Kapphlaup kauphallanna um útboð Saudi Aramco

Saudi Aramco, ríkisolíufyrirtæki Sádi-arabíu, hyggst hefja fyrsta hlutabréfaútboð sitt í byrjun 2018. Virði fyrirtækisins er talið vera á bilinu ein til tvær billjónir Bandaríkjadala og mun útboðið verða stærsta fyrsta útboð verðbréfa í sögunni.

Saudi Aramco
Auglýsing

Saudi Ara­mco var stofnað árið 1933 þegar stjórn­völd í hinu nýlega sam­ein­uðu kon­ung­dæmi Sá­di-­ar­ab­íu veittu banda­ríska olíu­fyr­ir­tæk­inu Stand­ard Oil of Cali­fornia leyfi til að hefja leit að olíu­auð­lindum í land­inu. Fyr­ir­tækið tók upp nafn­ið Ara­mco (Arab Amer­ican Oil Co.) árið 1944 og var rekið í sam­vinnu­fyr­ir­komu­lagi á milli banda­rískra olíu­fyr­ir­tækja og stjórn­valda í Sádí-­Ar­abíu þangað til það var þjóð­vætt á níunda ára­tugnum og breytti nafn­inu í Saudi Ara­mco. Olíu­birgð­ir Saudi Ara­mco eru metnar á um 260 millj­ónir tunna og er Sá­di-­ar­ab­í­a ­stærsti olíu­fram­leið­andi í heimi og dælir út um það bil 10 millj­ónir tunnur á dag.

Mohammad bin Salman Al Saud, krón­prins, varn­ar­mála­ráð­herra og for­stöðu­maður efna­hags- og þró­un­ar­ráðs Sá­di-­ar­ab­íu, til­kynnti í fyrra að hann bjóst við að virði Saudi Ara­mco næmi um tvær billjón­ir ­Banda­ríkja­dala en grein­endur hafa nýlega metið virðið á rúma billjón. Bin Salman til­kynnti einnig að stjórn­völd myndu selja um 5% af fyr­ir­tæk­inu í fyrsta útboði verð­bréfa og und­ir­strik­aði að olíu­brunn­arnir myndu halda áfram að vera í eigu stjórn­valda. Útboðið er mik­il­vægt skref fyrir stjórn­völd til að pen­inga­væða hluta af eignum sínum sem eru alls metnar á um 3 billjónir Banda­ríkja­dala og er það stór hluti af stefnu­mótun krón­prins­ins til að draga úr vægi olíu­geirans í hag­kerfi lands­ins. Tekjur af útboð­inu munu renna til þjóð­ar­sjóðs (e. sover­eign wealth fund) lands­ins og mun helm­ingur þeirra renna beint til upp­bygg­ingu á iðn­aði í land­inu.

Kapp­hlaupið mikla

Vegna stærðar útboðs­ins mun Saudi Ara­mco þurfa að leita utan land­stein­anna til að finna áfanga­stað fyrir skrán­ing­una til við­bótar við Tadawul-­kaup­höll­ina í Riyadh, höf­uð­borg Sá­di-­ar­ab­íu. Kaup­hallir um allan heim hafa því staðið í ströngu við að reyna að laða að sér útboð­ið. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hafði Xavier Rolet, yfir­mann kaup­hall­ar­innar í Londonmeð í föru­neyti sínu ný­lega í fund­ar­höldum í Riyadh til að tala fyr­ir London sem áfanga­stað fyrir útboð­ið. Það sama var uppi á ten­ingnum í opin­berri heim­sókn kon­ungs Sádí-­Ar­abíuSalman bin Abdul­aziz, til Jap­ans þar sem Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, bað kon­ung­inn íhuga kaup­höll­ina í Tokyo fyrir útboð­ið. Þá eru við­ræður í gangi á milli­ Sá­di-­ar­ab­íu og kaup­hall­ar­innar í New York og Salman bin Abdul­aziz hefur einnig verið í við­ræðum nýlega í Pekíng þar sem stjórn­völd hvetja Saudi Ara­mco til að velja kaup­höll­ina í Hong Kong.

Auglýsing

Mik­il­vægi fyrsta útboðs verð­bréfa fyrir stærstu alþjóð­legu kaup­hall­irn­ar hefur auk­ist á und­an­förnum árum en með skrán­ingu fyr­ir­tækja í kaup­höllum fylgja ­skrán­ing­ar­gjöld ­sem eru að miklu leyti und­an­þegin sveiflum í fjár­mála­kerf­inu og stöðugt mik­il­væg­ari tekju­lind fyrir kaup­hall­irn­ar. Þar að auki eru þau leið fyrir kaup­hallir til að styrkja orð­spor sitt sem fjár­mála­mið­stöð og auð­velda aðgengi að fjár­fest­ingum til mik­il­vægra fyr­ir­tækja fyrir inn­lenda fjár­festa. Útboð af stærð­argráðu Saudi Ara­mco hefur einnig stjórn­mála­legt vægi fyrir landið sem verður fyrir val­inu; fyrir kaup­höll­ina í London væri skrán­ingin skýrt dæmi um áfram­hald­andi mik­il­vægi London sem fjár­mála­mið­stöð eft­ir Brexit, fyrir kaup­höll­ina í Tokyo væri skrán­ingin jákvætt ummerki fyrir hag­kerfi sem hefur átt í basli í ára­tugi og er mik­il­vægur mark­aður fyr­ir sádí-­ar­ab­íska ol­íu, fyrir kaup­höll­ina í Hong Kong myndi skrán­ingin vera enn eitt ummerki um auk­andi umsvif Kína í alþjóða­fjár­mála­heim­in­um, og fyr­ir New York myndi skrán­ing­in sýna al­þjóð­legt mik­il­vægi kaup­hall­ar­innar á tíma þar sem margir myndu halda því fram að orð­spor Banda­ríkj­anna bíði hnekki vegna kosn­ingar Don­ald Trump til for­seta.

Á sama hátt og mik­il­vægi útboðs­ins er mis­mun­andi á milli kaup­halla eru kostir og gallar hverrar kaup­hallar fyrir sig mis­mun­andi fyr­ir Saudi Ara­mco. Greiðslu­flæðið (e. liqui­dity) er mest í kaup­höll­um New York og London en skrán­ing í þeim fylgja líka víð­tæk­asta eft­ir­litið og strangar kröfur um gegn­sæi í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Sádí-­Ar­abía er stærsta við­skipta­land Jap­ans á inn­fluttri olíu og hefur kaup­höllin í Tokyo sam­keppn­is­hæft greiðslu­flæði sam­an­borið við aðrar kaup­hallir í Asíu en ólík­legt þykir að að Tokyo verði fyrir val­inu vegna áhættu tengt stöð­ug­leika jap­anska yens­ins. Kína er í auknum mæli háð inn­flutn­ingi á olíu eftir því sem þar­lendar olíu­auð­lindir fara dalandi en útboðið er tæki­færi fyr­ir­ Sá­di-­ar­ab­íu að auka við ­mark­aðs­hlut­deild sína í land­inu með því að skrá Saudi Ara­mco í Hong Kong en það myndi auka aðgengi fyr­ir­tæk­is­ins að kín­verskum stofn­ana­fjár­festum.

Þegar vanda skal valið

Fyrsta útboð verð­bréfa Saudi Ara­mco er stórt skref fyr­ir­ Sá­di-­ar­ab­íu og hvert svo sem valið á kaup­höll verður mun útboðið leiða til krafa til­ ­gagn­sæ­is í rekstri krúnu­djásns kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Til­gang­ur­inn með útboð­inu snertir ekki ein­ungis fram­tíð lands­ins og kon­ungs­fjöl­skyld­unnar heldur einnig Mið­aust­ur­lönd í víð­ari skiln­ingi. Með útboð­inu er Sá­di-­ar­ab­í­a að reyna ann­ars vegar að und­ir­búa hag­kerfi sitt fyrir fram­tíð án þeirra gríð­ar­legu olíu­tekna sem það hefur í dag og sam­tímis við­halda því rausn­ar­legu vel­ferð­ar­kerfi sem stuðlar að stöð­ug­leika í landi þar sem mann­rétt­inda­brot eru tíð og þar sem stjórn­völd standa í ströngu við að heyja lang­vinnt umboðs­stríð (e. proxy war) við Íran víðs veg­ar í Mið­aust­ur­lönd­um, meðal ann­ars í Jemen. 

Það er ekk­ert venju­legt við útboðið á Saudi Ara­mco mun það að sem hluti af efna­hags­legri þró­un Sá­di-­ar­ab­íu hafa bein áhrif á örygg­is­mál í Mið­aust­ur­lönd­um, og óbein áhrif á alþjóða­ör­yggi, en valið á kaup­höll hefur efna­hags­legt, stjórn­mála­legt, og ekki síst tákn­rænt, mik­il­vægi bæði fyrir þá kaup­höll sem verður fyrir val­inu og þær sem verða það ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None