Birgir Þór Harðarson

Sýnilegar sprungur hjá ósamstíga ríkisstjórn

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fékk enga hveitibrauðsdaga. Þrátt fyrir að engin stór þingmál séu á dagskrá á yfirstandandi þingi þá hafa litlu málin, og daglegt amstur, dugað til að sýna hversu ósamstíga flokkarnir sem hana mynda eru á mörgum sviðum.

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar hefur setið í einn mánuð og fimm daga. Stuðn­ingur við hana mælist sá minnsti sem ný rík­is­stjórn hefur nokkru sinni haft á fyrstu starfs­dögum sínum frá því að stuðn­ings­mæl­ingar hófust. Ein­ungis 32,6 pró­sent sögð­ust styðja rík­is­stjórn­ina í nýj­ustu könnun MMR. Sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna þriggja sem hana mynda: Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, mælist litlu hærra, eða 34,7 pró­sent. Slíkt fylgi myndi lík­ast til tryggja þeim sam­an­lagðan þing­manna­fjölda upp á 24 þing­menn, en rík­is­stjórnin hefur í dag minnsta mögu­lega meiri­hluta, 32 þing­menn.

Upp­rifjun á ofan­greindum tölum er auð­vitað sam­kvæm­is­leik­ur, enda mjög langt í næstu kosn­ingar komi ekk­ert upp á. En það er ekki bara sam­fé­lags­lega með­byr­inn sem rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar skort­ir. Hún virð­ist líka vera án sam­stöðu.

Skýrslu­skil

Stjórn­ar­sátt­máli rík­is­stjórn­ar­innar var sátt­máli mála­miðl­ana. Hún hefur yfir sér þá áru að vera ekki draumarík­is­stjórn neins, heldur nokk­urs konar við­bragð við þeirri stjórn­ar­kreppu sem upp var komin í land­inu eftir októ­ber­kosn­ing­arn­ar. Við­reisn og Björt fram­tíð gáfu eftir stóru kerf­is­breyt­ing­ar­lof­orðin í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Evr­ópu­sam­bands­að­ild­ar­við­ræður gegn því að fá í gegn umhverf­is­á­hersl­ur, ýmis félags­leg rétt­inda­mál og ráð­herra­stóla í ráðu­neytum sem gætu siglt í gegn breyt­ing­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sætti sig við þessa stöðu gegn því að verja stjórn­kerfið og stjórn­ar­skránna fyrir stór­tækum breyt­ing­um.

Það má þó segja að rík­is­stjórnin hafi ekki enn verið full­mynduð þegar vand­ræði hennar hófust. Birt­ing á skýrslu um aflands­fé­laga­eignir Íslend­inga, sem hafði verið til­búin í meira en þrjá mán­uði, nokkrum dögum áður en gengið var frá myndun stjórn­ar­innar hristi veru­lega upp í við­ræð­un­um. Við­reisn og Björt fram­tíð höfðu keyrt að hluta sína kosn­inga­bar­áttu á sið­væð­ingu, gegn­sæi og breyttum vinnu­brögð­um. Í grunn­stefnu Við­reisnar segir t.d.: „Op­in, upp­­lýst og mál­efna­­leg umræða er nauð­­syn­­leg til að unnt sé að taka réttar ákvarð­an­­ir. Greiður aðgangur að upp­­lýs­ingum er for­­senda þekk­ing­­ar. Upp­­lýs­inga­­skyldu opin­berra aðila gagn­vart almenn­ingi ber að efla.“ Í stefnu Bjartrar fram­­tíðar seg­ir: „Tölum sam­an, segjum satt. [...]­­Upp­­lýs­ingar eru gull. Björt fram­­tíð þorir að leiða hin stærstu og erf­ið­­ustu deilu­­mál til lykta með gögn­um, rann­­sókn­um, opnu sam­tali og lýð­ræð­is­­legum aðferð­u­m.“

Málið olli raunar svo miklum titr­ingi að það var helsta ástæða þess að rúmur fjórð­ungur stjórnar Bjartrar fram­tíðar greiddi atkvæði á móti stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og að þing­flokkur Við­reisnar brá á það ráð, dag­inn áður en að rík­is­stjórnin var form­lega mynd­uð, að fá Bjarna Bene­dikts­son á síma­fund til að útskýra mál sitt. Slíkt er for­dæma­laust.

Að honum loknum sagði einn leið­toga rík­is­stjórn­ar­innar og for­maður Við­reisn­ar, Bene­dikt Jóhann­es­son, að „miðað við hans [Bjarna] frá­sögn hafi verið um að ræða klaufa­skap og slaka dóm­greind en ásetn­ing um felu­leik.“

Skömmu síðar var önnur skýrsla, nú um þjóð­hags­leg áhrif leið­rétt­ing­ar­inn­ar, birt af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Hún hafði líka verið til­búin fyrir kosn­ingar en ákveðið var að birta hana ekki. Það mál fór ekki síður illa í marga innan Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar

Sama dag og rík­is­stjórnin tók við voru stjórn­ar­liðar komnir í hár saman vegna fram­tíðar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, sagði þá við Vísi að eng­inn önnur lausn væri í stöð­unni en að Reykja­vík­ur­flug­völlur yrði áfram í Vatns­mýr­inni. Dag­inn eftir end­ur­tók hann þessa skoðun og úti­lok­aði ekki inn­grip í skipu­lags­vald Reykja­vík­ur­borgar í mál­inu. Nokkrum dögum síðar steig Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fram að sagði að flug­völl­ur­inn ætti að vera áfram í Vatns­mýr­inni.

Jón Gunnarsson er ráðherra samgöngumála.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ráð­herrar Við­reisnar og Bjartrar eru hins vegar á þeirri skoðun að skipu­lags­­vald yfir Vatns­­­mýr­inni, og þar með Reykja­vík­­­ur­flug­velli, eigi að liggja hjá Reykja­vík­­­ur­­borg. Auk þess er Björt fram­tíð hluti af meiri­hluta­sam­starfi í Reykja­vík­ur­borg sem hefur mjög skýra stefnu um að flug­völl­ur­inn eigi ekki að vera í Vatns­mýri til fram­tíð­ar.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar kom fram að rík­­is­­stjórnin muni „beita sér fyrir lausn á ára­tuga­­deilu um fram­­tíð Reykja­vík­­­ur­flug­vallar með því að stofna til for­m­­legra við­ræðna sam­­göng­u­yf­­ir­­valda, heil­brigð­is­yf­­ir­­valda, Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar, ann­­arra sveit­­ar­­fé­laga og hags­muna­að­ila. Tekin verði ákvörðun um fyr­ir­liggj­andi kosti að und­an­­gengnu mati og inn­­viðir inn­­an­lands- og sjúkra­flugs þannig tryggðir til fram­­tíð­­ar.“ Efn­is­­greinin er mjög loðin og opin til túlk­un­­ar.

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var það með vilja gert, enda alls ekki ein­ing innan rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þegar kemur að mál­efnum Reykja­vík­­­ur­flug­vall­­ar. En það var alls ekki á stefnu­skránni að sá ágrein­ingur yrði gerður opin­ber nokkrum klukku­tímum eftir að rík­is­stjórnin var mynd­uð.

Áfeng­is­frum­varpið

Í byrjun febr­úar lögðu þing­menn úr fjórum flokk­um, þar með talið öllum stjórn­ar­flokk­un­um, fram frum­varp um að afnema ein­okum ÁTVR á áfeng­is­sölu. Málið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram, í aðeins annarri mynd, en aldrei verið tekið til afgreiðslu á Alþingi. Nú töldu þeir sem stóðu að því þó víst að meiri­hluti væri á þing­inu fyrir mál­inu. Við lýði væri frjáls­lyndasta rík­is­stjórn Íslands­sög­unnar og styrkur hennar myndi duga til að klára málið í þetta skipt­ið, eitt skipti fyrir öll. Annað hefur komið á dag­inn.

Ásamt stjórn­ar­flokk­unum standa þrír þing­menn Pírata að frum­varp­inu. Þegar er ljóst að ekki er ein­ing innan þess flokks um málið og ljóst á yfir­lýs­ingum sumra þing­manna að þeir muni ekki veita mál­inu braut­ar­gengi. Fjöl­margir aðrir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa lýst yfir and­stöðu gegn frum­varp­inu og nýleg könnun sýnir að sex af hverjum tíu Íslend­ingum eru á móti breyt­ingum á gild­andi fyr­ir­komu­lagi.

Stjórn­ar­liðar hafa líka sett sig á móti því. Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði nán­ast sam­stundis að hann muni greiða atkvæði á móti frum­varp­inu og heim­ildir Kjarn­ans herma að fleiri þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks séu á sama máli. Í ljósi þess að afnám ein­ok­unar ÁTVR á áfeng­is­sölu hefur verið mjög mik­il­vægt grund­vall­ar­mál í huga margra yngri og frjáls­lynd­ari þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks er ljóst að málið myndar sprungur víðar en á milli flokka. Þær sprungur eru einnig til staðar innan þeirra.

Kjara­deila sjó­manna

En stærsti ágrein­ing­ur­inn sem rík­is­stjórnin hefur staðið frammi fyrir er vegna kjara­deilna sjó­manna og útgerða. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur verið skýr í sinni afstöðu hingað til og sagt að það komi ekki til greina að íslenska ríkið taki þátt í að greiða laun sjó­manna með sér­tækum aðgerð­um. Eftir því hefur verið kallað bæði að hálfu verka­lýðs­for­kólfa sjó­manna og full­trúa útgerð­anna í land­inu að dag­pen­inga­greiðslur til sjó­manna verði gerðar skatt­frjáls­ar. Í raun er staðan í deil­unni þannig nú að deilu­að­il­arnir hafa sett það í hendur rík­is­ins að leysa hnút­inn og kraf­ist sér­tækra aðgerða.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er undir miklum þrýstingi frá stjórnarþingmönnum að beygja sig gagnvart framsettum kröfum í kjaradeilu sjómanna.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Vafa­mál er hvort að slíkt stand­ist lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Þar stendur í 17. grein að óheim­ilt sé að hefja vinnu­stöðvun „Ef til­gangur vinnu­stöðv­un­ar­innar er að þvinga stjórn­ar­völdin til að fram­kvæma athafn­ir, sem þeim lögum sam­kvæmt ekki ber að fram­kvæma, eða fram­kvæma ekki athafn­ir, sem þeim lögum sam­kvæmt er skylt að fram­kvæma, enda sé ekki um að ræða athafn­ir, þar sem stjórn­ar­völdin eru aðili sem atvinnu­rek­and­i.“ Kjarn­inn hefur upp­lýs­ingar um að yfir­stand­andi kjara­deila hafi verið mátuð við þetta ákvæði í stjórn­sýsl­unni.

Þing­flokkar Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar standa heilir á bak við afstöðu Þor­gerðar Katrínar um að ekki komi til greina að end­ur­vekja sjó­manna­af­slátt eða grípa til sér­tækra skattaí­viln­ana sem geri það að verkum að ríkið gefi frá sér tekjur til að auka tekjur sjó­manna. Bjarni Bene­dikts­son hefur líka stutt afstöðu Þor­gerðar Katrín­ar. Hann sagði m.a. í Silfr­inu fyrr í þessum mán­uði að það kæmi ekki til greina að taka upp sjó­manna­af­slátt að nýju.

Þótt for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi þá skoðun þá eru ekki allir í flokki hans á sama máli. Sumir þeirra, t.d. Páll Magn­ús­son, hafa tjáð sig um málið opin­ber­lega. Hann sagði í Morg­un­út­varpi Rásar 2 þann 6. febr­úar að ekki væri hægt að úti­loka að ríkið þyrfti að grípa inn í deil­una. „ Stjórn­völd geta ekki látið þessa auð­lind þjóð­ar­innar liggja óbætta hjá garði. Það er bara óraun­sæi og ég veit svo sem ekki hvern menn eru að blekkja með því ef þeir eru að halda því fram að það sé hægt eða að stað­hæfa það að það verði ekki undir neinum kring­um­stæðum gripið inn í þessa kjara­deilu[...]Mér finnst hins vegar alveg koma til greina að t.d. að skoða þann hluta af fæð­is­pen­ingum sjó­manna sem má líta á eins og dag­pen­inga ann­arra stétta, þ.e.a.s. kostn­aður sjó­manna sem hlýst af því að þeir geta ekki borðað heima hjá sér og þurfa að borga fyrir fæðið ann­ars stað­ar. Aðrar stétt­ir, þ.m.t. opin­berir starfs­menn, hafa dag­pen­inga sem eru skatt­lausir að þessu leyt­i.“ Skoðun Páls á mál­inu rímar að öllu leyti við þær kröfur sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa sett fram gagn­vart rík­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Páll sé alls ekki eini þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hefur þessa skoðun og að mik­ill þrýst­ingur sé frá hluta þing­flokks hans á Þor­gerði Katrínu að láta undan kröfum SFS og grípa til sér­tækrar lausnar á deil­unni.

Jafn­launa­vottun

Þá er komið að frum­varpi um jafn­launa­vott­un, sem Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, ætlar að leggja fram í mars. Kveðið var á um málið í stjórn­ar­sátt­mála þar sem stend­ur: „ því skyni að sporna við launa­mis­rétti af völdum kyn­ferðis verði áskilið að fyr­ir­tæki með 25 starfs­menn eða fleiri taki upp árlega jafn­launa­vott­un.“ Þing­flokkar allra þriggja flokk­anna sem stóðu að myndun rík­is­stjórn­ar­innar sam­þykktu stjórn­ar­sátt­mál­ann áður en rík­is­stjórnin var form­lega mynd­uð.

Það hefur samt sem áður opin­ber­ast á und­an­förnum dögum að hluti þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna ætlar ekki að greiða atkvæði með frum­varp­inu. Tveir þing­menn, þeir Óli Björn Kára­­son og Brynjar Níels­­son, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frum­varp­ið. Rík­­is­­stjórn Sjálf­­stæð­is­­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­­tíðar hefur aðeins eins þing­­manns meiri­hluta og ef Óli Björn og Brynjar standa við það að styðja ekki frum­varpið þarf því stjórn­­­ar­and­­staðan að sitja hjá eða greiða atkvæði með frum­varp­inu svo það nái fram að ganga.

Vinstri græn, Sam­­fylk­ingin og Píratar vilja öll fá að sjá og lesa frum­varp um jafn­­­launa­vottun áður en flokk­­arnir taka afstöðu til þess hvort þeir munu styðja frum­varp­ið. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur enn ekki rætt Því er ekki ljóst að rík­is­stjórnin geti treyst á stjórn­ar­and­stöð­una til að sigla mál­inu í höfn. Sér­stak­lega vegna þess að heim­ildir Kjarn­ans herma að fleiri þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins séu ekki sann­færðir um ágæti jafn­launa­vott­unar og muni mögu­lega standa gegn lög­fest­ingu henn­ar.

Afstaða Brynjars og Óla Björns kemur að ein­hverju leyti á óvart því að þeir hafa báðir tjáð sig opin­ber­lega áður um að stjórn­ar­þing­menn og ráð­herrar eigi að styðja rík­is­stjórn­ina. Brynjar skrif­aði pistil á Press­una fyrir rúmu ári síðan þar sem hann gagn­rýndi Frosta Sig­ur­jóns­son, þáver­andi for­mann efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, fyrir að styðja ekki aðild Íslands að Inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu. Í pistl­inum sagði Brynjar: „Rétt er hjá for­manni efna­hags- og við­skipta­nefndar að hver og einn þing­maður hefur frelsi til að greiða atkvæði í þessu máli eins og honum sýn­ist. Það á við öll mál enda gerir stjórn­ar­skráin ráð fyrir því. Einnig er rétt hjá for­mann­inum að ekk­ert er í stjórn­ar­sátt­mál­anum um aðild okkar að inn­viða­fjár­fest­inga­banka hinum megin á jörð­inni. En for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar verður að gera upp við sig hvort hann styðji rík­is­stjórn­ina. Að greiða á móti ein­stökum liðum fjár­laga­frum­varps eða að sitja hjá gengur ekki í stjórn­ar­sam­starf­i.“

Í ágúst 2016 gagn­rýndi Óli Björn, þá vara­þing­maður og fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks fyrir haust­kosn­ing­arn­ar, Eygló Harð­ar­dótt­ur, þá félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, fyrir að sitja hjá í atkvæða­greiðslu um fjár­­­mála­­á­ætl­­un og fjár­­­mála­­stefnu rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar á Alþingi. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði Óli Björn: „„Ráð­herra sem ákveður að styðja ekki rík­­is­­stjórn­­­ar­­mál hef­ur tekið ákvörðun um að af­henda for­­sæt­is­ráð­herra af­sagn­­ar­bréf.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar