Herra forseti, svona virkar NATO ekki

Bandaríkin eyddu mest, Ísland minnst í varnarmál af aðildarríkjum NATO árið 2016. Bandaríkjaforseti vill að hin aðildarríkin greiði sinn skerf en hefur rangar hugmyndir um það hvernig NATO virkar, segir fyrrum fastafulltrúi Bandaríkjanna.

Donald Trump telur framlag annarra bandalagsþjóða í NATO vera of lítið.
Donald Trump telur framlag annarra bandalagsþjóða í NATO vera of lítið.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, hefur verið tíð­rætt á und­an­förnum mán­uðum um fram­lög aðild­ar­ríkja að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Honum hefur fund­ist að banda­lags­þjóð­irnar leggi ekki nógu mikið til varn­ar­mála.

Á fundi sínum með Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, ítrek­aði hann þessi skila­boð og sagði aðild­ar­þjóð­irnar skulda NATO og Banda­ríkj­unum fyrir van­goldnar greiðslur und­an­farin ár. Sam­­kvæmt sátt­­mála NATO skuld­binda allar banda­lags­­þjóð­­irnar sig til þess að eyða tveimur pró­­sentum af rík­­is­út­­­gjöldum til varn­­ar­­mála til árs­ins 2024.

Dag­inn eftir að Merkel hafði flogið heim til Berlínar skrif­aði Trump á Twitter að, þrátt fyrir að fundur þeirra hafi verið frá­bær þá skuldi Þýska­land enn háar fjár­hæðir til NATO og Banda­ríkj­anna.

NATO heldur reglulega umfangsmiklar æfingar á láði og legi þar sem öll ríkin samhæfa aðgerðir ef til styrjaldar kemur.

Þessu hafa Þjóð­verjar hafn­að. Í yfir­lýs­ingu Ursulu von der Leyen, varn­ar­mála­ráð­herra Þýska­lands, segir að það sé álit Þjóð­verja að það sé rangt að aðild­ar­ríkin séu skyldug til að eyða tveimur pró­sentum af heild­ar­út­gjöldum til hern­að­ar­mála ein­göngu vegna NATO.

„Út­­­gjöld til varn­­ar­­mála renna einnig til frið­­­ar­­gæslu á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna, evr­­ópsk verk­efni og í fram­lög til bar­átt­unnar gegn hryðju­verkum Íslamska rík­­is­ins,“ segir í yfir­­lýs­ing­unni.

Þjóð­verjar munu á næst­unni auka útgjöld til varn­ar­mála, að því er fjár­mála­ráð­herr­ann Wolf­gang Schaeu­ble hefur látið eftir sér. Hlut­fall útgjalda Þýska­lands verður þá orðið 1,26 pró­sent, miðað við 1,18 pró­sent árið 2016.

Auglýsing

Banda­ríkin eyða mest, Ísland minnst

Atl­ants­hafs­banda­lagið var stofnað árið 1949 í kjöl­far Seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Ísland er eitt þeirra ríkja sem eru stofn­að­ilar að NATO en síðan hefur banda­lagið stækkað nokk­uð.

Frá 1999 hefur mörgum af ríkjum Aust­­ur-­­Evr­­ópu verið veitt aðild að NATO; mörg þeirra voru hluti af Var­­sjár­­banda­lag­inu sem var svar aust­an­­tjalds­landa við Atl­ants­hafs­­banda­lag­inu.

­Sam­kvæmt nýjasta yfir­lit­inu yfir útgjöld til banda­lags­ins sem gefið var út á vef NATO 13. mars síð­ast­lið­inn kemur fram að mið­gildi hlut­falls­ins sem aðild­ar­ríkin eyða í varn­ar­mál árið 2016 hafi verið 1,21 pró­sent.

Af ríkj­unum 28 þá eyða Banda­ríkin lang mestu eða 3,61 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Sé hlut­fall þess fés sem eytt er í varn­ar­mál meðal ríkja NATO borið saman þá sést greini­lega að Banda­ríkin eyða lang mestu. Af þeim rúm­lega 921 millj­örðum Banda­ríkja­dala sem ríkin eyða í varn­ar­mál eyða Banda­ríkin um 664 millj­örð­um. Það er sem sagt 72 pró­sent af heild­ar­út­gjöld­un­um.

Þá er hins vegar ekki þar með sagt að Banda­ríkin standi undir 72 pró­sent alls kostn­að­ar­ins sem fylgir starf­semi NATO, rekstri höf­uð­stöðv­anna í Brus­sel eða þeim verk­efnum sem NATO ræðst í.

Útgjöld til varn­ar­mála sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu (%)

Úr fréttatilkynningu NATO um útgjöld bandalagsríkja til varnarmála árið 2016.

Þau fimm ríki sem eyða meira en tveimur pró­sent af heild­ar­út­gjöldum eru Banda­rík­in, Bret­land, Grikk­land, Eist­land og Pól­land. Sam­an­borið við árið 2009 þá hafa þau aðild­ar­ríki sem eiga landa­mæri að Rúss­landi aukið varn­ar­mála­út­gjöld sín mest. Það eru Pól­land, Eist­land, Lett­land og Lit­háen.

Ísland er eina aðild­ar­ríkið sem ekki er talið með í töflum útgjalda­yf­ir­lits­ins enda hefur Ísland engan her. Hér á landi fer utan­rík­is­ráðu­neytið með varn­ar­mál og sam­skipti við NATO. Á fjár­lögum árs­ins 2017 er gert ráð fyrir að utan­rík­is­ráðu­neytið fái fjár­heim­ildir til sam­starfs um örygg­is- og varn­ar­mál. Heild­ar­gjöld rík­is­ins vegna þeirra eru 1.549,7 millj­ónir króna. Það er fjár­magnað með rekstr­ar­tekjum sem munu nema að upp­hæð 109,4 millj­ónum króna og rest­in, 1.440,3 millj­ón­ir, koma úr rík­is­sjóði.

„Það er engin milli­færsla“

„Fyr­ir­gefðu, herra for­seti, svona virkar NATO ekki,“ skrif­aði Ivo Daadler, fyrr­ver­andi fasta­full­trúi Banda­ríkj­anna hjá NATO árin 2009 til 2013, á Twitt­er. Tíst hans voru svör við færslum Don­alds Trump um að Þýska­land skuldi NATO og Banda­ríkj­unum enn pen­inga.



„Banda­ríkin ákveða sjálf hversu mikið þau leggja til varna NATO. Það er engin milli­færsla fjár þar sem aðild­ar­ríkin borga Banda­ríkj­unum til að verja sig. Þetta er hluti af þeim skuld­bind­ingum sem við höfum gert í sátt­mál­an­um,“ skrifar Daadler.

„Öll NATO-­rík­in, Þýska­land þar með talið, hafa skuld­bundið sig til að eyða 2% af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála til árs­ins 2024. Nú eru fimm af 28 NATO-löndum sem gera það. Þau sem eru ekki að greiða svo háa fjár­hæð í dag eru að auka útgjöld til varn­ar­mála. Það er gott.“

Skuld­bind­ing­arnar sem Daadler talar um eru þær sem aðild­ar­ríkin geng­ust við á NATO-ráð­stefn­unni í Wales sum­arið 2014. Þar var tvennt ákveð­ið:

  • Banda­lags­þjóðir sem þegar eyða meira en 2% til varn­ar­mála munu halda áfram að gera slíkt;
  • Banda­lags­þjóðir sem ekki mæta þessum skil­yrðum skulu koma í veg fyrir að hlut­fall til varn­ar­mála minnki og stefna að því að auka útgjöld til varn­ar­mála í takt við aukna verga lands­fram­leiðslu, og ná 2% innan ára­tugs.

Daadler heldur áfram að útskýra varn­ar­sam­starfið fyrir for­set­anum og það hvers vegna Banda­ríkin eru að taka þátt í vörnum í Evr­ópu. „Það er mik­il­vægt fyrir okkar eigið örygg­i,“ skrifar hann, að Evr­ópa sé örugg. „Við börð­umst í tveimur heims­styrj­öldum í Evr­ópu, og einu Köldu stríði. Heil, frjáls og frið­sæl Evr­ópa eru mik­il­vægir hags­munir fyrir Banda­rík­in.“

Gagn­rýni Trumps á NATO hefur ávalt ver­ið, að hans eigin sögn, tví­þætt. „Ég hef lengi sagt að NATO ætti við vanda stríða. Í fyrsta lagi þá er það úrelt því það var hannað fyrir mörg­um, mörgum árum. Í öðru lagi þá hafa löndin ekki borgað það sem þau áttu að borga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None