Enginn fær að vita hver var að kaupa íslenskan viðskiptabanka

Vogunarsjóðirnir sem keyptu hlut í Arion banka í gær gættu þess að eiga bara 9,99 prósent hlut. Ef þeir hefðu átt 0,01 prósent í viðbót væru þeir virkir eigendur og um þá gilda mun strangari reglur. Ekkert liggur fyrir um hverjir eru endanlegir eigendur.

Menn með poka á haus mynd Sebastien Decoret
Auglýsing

Annan sunnu­dag­inn í röð bár­ust stór­frétt­ir. Á þeim fyrri var til­kynnt um mikla losun hafta og nýtt sam­komu­lag við aflandskrónu­eig­end­ur. Í gær var til­kynnt um að þrír vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs-­bank­inn hefðu saman keypt 29,18 pró­sent hlut í íslenskum banka, Arion banka.

Frá því í febr­úar hefur legið fyrir að fram undan væru tíð­indi varð­andi eign­ar­haldið á Arion banka. Stærstu eig­endur Kaup­þings, vog­un­ar­sjóðir með höf­uð­stöðvar í New York, voru að reyna að fá íslenska líf­eyr­is­sjóði með sér í að kaupa helm­ings­hlut í bank­an­um. Lagt var upp með að þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, Gildi, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og LSR, myndu leiða kaupin fyrir hönd líf­eyr­is­sjóð­anna og taka stærstan hlut. Hug­myndin var að líf­eyr­is­sjóð­irnir myndu taka 25-30 pró­sent hlut í Arion banka en vog­un­ar­sjóð­irnir – Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capi­tal og jafn­vel fleiri – 20-25 pró­sent hlut.

Í lok síð­ustu viku var orðið nokkuð ljóst að lík­urnar á aðkomu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna, sem ætl­uðu sér að greiða fyrir sinn hlut með rík­is­skulda­bréf­um, var í besta falli í upp­námi. Morg­un­blaðið greindi þá frá því að for­svars­menn sjóð­anna hefðu ekki fengið að sjá áreið­an­leika­könnun sem gerð hafði verið á rekstri og efna­hag Arion banka.

Það varð svo ljóst á sunnu­dag að líf­eyr­is­sjóð­irnir kæmu ekki að kaup­unum í þess­ari umferð. Þá var skyndi­lega til­kynnt að vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal og Attestor Capi­tal hefðu ásamt fjár­fest­inga­bank­anum Gold­man Sachs keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka á 48,8 millj­arða króna í lok­uðu útboði. Fjár­fest­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut til við­bótar á verði sem hefur ekki verið upp­gef­ið, en er sagt hærra en það sem þeir greiddu í þess­ari lotu.

Ekk­ert vitað hverjir þetta eru

Þótt gefin hafi verið upp nöfn þeirra vog­un­ar­sjóða sem voru að kaupa hlut í íslenskum við­skipta­banka, og nafn fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs, þá liggur ekk­ert fyrir um hverjir það eru sem voru að kaupa Arion banka. Þ.e. hverjir séu end­an­legir eig­endur þess fjár­magns sem verið er að nota.

Fyrir því eru for­dæmi hér­lendis að vog­un­ar­sjóðir megi eiga fjár­mála­fyr­ir­tæki, án þess að til­greint sé hverjir end­an­legir eig­endur þeirra séu. Það var til að mynda leynd yfir eig­endum Straums fjár­fest­inga­banka, sem voru lengi vel faldir á bak við dótt­ur­fé­lag þýska bank­ans Deutsche Bank í Hollandi. Þrátt fyrir það fékk Straumur fjár­fest­inga­banka­leyfi árið 2011. Lands­menn fengu hins vegar ekki að vita hverjir áttu bank­ann.

Í upp­hafi árs 2017 var vog­un­ar­sjóð­ur­inn Burlington Loan Mana­gement, dótt­ur­fé­lag Dav­id­son Kempner, metin hæfur til að fara með 100 pró­sent virkan eign­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ingu.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið 31. jan­úar síð­ast­lið­inn var­aði Jón Þór Sturlu­son, aðstoð­ar­for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, þó við því að of víð­tækar álykt­anir væru dregnar um for­dæm­is­gildi þeirra ákvörð­un­ar. Stutta svarið er að ef þetta væri við­skipta­­banki þá þurfa ekki end­i­­lega sömu við­mið að gilda,“ sagði Jón Þór aðspurður um for­dæm­is­gild­ið. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í febr­úar sagði Fjár­mála­eft­ir­litið þó að erlendir vog­un­ar­sjóðir megi eiga hlut í íslenskum við­skipta­banka svo lengi sem ákveðin skil­yrði séu upp­fyllt.

Og frá og með deg­inum í gær þá eiga þeir stóran hlut í slík­um.

Ekki mjög opið né gagn­sætt

Ef það var eitt þema sem var mjög ríkj­andi í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar þá var það að nú myndi allt verða opið og gegn­sætt. Vinnu­brögð í opin­berri stefnu­mótun og stjórn­sýslu áttu að vera opin og gagn­sæ. Stjórn­ar­hættir áttu að verða gagn­sæ­ir. Áhersla yrði lögð á opið og gagn­sætt sölu­ferli eigna. Og þegar kæmi að fram­tíð banka­kerf­is­ins – ríkið á tvo banka að nán­ast öllu leyti og 13 pró­sent hlut í Arion banka – þá yrði áhersla „lögð á opið og gagn­sætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreif­ingu eign­ar­halds.“

Varð­andi söl­una á Arion banka er þó fátt opið og gagn­sætt. Hlutur Kaup­þings var seldur í lok­uðu ferli sem virð­ist fyrst og síð­asta hafa staðið hlut­höfum félags­ins til boða. Nán­ast engin gögn hafa verið birt opin­ber­lega um þessi risa­stóru kaup. Og það liggur auð­vitað ekk­ert fyrir um hverjir eru end­an­legir eig­endur þeirra aðila sem til­greindir hafa verið sem kaup­end­ur.

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi þann 27. febr­úar að Seðla­banki Íslands hefði kannað hvort ein­hverjir aðrir standi að baki vog­un­ar­sjóð­unum sem hafa nú keypt stóran hlut í Arion banka en til­greint var. „Ég taldi það vera afar mik­il­vægt að vita hvort þetta væru raun­veru­lega þessir aðil­ar, sem allir eru erlend­ir, eða hvort þarna stæðu ein­hverjir íslenskir aðilar að baki. En mér er sagt að svo sé ekki.“

Það er vert að minn­ast á að Seðla­banki Íslands hefur ekki þótt standa sig að öllu leyti sem skildi þegar kemur að því að kanna upp­runa þeirra sem eiga við­skipti við hann.

Starfs­hópur sem vann skýrslu um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um, sem birt var fyrr á þessu ári, velti því meðal ann­ars upp hvort að fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­magn­inu frá aflands­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina.

Auglýsing

Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­lýs­inga um fjár­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­taka í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­bank­ans er ekki til stað­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­bank­ans þegar um grun­­­sam­­­legar fjár­­­­­magnstil­­­færslur er að ræða.“

Þá greindi Kjarn­inn frá því nýverið að í ákæru gegn meintum fjársvik­ara megi sjá hvernig hann nýtti sér fjár­magns­höftin til að hagn­ast. Mað­ur­inn bjó til sýnd­ar­við­skipti til að koma hund­ruð millj­óna út úr höft­unum og kom síðan aftur til baka með pen­ing­anna í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans. Seðla­bank­inn gerði engar athuga­semdir við hátt­erni manns­ins á meðan að á því stóð, þrátt fyrir að hann eigi að gera kröfu um réttar upp­lýs­ingar um upp­runa alls fjár­magns sem kom með þessum hætti inn í íslenskt efna­hags­líf.

Gold­man Sachs ekki tal­inn lík­legur til að kaupa banka

Í til­kynn­ingu sem send var út í gær vegna kaupanna á 29,18 pró­sent hlut í Arion banka var látið hljóma sem svo að Gold­man Sachs, einn þekkt­asti fjár­fest­inga­banki heims, væri sjálfur að kaupa hlut í Arion banka. Við­mæl­endur Kjarn­ans sem starfa á alþjóð­legum fjár­mála­mark­aði segja þetta í besta falli hlægi­lega fram­setn­ingu. Gold­man Sachs sé alls ekki að kaupa hlut í Arion banka. Að minnsta kosti ekki til að vera lang­tíma­fjár­fest­ir. 

Það sem sé að eiga sér stað sé að Gold­man Sachs, í gegnum sér­stakt eign­ar­halds­fé­lag (e. Special Pur­pose Vehicle) sé að „fronta“ kúnna eða kúnna­hóp hjá sér í þessum við­skipt­um. Ef þau yrðu rakin til end­an­legs eig­anda yrði sá ekki Gold­man Sachs. Þessu neitar þó Kaup­þing. Almanna­tengsla­full­trúar félags­ins segja að fyrir liggi yfir­lýs­ing um að Gold­man Sachs sé að kaupa á eigin reikn­ing.

Goldman Sachs er einn stærsti fjárfestingabanki í heimi.Þegar það er skoðað hvað Gold­man Sachs raun­veru­lega gerir þá sést að kaup á íslenskum við­skipta­banka, eða fyr­ir­tækjum yfir höf­uð, er alls ekki eitt af þeim verk­efnum sem bank­inn ein­beitir sér að í starf­semi sinni.

Enda er kaup­and­inn á 2,6 pró­sent hlutnum í Arion banka sem er eyrna­merktur Gold­man Sachs í til­kynn­ingu kaup­enda í eigum félags sem heitir ELQ Inver­stors II Ltd.

Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar vog­un­ar­sjóð­anna sem eru stærstir í kaup­unum á Arion banka um að þeir ætli sér að vera lang­tíma­fjár­festar og að ekki þurfi að setja alla vog­un­ar­sjóði undir sama skamm­tíma­gróða­hatt­inn þá er fátt sem bendir til þess í fyrra atferli, eða í yfir­lýstri stefnu sjóð­anna, um að það eigi við þá. Á heima­síðu Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group, sem hefur nú keypt 6,6 pró­sent hlut í Arion banka, er birt yfir­lit yfir stefnu sjóðs­ins og þau verk­efni sem hann ein­beitir sér að. Erfitt er að sjá að lang­tíma­eign í íslenskum við­skipta­banka falli undir nokkra af þeim stefnum sem hann birtir þar. Och-Ziff er alræmdur sjóð­ur. Í sept­em­ber í fyrra sam­þykkti hann t.d. að greiða um 23 millj­arða króna í sekt vegna þess að dótt­ur­fé­lag hans í Afr­íku, OZ Africa, hafði mútað hátt­settum emb­ætt­is­mönnum í Kongó og Líbýu til að liðka fyrir við­skiptum sjóðs­ins þar.

Kaup­endur eru selj­endur

Kaup­end­urnir eru allt aðilar sem eru ráð­andi innan Kaup­þings, eign­ar­halds­fé­lags­ins sem stofnað var utan um rest­ina af eignum hins fallna banka eftir að samd­ist um slit hans. Þeir eru að kaupa eignir sem þeir áttu áður óbeint. Og það er ástæða fyrir því.

Í fyrsta lagi eru við­mæl­endur Kjarn­ans allir sam­mála um að verðið sem verið sé að greiða fyrir Arion banka sé mjög lágt. Eigið fé bank­ans var 211 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Verðið sem verið er að greiða fyrir hlut­ina núna er 0,79 krónur á hverja krónu af eigin fé. Fram­tíð­ar­kaup á 21,9 pró­sentum til við­bótar mun vænt­an­lega ýta kaup­verð­inu yfir 0,8 krónur á hverja krónu af eigin fé bank­ans, enda má kaup­verðið ekki vera lægra sam­kvæmt ákvæði sem sett var inn þegar samið var um stöð­ug­leika­fram­lög frá kröfu­höfum gömlu bank­anna.

Paul Copley er forstjóri Kaupþings. Hann er einn þeirra sem fær mjög háan bónus ef vel gengur að selja eignir félagsins á sem skemmstum tíma.Sölu­and­virðið verður allt nýtt til að greiða inn á skulda­bréf rík­is­sjóðs sem var hluti af stöð­ug­­leika­fram­lagi Kaup­­þings sem sam­­þykkt var við nauða­­samn­inga félags­­ins. 

Gangi kaupin eftir í takt við þetta plan mun íslenska ríkið ekki geta gengið inn í við­skiptin sam­kvæmt þeim skil­málum sem samið var um. Þ.e. ákvæði sam­komu­lags­ins sem gert var við kröfu­hafa Kaup­þings vegna stöð­ug­leika­fram­laga verður þar með virt. 

Í öðru lagi mun þetta flýta því að Kaup­þing geti greitt meira út til hlut­hafa sinna. Á fyrri hluta árs­ins 2016 var mótuð stefna innan Kaup­þings sem sner­ist um að koma sem mestu af eignum félags­ins í verð sem fyrst. Gangi það eftir fá starfs- og stjórn­ar­menn Kaup­þings mjög háa bónusa. Á fjórða árs­fjórð­ungi í fyrra einum saman var inn­flæði tekna vegna þessa 115,3 millj­arðar króna. Stærsta salan er auð­vitað salan á 87 pró­sent hlutnum í Arion banka. Eða að minnsta kosti hluta hans.

Í þriðja lagi eru þeir að veðja á að krónan muni halda áfram að styrkjast, líkt og hún hefur gert á ofsa hraða á und­an­förnum mán­uð­um. Það mun tryggja þeim geng­is­hagn­að. Vog­un­ar­sjóðir þekkja það að veðja á íslensku krón­una. Það gerðu margir þeirra af miklum moð fyrir hrun og þótt aðferð­irnar séu öðru­vísi nú þá er veð­málið slíkt hið sama.

Verða ráð­andi eig­andi en kom­ast hjá mati FME

Með kaup­unum sem til­kynnt var um í gær verður eng­inn þeirra fjög­urra sem keyptu hlut virkur eig­andi í Arion banka. Til þess þarf, sam­kvæmt lög­um, að eiga yfir tíu pró­sent hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki. Bæði Taconic og Attestor keyptu 9,99 pró­sent, sem er 0,01 pró­senti undir þeim mörk­um.

Sam­an­dregið þurfa þeir því ekki að und­ir­gang­ast mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á hæfi virks eig­anda. Slíkt mat grund­vall­ast á ýmsum þáttum em skil­greindir eru í lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra atriða sem til­greind eru í lög­unum og þurfa að vera í lagi eru orð­spor aðil­ans, reynsla hans, fjár­hags­legt heil­brigði, hvort ætla megi að eign­ar­haldið tor­veldi eft­ir­lit og hvort ætla megi að það leiði til pen­inga­þvættis eða fjár­mögn­unar hryðju­verka. Auk þess kemur til sér­stakrar skoð­unar hvort vafi leiki á því hver sé raun­veru­legur eig­andi virks eign­ar­hlut­ar.

Nýti þessir aðilar við­bót­ar­kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut í Arion banka verða þeir saman meiri­hluta­eig­endur í Arion banka með 51,08 pró­sent eign­ar­hlut. Þeir munu því vera með yfir­ráð yfir Arion banka, kjósi þeir svo. Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja til starf­semi sjóð­anna segja það öruggt að þessir aðilar séu að vinna saman að öllu leyti. Þ.e. ekki sé hægt að líta á hvern og einn þeirra sem sjálf­stæða fjár­festa heldur verði að horfa á þá sem eina heild. Auk þess hafi ekki verið kannað með neinum hætti hvort þeir fjár­munir sem standi á bak við fjár­fest­ingar aðil­anna á Íslandi séu að ein­hverju eða öllu leyti komnir frá sömu ein­stak­ling­unum eða fyr­ir­tækj­un­um.

Við­skipta­banki troð­fullur af íslenskum inn­stæðum

En hvaða máli skiptir það hverjir eiga íslenska við­skipta­banka? Það skiptir meðal ann­ars máli vegna þess að allir íslensku við­skipta­bank­arnir voru end­ur­reistir með handafli rík­is­ins til að halda á inn­stæð­um, sem það tryggði í banka­hrun­inu. Íslenska ríkið hefur sýnt það í verki að það tryggir inn­stæður og tryggir greiðslu­miðlun ef illa fer. Og því er nokk­urs konar rík­is­á­byrgð á starf­sem­inni til stað­ar. Áhrif þess að láta íslenska við­skipta­banka fara á haus­inn eru talin of mik­il. Þeir eru of stórir til að falla. Enn þann dag í dag, átta og hálfu ári eftir hrun­ið, eru íslensku bank­arnir að mestu fjár­magn­aðir með inn­stæåðum íslenskra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Arion banki er með lægsta hlut­fall inn­stæðna af heild­ar­fjár­mögnun sinni. Samt heldur bank­inn á 412 millj­örðum króna af inn­stæðum frá við­skipta­vinum sín­um. Það er helm­ingur af skuldum hans. Auk þess er Seðla­banki Íslands þrauta­vara­lán­veit­andi íslensku bank­anna – þótt hann hafi ekki alltaf getað staðið undir því hlut­verki – og sá aðili sem sér til þess að þeir fái þá fyr­ir­greiðslu sem þeir þurfa lendi þeir í vand­ræð­um.

Í síðustu einkavæðingu á íslenska bankakerfinu keypti Hauck&Aufhauser hlut í Búnaðarbankanum. Í dag er talið að bankinn hafi verið leppur fyrir innlenda aðila. Rannsókn á því er nánast lokið og niðurstöður verða birtar í lok mánaðar. En mestu skiptir að íslenska fjár­mála­kerfið – sem hefur sögu­lega sýnt getu sína til að valda ótrú­legum sam­fé­lags­legum skaða hér­lendis í verki – sé í eigu aðila sem hafa hags­muni íslensks sam­fé­lags að leið­ar­ljósi í starf­semi sinni. Síð­ast þegar bankar voru einka­væddir var það meðal ann­ars gert með aðkomu þýska einka­bank­ans Hauck &Auf­häuser. Nú stendur yfir rann­sókn sem, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, snýst meðal ann­ars um hvort Kaup­þing, sem var sam­ein­aður Bún­­að­­ar­­bank­­anum skömmu eftir að söl­una á bank­an­um, hafi fjár­­­magnað Hauck &Auf­häuser, sem seldi sig fljót­lega aftur út.

Í það skiptið voru full­yrð­ingar þeirra sem komu að við­skiptum hins erlenda aðila um að hann væri í alvöru áhuga­samur um að kaupa í íslenskum við­skipta­banka látnar nægja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort sömu skýr­ingar verði keyptar nú þegar erlendir vog­un­ar­sjóðir segj­ast hafa áhuga á lang­tíma­eign­ar­haldi á Arion banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None