Tíu staðreyndir um „Lundafléttuna“ og blekkingarnar í kringum hana

Allt sem þú þarft að vita um leynimakkið og blekkingarnar á bakvið aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum er til umfjöllunar í nýjasta sjónvarpsþætti Kjarnans.

kjarninn sjónvarp
Auglýsing

  1. Um mitt ár 2002 ákvað íslenska ríkið að selja 45,8 pró­sent hlut sinn í Bún­að­ar­banka Íslands. Í nóv­em­ber sama ár var ákveðið að ganga til við­ræðna við hóp fjár­festa sem kall­aði sig S-hóp­inn. Í for­svari þess hóps voru Ólafur Ólafs­son og Finnur Ing­ólfs­son. Í til­kynn­ingu fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu um einka­við­ræður við S-hóp­inn kom skýrt fram að lyk­il­for­senda fyrir þeim væri aðkoma erlendrar fjár­mála­stofn­un­ar. Ann­ars yrðu þær hugs­an­lega ekki fram­lengdr­ar. Hóp­ur­inn hafði lengi vel gefið í skyn við fram­kvæmda­nefnd um einka­væð­ingu að franski bank­inn Société Générale ætl­aði að vera með í kaup­un­um.   Tveir starfs­menn þýska­lands­arms bank­ans, sem störf­uðu fyrir Ólaf Ólafs­son í mál­inu, höfðu aldrei neina heim­ild til að skuld­binda slíkan stór­banka í kaup á við­skipta­banka á Íslandi. Menn­irnir voru ein­fald­lega að sinna ráð­gjöf og spil­uðu þar með í leik Ólafs. Fyrir ómakið fengu þeir um 300 millj­ónir króna greidd­ar. Beðið var með að til­kynna hver erlenda fjár­mála­stofn­unin sem myndi taka þátt í kaup­unum væri nán­ast fram að und­ir­skrift, sem átti sér stað 16. jan­úar 2003. Þegar á hólm­inn var komið reynd­ist hún, sam­kvæmt til­kynn­ing­um, vera þýski einka­bank­inn Hauck & Auf­häuser

  2. Í frétta­til­kynn­ingu sem S-hóp­ur­inn sendi frá sér vegna kaupanna sagði að það væru „mikil tíð­indi að traust­ur, erlendur banki taki þátt í að fjár­festa í íslenskri fjár­mála­stofn­un“. Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá Hauck & Auf­häuser og ráð­gjaf­anum Mich­ael Sautter frá Société Générale sagði að nokkrar ástæður lægju að baki „þeirri ákvörðun eig­enda Hauck & Auf­häuser Pri­vat­banki­ers að fjár­festa í Bún­að­ar­bank­an­um. Í fyrsta lagi er Bún­að­ar­bank­inn væn­leg fjár­fest­ing“.

  3. Þremur mán­uðum eftir að gengið var frá kaup­unum sam­ein­að­ist Bún­að­ar­bank­inn mun minni fjár­mála­fyr­ir­tæki, Kaup­þingi. Sam­hliða tóku stjórn­endur Kaup­þings öll völd í hinum sam­ein­aða banka. Sá var með hátt láns­hæf­is­mat, vegna sterkrar skulda­stöðu íslenska rík­is­ins, sem tryggði sam­ein­uðum banka gott aðgengi að alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um. Stjórn­endur nýja bank­ans gátu því náð í gríð­ar­legt magn af pen­ingum með skulda­bréfa­út­gáfu sem þeir lán­uðu svo áfram til helstu við­skipta­vina sinna, sem voru í sumum til­fellum líka stærstu eig­endur bank­ans. Kaup­þing varð stærsti banki lands­ins og marg­fald­ist að umfangi á útrás­ar­ár­un­um. Afrakst­ur­inn af þessum bræð­ingi öllum saman varð fimmta stærsta gjald­þrot heims­sög­unn­ar. Kaup­þing var tek­inn yfir af íslenska rík­inu í byrjun októ­ber 2008 á grund­velli neyð­ar­laga
    Auglýsing


  4. Allt frá upp­hafi heyrð­ust efa­semd­araddir um að allt væri eins og af var látið í söl­unni á Bún­að­ar­bank­an­um. Margir efuð­ust um að Hauck & Auf­häuser væri raun­veru­legur eig­andi sem hefði haft áhuga á að fjár­festa á Íslandi og enn fleiri fannst í meira lagi sér­kenni­legt hvað það tók stuttan tíma fyrir S-hóp­inn að renna Bún­að­ar­bank­anum saman við Kaup­þing. Marga grun­aði að það hafi verið ákveðið löngu áður og að Kaup­þing hafi haft miklu meiri aðkomu að kaup­unum en gefið var upp opin­ber­lega. Ólafur Ólafs­son neit­aði þessu alltaf. Hann sagði til að mynda í yfir­lýs­ingu 4. apríl 2003 að það væri „rangt að samn­ingar hafi legið fyrir um sam­ein­ingu Bún­að­ar­banka og Kaup­þings áður en gengið var frá kaup­unum á kjöl­festu­hlutnum í Bún­að­ar­bank­anum eins og ýjað hafi verið að.“

  5. Málið var rann­sakað að hluta til. Rík­­is­end­­ur­­skoðun vann skýrslu árið 2003 um einka­væð­ingu rík­­is­­eigna þar sem nið­­ur­­staðan var sú að „ís­­lensk stjórn­­völd hafi í meg­in­at­riðum náð helstu mark­miðum sínum með einka­væð­ingu rík­­is­­fyr­ir­tækja á árunum 1998-2003.“ Engar athuga­­semdir voru gerðar við það hvernig staðið var að sölu á hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­­anum til S-hóps­ins í skýrsl­unni. Í mars 2006 vann Rík­­is­end­­ur­­skoðun síðan átta blað­­síðna sam­an­­tekt í kjöl­far fundar Vil­hjálms Bjarna­­son­­ar, núver­andi þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, þar sem hann lagði fram nýjar upp­­lýs­ingar um söl­una á Bún­­að­­ar­­bank­­anum til S-hóps­ins. Vil­hjálmur hefur lengi verið þeirrar skoð­un­­ar, og taldi sig hafa gögn til að sýna fram á, að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi aldrei verið raun­veru­­legur eig­andi að hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Nið­­ur­­staða Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var sú að ekk­ert sem lagt hafi verið fram í mál­inu hafi stutt víð­tækar álykt­­anir Vil­hjálms. „Þvert á móti þykja liggja óyggj­andi upp­­lýs­ingar og gögn um hið gagn­­stæða,“ segir í skýrslu henn­­ar. 

  6. Í júní 2016 sendi Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, bréf til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis þar sem hann lagði til að skipuð yrði rann­sókn­ar­nefnd til að kom­ast til botns í aðkomu þýska einka­bank­ans HauckAuf­häuser að kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­anum í byrjun árs 2003. Þetta ætti að gera vegna þess að Tryggvi hefði nýjar upp­lýs­ingar sem byggðu á ábend­ingum um hver raun­veru­leg þátt­taka þýska bank­ans var. Kjartan Bjarni Björg­vins­son var skip­aður í rann­sókn­ar­nefnd­ina og réð til sín einn starfs­mann, Finn Vil­hjálms­son. Þeir rann­sök­uðu málið um nokk­urra mán­aða skeið, köll­uðu aðal­leik­endur þess til skýrslu­töku og fóru yfir gríð­ar­legt magn af frum­gögn­um. Þann 29. mars héldu þeir blaða­manna­fund og birtu skýrslu um nið­ur­stöður sín­ar.


  7. Þær nið­ur­stöður voru afger­andi. Ítar­­leg skrif­­leg gögn sýndu með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar fjár­­­festis not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Aðkoman var sem­sagt blekk­ing. Kaup­þing fjár­magn­aði Well­ing & Partners sem var raun­veru­legur eig­andi hlut­ar­ins sem þýski bank­inn sagð­ist hafa keypt. Gert var leyni­samn­ingur sem tryggði Hauck & Auf­häuser algjört skað­leysi og sölu­rétt á hlutnum eftir tvö ár. Fyrir þetta ómak þáði þýski bank­inn eina milljón evrur í þókn­ana­tekj­ur. Sá aðili sem bar alla áhætt­una af við­skipt­unum var Kaup­þing. Þegar fléttan – sem kölluð var „Oper­ation Puffin“ eða „Lunda­flétt­an“ af þeim sem hönn­uðu hana – var gerð upp hafði Kaup­þing sam­ein­ast Bún­að­ar­bank­an­um. Þannig lá fyrir að hið keypta bar áhætt­una af fléttu utan um kaup á sér. 
  8. En rann­sókn­ar­nefndin komst að fleiru. Í frétta­til­kynn­ingu sem hún sendi út sama dag og skýrslan var birt seg­ir: „Síð­­­ari við­­skipti á grund­velli ofan­­greindra leyn­i­­samn­inga gerðu það að verk­um, að Well­ing & Partners fékk í sinn hlut rúm­­lega 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala sem voru lagðar inn á reikn­ing félags­­ins hjá Hauck & Auf­häuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir við­­skiptin með eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, voru 57,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Mar­ine Choice Limited sem stofnað var af lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama en skráð á Tortóla. Raun­veru­­legur eig­andi Mar­ine Choice Limited var Ólafur Ólafs­­son. Um svipað leyti voru 46,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors Limited sem einnig var skráð á Tortóla. Ekki liggja fyrir óyggj­andi upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur Dek­hill eða hverjir nutu hags­­bóta af þeim fjár­­munum sem greiddir voru til félags­­ins.“

  9. Ólafur Ólafs­son er sá eini af höf­uð­paurum „Lunda­flétt­unn­ar“ sem hefur ráð­ist í umfangs­mikla málsvörn eftir að skýrslan var birt. Málsvörn hans snýst í grófum dráttum ann­ars vegar um að halda því fram að engu máli hafi skipt að hafa erlenda fjár­mála­stofnun með í S-hópn­um. Hann hefur birt eitt nýtt gagn sem á að sýna fram á þetta, tölvu­póst frá fyrr­ver­andi starfs­manni einka­væð­ing­ar­nefndar sem tekur undir sögu­skýr­ingu Ólafs, þrátt fyrir að hún sé þvert á yfir­lýs­ingar ýmissa sem komu að söl­unni og rök­studda nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Sá sem sendi tölvu­póst­inn afplánar nú þriggja ára fang­els­is­dóm fyrir efna­hags­brot. Hins vegar segir Ólafur að það sé eng­inn vafi á því að Hauck & Auf­häuser hafi verið lög­form­legur eig­andi að hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Um það hefur reyndar engin efast. Önnur atriði máls­ins finnst Ólafi engu máli skipta. Hann fékk að koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd nýverið þar sem von­ast var til að hann gæti upp­lýst um þær spurn­ingar sem enn er ósvarað í mál­inu og mögu­lega lagt fram ný gögn. Hann gerði hvor­ugt.

  10. Stærsta spurn­ingin sem enn stendur eftir ósvarað er hver er eig­andi félags­ins Dek­hill Advis­ors sem fékk 2,9 millj­arða króna á þávirði lagða inn á reikn­ing sinn árið 2006. Pen­ing­arnir voru hluti af hagn­að­inum af Lunda­flétt­unni sem skipt var á milli aflands­fé­lags Ólafs Ólafs­sonar ann­ars vegar og Dek­hill Advis­ors hins veg­ar. Eftir að rann­sókn­ar­nefndin komst að sinni nið­ur­stöðu sendi hún bréf á alla sem komu að „Lunda­flétt­unni“ og spurði þá m.a. hver ætti Dek­hill Advis­ors. Eng­inn þeirra sagð­ist vita það. Kjarn­inn greindi frá því 16. maí að gögn sýni að Dek­hill Advis­ors sé enn virkt félag. Ein­hverjir ein­stak­lingar hafa aðgang að því og eignir þess hafa verið hand­veð­settar eftir hrun. Nýj­ustu gögn sýna að félagið var enn til í sept­em­ber 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar