Topp 10 - Hrikalegustu stríðin

Stríð eru botninn á mannlegri tilveru. Þá er siðalögmálum hálfpartinn vikið til hliðar og vopnin látin tala. Skelfing stríðsátaka sést nú því miður víða um heim.

Kristinn Haukur Guðnason
grozny_9953651044_o.jpg
Auglýsing

Ástandið á Kóreu­skaga hefur ekki verið jafn við­kvæmt síðan árið 1953 þegar um vopna­hlé var samið milli norð­urs og suð­urs. Norð­ur­-og Suður Kóreu­menn, Banda­ríkja­menn og Kín­verjar hafa eflt við­búnað sinn og aðrar þjóð­ir, s.s. Rússar og Jap­anir virð­ast búa sig undir það versta. Leið­togar ríkj­anna berja sér á brjóst og tala eins og stríð sé á næsta leyti. Erfitt er að segja til um hvernig slíkt stríð myndi þró­ast en miðað við stærð norður kóreyska hers­ins og kjarn­orku­getu þeirra gæti slíkt stríð hæg­lega orðið að sögu­legum harm­leik.

Síð­ustu 100 ár eru blóði drifin og mörg stríð sem virð­ast nú alger­lega til­gangs­laus höfðu skelfi­legar afleið­ingar löngu eftir að beinum átökum lauk.

10. Stríð Sov­ét­manna í Afghanistan

Afghanistan nútíma­vædd­ist hratt á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar en árið 1978 frömdu komm­ún­istar valda­rán með stuðn­ingi Sov­ét­ríkj­anna. Þeir settu kvaðir á bændur sem brugð­ust við með því að grípa til vopna og hin nýja stjórn missti tökin á land­inu. Til að bjarga stjórn­inni var rauði her­inn sendur inn í landið á jóla­dag árið 1979. Sov­ét­menn náðu borg­unum en í sveit­unum réðu upp­reisn­ar­hópar, muja­hideen, sem not­uðu trúnna sem vopn. Múslimar hvaðanæva úr heim­inum fóru til Afghanistan til að berj­ast fyrir islam og gegn hinum guð­lausa inn­rás­ar­her. 

En fleiri studdu þá líka, t.d. Banda­ríkja­menn sem litu á átökin sem hluta af kalda stríð­inu. Stríðið dróst á lang­inn og ástandið breytt­ist lítið uns Mik­hail Gor­bachev komst til valda. Stefna hans var að draga her­liðið hægt og bít­andi út úr land­inu á seinni hluta níunda ára­tugs­ins. Sov­ét­menn fóru árið 1989 eftir ára­tug af þrá­tefli og við tók borg­ara­styrj­öld sem lauk með valda­töku Talí­bana árið 1996. Inn­rás Sov­ét­manna olli um 1 til 1,5 milljón dauðs­föll­um, gríð­ar­legu flótta­manna­vanda­máli, upp­gangi jihad­isma og gerði Afghanistan að mis­heppn­uðu ríki.

Auglýsing

9. Íran-Írak

Eftir að sjítaklerk­ur­inn Khomeini komst til valda í írönsku bylt­ing­unni árið 1979 ein­angr­að­ist landið að miklu leyti frá umheim­in­um. Hann hvatti sjíta í Írak til að berj­ast gegn hinni ver­ald­legu stjórn Sadd­ams Hussain en Hussain vildi ná svæðum og auð­lindum í vest­ur­hluta Íran. Með stuðn­ingi bæði Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna réð­ust Írakar inn í Íran án við­vör­unar haustið 1980. Írökum gekk vel í upp­hafi en Íranir ráku þá svo til baka og sóttu inn í Írak. 

Lengst af fest­ist hern­að­ur­inn þó í skot­gröfum með til­heyr­andi mann­falli. Írakar reyndu að brjóta upp þrá­teflið með efna­vopnum (taugagasi, sinn­eps­gasi o.fl.) sem þeir beyttu í stórum stíl gegn bæði Írönum og banda­mönnum þeirra Kúr­dum og Íranir settu Írak í her­kví með flota sínum í Persaflóa. En hvor­ugum stríðs­að­il­anum tókst að brjóta hinn á bak aftur og stríðið dróst í 8 ár. Það var þrýst­ingur (og olíu­skort­ur) alþjóða­sam­fé­lags­ins sem fékk þá loks að samn­inga­borð­inu og friður var loks sam­inn sum­arið 1988. Alls féllu um ein milljón manns, helm­ingur í hvoru landi, án þess að landa­mær­unum væri haggað nokk­uð.

8. Víetnam stríðið

Víetna­mar voru nán­ast sam­fleytt í stríði í rúma hálfa öld. Þeir börð­ust við Jap­ani í seinni heims­styrj­öld­inni 1941-1945, Frakka á árunum 1946-1954, inn­byrðis og gegn Banda­ríkja­mönnum árin 1955-1975 og gegn Kam­bó­díu­mönnum árin 1978-1992. Það er stríðið gegn Banda­ríkja­mönnum sem er það lang­þekktasta og það hafði mest áhrif. Banda­ríkja­menn töldu sig ekki geta ráð­ist beint inn í hið komm­ún­íska Norður Víetnam og í stað þess vörp­uðu þeir ógrynni sprengja á land­ið. Þeir vörp­uðu einnig efna­vopn­um, eldsprengjum og plöntu­eitri sem hafði skelfi­leg áhrif á heilsu íbú­anna löngu eftir að stríð­inu lauk og eyddi jurta og dýra­lífi á stórum svæð­u­m. 

Talið er að um 2 millj­ónir Víetnama hafi farist í stríð­inu en ein­ungis nokkrir tugir þús­unda Banda­ríkja­manna. Víetnam stríðið var fyrsta stríðið sem Banda­ríkja­menn horfðu á í sjón­varpi heima í stofu og and­staðan jókst heima­fyrir með hverju árinu. Þegar Víetna­mar gáfu sig ekki reyndi Ric­hard Nixon for­seti í örvænt­ingu sinni að útfæra stríðið til Kam­bó­díu með skelfi­legum afleið­ing­um. Banda­ríkja­menn yfir­gáfu landið loks árið 1973 og tveimur árum síðar var landið sam­ein­að.



7. Íraks­stríðið

Eftir árás­ina á Tví­bura­t­urn­ana þann 11. sept­em­ber 2001 var stefna Bus­h-­stjórn­ar­innar að taka hart á hryðju­verka­mönnum og öllum þeim sem hýsa þá. Banda­ríkja­menn höfðu því samúð heims­ins þegar þeir réð­ust inn í Afghanistan þetta sama ár, þar sem Talí­ban­arnir hýstu Osama bin Laden. Heim­ur­inn hafði minni skiln­ing á inn­rásinni í Írak vorið 2003 sem var rétt­lætt með því að Saddam Hussain ætti ger­eyð­ing­ar­vopn. 

Að koma Baat­h-­stjórn­inni í Írak frá völdum tók innan við mánuð og nokkrum mán­uðum seinna var Hussain hand­samað­ur. En þá byrj­aði stríðið í raun og veru. Átök brut­ust út á milli sunní og sjíta múslima og Írak varð að einum stórum þjálf­un­ar­búðum fyrir hryðju­verka­hópa eins og t.d. Al-Qa­eda og afsprengi þeirra, ISIS. Banda­ríkja­menn og lepp­stjórn þeirra fékk engan frið til að byggja upp landið sem leyst­ist upp í algert stjórn­leysi. Inn­við­irnir hrundu, nauð­synjar s.s. raf­magn og vatn var af skornum skammti og mann­fallið í heild­ina á bil­inu 0,5 til 1 milljón manns, að lang­mestu leyti almennir borg­ar­ar. Enn hefur ekki tek­ist að vinda ofan af vanda­mál­unum sem fylgdu inn­rásinni í Írak.

6. Kóreu­stríðið

Sundruð Kórea var vanda­mál sem stór­veld­unum tókst ekki að leysa eftir seinni heims­styrj­öld­ina og því voru stofnuð tvö lepp­ríki sem bæði höfðu sam­ein­ingu að mark­miði. Þann 25. júní árið 1950 hófu Norður Kóreu­menn skyndi­árás á suðrið og tókst nærri að ná öllum skag­an­um. Banda­ríkin og nokkur ríki undir fána Sam­ein­uðu Þjóð­anna hófu gagnárás og hættu ekki fyrr en þeir voru komnir nálægt kín­versku landa­mær­un­um. 

Kín­verjar gripu þá í taumana og hröktu sveitir Sam­ein­uðu Þjóð­anna að upp­runa­legu landa­mær­unum og þar fest­ist hern­að­ur­inn í tvö ár uns vopna­hlé var samið í júlí árið 1953. Á þessum tíma höfðu bæði Banda­ríkin og Sov­ét­ríkin (sem studdu Norður Kóreu) kjarn­orku­getu og her­for­ingi Banda­ríkja­manna, Dou­glas MacArthur, vildi beita slíkum vopn­um. En Harry Truman Banda­ríkja­for­seti setti hann af til að stríðið færi ekki úr bönd­un­um. Mann­fallið var mikið í þessu stríði sem end­aði með jafn­tefli á sama stað og það hafði byrj­að. Talið er að um 1 milljón her­menn hafi fall­ið, flestir Kín­verjar og Norður Kóreu­menn, og um 1,5 milljón almennra borg­ara, þar af nokkuð fleiri í Suður Kóreu.

5. Borg­ara­styrj­öldin í Kongó

Mann­skæð­asta stríðið síðan seinni heims­styrj­öld­inni lauk var háð í Lýð­veld­inu Kongó í hjarta Afr­íku á árunum 1998 til 2003. Kongóbúar máttu þola harka­lega nýlendu­stefnu Belga og þriggja ára­tuga harð­stjórn ein­ræð­is­herr­ans Mobutu áður en landið leyst­ist upp í stjórn­leysi og röð inn­an­lands styrj­alda. 

Eftir borg­ara­styrj­öld­ina í nágranna­rík­inu Rúanda árið 1994 flúðu tæp milljón Hútúmanna yfir til Kongó en Túts­ar, sem náðu völdum í Rúanda, vildu láta kné fylgja kviði og réð­ust inn í landið og náðu næstum að fella hina nýju stjórn for­set­ans Kab­ila. Mörg Afr­íku­ríki (Úg­anda, Angóla, Zimbabwe o.fl) tóku þátt í stríð­inu sem fór að mestu leyti fram í aust­ur­hlut­anum sem er ákaf­lega ríkur af demöntum og góð­málm­um. Stríðið er eitt það hrotta­leg­asta sem hefur verið háð þar sem stríðs­herrar fóru um með barna­heri, slátr­uðu heilu þorp­un­um, brenndu, nauðg­uðu og aflim­uðu. Talið er að tæp­lega 3 millj­ónir hafi farist í stríð­inu og annað eins á næstu árum á eftir vegna þess. Engu að síður hefur ákaf­lega lítið verið fjallað um stríðið í vest­rænum fjöl­miðl­um.

4. Kín­verska borg­ara­styrj­öldin

Kín­verska borg­ara­styrj­öldin var háð á árunum 1927 til 1949 á milli komm­ún­ista undir for­ystu Maó Zedong og þjóð­ern­is­sinna undir for­ystu Chi­ang Kai-s­hek. Lengst af voru þjóð­ern­is­sinnar ofan á og Kai-s­hek við­ur­kenndur sem leið­togi Kína. Stríðið er mjög sér­stakt að því leyti að á árunum 1937-1945 gerðu aðil­arnir hlé á inn­byrð­ist bar­áttu (að mestu) og börð­ust þess í stað sam­ein­aðir gegn Japönum sem lögðu undir sig ger­valla aust­ur­strönd­ina. 

Árin eftir sig­ur­inn á Japönum voru mun blóð­ugri en upp­hafsár stríðs­ins og báðir aðilar gerð­ust sekir um fjöldamorð á óbreyttum borg­ur­um. Talið er að um 8 millj­ónir hafi fallið í borg­ara­styrj­öld­inni og þar af 6 millj­ónir á árunum eftir heims­styrj­öld. En þá voru komm­ún­ist­arnir orðnir mun sterk­ari, sér­stak­lega í norð­ur­hluta lands­ins og í sveit­un­um. Þegar tap virt­ist óum­flýj­an­legt sigldi Kai-s­hek með her sinn yfir til eyj­unnar For­mósu og setti á fót eigið ríki, sem nú er þekkt sem Tæv­an. 1. októ­ber árið 1949 var Alþýðu­lýð­veldið Kína stofnað og bar­dög­unum lauk. Stríð­inu lauk þó aldrei form­lega og enn þann dag í dag gera Kín­verjar og Tæv­anir kröfu á land­svæði hvors ann­ars.

3. Rúss­neska borg­ara­styrj­öldin

Eftir að hafa misst um 3 millj­ónir manna í fyrri heim­styrj­öld­inni (mest allra) steyptu Rússar keis­ar­anum Niku­lási II og komm­ún­istar komust til valda haustið 1917. Lenín samdi um frið við Þjóð­verja og gaf eftir mikið land­svæði en þá hófst nýtt stríð inn­an­lands á milli komm­ún­ista (rauð­liða) og and­stæð­inga þeirra (hvít­liða). 

Hvít­liðum varð ágengt í upp­hafi, sér­stak­lega á jað­ar­svæðum í Eystra­salti, Kákakus­hér­uð­unum og í Síber­íu. En þeir voru sundraðir á meðan rauði her­inn var sam­ein­aður undir for­ystu Leons Trot­ský. Komm­ún­istar stóðu uppi sem sig­ur­veg­arar árið 1922 og mynd­uðu Sov­ét­ríkin en hvít­liðar héldu Eystra­salts­lönd­unum og Pól­landi. Það sem ein­kenndi þetta stríð voru hreins­an­ir, fjölda­af­tökur og þjóð­ar­morð á báða bóga m.a. gegn Gyð­ingum og Kósökk­um. Talið er að um 8 millj­ónir hafi farist í styrj­öld­inni en þar af ein­ungis 1,5 milljón her­menn. Stór hluti af töl­unni orsakast af mik­illi hung­ursneyð undir lok stríðs­ins en auk gríð­ar­legs mann­falls þá flúðu margar millj­ónir Rúss­land á þessum árum, til Evr­ópu, Banda­ríkj­anna og Kína.



2. Fyrri heims­styrj­öldin

Þegar Franz Ferdin­and, rík­is­arfi aust­uríska keis­ara­dæm­is­ins, var myrtur í júní­mán­uði 1914 hófst keðju­verkun sem leiddi til þess að öll stór­veldi heims­ins bár­ust á bana­spjót­um. Barist var um ger­vallan heim­inn en lang­mestu átökin áttu sér stað á vestur og aust­ur­víg­stöðvum Evr­ópu. Stríðið var háð á þeim tíma þegar varn­ar­vopn skil­uðu mun betri árangri en sókn­ar­vopn og því fest­ust víg­línur í skot­graf­ar­hern­aði, sér­stak­lega á vest­ur­víg­stöðv­un­um. 

Her­for­ingjar sendu tugi og hund­ruðir þús­unda pilta út í opinn dauð­ann í stórum orr­ustum á borð við Ypres, Somme og Ver­dun þar sem ávinn­ing­ur­inn var í mesta lagi nokkrir kíló­metr­ar. Stríðs­að­ilar próf­uðu ýmis­legt (flug­vél­ar, gas, skrið­dreka) en stríðið var í raun óvinn­an­legt á víg­vell­in­um. Það var því mann­afli og efna­hags­legt úthald sem skil­aði Banda­mönnum að lokum sigri. Þegar stríð­inu lauk í nóv­em­ber árið 1918 höfðu 17 millj­ónir fallið í val­inn, þar af tæpur helm­ingur almennir borg­ar­ar, og landa­kort heims­ins var teiknað upp á nýtt. Þá kom spænska veikin og tók tæp­lega 100 milljón sálir í við­bót.

1. Seinni heims­styrj­öldin

Seinni heims­styrj­öldin er stærsta stríð og jafn­framt einn stærsti atburður mann­kyns­sög­unn­ar. Stríðið sem hófst í Asíu árið 1937 og Evr­ópu 1939 orsak­að­ist af upp­risu fasískra afla með land­vinn­inga að sjón­ar­miði. Lífs­rými (Leb­ens­raum) til að færa út kví­arnar og und­ir­oka hópa sem taldir voru óæðri. Þegar allt er talið voru dauðs­föllin u.þ.b. 80 millj­ónir (3,5% af jarð­ar­bú­um) og margar millj­ónir þurftu að flýja heim­ili sín eða voru flæmd burt eftir stríð­ið. Heims­myndin og áhrifa­svæði riðl­uð­ust og ógn­ar­jafn­vægi kalda stríðs­ins tók við þegar hild­ar­leiknum lauk árið 1945. 

Banda­ríkin leiddu nú hinn vest­ræna heim því Evr­ópa var í molum og Sov­ét­ríkin urðu að heims­veldi þrátt fyrir að hafa misst flesta íbúa (27 millj­ón­ir). Stærstur hluti lát­inna voru óbreyttir borg­arar sem voru strá­felldir kerf­is­bund­ið, t.d. af víga­sveitum nas­ista (einsatzgrupp­en). Íbúa­fjöldi landa eins og Pól­lands og Hvíta Rúss­lands náði sér ekki á strik fyrr en mörgum ára­tugum seinna. Þekkt­asti atburður heims­styrj­ald­ar­innar er þó hel­förin þar sem morð voru gerð að verk­smiðju­iðn­aði. Rúm­lega 10 millj­ónir fór­ust og þar af stærstur hluti gyð­ing­dóms í Evr­ópu. Hel­förin breytti því sam­setn­ingu álf­unnar til fram­búð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None