Hvað er „the queen's speech“ og hvers vegna eru allir að tala um það?

Theresa May er sögð ætla að fresta stefnuræðu stjórnvalda. Stefnumótunin með norðurírska sambandsflokknum gengur ver en búist var við.

Elísabet II Englandsdrottning flytur vanalega stefnuræðu stjórnvalda í upphafi hvers þings. Hún hefur tvisvar þurft að fá staðgengil þegar hún var ólétt af börnum sínum.
Elísabet II Englandsdrottning flytur vanalega stefnuræðu stjórnvalda í upphafi hvers þings. Hún hefur tvisvar þurft að fá staðgengil þegar hún var ólétt af börnum sínum.
Auglýsing

Það kemst fátt annað að í breskum fjöl­miðlum í dag annað en orðrómur um að for­sæt­is­ráðu­neytið breska ætli að fresta drottn­ing­ar­ræð­unni, „the queen's speech“, um óákveð­inn tima. Ráð­gert hafði verið að halda drottn­ing­ar­ræð­una eftir rétta viku, mánu­dag­inn 19. júní en það verður æ ólík­legra eftir því sem nær dreg­ur.

En hvað er drottn­ing­ar­ræðan og hvers vegna er hún mik­il­væg? Á vef breska rík­is­út­varps­ins má lesa eft­ir­far­andi um ræð­una.

Drottn­ingin flytur ræðu

Drottn­ing­ar­ræðan er ekk­ert annað en stefnuræða rík­is­stjórn­ar­innar sem vana­lega er flutt í upp­hafi hvers nýs þings í West­min­ster í London. Á Alþingi Íslend­inga flytja ráða­menn einnig slíka stefnu­ræðu, en þá er það æðsti maður rík­is­stjórn­ar­innar sem flytur ræð­una. Nú síð­ast var það Bjarni Bene­dikts­son sem flutti slíka ræðu sem for­sæt­is­ráð­herra.

Í Bret­landi er hins vegar hefð fyrir því að drottn­ingin – eða eftir atvikum kóng­ur­inn – flytji þessa ræðu. Um er að ræða ofboðs­lega form­fastan við­burð þar sem hver tákn­ræna athöfnin rekur aðra. Hefð­ina fyrir því að þjóð­höfð­ing­inn kynni stefnu stjórn­valda í upp­hafi þings er hægt að rekja aftur til sext­ándu ald­ar.

Allt heila gillið hefst á því að drottn­ingin fær stefnu­ræð­una senda til stað­fest­ing­ar. Ræðan er oftar en ekki stutt, aðeins um 10 mín­útna löng. Drottn­ing­unni er svo ekið í fylgd ridd­ara­liðs­sveita úr hirð drottn­ing­ar­innar úr Buck­ing­ham-höll í þing­húsið í West­min­st­er. Gríð­ar­legur fjöldi almenn­ings fylgist vana­lega með skrúð­göng­unni úr höll­inni.

Drottningin flytur stefnuræðuna úr hásæti sínu.

Þegar drottn­ingin hefur gengið inn um sér­stakan lands­herra­inn­gang þing­húss­ins, klædd skikkju og með kór­ónu á höfði, gengur hún sér­staka leið í þing­sal efri deild­ar­inn­ar.

Áður en full­trúum úr lávarða­deild breska þings­ins er hleypt í þing­sal neðri deild­ar­innar er hurð­unum skellt á trýnið á þeim. Það er tákn­ræn athöfn sem á að und­ir­strika sjálf­stæði neðri deild­ar­inn­ar. Lávörð­unum er svo hleypt inn þar sem þeir boða þing­menn til fundar í sölum efri deild­ar­inn­ar.

Þingmennirnir eru klæddir í hempur við tilefnið.

Um hvað er ræð­an?

Ræðan er vana­lega í grunn­inn upp­taln­ing á þeim lögum og mál­efnum sem stjórn­völd hyggj­ast koma til leiðar á nýju þingi. Ræðan hefur yfir­leitt meira vægi eftir að ný rík­is­stjórn hefur tekið við völd­um, enda eru þar sett fram helstu stefnu­mál nýrra stjórn­valda.

Athöfnin er gríðarlega formföst og hlaðin tákrænum hefðum og reglum.Það er ekki þar með sagt að allt sem lofað er í stefnu­ræð­unni verði að veru­leika. Það þekk­ist í Bret­landi eins og á Íslandi að stjórn­mála­menn lofa yfir­leitt meira en þeir geta á end­anum efnt.

Ræðan sem Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing mun flytja fyrir nýja rík­is­stjórn Ther­esu May verður mjög áhuga­verð fyrir magar sak­ir. Þar verða áherslu­mál minni­hluta­stjórn­ar­innar lögð fram. Þar verða einnig vís­bend­ingar um hversu mik­inn þrýst­ing norð­ur­írski flokkur lýð­ræð­is­legra sam­bands­sinna hefur sett á íhalds­flokk Ther­esu May í sam­starfsvið­ræðum í kjöl­far kosn­ing­anna.

Hvers vegna er ræð­unni frestað?

Það geta sjálf­sagt verið margar skýr­ingar á því hvers vegna drottn­ing­ar­ræð­unni verður frestað. Ástæða þess að næsti mánu­dagur var val­inn fyrir ræð­una er til marks um hversu von­góð Ther­esa May hefur verið um að við­ræð­urnar við norð­ur­írska flokk­inn myndu ganga vel.

Nú er hins vegar sterkur orðrómur um að við­ræð­urnar gangi ekki nógu vel og að lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn setji strang­ari skil­yrði fyrir stuðn­ingi sínum við minni­hluta­stjórn íhalds­manna en gefið hafði verið í skyn.

Fregnir hafa borist af því að íhalds­menn í Bret­landi kvíði jafn­vel fyrir því að vinna með íhalds­sam­ara stjórn­mála­afli í breskum stjórn­málum en þeir sjálf­ir. Í sam­starfi lýð­ræð­is­lega sam­bands­flokks­ins og íhalds­flokks­ins eru þeir síð­ar­nefndu klár­lega frjáls­lynd­ara afl.

May gæti þess vegna þurft að gefa mun meira eftir af stefnu­málum íhalds­flokks­ins en hún hafði von­að. Það mun að öllum lík­indum gera stöðu hennar sem leið­togi flokks­ins erf­ið­ari. Nú þegar hafa áhrifa­menn innan íhalds­ins talað opin­ber­lega um veika stöðu for­sæt­is­ráð­herr­ans og telja hana ekki geta setið leng­ur, í það minnsta ekki mikið leng­ur.

Auglýsing

Hvað ger­ist eftir ræð­una?

Ef Ther­esu May tekst að kom­ast að end­an­legu sam­komu­lagi við norð­ur­írska flokk­inn þá er aðeins hálfur sigur unn­inn. Eftir að drottn­ingin flytur stefnu­ræðu stjórn­valda er yfir­leitt gert þing­hlé þar til þing­menn snúa aftur í þingsal­inn og takast á um nýja stefnu stjórn­valda. Sú rök­ræða tekur yfir­leitt fimm daga og lýkur með tákn­rænni atkvæða­greiðslu.

Ef May tekst að koma minni­hluta­stjórn sinni klakk­laust í gegnum þessi próf á hún eflaust mögu­leika á að sitja áfram, jafn­vel þó póli­tískir and­stæð­ingar haldi áfram að benda á tak­mark­aðan þing­styrk henn­ar.

Theresa May á hugsanlega aðeins erfiðara með að snúa upp á hendina á norðurírska lýðræðislega sambandsflokkinum en hún hafði gert ráð fyrir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiErlent