ESB kynnir áætlanir fyrir Brexit-viðræður

ESB tekur stöðu með Evrópuríkjum í áætlunum fyrir Brexit-viðræður. Bretar verða að ganga úr ESB áður en hægt er að ræða framtíðina, að mati Donalds Tusk.

Aðildarríki Evrópusambandsins eru nú 28 en verða 27 um leið og skilnaður Bretlands og ESB tekur gildi.
Aðildarríki Evrópusambandsins eru nú 28 en verða 27 um leið og skilnaður Bretlands og ESB tekur gildi.
Auglýsing

Don­ald Tusk, for­seti Evr­ópu­ráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, kynnti drög að áætl­unum Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) í aðdrag­anda við­ræðn­anna við Bret­land í Kýpur í gær­morg­un. Aðild­ar­ríkin 27 hafa fengið drögin send til umsagn­ar.

Drögin verða rædd og end­ur­skoðuð á ráð­stefnu for­sæt­is­ráð­herra aðild­ar­ríkj­anna í lok apr­íl. Úr þeirri vinnu eiga fyr­ir­ætl­anir Evr­ópu­sam­bands­ins að vera sam­þykktar áður en við­ræður hefj­ast við Breta um útgöngu þeirra úr ESB sem verður í síð­asta lagi í mars 2019, hvort sem samn­ingar hafa tek­ist eður ei.

Í drög­unum má hins vegar finna margar vís­bend­ingar um afstöðu ESB til hinna ýmsu mála sem orðið hafa til í kjöl­far þess að Bretar ákváðu að yfir­gefa sam­bandið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu síð­asta sum­ar.

Auglýsing

Svo gæti farið að með lög­skiln­aði Bret­lands og ESB muni Spánn fá Gíbraltar aftur úr hendi Breta. Í áætl­un­ar­drög­unum má finna klausu um að ESB ætli nú að styðja kröfu Spán­verja um að hafa sitt að segja í mál­efnum Gíbralt­ar.

Í frétt The Guar­dian segir að með þessu sé Evr­ópu­sam­bandið í raun að gefa Spán­verjum neit­un­ar­vald í öllum við­ræðum Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins. Í reynd lítur Evr­ópu­sam­bandið þannig á málið að með því að yfir­gefa ESB þá þurfi Bretar að semja upp á nýtt um land­svæðið sem til­heyrir Gíbralt­ar, og þá beint við Spán.

Þetta mun að öllum lík­indum reita bresk stjórn­völd til reiði, enda hafa Bretar hafnað öllum kröfum Spán­verja um að Gíbraltar verði aftur innan spænskra landamæra. Bretar tóku Gíbraltar yfir árið 1713 og íbúar þar hafa haft breskt rík­is­fang síð­an.

Skotar vilja kjósa um sjálf­stæði

Heima í Bret­landi berj­ast Bresk stjórn­völd við annað risa­mál því nú hafa Skotar óskað eftir því form­lega að haldin verði önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands. 59 þing­menn af 69 á skoska þing­inu kusu með þeirri til­lögu að óskað yrði eftir atkvæða­greiðsl­unni.

Í skoð­ana­könn­unum er ekki hægt að greina á hvorn veg slík þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla mundi fara, en í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um Brexit kusu Skotar heldur að vera áfram í ESB. 62 pró­sent skosku þjóð­ar­innar kaus gegn útgöngu. Það er því hugs­an­legt að breska sam­bands­ríkið lið­ist í sundur með útgöngu Breta.

Risa­á­kvarð­anir fram undan

Síðan Bret­land hóf form­lega þátt­töku í Evr­ópu­sam­vinn­unni árið 1973 hefur gríð­ar­lega margt breyst í breskri stjórn­sýslu. Ýmis verk­efni sem áður voru á könnu emb­ætt­is­manna í London hafa færst til Brus­sel og enn fleiri verk­efni sem urðu til á síð­ustu ára­tugum hefur ávalt verið stjórnað frá Brus­sel eða Frank­furt.

Það mun því verða risa­vaxið verk­efni fyrir bresk stjórn­völd að færa þessi verk­efni aftur til London og koma þeim fyrir í bresku stjórn­kerfi.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir útgöngu Bretlands úr ESB í vikunni. Tvö ár mega líða áður en Bretland verður formlega utan sambandsins.

Átök eru þegar hafin um þetta mál í sölum breska þings­ins. Laga­frum­varpið sem Brex­it-ráð­herr­ann David Davis hefur lagt fram hefur fengið nafnið „the Great Repeal Bill“, sem hægt er að kalla „Stóru afnámslög­in“ á íslensku. Stjórn­mála­skýrendur á Bret­landseyjum telja afnámslögin vera eina stærstu aðgerð stjórn­valda þegar kemur að útgöngu Breta.

Í frum­varpi stóru afnámslag­anna er breskum stjórn­völdum gert kleift að ýta á bil­inu 800 til 1.000 mis­mun­andi lögum í gegnum þingið án þess að þau fái þing­lega með­ferð. Stjórn­ar­and­stæð­ingar og stjórn­mála­skýrendur hafa bent á spill­ing­ar­hætt­una sem fylgir þessu, og tæki­fær­unum sem bresk stjórn­völd fá til þess að auka völd sín gagn­vart þing­inu.

Áætlun Evrópu í viðræðunum við Breta

Hér eru helstu atriði áætl­unar ESB fyrir við­ræð­urnar við Breta. Áætl­unin hefur verið send öllum aðild­ar­ríkjum ESB og verður rædd á ráð­stefnu for­sæt­is­ráð­herra aðild­ar­ríkj­anna 27 sem eftir standa í lok apr­íl.

Útganga fyrst, fram­tíð síðar

Í bréfi sínu til Don­alds Tusk seg­ist Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, vona að hægt verði að ræða fram­tíð­ar­samn­inga með fram því að gengið verði frá skiln­að­ar­papp­ír­unum á næstu tveimur árum. Í drögum ESB segir að slíkt standi ekki til boða. Fyrst verði Bret­land að hafa náð „full­nægj­andi fram­gang­i“.

Við­skipta­samn­ingar til fram­tíðar eftir útgöngu

Samn­ingar um fram­tíð sam­bands ESB og Bret­lands verður aðeins hægt að klára eftir að Bret­land hefur yfir­gefið sam­band­ið, eða er orðið að „þriðja landi“ eins og það er orð­að.

Við það bæt­ist að ESB lítur svo á að á meðan útgöngu stendur og strax í upp­hafi end­ur­mót­aðs sam­bands verði evr­ópskt reglu­verk að gilda. Það er and­stætt hug­myndum Brex­it-­leið­toga sem vilja, til dæm­is, að Bret­land verði utan lög­sögu Evr­ópu­dóm­stóls­ins frá og með útgöngu.

Evr­ópu­sam­bandið leggur áherslu á að

  • Tryggja rétt­indi evr­ópskra rík­is­borg­ara í Bret­landi og breskra rík­is­borg­ara á meg­in­land­inu sem verða fyrir áhrifum af útgöngu Breta.
  • Koma í veg fyrir laga­legt tóma­rúm fyrir fyr­ir­tæki þegar Evr­ópusátt­málar falla úr gildi.
  • Sam­staða um fjár­fram­lög vegna Brexit – Ganga úr skugga um að Bretar átti sig á skuld­bind­ingum sín­um.
  • Standa vörð um frið­ar­við­ræður í Norð­ur­-Ír­landi.

Áherslur í samn­ingum til fram­tíðar

  • Standa vörð um fjórar stoðir Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar. „Ríki sem ekki er aðili að ESB getur ekki haft sömu rétt­indi og notið sama ávinn­ings og aðild­ar­rík­in.“
  • Þátt­taka í sam­eig­in­legum mark­aði verður byggð upp „frá svæði til svæð­is“.
  • Tryggja jafna og sann­gjarna sam­keppni á mark­aði milli Evr­ópu og Bret­lands.
  • Evr­ópa stendur með Spáni í öllum deilum sem tengj­ast Gíbralt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None