Mynd: Birgir Þór ríkisstjórnin
Mynd: Birgir Þór

Sprungur í ástlausu hjónabandi ríkisstjórnarflokka

Varla líður sú vika án þess að komi upp ágreiningur milli stjórnarflokkanna og hluti þingmanna Sjálfstæðismanna eru skæðari í andstöðu en stjórnarandstöðuflokkarnir. Ekki er meirihluti á bakvið fjármálaáætlun. Mun ríkisstjórnin sem nánast engin vildi mynda lifa út árið?

Í lið­inni viku voru liðnir 100 dagar frá því að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar tók við völd­um. Fyrir liggur að hún var ekki draumarík­is­stjórn neins þeirra sem að henni standa, og lík­lega heldur ekki flestra kjós­enda. Það sýna kann­an­ir. Sam­kvæmt MMR eru 34,5 pró­sent lands­manna ánægðir með rík­is­stjórn­ina. Það eru færri en voru ánægðir með síð­ustu rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks dag­inn fyrir kosn­ing­arnar haustið 2016, sem hrökkl­að­ist frá völdum áður en kjör­tíma­bilið klárað­ist vegna hneyksl­is­mála. Raunar hefur rík­is­stjórn aldrei byrjað feril sinn með jafn lít­inn mældan stuðn­ing og sú sem núna sit­ur. Reglan á und­an­förnum árum er sú að rúmur meiri­hluti styðji rík­is­stjórn í byrj­un, en svo dali stuðn­ing­ur­inn þegar á líður kjör­tíma­bil­ið. En þessi rík­is­stjórn er und­an­tekn­ing­in.

Ljóst var frá byrjun að í rík­is­stjórn­inni var leitt saman fólk með mjög mis­mun­andi nálgun og áherslur í stjórn­mál­um. Og efa­semdir eða and­staða stjórn­ar­þing­manna – aðal­lega úr Sjálf­stæð­is­flokknum – um aðgerðir og orð hinna ýmsu ráð­herra hafa nán­ast verið viku­legur við­burð­ur. Nú er svo komið að nokkur fjöldi stjórn­ar­þing­manna ætlar ekki styðja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar óbreytta, nokk­urs konar leið­ar­vísi um það sem hún ætlar sér að gera næstu fimm árin. Þar sem rík­is­stjórnin er ein­ungis með eins manns meiri­hluta – og mun ekki geta treyst á stjórn­ar­and­stöð­una til að hleypa mál­inu í gegn – liggur fyrir að upp er komin störu­keppni. Og ómögu­legt er að spá fyrir hver, ef ein­hver, muni gefa eft­ir.

Styðja ekki fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar

Það sem stingur umrædda stjórn­ar­þing­menn mest í fjár­mála­á­ætlun Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ustu. Þegar hafa tveir þing­menn Sjál­stæð­is­flokks­ins, Val­gerður Gunn­ars­dóttir og Njáll Trausti Frið­berts­son, sagt að þeir muni ekki sam­þykkja fjár­mála­á­ætl­un­ina óbreytta vegna þessa. Þau eiga bæði hags­muna að gæta í ferða­þjón­ustu. Njáll Trausti á hlut í ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og synir Val­gerðar reka slíkt.

Auk þeirra hafa bæði Óli Björn Kára­son, Har­aldur Bene­dikts­son og Páll Magn­ús­son lýst yfir efa­semdum um hækk­un­ina. Því styðja fjórir af sex nefnd­ar­for­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks ekki fjár­mála­á­ætl­un­ina að óbreyttu. Bene­dikt ætlar hins vegar ekki að kvika frá ákvörð­un­inni um að afnema und­an­þágur og færa ferða­þjón­ust­una upp í hærra virð­is­aukakatts­þrep, sem verður 22,5 pró­sent á næsta ári. Áætl­unin sé enda þegar sam­þykkt af rík­is­stjórn.

Undir eru miklir hags­munir og áhrifa­miklir aðilar innan ferða­þjón­ust­unnar hafa sagt að breyt­ingin muni kosta grein­ina í heild um 20 millj­arða króna á ári. Rökin fyrir áfram­hald­andi skatta­legri sér­með­ferð eru gam­al­kunn, og orð­ræðan er að mörgu leyti sú sama sem önnur áhrifa­mikil efna­hags­stoð – sjáv­ar­út­veg­ur­inn – notar ítrekað þegar hún fer fram á sér­tækar lausnir og íviln­an­ir. Þ.e. að eðli grein­ar­innar sé sér­stakt, þegar sé verið að takast á við sterkara gengi og launa­hækk­anir og að breyt­ing­arnar myndu bitna mest á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Í ferða­þjón­ustu, líkt og sjáv­ar­út­vegi, eru það hins vegar nokkur mjög stór fyr­ir­tæki sem skila lang­mestum rekstr­ar­hagn­aði. Þessi rök, og varð­staða um ofan­greinda hags­muni, skilar sér að venju inn á hið póli­tíska svið.

Sú staða hefur áður komið upp að lyk­il­fólk í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi styðja ekki fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar. Það gerð­ist í ágúst 2016 þegar Eygló Harð­ar­dótt­ir, þáver­andi félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, sat hjá við atkvæða­greiðslu um hana þar sem hún vildi meira fjár­magn í þá mála­flokka sem hún stýrði. Brynjar Níels­son sagði við það til­efni á Face­book:

Óli Björn Kára­son sagði á sama vett­vangi:

Vand­ræðin byrj­uðu áður en stjórnin var mynduð

Þótt sam­stöðu­leysið um fjár­mála­á­ætl­un­ina sé það alvar­leg­asta sem stjórn­ar­sam­starfið unga hefur staðið frammi fyrir fer því fjarri að það sé eina ágrein­ings­málið sem komið hefur upp á stuttum líf­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fyrsta vand­ræða­málið kom raunar upp áður en rík­is­stjórnin var full­mynd­uð, og sner­ist um birt­ingu á skýrslu um aflandseignir Íslend­inga, sem hafði verið til­búin í þrjá mán­uði en Bjarni Bene­dikts­son valdi að opin­bera ekki fyrr en nokkrum dögum áður en rík­is­stjórnin var mynd­uð. Málið olli raunar svo miklum titr­ingi að það var helsta ástæða þess að rúmur fjórð­ungur stjórnar Bjartrar fram­tíðar greiddi atkvæði á móti stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og að þing­flokkur Við­reisnar brá á það ráð, dag­inn áður en að rík­is­stjórnin var form­lega mynd­uð, að fá Bjarna Bene­dikts­son á síma­fund til að útskýra mál sitt. Slíkt er for­dæma­laust.

Næsta deilu­mál sner­ist um rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ina sjálfa. Áður­nefndur Njáll Trausti sagði skömmu eftir myndun hennar að hún hefði ekki verið sinn fyrsti kostur og hefði yfir sér svip höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Páll Magn­ús­son studdi síðan ekki ráð­herra­skipan Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar sem hann varð ekki sjálfur ráð­herra.

Rík­is­stjórnin var varla svo varla búin að fá lyklana af ráðu­neytum sínum þegar Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, kom fram í fjöl­miðlum og sagð­ist ekki úti­loka inn­grip í skipu­lags­vald Reykja­vík­ur­borgar til að tryggja veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni. Það er þvert á stefnu bæði Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar í mál­inu. Til að bæta gráu ofan á svart eru tíu þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks á meðal flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar og hvort hann eigi að vera áfram í Vatns­mýr­inni.

Næsta stóra áskorun var þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, stóð frammi fyrir kröfum um að íslenska ríkið myndi taka þátt í að greiða laun sjó­manna til að að leysa launa­deilu þeirra og útgerð­ar­inn­ar. Tölu­verður þrýst­ingur skap­að­ist á hana frá útgerð­ar­mönnum og stjórn­mála­mönnum í þeim kjör­dæmum þar sem hags­munir útgerð­ar­fyr­ir­tækja skipta miklu, um að fæð­is­pen­ingar sjó­manna yrðu skatt­frjáls­ir.

Næstu vik­urnar kom fram hvert deilu­málið á fætur öðru. M.a. ósætti um áfeng­is­frum­varpið og  vegna end­ur­skip­unar á nefnd um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga.

Jafn­launa­vottun stendur fast í hluta Sjálf­stæð­is­manna

Eitt þeirra mála sem Við­reisn lagði mikla áherslu á að myndi rata inn í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar var lög­fest­ing jafn­launa­vott­unar. Málið var eitt af flagg­skips­málum flokks­ins í kosn­inga­bar­áttu hans og í ljósi eft­ir­gjafar í öllum helstu stefnu­málum Við­reisnar þegar stjórn­ar­sátt­mál­inn var gerður var það flokknum afar mik­il­vægt að koma jafn­launa­vott­un­inni að. Sem varð svo raun­in. Þar stend­ur: „Í því skyni að sporna við launa­mis­rétti af völdum kyn­ferðis verði áskilið að fyr­ir­tæki með 25 starfs­menn eða fleiri taki upp árlega jafn­launa­vott­un.“ Til að und­ir­strika þessa áherslu­breyt­ingu var starfstitli ann­ars vel­ferð­ar­ráð­herr­ans meðal ann­ars breytt í félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra.

Þor­steinn Víglunds­son lagði fram frum­varp um jafn­launa­vottun í byrjun apr­íl. Hluti þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna styður ekki frum­varp­ið. Þeirra á meðal eru Óli Björn Kára­son og Brynjar Niels­son. Auk þess hefur Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sagt að kyn­bund­inn launa­munur hér­lendis sé of lít­ill til að hægt sé að full­yrða að að kyn­bundið mis­rétti eigi sér stað. Karlar afli almennt meiri tekna en þeir vinni meira. Á sama tíma fái konur fleiri „dýr­mætar stundir með börnum sín­um.“

Ágrein­ings­efnin hafa haldið áfram að hrann­ast upp síð­ast­liðnar vik­ur. Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, vara­for­maður Við­reisnar og for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, fór til að mynda í við­tal við Was­hington Post fyrir skemmstu og sagði að EES-­samn­ing­ur­inn og aðild Íslands að EFTA dygði ekki lengur til að tryggja hags­muni Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagð­ist á Alþingi ekki vera sam­mála þeirri full­yrð­ingu.

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fór skömmu síðar í við­tal við Fin­ancial Times þar sem haft var eftir honum að ófor­svar­an­legt væri fyrir Ísland að halda sínum eigin fljót­andi gjald­miðli. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra brást við þessum ummælum með því að fara í við­tal hjá Bloomberg og segja að það stæði ekki til að festa gengi krón­unnar við annan gjald­mið­il. Tveir valda­mestu menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, frænd­urnir Bjarni og Bene­dikt, voru farnir að takast á um pen­inga­mála­stefnu lands­ins í stærstu við­skipta- og efna­hags­mála­fjöl­miðlum heims.

Hart er sótt að Bjatri framtíð. Töluverð óánægja er með stjórnarsamstarfið innan flokksins og kjósendur hans eru margir hverjir lítið hrifnir af því.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þá eru ótalin sú vand­ræði sem kaup vog­un­ar­sjóða og Gold­man Sachs á stórum hlut í Arion banka eru að valda. Ljóst er að mik­ill meiri­hluti er fyrir því innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins að bank­inn verði seld­ur, og ekki sömu fyr­ir­varar gerðir þar gagn­vart þeim og víða ann­ars stað­ar. Þegar til­kynnt var um kaupin í mars sagði Bjarni að „við­­skiptin sem slík eru mikið styrk­­leika­­merki fyrir íslenskt efna­hags­líf “ og að það væri „ljóst að íslenska krónan hefur ekki reynst fyr­ir­­staða í þessum við­­skipt­u­m.“ Bene­dikt sagði: „Sjóð­irnir eru að veðja með bank­­anum og Íslandi. Það er öfugt veð­­mál en fyrir hrun þegar veðjað var gegn Íslandi. Það er hægt að horfa á það jákvætt.“ Bene­dikt hefur síðan bakkað umtals­vert úr  þeirri gleði og beitt sér umtals­vert gagn­vart því að fá upp­lýs­ingar um hverjir séu end­an­legir eig­endur hins keypta hlut­ar. Íslenskt sam­fé­lag eigi ein­fald­lega heimt­ingu á því. Innan Bjartrar fram­tíðar eru síðan miklar efa­semdir um mál­ið. Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíðar og annar vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, hefur til að mynda sagt það „al­gjör­lega óvið­un­andi“ í hennar huga hvernig staðið er að sölu á hlutnum í Arion banka.

Á síð­ustu dögum hafa svo bæst við fyr­ir­sjá­an­legar erjur um hvort Ótt­arr Proppé heil­brigð­is­ráð­herra eigi að grípa inn í þá þróun að einka­rekst­ur, með aðgengi að opin­beru fé, sé sífellt að aukast í heil­brigð­is­kerf­inu og um ákvörðun Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur um að skipta þverpóli­tíska nefnd sem á að finna fyr­ir­komu­lag til gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. Þor­gerður Katrín hafði áður sagt, þegar sjó­manna­verk­falls­deilan stóð sem hæst, að ekki kæmi til greina að lækka veiði­gjöld. Frekar yrðu þau hækk­uð. Morg­un­ljóst er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem hefur sýnt það í verki að vera fylgj­andi frek­ari einka­rekstri í heil­brigð­is­þjón­ustu og lægri álögum á sjáv­ar­út­veg, mun fylgj­ast náið með þessum tveimur málum sem heyra undir ráðu­neyti sam­starfs­flokka hans.

Ekki óvanir því að þurfa að kyngja erf­iðum málum

Það má auð­vitað segja að Sjálf­stæð­is­menn, sem hafa stýrt íslenskri þjóð í þrjú af hverjum fjórum árum frá því að landið fékk sjálf­stæði, séu vanir ást­lausum hjóna­bönd­um. Á síð­asta kjör­tíma­bili þurftu þeir, flokkur minnk­andi rík­is­rekst­urs, mark­aðar og skatta­lækk­ana, til dæmis að kyngja því að greiða 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot sem þróun hús­næð­is­verðs hafði þegar leið­rétt. Þorri upp­hæð­ar­innar fór til tekju­hárra og þeirra sem áttu miklar eign­ir, ekki til hópa sem þurftu raun­veru­lega hjálp til að kom­ast inn á hús­næð­is­markað eða lifa af á hon­um. Flokk­ur­inn þurfti að kyngja allskyns kjör­dæma­poti á borð við flutn­ing Fiski­stofu, samn­ings­gerðar við Háholt og geð­þótta­út­deil­ingu á 200 millj­ónum króna af skúffufé þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem helm­ing­ur­inn fór í hans eigið kjör­dæmi. En þegar kom að meg­in­á­herslum og stóru mál­unum voru flokk­arnir þó ávallt sam­stíga í vörn sinni fyrir kerf­in. Þeir stóðu fastir fyrir gegn breyt­ingum á þeim.

Leiðréttingin verður seint talið vera í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins um réttlætanleg ríkisútgjöld. Flokkurinn studdi samt sem áður aðgerðina tilað geta myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.
Mynd:Birgir Þór Harðarson

Svo er ekki nú, enda sam­starfs­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks báðir yfir­lýstir kerf­is­breyt­ing­ar­flokk­ar. Til­urð þeirra snýst bein­línis um að hrista upp í því kerf­is­verki sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur búið til í gegnum ára­tug­ina. Þeir vilja aðrar reglur og nýjar áhersl­ur. Þrátt fyrir að báðir hafi gefið eftir í öllum helstu bar­áttu­málum sínum við gerð stjórn­ar­sátt­mála þá var sú skoðun mjög rík innan ráð­herra­hóps þeirra að með því að fá lyklana að lyk­il­ráðu­neytum væri hægt að koma á ýmsum grund­vall­ar­breyt­ing­um.

Fylgið mælist afleit

Pressan á Við­reisn og Bjarta fram­tíð eykst dag frá degi. Sú end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins sem var lofað er ekki sýni­leg með neinum hætti, neyð­ar­köll ber­ast frá háskólum lands­ins vegna und­ir­fjár­mögn­unar og megn óánægja er með skort á fjár­magni í sam­göngu­mál. Eini mað­ur­inn sem virð­ist virki­lega ánægður með nýfram­lagða fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er Bene­dikt Jóhann­es­son, sem lagði hana fram.

Fylgi beggja flokka mælist afleit sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum og við mörk þess að þeir kæmust inn á þing ef kosið væri í dag. Enn og aftur er það að opin­ber­ast að flokkar líða nær alltaf fyrir sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn með atkvæð­um. Innan Bjartar fram­tíðar er staðan við­sjár­verð­ari. Af stuðn­­ings­­mönnum stjórn­­­ar­­flokk­anna eru kjós­­endur Bjartrar fram­­tíðar óánægð­­astir með stjórn­­­ar­­sam­­starfið og stjórn­­­ar­sátt­­mál­ann sem það byggir á. Í könnun Gallup frá því í byrjun mars kom í ljós að ein­ungis þriðj­ungur kjós­­enda flokks­ins væri ánægður með rík­­is­­stjórn­­ina, 45 pró­­sent sögð­ust ekki hafa neina sér­­staka skoðun á henni og 22 pró­­sent voru óánægð. Til sam­an­­burðar voru 57 pró­­sent kjós­­enda Við­reisnar og 75 pró­­sent kjós­­enda Sjálf­­stæð­is­­flokks ánægðir með rík­­is­­stjórn­­ina. Mjög mikil and­staða var við stjórn­ar­sam­starfið innan stjórnar Bjartar fram­tíðar þegar kosið var um það og nýverið sagði Páll Valur Björns­son, fyrr­ver­andi þing­maður flokks­ins og odd­viti hans á Suð­ur­landi í kosn­ing­unum í haust, sig úr hon­um. Ástæð­an: honum finnst Björt fram­tíð hafa gefið of mikið eftir í Evr­­ópu­­mál­um, auð­linda- og umhverf­is­­málum og málum sem snú­­ast um stöðu barna í stjórn­ar­sam­starf­inu.

Við bæt­ist að Bjarni Bene­dikts­son, höfuð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er lítið sýni­legur og virð­ist eiga í vand­ræðum með að halda þing­flokknum saman í lyk­il­mál­um. Þá vekur athygli að for­mað­ur­inn á lít­inn stuðn­ing hjá Morg­un­blað­inu, þar sem fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks – Davíð Odds­son – stýrir mál­u­m. Páll Magn­ús­son virð­ist ætla að verða for­manni sínum sér­stak­lega erf­iður og er meira áber­andi en flestir þing­menn stjórn­ar­and­stöðu í mót­þróa gagn­vart verkum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auk þess truflar umræða um mögu­lega hags­muna­á­rekstra Bjarna vegna við­skiptaum­svifa fjöl­skyldu hans. Þótt greinar Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, um þá telj­ist að mati margra Sjálf­stæð­is­manna ekki svara­verðar þá vekja þær veru­lega athygli og skapa umræðu í sam­fé­lag­inu. Sú umræða verður ekki stöðvuð með þögn­inni.

Sam­an­dregið þá er aug­ljós kuldi og sam­stöðu­leysi í lyk­il­málum í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. And­staðan við fjár­mála­á­ætlun hennar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins opin­berar þann vanda mjög skýrt. Nái leið­togar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ekki að þétta rað­irnar í kringum það mál gætu sprung­urnar sem nú þegar eru til staðar orðið að ein­hverju stærra og meira. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar