Mosley vinur hans og sam­verka­mað­ur, við af Balestre sem leik­stjórn­andi og for­seti FIA. Nú hafði Bernie alla sína menn í réttum stöð­um.

Bernie Ecclestone og Max Mosley störfuðu saman í heimi Formúlu 1 í áratugi. Eftir að Mosley hætti sem forseti FIA komst hann aftur í fréttir þegar breska götublaðið News of the World birti myndir af honum klæddur nasistabúningi í afbigðilegum kynlífsleikjum með vændiskonum. Mosley lögsótti blaðið en dómstólar vísuðu málinu frá. (Mynd: EPA)Concor­de-­samn­ing­ur­inn var end­ur­nýj­aður á nokk­urra ára fresti og alltaf voru skil­mál­arnir þeir sömu, að því er talið er enda var það aldrei gert opin­bert hvernig hagn­að­inum var raun­veru­lega skipt. Þar til árið 2001 þegar Max Mosley sam­þykkti að selja sýn­inga­rétt­inn að For­múlu 1 enn á ný til Bernie Ecclesto­ne, fyrir summu sem þótti þá nokkuð sann­gjörn; litlar 360 millj­ónir doll­ara. En í þessum samn­ingi voru liðin und­an­skil­in. Og sýn­ing­ar­rétt­ur­inn yrði í eigu Ecclestone í 100 ár.  Hluti þess­ara samn­inga voru síðar birtir án leyfis samn­ings­að­ila og þykir það nokkuð aug­ljóst í dag að Mosley hafi selt vini sínum rétt­indin að For­múlu 1 á ofboðs­legu und­ir­verði.

„Bíddu bara,“ sagði Ken Tyrrell á graf­ar­bakk­anum sum­arið 2001. „Bernie á eftir að siga hræ­gömm­unum á þá.“ Tyrrell var einn liðs­stjór­anna sem gerði Bernie að for­svars­manni FOCA árið 1974 og þekkti vel til.

Það átti raunar eftir að verða eins og Ken gamli Tyrrell spáði. Bernie seldi sýn­ing­ar­rétt­inn áfram og hann gekk á milli banka og sjón­varps­fyr­ir­tækja eins og nammi­skál áður en CVC Partners eign­uð­ust stærstan hluta í fyr­ir­tæk­inu utan um For­múlu 1 árið 2005. Salan til CVC var hins vegar ekki vand­ræða­laus.

Einn starfs­maður bank­ans sem seldi, Ger­hard Gribkow­sky, var sak­aður um að hafa þegið mútur frá Ecclestone að upp­hæð 44 millj­ónir doll­ara til þess að koma því þannig fyrir að verð hlut­ar­ins sem gengi á milli bank­ans og CVC yrði lægra. Bernie hafði komið því þannig fyrir að hann yrði áfram við stjórn­völ­inn ef CVC hefði stjórn. Gribkow­sky var sak­felldur og síðar átti Ecclestone að koma fyrir dóm­stóla í Þýska­landi en af ein­hverjum sökum var málið látið niður falla þegar 100 milljón doll­ara tékki barst frá Bern­ie.

„Áætl­ana­gerð til langs tíma er bara vit­leysa“

Bernie hélt áfram að gera samn­ing­ana í For­múlu 1 á meðan For­múla 1 hætti að stand­ast vænt­ingar áhuga­fólks í síauknum mæli. Dygg­ustu stuðn­ings­menn­irnir eru flestir frá Evr­ópu en í ein­lægri gróða­von hefur Bernie gert fleiri og fleiri samn­inga við auðug ríki sem borga háar fjár­hæðir til þess að fá að halda kappakst­ur. Sem þætti ekk­ert slæmt ef það væri ekki á kostnað mót­anna í Evr­ópu. Franski kappakst­ur­inn er ekki lengur á dag­skrá, evr­ópski kappakst­ur­inn er nú í Aserbaídsj­an, sá breski er sífellt í hættu eins og sá belgíski og þýski. Áhuga­fólkið í Evr­ópu kunni ekki við þessar áherslu­breyt­ing­ar.

Kappakstursbraut var lögð um miðborg Baku, höfuðborgar Aserbaídsjan, síðasta sumar. Þar fór evrópski kappaksturinn fram í fyrsta sinn í fyrra. Stjórnvöld þar í landi lögðu til gríðarlega fjármuni til þess að geta haldið kappaksturinn. Brautin liggur meðal annars um gamla kastala sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Mynd: EPA

Mótin í þeim ríkjum þar sem mann­rétt­indi eru fótum troðin hafa einnig verið þyrnir í augum áhuga­fólks. Bar­ein er dæmi um slíkt ríki en þar hefur mótið verið haldið nær óslitið síðan 2004. Þegar arab­íska vorið stóð sem hæst í Mið­aust­ur­löndum fór um marga þegar kappakst­ur­inn var hald­inn í Bar­ein, enda var For­múlu 1-s­irkus­inn á vegum stjórn­valda þar í landi.

Og svo fóru áhorf­enda­töl­urnar að hrynja um það leyti sem sam­fé­lags­miðlar urðu vin­sæl­ir. Fyrst um sinn var For­múla 1 hvergi á inter­net­inu eða þar til fyrir tveimur árum sem gert var átak til þess að kynna For­múlu 1 á þessum miðl­um. Allt sner­ist enn þá um sölu sýn­ing­ar­rétt­inda til sjón­varps­stöðva.

„Ver­öldin breyt­ist svo fjári hratt – hver sem talar um það sem er að fara að ger­ast eftir fjögur ár er hálf­vit­i,“ sagði Bernie ein­hvern tíma. „Áætl­ana­gerð til langs tíma er bara vit­leysa.“ Þessi hug­mynda­fræði kann að hafa gagn­ast Ecclestone ein­hvern tíma en leiddi hugs­an­lega til þess að hann missti tök­in. Eina áætl­ana­gerð virð­ist hann hafa gert til langs tíma því hár­greiðslan hans hefur ekki breyst ögn síðan fyrstu mynd­irnar af honum voru tekn­ar.

Bernie Ecclestone árið 1980 sem liðsstjóri Brabham-liðsins.
Bernie Ecclestone sem framkvæmdastjóri formúlunnar á öðrum áratug þessarar 21. aldarinnar.

Fram­tíðin

CVC Partners ákváðu á end­anum að það væri kom­inn tími til þess að sækja pen­ing­ana í þennan sjóð og selja rétt­indin að For­múlu 1 og um leið láta Ecclestone hanga. Liberty Media hefur tekið við og sett þrjá karla í stað Bernie Ecclesto­ne. Chase Carey, fyrrum hægri hönd fjöl­miðla­mó­gúls­ins Ruperts Mur­doch, tekur við sem samn­inga­maður af Ecclesto­ne, Ross Brawn, arkítekt­inn að árangri Mich­ael Schumacher hjá Ferr­ari, mun sjá um að eiga við áætl­ana­gerð til fram­tíðar og Sean Bratches, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri ESPN-­í­þrótta­sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar, verður með mark­aðs­málin á sinni hendi.

Og helstu álits­gjafar og pistla­höf­undar eru flestir bjart­sýnir á að þessar breyt­ingar muni hafa gott eitt í för með sér. „Nú er hægt að takast á við breyt­ing­arnar sem ekki var hægt að fram­kvæma á meðan skrípa­leik­ur­inn stóð yfir,“ skrifar Damien Smith í pistli sínum á vef Autosport.com.

Það er óvíst hvaða breyt­ingar Liberty Media vill gera á For­múlu 1. Ólík­legt er að fátt ger­ist á næsta keppn­is­tíma­bili sem hefst í Ástr­alíu í mars. Löngu sam­þykktar reglu­breyt­ingar um hönnun bíl­anna árið 2017 munu taka gildi en þær eiga að gera þá „sport­legri“ og mun fljót­ari í beygjum en bíla síð­ustu ára. Í lok þessa mán­aðar munu flest keppn­isliðin afhjúpa nýj­ustu keppn­is­bíla sína og hefja próf­anir áður en ver­tíðin hefst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None