Hvað verður um póstinn?

Ársskýrsla Postnord er svört, skýrsla danska hlutans biksvört. Allt eigið fé danska hlutans er uppurið og tapið á síðasta ári nam einum og hálfum milljarði danskra króna (tæpum 24 milljörðum íslenskum). Danski peningakassinn er tómur.

Post_Danmark.jpg
Auglýsing

Í sam­fé­lagi nútím­ans er margt talið svo sjálf­sagt að dags­dag­lega leiða fæstir að því hug­ann að ekki sé allt sjálf­gef­ið. Vatn­ið, kalt eða heitt eftir atvik­um, bunar úr kran­an­um, það er ylur á ofn­un­um, ljósin kvikna þegar ýtt er á slökkvar­ann og kaffi­vélin mal­ar. Blaðið kemur inn um lúg­una og það gerir póst­ur­inn líka, oftar en ekki hinn svo­nefndi glugga­póstur (reikn­ing­ar) sem vekur mis­jafnan fögnuð við­tak­and­ans.

En ekki er allt sjálf­gef­ið. Þetta sem hér hefur verið nefnt kostar pen­inga, jafn­vel mikla pen­inga. Ef við borgum ekki raf­magnið og hita­veit­una endar það með að ljósið kviknar ekki, kaffi­vélin murrar ekki og ofn­arnir kólna. Þetta vita all­ir. En hvað ger­ist ef póst­ur­inn kemur ekki? Þetta er spurn­ing sem margir Danir spyrja sig þessa dag­ana og ekki að ástæðu­lausu. Og vita ekki svar­ið. Danska póst­þjón­ustan er komin í þrot og eng­inn veit hvert fram­haldið verð­ur.

Alda­gömul saga

Saga dönsku póst­þjón­ust­unnar hófst fyrir tæpum fjögur hund­ruð árum, á aðfanga­dag árið 1624 sendi sá mikli athafna­kóngur Krist­ján IV út til­skipun um póst­þjón­ustu. Kóng­ur­inn skip­aði jafn­framt póst­meist­ara sem skyldi tvo tíma dag­lega vera til staðar í versl­un­ar- og við­skipta­hús­inu Bør­sen sem þá var nýbyggt á Hall­ar­hólm­an­um. Starf­semi pósts­ins jókst svo jafnt og þétt, starfs­fólki og póst­húsum fjölg­aði hægt og rólega. Um alda­mótin 1700 ákveðið var að rautt og gult, litir gömlu kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, Ald­in­borgar­anna, skyldu vera ein­kenn­i­slitir pósts­ins. Allir Danir þekkja þessa liti og hinn sér­staki rauði litur er í Dan­mörku nefndur póst­kass­a­r­auð­ur.

Auglýsing

Frí­merk­in, götu­heit­in, járn­braut­ar­lest­irnar og bíl­arnir

Dönsk frí­merki litu dags­ins ljós árið 1851, að erlendri fyr­ir­mynd. Haustið 1859 var ákveðið að öll hús í Kaup­manna­höfn skyldu fá sér­stakt hús­núm­er. Þetta auð­veld­aði póst­mönnum störf­in, nú þurfti ekki lengur að skrifa „þriðja húsi frá horni“ eða „gula hús­inu með glugga­lausu úti­hurð­inni“ til að auð­kenna hvert póst­send­ingin ætti að fara. Götu­heitin sjálf eru mun eldri.

Eftir að járn­braut­ar­lest­irnar komu til sög­unnar í Dan­mörku um og eftir miðja 19. öld­ina urðu þær brátt mik­il­vægur hlekkur í póst­dreif­ing­ar­net­inu. Póst­burð­ar­menn­irnir (starfið var karla­starf) á lands­byggð­inni not­uð­ust framan af við hesta en í Kaup­manna­höfn báru póst­menn­irnir pok­ana sjálfir eða not­uðu kerrur af ýmsu tagi.

Frímerki, póstnúmer og húsnúmer komu ekki til sögunnar fyrr en löngu eftir að póstþjónustan varð útbreidd.

Eftir alda­mótin 1900 urðu breyt­ing­arnar meiri og örari. Bílar og reið­hjól urðu helstu hjálp­ar- og sam­göngu­tæki póst­manna og segja má að þannig sé það enn í dag.

Póst­ur­inn hefur frá upp­hafi gegnt mik­il­vægu hlut­verki í dönsku sam­fé­lagi. Einka­rétt­inum á dreif­ingu bréfa og böggla, sem póst­ur­inn hafði frá upp­hafi fylgdu líka skyldur og þannig er það enn. Allir lands­menn fengju póst­inn heim til sín, eða í póst­kassa við hlið­ið. Þess­ari þjón­ustu yrðu allir að geta treyst og kveðið var á um hve oft pósti skyldi dreift.

Póst­núm­erin

1967 var fram­faraár í póst­þjón­ust­unni. Það ár voru póst­núm­erin inn­leidd. Hljómar kannski sem ein­falt og sjálf­sagt en skipti póst­þjón­ust­una afar miklu máli. Póst­núm­erin gerðu alla flokk­un­ar­vinnu miklu ein­fald­ari en áður í landi þar sem margir stað­ir, í sitt hverjum lands­hluta bera sama nafn­ið. Þegar núm­erin voru komin til sög­unnar lék eng­inn vafi á hvort mót­tak­andi bréfs byggi í Svenstrup á Jót­landi eða Svenstrup á Sjá­landi. Póst­núm­erið sagði til um hvert bréfið skyldi fara.

Á árunum eftir 1970 og fram undir síð­ustu alda­mót litu dags­ins ljós fjöl­margar tækni­fram­farir sem gerðu póst­þjón­ust­una skil­virk­ari en áður. „Póst­lagt í dag, í hendur við­tak­anda á morg­un“ varð vel þekkt slag­orð sem sagði sitt um hve góð og hröð þjón­ustan var orð­in.

Breyt­ingar

Árið 1995 urðu umskipti. Einka­réttur pósts­ins á pakka­send­ingum var afnum­inn og við það urðu miklar breyt­ingar á starf­semi þess­arar gam­al­grónu stofn­un­ar. Póst­ur­inn var eigi að síður áfram í eigu rík­is­ins en stóð skyndi­lega frammi fyrir sam­keppni, það var nýlunda.

Bréfin und­ir­staða rekstr­ar­ins

Á síð­asta ára­tug lið­innar alda náðu bréfa­send­ingar Dana hámarki. Árið 1999 sendu Danir sam­tals 1.500 millj­ónir bréfa. Síðan þá hefur margt breyst. Tölv­urnar hafa að mestu leyti yfir­tekið sam­skipt­in, bréfa­send­ingum hefur fækkað um 70 pró­sent, eru í dag um það bil 460 millj­ónir á ári. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þessi fækk­un, rétt­ara sagt hrun, hefur haft gríð­ar­leg áhrif á rekstur pósts­ins.

Post­nord

Þótt hrunið í póst­þjón­ust­unni hafi kannski gerst hrað­ar, og orðið meira en flesta óraði fyr­ir, er ekki hægt að segja að það hafi með öllu komið á óvart. Fljót­lega upp úr alda­mótum varð ljóst að hefð­bundnar bréfa­send­ingar heyrðu brátt, að tals­verðu leyti, sög­unni til. Þótt danski póst­ur­inn, Post Dan­mark hafi um það leyti ráð­ist í umfangs­miklar breyt­ing­ar, með hag­ræði að leið­ar­ljósi, var hrunið í við­skipt­unum (bréfa­póst­in­um) meira en nokkurn grun­aði. Þótt Danir væru fljót­ari en margar aðrar þjóðir að til­einka sér tölvu­tækn­ina í sam­skiptum og bréfa­send­ingum voru tölv­urnar alls staðar að taka yfir.

Árið 2009 gengu danska og sænska póst­þjón­ustan í eina sæng, Post­nord. Svíar eiga 60 pró­sent og Danir 40 pró­sent. Þetta var gert til að styrkja rekst­ur­inn í breyttum heimi póst­send­inga. Margir Danir voru mjög and­snúnir þess­ari sam­ein­ingu, and­staðan var minni í Sví­þjóð.

Postnord er sameiginlegt póstfyrirtæki Svía og Dana. Þar hefur hinum hefðbundnu rauðu og gulu litum verið skipt út fyrir ljósbláan.

Hærra verð en lak­ari þjón­usta

Þrátt fyrir sam­ein­ing­una við sænsku póst­þjón­ust­una juk­ust erf­ið­leikar Post­nord Dan­mark, danska hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Á allra síð­ustu árum hefur verið gripið til marg­hátt­aðra aðgerða til að rétta rekst­ur­inn af. Verð á bréfa- og pakka­send­ingum hefur hækkað mik­ið, póst­dreif­ingu á laug­ar­dögum hefur verið hætt. Ekki er lengur hægt að tryggja að bréf ber­ist til við­tak­anda dag­inn eftir að það er póst­lagt nema gegn marg­földu gjaldi almenns bréfs. Hvað eftir annað hefur verið gripið til upp­sagna; í mars næst­kom­andi missa rúm­lega fimm hund­ruð vinn­una, og áfram­hald­andi upp­sagnir blasa við. Starfs­menn Post­nord Dan­mark eru nú um tíu þús­und, árið 2011 voru þeir fimmtán þús­und. Póst­húsum hefur verið lokað og póst­af­greiðslur fluttar inn í versl­anir í því skyni að draga úr kostn­aði. Allt hefur komið fyrir ekki, tap­rekst­ur­inn heldur áfram.

Allt eigið fé uppurið

Fyrir nokkrum dögum var birt árs­upp­gjör Post­nord, bæði danska hlut­ans og þess sænska. Rekstur sænska hlut­ans gengur þokka­lega og í árs­skýrsl­unni kom fram að Sví­ar, sem eru um það bil helm­ingi fleiri en Dan­ir, senda fimm bréf á móti hverju einu hjá Dön­um. Þarna vegur þungt að Svíar geta valið hvort þeir fái opin­berar send­ingar í hefð­bundnu bréfi eða með tölvu­pósti, í Dan­mörku fara allar slíkar send­ingar um net­ið.

Árs­skýrsla Post­nord er svört, skýrsla danska hlut­ans biksvört. Allt eigið fé danska hlut­ans er uppurið og tapið á síð­asta ári nam einum og hálfum millj­arði danskra króna (tæpum 24 millj­örðum íslenskum). Danski pen­inga­kass­inn er tóm­ur.

Svíar ósáttir við að bera danskt tap

Þótt rekstur Post­nord skipt­ist í tvo hluta, danskan og sænskan, er þó eigi að síður um að ræða eitt fyr­ir­tæki. Í Sví­þjóð eru háværar raddir sem krefj­ast þess að rekst­ur­inn verði algjör­lega aðskil­inn, með því móti beri Svíar ekki ábyrgð á rekstr­inum í Dan­mörku. Sænskir fjöl­miðlar hafa meðal ann­ars talað um það fyr­ir­komu­lag hjá Dönum að þar er þriðj­ungur starfs­manna pósts­ins emb­ætt­is­menn. Sem þýðir að sé starf við­kom­andi lagt niður eru honum tryggð laun í þrjú ár. „Ga­lið fyr­ir­komu­lag” sagði eitt sænsku blað­anna og margir tóku und­ir.

Hvað verður um danska póst­inn?

Svarið við þess­ari spurn­ingu veit eng­inn. Ljóst virð­ist að ekki verður lengra gengið í fækkun starfs­manna og stór­hækkað verð á þjón­ust­unni, einn gang­inn enn, myndi mæta mik­illi and­stöðu. Svíar sem eiga meiri­hluta í Post­nord virð­ast ekki spenntir fyrir að bera tapið á þjón­ust­unni í Dan­mörku.

Yfir­stjórn Post­nord Dan­mark vinnur nú að til­lögum og áætl­unum sem vænt­an­lega koma til kasta danska þings­ins á næstu vikum og mán­uð­um. Danskir stjórn­mála­menn hafa verið var­kárir í orð­um, þeir hafa lýst undrun sinni og áhyggjum yfir því hvernig komið er. Þeir segja allir sem einn að lausnin sé ekki aug­ljós en hana verði að finna, málið þoli enga bið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None