Mynd: Birgir Þór

Fasteignamatið 2018: Hvar er hækkun og hvar er lækkun?

Heildarmat allra fasteigna á landinu hækkar um 13,8% árið 2018. Hækkunin er hins vegar mismunandi eftir landsvæðum. Jón Ævar Pálma­son verk­fræð­ing­ur hefur tekið upplýsingarnar saman.

Í byrjun mán­aðar birti Þjóð­skrá Íslands nýtt fast­eigna­mat allra fast­eigna á Íslandi, sem lagt verður til grund­vallar álagn­ingu opin­berra gjalda fyrir árið 2018. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu hækkar heild­ar­mat allra fast­eigna á land­inu um 13,8% en hækk­unin er nokkuð mis­mun­andi eftir land­svæð­um. Fast­eigna­mat­inu er ætlað að lýsa mark­aðs­verði fast­eigna miðað við stöð­una í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Upp­lýs­ing­arnar hér birt­ast einnig á vefnum Act­u­ar­y.is. Þetta er í þriðja skiptið sem Act­u­ar­y.is birtir fast­eigna­mat­skort­ið, sem sýnir hlut­falls­hækkun allra íbúð­ar­eigna á land­inu milli ára. Myndin hér að neðan sýnir hlut­falls­hækkun fast­eigna­mats fyrir árið 2018 frá fyrra mati. Rauðir lita­tónar táknar hækkun en bláir lita­tónar lækk­un. Hægt er að þysja inn á ein­staka bæi eða bæj­ar­hluta með stækk­un­ar­gler­inu.

Miklar hækk­anir ein­kenna breyt­ing­una í ár. Mest hækkar fast­eigna­mat á Húsa­vík þar sem mið­gildi hækk­unar er 42,0%. Í sex öðrum póst­núm­erum hækkar fast­eigna­matið um meira en 20 pró­sent. Það eru Ölf­us, Hofs­ós, Fljót, Akra­nes og Varma­hlíð auk Breið­holts-­póst­núm­er­anna 109 og 111 í Reykja­vík.

Í fjórum póst­núm­erum lækkar mið­gildi fast­eigna­mats frá fyrra ári. Mest lækkun er í dreif­býli Dal­víkur þar sem fast­eigna­matið lækkar um 3,0%. Þar á eftir koma Hólma­vík, Staður (póst­númer 510) og Kefla­vík­ur­flug­völlur (235 Kefla­vík). Í Bol­ung­ar­vík stendur mið­gildi fast­eigna­mats í stað.

Hér er einnig hægt að skoða kort­ið.

Taflan hér á eftir sýnir hlut­falls­breyt­ingu fast­eigna­mats eftir póst­núm­er­um. Mið­gildi breyt­ing­anna táknar að helm­ingur fast­eigna hækkar meira og helm­ingur minna. Fast­eigna­mat fjórð­ungs fast­eigna breyt­ist minna en fyrstu fjórð­ungs­mörkin sýna og fjórð­ungur fast­eigna hækkar meira en þriðju fjórð­ungs­mörkin segja til um.

Breytingar á fasteignamati 2018Fasteignamatið hefur verið uppfært fyrir árið 2018. Hér að neðan sjást breytingarnar á fasteignamatinu frá fyrra ári eftir póstnúmerum.
PÓSTNÚMER 1. FJÓRÐUNGUR MIÐGILDI 3. FJÓRÐUNGUR
101 Reykjavík - Miðbær/Vesturbær 14.2% 15.7% 16.8%
103 Reykjavík - Kringlan/Hvassaleiti 11.4% 12.4% 13.7%
104 Reykjavík - Laugardalur 16.6% 18% 20%
105 Reykjavík - Hlíðar 15% 17.6% 19.4%
107 Reykjavík - Vesturbær 15% 15.9% 16.9%
108 Reykjavík - Austurbær 15.3% 16.1% 16.8%
109 Reykjavík - Bakkar/Seljahverfi 19% 20.6% 21.7%
110 Reykjavík - Árbær/Selás 16.4% 17.6% 18.6%
111 Reykjavík - Berg/Hólar/Fell 20% 20.8% 22.1%
112 Reykjavík - Grafarvogur 15.7% 16.7% 17.5%
113 Reykjavík - Grafarholt 14.9% 16.4% 17.7%
116 Reykjavík - Kjalarnes 16.8% 18.9% 20.1%
170 Seltjarnarnesi 14.2% 17.4% 21.3%
190 Vogum 17.9% 19% 20.2%
200 Kópavogi 17.6% 18.9% 20.3%
201 Kópavogi 13.8% 15.2% 16.4%
203 Kópavogi 11.3% 12.3% 13.4%
210 Garðabæ 10.2% 11.8% 15.1%
220 Hafnarfirði 15.7% 17.1% 18.5%
221 Hafnarfirði 16.7% 17.8% 18.9%
225 Álftanesi 15.2% 15.9% 16.6%
230 Reykjanesbæ 14.6% 15.9% 27.4%
233 Reykjanesbæ 14% 14.8% 15.5%
235 Reykjanesbæ -1.3% -0.3% 0.3%
240 Grindavík 17.8% 19.1% 20.4%
245 Sandgerði 10.1% 10.9% 11.9%
250 Garði 8.7% 9.5% 10.7%
260 Reykjanesbæ 15.7% 16.4% 25.3%
270 Mosfellsbæ 13.9% 15.8% 18.1%
271 Mosfellsbæ 15.1% 16.3% 17.9%
276 Mosfellsbæ 11.4% 11.6% 12.4%
300 Akranesi 16.3% 22.8% 25.7%
301 Akranesi 10.9% 11.8% 12.9%
310 Borgarnesi 4.1% 5.4% 9%
311 Borgarnesi 4.2% 4.6% 5%
320 Reykholt í Borgarfirði 3.2% 4.1% 4.8%
340 Stykkishólmi 5.3% 6.2% 7.5%
345 Flatey á Breiðafirði 17.1% 18.1% 19.1%
350 Grundarfirði 4% 6.2% 7%
355 Ólafsvík 9.1% 10.1% 11%
356 Snæfellsbæ 3% 3.5% 4.2%
360 Hellissandi 10.3% 11.2% 12.4%
370 Búðardal 2.3% 3.2% 4.2%
371 Búðardal 2.4% 3.4% 4.1%
380 Reykhólahreppi 2.9% 3.8% 4.7%
400 Ísafirði 4.2% 11.7% 13.4%
401 Ísafirði 9.4% 9.4% 9.5%
410 Hnífsdal 4.4% 5% 6.1%
415 Bolungarvík -1.1% 0% 1%
420 Súðavík 4.9% 5.3% 5.8%
425 Flateyri 8% 9.1% 10.3%
430 Suðureyri 12.1% 13.4% 14.9%
450 Patreksfirði 10.2% 11.6% 13.6%
451 Patreksfirði 9.2% 13.4% 14.6%
460 Tálknafirði 6.3% 7% 7.5%
465 Bíldudal 8.6% 9.4% 10.4%
470 Þingeyri 12.7% 13.9% 14.9%
471 Þingeyri 3.4% 13% 15.2%
500 Stað -3.8% -1.6% 0.6%
510 Hólmavík -3% -1.6% -0.4%
512 Hólmavík 5.9% 6.8% 10.2%
520 Drangsnesi 13% 14.2% 16.4%
524 Árneshreppi 8.6% 8.7% 8.7%
530 Hvammstanga 16.1% 17.3% 19.4%
531 Hvammstanga 0.8% 2.1% 2.9%
540 Blönduósi 14.2% 15.1% 16.7%
541 Blönduósi -0.5% 1.4% 2%
545 Skagaströnd 11.2% 12.7% 13.8%
550 Sauðárkróki 14.8% 16.5% 17.7%
551 Sauðárkróki 6.5% 12.5% 20.3%
560 Varmahlíð 16.3% 20.4% 24.5%
565 Hofsós 15.5% 16.7% 17.6%
566 Hofsós 23.2% 24.9% 26.2%
570 Fljótum 21.1% 23% 24%
580 Siglufirði 6.6% 14.3% 15.5%
600 Akureyri 9.6% 12% 13.5%
601 Akureyri 7.5% 9% 18.9%
603 Akureyri 10.9% 12.3% 13.3%
610 Grenivík 2.5% 4.1% 4.9%
611 Grímsey 15.1% 15.7% 16%
620 Dalvík 4.6% 5.9% 7%
621 Dalvík -4.3% -3% 4.7%
625 Ólafsfirði 16.4% 17.5% 18.5%
630 Hrísey -0.8% 0.2% 1.3%
640 Húsavík 37.2% 42% 44%
641 Húsavík 6.2% 8.9% 10.1%
645 Fosshólli 8% 9.4% 10.1%
650 Laugum 9.1% 9.9% 11%
660 Mývatni 8.5% 9.6% 10.2%
670 Kópaskeri 5% 5.7% 6.4%
671 Kópaskeri 5.2% 6.6% 7.9%
675 Raufarhöfn -0.9% 7.1% 8.2%
680 Þórshöfn 6.8% 7.8% 9%
681 Þórshöfn 3.2% 3.9% 5.6%
685 Bakkafirði 12% 12.7% 13.6%
690 Vopnafirði 10.4% 11.4% 12.4%
700 Egilsstöðum 2.5% 3.6% 5.3%
701 Egilsstöðum 6% 7% 7.8%
710 Seyðisfirði 9% 10.3% 11.4%
715 Mjóafirði 4.6% 6.9% 7.8%
720 Borgarfirði (eystri) 15.9% 18.6% 19.1%
730 Reyðarfirði 6.2% 7% 7.8%
735 Eskifirði 6.1% 7.3% 8%
740 Neskaupstað 4.9% 6.4% 7.7%
750 Fáskrúðsfirði 2% 3.1% 3.5%
755 Stöðvarfirði 3% 3.7% 4.2%
760 Breiðdalsvík 7.8% 8.9% 9.5%
765 Djúpavogi 9.7% 10.8% 11.7%
780 Höfn í Hornafirði 15.6% 16.4% 17.5%
781 Höfn í Hornafirði 6.2% 7.6% 9.9%
785 Öræfum 6.1% 7% 7.9%
800 Selfossi 15.9% 17% 18.1%
801 Selfossi 11.4% 16.6% 18.6%
810 Hveragerði 18.2% 19.8% 20.2%
815 Þorlákshöfn 2.8% 3.8% 4.3%
816 Ölfus 21.3% 28.3% 29%
820 Eyrarbakka 4.5% 5.7% 6.3%
825 Stokkseyri 8.5% 9.5% 10.5%
840 Laugarvatni 9% 9.7% 10.7%
845 Flúðum 9.7% 10.9% 13.7%
850 Hellu 5.5% 6.3% 7%
851 Hellu 9.1% 10.4% 11.1%
860 Hvolsvelli 6.2% 7% 8.1%
861 Hvolsvelli 9.6% 10.4% 11.2%
870 Vík 1.7% 5.5% 6.5%
871 Vík 7.5% 8.2% 9.2%
880 Kirkjubæjarklaustri 5.3% 7% 7.9%
900 Vestmannaeyjum 3.6% 4.3% 5.4%

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar