Fimm atriði í aðdraganda forsetakosninga í Frakklandi

Frakkar velja sér nýjan forseta í kosningum 23. apríl og 7. maí. Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga þegar fylgst er með kosningunum.

Frakkar kjósa sér nýjan forseta í ár. Kosningarnar eru merkilegar fyrir margar sakir, löngu áður en búið er að telja upp úr kjörkössunum.
Frakkar kjósa sér nýjan forseta í ár. Kosningarnar eru merkilegar fyrir margar sakir, löngu áður en búið er að telja upp úr kjörkössunum.
Auglýsing

Frakkar ganga að kjör­borð­inu á sunnu­dag­inn og greiða atkvæði í fyrstu umferð for­seta­kosn­ing­anna þar í landi. Aldrei hefur verið svo mjótt á munum milli efstu fram­bjóð­enda; mun­ur­inn milli fjög­urra vin­sæl­ustu fram­bjóð­anda hefur jafn­vel verið innan vik­marka.

Umræðan í Frakk­landi hefur jafn­framt sjaldan verið eins skaut­uð. Á það hefur verið bent að þessar kosn­ing­ar, sem áttu fyrst og fremst að fjalla um fram­tíð­ina og stefnu Frakk­lands, hafa svipt hul­unni af djúp­stæðum göllum í frönsku sam­fé­lagi.

Kosn­ing­arnar eru taldar vera afar mik­il­vægar fyrir fram­tíð Frakk­lands enda fjalla þær um grund­vall­ar­hug­myndir sem snerta hinn almenna sam­fé­lags­sátt­mála og alþjóða­sam­starf.

Franska kosn­inga­kerfið er tölu­vert frá­brugðið því íslenska og stjórn­skipan lands­ins ekki eins og við eigum að venj­ast hér, á Norð­ur­lönd­un­um, í Bret­landi eða Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Íslands efnir til opins fundar á morg­un, föstu­dag­inn 21. apr­íl, í Lög­bergi klukkan 12. Þar munu Phillipe O'Quin, sendi­herra Frakk­lands á Íslandi, og Gér­ard Lemarquis, fyrr­ver­andi blaða­maður og kenn­ari, ræða um kosn­ing­arnar með við­stödd­um.

Hér eru fimm hlutir sem gott er að hafa í huga þegar við lesum fréttir af frönsku kosn­ing­un­um.

Frambjóðendur í sjónvarpssal í aðdraganda kappræða.

Tvær umferðir í kosn­ingum

Þeir sem hafa kynnt sér hug­mynd­irnar sem hafa komið fram í kringum umræðu um nýja stjórn­ar­skrá á Íslandi ættu að kann­ast við ein­hverjar þær hug­myndir sem stuðst er við í Frakk­landi. Ein þeirra hug­mynda var að for­seti Íslands yrði kjör­inn í tveimur umferðum eins og í Frakk­landi.

Í for­seta­kosn­ing­unum í Frakk­landi er for­seti kos­inn til fimm ára í tveimur umferð­um. Ef einn fram­bjóð­andi nær ekki meiri­hluta atkvæða í fyrri umferð­inni þá ræður fyrri umferðin því hvaða tveir fram­bjóð­endur eru vin­sæl­astir og fá að vera í kjöri í seinni umferð for­seta­vals­ins. Þetta er gert til þess að kjör­inn for­seti sé val­inn af meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar.

Gall­inn við að kjósa for­seta í tveimur umferðum getur verið að fram­bjóð­endur reyna að höfða til breið­ari hóps til þess að kjós­endur ann­arra fram­bjóð­enda úti­loki þá ekki í seinni umferð­inni. Svo í stað þess að stíga fram fyrir skjöldu með sín stefnu­mál og áhersl­ur, gætu fram­bjóð­endur reynt að hlífa sér þar til á hólm­inn er kom­ið.

Fyrri umferð kosn­ing­anna fer fram 23. apríl og seinni umferðin fer fram 7. maí.

For­seta­þing­ræði

Þegar fjallað er um mis­mun­andi form stjórn­skip­unar lýð­ræð­is­ríkja er yfir­leitt fjallað um þrjú meg­in­form. Það eru for­setaræði, þing­ræði og for­seta­þing­ræði. Í Frakk­landi ríkir nefni­lega for­seta­þing­ræði sem er eins­konar blanda af hinu tvennu, þing­ræði og for­setaræði.

Hér á Íslandi ríkir þing­ræði því rík­is­stjórnin situr í umboði þings­ins og þingið hefur úrslita­vald. Í þing­ræð­inu er skilin milli fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds­ins nokkuð óskýr og þjóð­höfð­ing­inn (for­set­inn) er nærri valda­laus og gegnir aðal­lega tákn­rænu hlut­verki.

Í for­setaræð­inu er þrí­skipt­ing rík­is­valds­ins yfir­leitt nokkuð skýr og for­ysta rík­is­ins er í höndum for­seta sem er jafn­framt þjóð­höfð­ingi. For­set­inn skipar rík­is­stjórn og fer með fram­kvæmda­vald. Banda­ríkin eru nær­tæk­asta dæmið um for­setaræði.

For­seta­þing­ræðið er svo blanda af ofan­greindum stjórn­skip­un­ar­form­um. Í Frakk­landi er þing­ræði við lýði en fram­kvæmda­valdið er tví­skipt milli kjör­ins for­seta og rík­is­stjórnar sem situr í umboði þings­ins. For­set­inn er jafn­framt valda­meiri en þekk­ist í þing­ræð­is­ríkjum en hefur minni völd en for­seti í þing­ræði.

Fimm fram­bjóð­endur

Francois Hollande, forseti Frakklands.Fimm full­trúar fimm stjórn­mála­flokka sem sækj­ast eftir for­seta­emb­ætt­inu hafa ítrekað mælst best í skoð­ana­könn­un­um. Jafn­vel þó það hafi staðið honum til boða þá ákvað Francois Hollande, sitj­andi for­seti, að sækj­ast ekki eftir end­ur­kjöri. Þetta er í fyrsta sinn í hinu svo­kall­aða fimmta lýð­veldi (sem stofnað var árið 1958) að sitj­andi for­seti sæk­ist ekki eftir end­ur­kjöri. Hollande ákvað þetta í byrjun des­em­ber þegar hann hafði ítrekað mælst vera óvin­sæl­asti for­seti í manna minn­um.

Þeir fimm full­trúar sem mæl­ast best í könn­unum eru eft­ir­far­andi

Emmanuel Macron er nú sá frambjóðandi sem er vinsælastur í skoðanakönnunum.Ell­efu fram­bjóð­endur eru í kjöri. Auk þess­ara fimm eru Nicolas Dupont-Aign­an, Nathalie Art­h­aud, Phillipe Pou­tou, Jacques Chem­ina­de, Jean Lassalle og François Assen­lineau í kjöri.

Emanuel Macron og Mar­ine Le Pen hafa und­an­farnar vikur mælst með mest fylgi fram­bjóð­and­anna og eru lík­leg­ust til þess að verða í kjöri í seinni umferð kosn­ing­anna. Það hefur hins vegar dregið saman með þeim og Francois Fillon og Jean-Luc Mélenchon síð­ustu daga, ef marka má skoð­ana­kann­an­ir.

Full­trúar valda­flokka ekki á toppnum

Það er óvana­legt þegar svo stutt er til kosn­inga í Frakk­landi að í það minnsta annar full­trúi hinna hefð­bundnu valda­flokka í Frakk­landi skuli ekki vera meðal tveggja vin­sæl­ustu fram­bjóð­enda. Hvorki Fillon, full­trúi Íhalds­flokks­ins, né Hamon, full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, hafa mælst í efstu sæt­unum á síðan í febr­ú­ar.

Það má kannski benda á það hér að jafn­vel þó Hamon sé tal­inn upp hér að ofan með þeim fimm sem best mæl­ast í könn­unum þá á hann varla séns á að kom­ast í næstu umferð. Fylgi við þennan sam­flokks­mann sitj­andi for­seta er nú um sjö pró­sent.

Frétta­skýrendur telja að inn­an­flokksá­tök og próf­kjör hafi veikt stöðu þess­ara fram­bjóð­enda. Hamon var val­inn í próf­kjöri af flokki sínum í stað þess að sós­í­alistar myndu tefla fram sitj­andi (og óvin­sæl­um) for­seta en Fillon þurfti að etja kappi við gamlan sjálf­hverfan draug Nicolas Sar­kozy að nafni. Draugnum var hins vegar hafnað með afger­andi hætti, en þá hafði hann náð að sá ill­gresi innan flokks­ins sem smit­aði svo út frá sér.

Skandalar Fillon hafa svo ekki bætt úr skák en hann sjálfur hefur sagt þetta vera til­raun póli­tískra and­stæð­inga til þess að koma höggi á sig.

Framhjáhaldsskandall skók framboð Francois Fillon í upphafi árs. Fylgi við hann hefur aukist á síðustu vikum og nú mælist hann þriðji vinsælasti frambjóðandinn.

Þjóð­ern­is­sinn­aður íhalds­vængur fær byr

Þjóð­fylk­ingin hefur gengið í end­ur­nýjun líf­daga síðan Mar­ine Le Pen tók við af föður sínum Jean-Marie árið 2011. Orð­ræðan hefur breyst þannig að hún höfðar betur til almenn­ings í Frakk­landi þó inni­hald stefn­unnar sé það sama.

Mikið hefur verið fjallað um upp­gang Þjóð­fylk­ing­ar­innar í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna undir for­ystu Mar­ine Le Pen. Hún hefur verið nefnd sem þriðji full­trúi hinnar þjóð­ern­issinn­uðu popúlista­bylgju á Vest­ur­löndum sem þegar hefur rekið á strandir Banda­ríkj­anna og Bret­lands.

Mar­ine Le Pen hefur heitið því að boða til atkvæða­greiðslu um áfram­hald­andi þátt­töku Frakk­lands í Evr­ópu­sam­band­inu og knýja þannig á um „Frex­it“ í anda hins breska „Brex­it“.

Hún hefur einnig viðrað skoð­anir sínar á útlend­ingum og vill loka landa­mærum Frakk­lands fyrir flótta­mönn­um; þá sér­stak­lega þeim sem aðhyll­ast Islam.

Marine Le Pen hefur mælst með mest eða næst mest fylgi í öllum skoðnakönnunum síðan í febrúar. Mjög líklegt er að hún komist áfram í seinni umferð kosninganna. Hér er hún í heimsókn í svínastíu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None