Það segist enginn muna hver eigi Dekhill Advisors

Eftir að rannsóknarnefnd gat opinberað „Lundafléttuna“ með tilvísun í gögn sendi hún bréf á þá sem hönnuðu hana og spurði m.a. hver ætti Dekhill Advisors. Enginn sagðist vita það hver hefði fengið 2,9 milljarða króna snemma árs 2006.

7DM_0606_raw_2392.JPG
Auglýsing

Eftir að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum hafði kom­ist að nið­ur­stöðu um hvað hefði gerst við kaupin sendi hún bréf á marga þeirra sem tóku þátt í þeirri fléttu og báru nið­ur­stöðu sína undir þá. Nið­ur­staðan var á þann veg að þýski bank­inn hefði verið leppur sem hafði fengið greidda þóknun fyrir að halda á hlut í Bún­að­ar­bank­anum í tvö ár, að kaupin hafi verið fjár­mögnuð af Kaup­þingi sem hafi borið alla áhættu af þeim og að sá hagn­aður sem mynd­að­ist af kaup­un­um, sem hljóp á millj­örðum króna, ætti að skipt­ast á milli tveggja aflands­fé­laga.



Annað aflands­fé­lag­ið, Mar­ine Choice Limited, fékk 3,8 millj­arða króna króna á þávirði vegna flétt­unn­ar. Það félag var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors Limited, fékk 2,9 millj­arða króna. Ekki hefur verið hægt með óyggj­andi hætti að sýna fram á hver sé eig­andi þess.

Rann­sókn­ar­nefndin komst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu, út frá gögn­um, að telja yrði annað veru­lega ólík­legt en að hagn­að­inum af „Lunda­flétt­unni“ sem ráð­stafað var til aflands­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors „hafi end­an­lega runnið til aðila sem tengd­ust Kaup­þingi hf. eða KBL [Kaup­þing í Lúx­em­borg] eða að minnsta kosti að starfs­menn Kaup­þings hf. og KBL hafi á ein­hverju stigi haft vit­neskju um hverjir nutu þessa ávinn­ings sem rann til Dek­hill Advis­ors Limited.“ Því taldi nefndin allar líkur standa til þess að „Kaup­þing sjálft eða aðilar því tengdir hafi verið raun­veru­legir eig­endur Dek­hill Advis­ors eða notið þeirra fjár­muna sem þangað runn­u“.

Auglýsing

Rann­sókn­ar­nefndin sendi bréfin til þeirra sem komu að flétt­unni  út 13. mars 2017. Í þeim flestum voru við­kom­andi spurðir hvort þeir þekktu til aflands­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors, hverjir væru end­an­legir eig­endur þess eða hag­hafar að eignum þess. Flest svör bár­ust 20. og 21. mars. Og voru öll á sömu leið.

Hreiðar Már seg­ist aldrei hafa heyrt um félagið

Ólafur Ólafs­son sendi nefnd­inni bréf 20. maí. Þar sagð­ist hann ekki minn­ast þess að hafa heyrt minnst á félagið Dek­hill Advis­ors. Ég get því engar upp­lýs­ingar veitt um það félag.“ Hann end­ur­tók þetta þegar hann mætti fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í síð­ustu viku. Þar sagð­ist Ólafur ekk­ert vita hver ætti Dek­hill Advis­ors.

Guð­mundur Hjalta­son, starfs­maður Ólafs sem kom að hönnun „Lunda­flétt­unn­ar“ svoköll­uðu, var spurður sömu spurn­ingar í bréfi nefnd­ar­innar til hans. Í svari hans, sem barst 20. mars, sagði: „Ég minn­ist þess ekki að hafa heyrt um félagið Dek­hill Advis­ors Limited, Ég get því engar upp­lýs­ingar veitt um það félag“.

Hreiðar Már Sigurðsson sagðist aldrei hafa heyrt um Dekhill Advisors fyrr en í bréfi rannsóknarnefndarinnar.Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var sömu­leiðis spurður um hvort hann þekkti til Dek­hill Advis­ors. Hreiðar Már var mun afdrátt­ar­laus­ari í svari sínu til nefnd­ar­innar en Ólafur og Guð­mund­ur. Hann sagð­ist telja „óhætt að full­yrða að ég hafi aldrei heyrt minnst á félagið Dek­hill Advis­ors Limited fyrr en í bréfi nefnd­ar­inn­ar“. Hann sagð­ist enn fremur ekki hafa notið fjár­hags­legs ávinn­ings af við­skipt­unum sem sett voru upp í kriingum aðkomu­Hauck & Auf­häuser. Hreiðar Már vís­aði í umrætt bréf í svari frá lög­manni hans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um Dek­hill Advis­ors. „Hann mun ekki tjá sig að öðru leyt­i,“ sagði enn fremur í svar­in­u. 

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, sagði í svar­bréfi sínu að hann reki ekki „minni til þeirra aflands­fé­laga sem nefnd eru í bréfi“ nefnd­ar­inn­ar. Sig­urður full­yrti auk þess að hann hafi ekki notið ávinn­ings af „Lunda­flétt­unn­i“.

Muna ekki, eða svara ekki

Stein­grímur Kára­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­maður áhættu­stýr­ingar Kaup­þings, var líka spurður um Dek­hill Advis­ors, og aðra þætti máls­ins. Hann sagð­ist ekki muna nægi­lega vel eftir neinu sem spurt var um og treysti sér því ekki til að svara spurn­ingum nefnd­ar­inn­ar. Und­an­tekn­ingin var spurn­ing um hvort hann hefði hagn­ast á flétt­unni. Stein­grímur sagð­ist geta með fullri vissu sagt að hann hefði ekki gert það.

Lög­mað­ur­inn Bjarki Diego, sem starf­aði hjá Kaup­þingi og kom beint að blekk­ing­unum í kringum meint kaup þýska bank­ans á hlut í Bún­að­ar­bank­an­um, sagð­ist ekki þekkja „ aflands­fé­lag með heit­inu Dek­hill Advis­ors Limlted og minn­ist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt það nefn­t“.

Magnús Guð­munds­son, sem stýrði Kaup­þingi í Lúx­em­borg, sagð­ist ekki muna eftir nafn­inu Dek­hill Advis­ors eða aðkomu þess að við­skipt­un­um. Kristín Pét­urs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar hjá Kaup­þingi, sagð­ist ekki kanna­str við þá samn­inga og þær ákvarð­anir sem nefndar voru í bréfi rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Hún úti­lok­aði ekki að „ ein­hver aðkoma hafi verið að ein­stökum samn­ingum og ráð­stöf­unum vegna þeirra á þeim tíma sem und­ir­rituð starf­aði hjá Kaup­þingi en vegna þess langa tíma sem lið­inn er er erfitt að segja til um það með afger­andi hætti, sér­stak­lega þegar umrædd skjöl liggja ekki fyr­ir. Varð­andi spurnlngar sem beint er til mín þá get ég með vísan til ofan­greinds ekki svarað spurn­ing­un­um.“

Bakka­var­ar­bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­synir voru líka spurðir hvort þeir könn­uð­ust við Dek­hill Advis­ors og gætu veitt upp­lýs­ingar um félag­ið. Hvor­ugur sagð­ist muna eftir því sem spurt var um í bréfi nefnd­ar­inn­ar.

Virkt félag

Sam­an­dregið þá man eng­inn eftir Dek­hill Advis­ors og hvað þá hver eig­andi eða hag­hafar þess félags sem fékk 2,9 millj­arða króna milli­færða inn á sig snemma árs 2006 séu. Samt komu margir þeirra sem hér að ofan eru nefndir að því að hanna flétt­una sem skil­aði þeirri fjár­hæð til Dek­hill Advis­ors.

En ein­hver veit hver hefur notið þeirra fjár­muna sem runnu inn í Dek­hill Advis­ors. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að félagið er enn virkt. Í des­em­ber 2009 gerði Dek­hill Advis­ors hand­veðs­samn­ing við sviss­neska bank­ann Julius Bäer vegna fjár­mála­gjörn­ings sem það var að taka þátt í. Kjarn­inn og RÚV hafa undir höndum gögn sem sýna þetta. Þau gögn inni­halda einnig skjal sem stað­festir að Dek­hill Advis­ors var enn til og í virkni í lok sept­em­ber 2016, fyrir rúmu hálfu ári síð­an.

Það er því skýrt að ein­hverjir hafa haft aðgang að og notað fjár­mun­ina sem greiddir voru inn í Dek­hill Advis­ors í jan­úar 2006, á árunum eftir hrun. Og félagið var enn í starf­semi í fyrra­haust. Hverjir það eru sem nota fjár­muni Dek­hill Advis­ors er þó enn sem komið er ráð­gáta. En fyrir liggur að sviss­neski bank­inn Julius Bäer veit að minnsta kosti svarið við henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar