Svíar endurvekja herskylduna

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að endurvekja herskylduna, sem var afnumin, tímabundið, árið 2010. Ungmenni fædd 1999 og 2000 fá á næstunni kvaðningu og hefja herþjónustu 1. janúar 2018. Svíar óttast aukin hernaðarumsvif Rússa, það gera Danir líka.

svíar
Auglýsing

Her­skylda var inn­leidd í Sví­þjóð árið 1901 en saga hers­ins er þó langtum eldri, nær aftur til árs­ins 1521.

Eftir að her­skyldan var inn­leidd voru næstum allir karl­ar, sem töld­ust hæfir til að gegna her­þjón­ustu kvaddir í her­inn og til að taka þátt í æfing­um. Her­skyldu­tíma­bilið gat varað frá 80 uppí 450 daga. Á fyrstu tveimur ára­tugum eftir að her­skyld­unni var komið á fjölg­aði mjög í hern­um, fram undir 1920. Sænskir stjórn­mála­menn voru sam­mála um nauð­syn þess að hafa sterkan og vel búinn her; landið er stórt (fimmta stærsta land Evr­ópu) og strand­lengjan spannar 3200 kíló­metra.

Á þriðja ára­tug síð­ustu aldar var komið annað hljóð í strokk­inn, margir töldu her­inn alltof fjöl­mennan og fjár­munum væri betur varið í ann­að. Þegar kom fram undir síð­ari heims­styrj­öld hafði fækkað til muna í hernum og tækja­kost­ur­inn orð­inn gam­all og úrelt­ur.

Auglýsing

Hlut­leysi og hern­að­ar­upp­bygg­ing

Þegar síð­ari heims­styrj­öldin braust út varð Svíum ljóst að her­afli þeirra mætti sín einskis gegn Þjóð­verj­um. Sænska rík­is­stjórnin lýsti landið hlut­laust og féllst á að Þjóð­verjar mættu nota sænskar járn­braut­ar­lestir til flutn­inga á her­mönnum og vopnum til Nor­egs. Á meðan stríðið geys­aði unnu Svíar að upp­bygg­ingu hers­ins, með varnir lands­ins í huga. Tvennt hef­ur, þegar litið er til baka, einkum vakið athygli varð­andi upp­bygg­ingu og skipu­lag sænska hers­ins á þessum tíma. Ann­ars vegar her­skyld­an, öllum ungum mönnum bar skylda til að gegna her­þjón­ustu þeg­ar, og ef, svo bæri und­ir. Þetta þýddi að hægt væri að kalla til allt að 350 þús­und manns sem allir hefðu hlotið þjálfun fyrir utan fasta­her­inn sem taldi um 100 þús­und. Hitt atrið­ið, sem ekki þótti síður athygl­is­vert, var að í stað þess að útbúa til­tölu­lega fáar stórar her­stöðvar voru útbúnar 6 - 8 þús­und minni stöðv­ar, vand­lega fald­ar, um allt land. Allir sem hægt var að kalla til her­þjón­ustu æfðu reglu­lega og vissu nákvæm­lega hvert skyldi halda ef kvaðn­ing bær­ist. Með þessu fyr­ir­komu­lagi tæki skamman tíma að safna lið­inu sam­an. Hern­að­að­ar­upp­bygg­ing Svía hélt áfram eftir að síð­ari heims­styrj­öld­inni lauk, ríf­legar fjár­veit­ingar gerðu hernum kleift að efla mjög tækja­búnað sinn og árið 1980 réði sænski her­inn yfir 300 flug­vél­um, 40 her­skipum og 12 kaf­bát­um.

Ákváðu að standa fyrir utan NATO

Þegar Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, NATO, var stofnað árið 1949 urðu all­miklar deilur í Sví­þjóð um hvort landið skyldi ger­ast aðili að banda­lag­inu. Nið­ur­staðan var að standa fyrir utan, við­halda þannig hlut­leys­inu. Margir sænskir stjórn­mála­menn ótt­uð­ust að ef Svíar gerð­ust aðilar myndu Rússar neyða Finna til sam­starfs, bein­línis „draga landið austur fyrir járn­tjald“ eins og Östen Undén sem var utan­rík­is­ráð­herra Svía 1945 – 1962 orð­aði það. Hins­vegar var ljóst að Svíar horfðu til vest­urs, og sam­starfs við NATO, þótt ekki yrði af beinni þátt­töku í banda­lag­inu.

Lok kalda stríðs­ins og upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna

Eftir fall Berlín­ar­múrs­ins í nóv­em­ber 1989, lok kalda stríðs­ins og upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna, breytt­ist við­horf Svía til hern­að­ar­mála. Ógnin úr austri væri ekki lengur til staðar „Rússar ættu nóg með sig.“ Þess vegna væri hægt að minnka umsvif hers­ins, hinn hugs­an­legi óvinur væri gufaður upp. Þess vegna væri nú tíma­bært að draga úr umsvifum og verja fjár­munum til ann­arra hluta. Hug­myndir um nið­ur­skurð til hers­ins mælt­ust vel fyrir meðal stjórn­mála­manna. Á fyrstu árum tíunda ára­tug­ar­ins gengu Svíar í gegnum miklar efna­hags­þreng­ingar og hug­myndir um minnk­andi umsvif hers­ins, og minni fjár­veit­ing­ar, voru „betri en nokkur jóla­gjöf“ sagði sænskur ráð­herra í umræðum í þing­inu. Og sænsk stjórn­völd létu ekki sitja við orðin tóm. Fjár­veit­ingar til hers­ins minnk­uðu ár eftir ár, sumir þing­menn töl­uðu jafn­vel um að leggja niður her­inn „á einu brett­i“, aðrir töl­uðu um að kannski væri hægt að koma upp ein­hverjum skynj­urum „hér og þar“ sem gerðu vart við óeðli­legar manna­ferðir og einn þing­maður spurði hvort „þetta þarna inter­net“­sem allir væru að tala um gæti ekki komið í stað­inn fyrir her­inn. Loft­belgir og ómann­aðar flug­vélar voru líka nefnd­ar. Þessar hug­myndir gengu ekki eftir en nið­ur­skurð­ur­inn hélt áfram. Þing­menn töl­uðu um nýjan og nútíma­legan her, yfir­menn hers­ins sögðu það ágæta hug­mynd en þegar þeir spurðu í hverju þessi nýi nútími fælist var fátt um svör.



Þegar rýnt er í tölur frá árinu 2000 kemur í ljós að her­deild­irnar voru aðeins 15% af því sem verið hafði árið 1985, sér­stakar heima­varna­deildir voru 10%, flug­her­inn, þar með taldar flug­vél­ar, hafði minnkað um helm­ing og flot­inn var fjórð­ungur þess sem hann var fimmtán árum fyrr. Wil­helm Agrell sagn­fræð­ing­ur, sér­fróður um sögu hers­ins, hefur sagt að ástandið í hernum hafi verið næsta ótrú­legt. Vopn og annar bún­aður hers­ins var fluttur í ein­hverjar stórar geymslur hingað og þangað í land­inu og margt „týnd­ist“ á leið­inni. „Það skorti alla yfir­sýn“ sagði sagn­fræð­ing­ur­inn.

En nið­ur­skurð­ur­inn hélt áfram: árið 2004 var fjórð­ungi her­manna (5000 manns) sagt upp og nú var svo komið að her­inn gat ekki með nokkru móti annað þeim verk­efnum sem honum voru ætl­uð.

Útrásin til Afganistan

Vegna þess að ekki virt­ist bein þörf fyrir sér­stakan varn­ar­við­búnað heima fyr­ir, rúss­neski björn­inn lá jú í dvala, beindu sænskir stjórn­mála­menn sjónum sínum út fyrir land­stein­ana, til alþjóð­legra verk­efna. Nánar til­tekið til Afganist­an. Slíkum verk­efnum máttu aðeins atvinnu­her­menn sinna og her­skyldan (sem ekki tald­ist) atvinnu­mennska var sett í tíma­bundið hlé, ekki afnumin með lög­um.

Rúss­neski björn­inn lætur til sín taka

Í ágúst 2008 gerð­ist það sem fæstir höfðu séð fyrir né grun­að, Rússar réð­ust inn í Georg­íu. Fæstir höfðu gert sér í hug­ar­lund að til þess kæmi að evr­ópskt land réð­ist á annað land í álf­unni. En nú hafði það gerst. „Svíar vökn­uðu við vondan draum, þegar spurt var um varnir og við­búnað klór­uðu stjórn­mála­menn sér í koll­inum og gátu litlu svar­að“ sagði áður­nefndur Wil­helm Agrell sagn­fræð­ing­ur.

Svíum líst ekki á blik­una

Svíar voru dauð­skelk­að­ir. „Hvað ætla Rússar sér“ var spurt. Varnir lands­ins í molum og eitt sænsku blað­anna full­yrti að örfáir rúss­neskir her­menn gætu til dæmis lagt undir sig Gotland „rétt si svona“.

Árið 2009 sendi sænska þingið Evr­ópu­sam­band­inu sér­staka yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að Svíar muni ekki sitja aðgerða­lausir ef ráð­ist verður á annað aðild­ar­ríki, eða nor­rænt land. „Svíar vænta þess sama af öðrum ríkj­u­m.“

Spennan fór vax­andi, árið 2011 fóru rúss­neskar her­flug­vélar aftur að fljúga nálægt, og stundum inn í, sænskt loft­rými. Slíkt hafði ekki gerst síðan á dögum kalda stríðs­ins. Fréttir bár­ust líka æ oftar af erlendum kaf­bátum við strendur Sví­þjóð­ar, her­inn taldi lít­inn vafa á að þeir væru rúss­nesk­ir. NATO fór nú að fylgj­ast grannt með umsvifum Rússa og árið 2014 var haldin stór her­æf­ing þar sem yfir­skriftin var „Rússar hafa hernumið Suð­ur­-Sví­þjóð“.

Fyrir þremur árum und­ir­rit­uðu Svíar og Finnar sam­komu­lag um nán­ara sam­starf land­anna og við NATO. Þetta sam­komu­lag sem var sam­þykkt í sænska þing­inu, Riks­da­gen, í maí á síð­asta ári olli mik­illi reiði í Kreml. Rúss­neski utan­rík­is­ráð­herr­ann sagði að ef til þess kæmi að Svíar gerð­ust aðilar að NATO „myndi Rúss­land bregð­ast við“ án þess að útskýra orð sín nán­ar.

Her­skyldan inn­leidd á ný

Flestir sænskir þing­menn við­ur­kenna nú það sem nefnt var „nú­tíma­væð­ing“ hers­ins hafi gjör­sam­lega mis­tek­ist og nið­ur­skurð­ur­inn hafi nán­ast lamað her­inn. Bera jafn­framt fyrir sig að engan hafi getað grunað að Rússar yrðu ógn við frið­inn. Þessar skýr­ingar gefa yfir­menn hers­ins lítið fyr­ir, segja að stjórn­mála­menn­irnir hafi ekki viljað hlusta. Nú hafa fjár­veit­ingar til hers­ins verið stór­auknar á ný og fyrir nokkrum dögum ákvað rík­is­stjórnin að end­ur­vekja her­skyld­una. Þegar her­skyldan var afumin 2010, var það ekki gert með lög­um, heldur var hún „ sett í hlé“.

Til að end­ur­vekja her­skyld­una þarf þess vegna ekki sam­þykki þings­ins en þar er þó mik­ill meiri­hluti fylgj­andi þess­ari ákvörð­un.

Sænska varn­ar­mála­ráðu­neytið og her­inn höfðu gert sér vonir um, þegar her­skyldan var afnum­in, að um það bil 4 þús­und manns myndu árlega skrá sig í her­inn en það hefur ekki gengið eft­ir. Að með­al­tali hafa 1502 árlega skráð sig og þess vegna vantar nú her­inn mann­skap.

Sænsk hern­að­ar­yf­ir­völd draga ekki dul á ástæður þess að styrkja þurfi her­inn „rúss­neski björn­inn er með hramm­inn á lofti“ sagði einn af yfir­mönnum hers­ins í við­tali í lið­inni viku.

Það má að lokum bæta því við að Danir eru líka ugg­andi. Danski varn­ar­mála­ráð­herr­ann sagði fyrir nokkrum dögum í við­tali við banda­rísku sjón­varps­stöð­ina CNN að danska stjórnin stefndi að því að stór­auka fram­lög sín til her­mála. Það gæti reyndar orðið þungur róður að fá slíkt sam­þykkt í danska þing­inu, en sýnir á hinn bóg­inn áhyggjur danska varn­ar­mála­ráð­herr­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None