Kolefnishlutleysi 2045 – Svíar lögfesta metnaðarfull loftslagsmarkmið

Sænska þingið samþykkti metnaðarfullar og lögbundnar áætlanir um kolefnishlutleysi Svíþjóðar árið 2045. Þetta er fyrsta allsherjarloftslagslöggjöfin í heiminum sem sett er fram í kjölfar Parísarsamkomulagsins 2015.

Isabella Lövin, varaforsætisráðherra Svíþjóðar og ráðherra græningja, afgreiddi málið úr ríkisstjórn í febrúar. Undirritunin vakti athygli vegna uppstillingarinnar á myndinni; Þar eru bara konur og hún á að vera einskonar ádeila á Donald Trump.
Isabella Lövin, varaforsætisráðherra Svíþjóðar og ráðherra græningja, afgreiddi málið úr ríkisstjórn í febrúar. Undirritunin vakti athygli vegna uppstillingarinnar á myndinni; Þar eru bara konur og hún á að vera einskonar ádeila á Donald Trump.
Auglýsing

Sænska þingið hefur sam­þykkt laga­lega bind­andi mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi lands­ins árið 2045. Þetta er fyrsta lofts­lags­lög­gjöfin í Sví­þjóð og fyrsta alls­herj­ar­lög­gjöfin sem sett er um lofts­lags­mál í kjöl­far lofts­lags­ráð­stefn­unnar í París 2015.

Frá þessu er greint á vef sænskra stjórn­valda en rík­is­þingið greiddi atkvæði um þau 15. júní síð­ast­lið­inn. 254 þing­menn greiddu atkvæði með nýju lög­unum en 41 þing­maður Sví­þjóð­ar­demókrata kaus gegn þeim, sam­kvæmt Climate Home.

Sví­þjóð er aðild­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu og partur af sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­ríkja gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um 40 pró­sent minni losun árið 2030 miðað við árið 1990. Ísland er einnig aðili að þessu sam­eig­in­lega mark­miði.

Lögin munu taka gildi á fyrsta degi næsta árs. Í þeim eru þrjár meg­in­stoðir sem eiga að stuðla að því að lofts­lags­mark­miðin náist, sama hvaða flokkar eða stjórn­mála­menn eru við völd.

Auglýsing

Verða að meta stöð­una á hverju ári

Fyrir það fyrsta þá skylda lögin sænsk stjórn­völd til þess að byggja áætl­anir sínar á mark­mið­unum í lofts­lags­mál­um. Stjórn­völd verða jafn­framt að útlista hvernig þessum mark­miðum verði náð.

Gagna­öfl­un­ar- og upp­lýs­inga­skylda sænsku stjórn­ar­innar er einnig skýr: á hverju ári verða stjórn­völd að kynna sér­staka lofts­lags­skýrslu í fjár­laga­frum­varpi sínu og fjórða hvert ár verður að upp­færa stefnu­mót­un­ar­á­ætl­anir um hvernig mark­mið­unum verði náð.

Þannig eru fjár­út­lát rík­is­ins borin saman við áfanga og áætl­anir í lofts­lags­málum á hverju ári og áætl­anir upp­færðar í sam­ræmi við það.

Kolefn­is­hlut­leysi 2024

Lofts­lags­mark­miðin eru önnur stoð lag­anna en þar segir að árið 2045 ætli Sví­þjóð að vera kolefn­is­hlut­laust, þe. losa jafn mikið eða minna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en bundið er í jörðu. Eftir árið 2045 er mark­miðið að los­unin verði nei­kvæð, þe. meira bundið í jörðu en sett er út í and­rúms­loft­ið.

Svíar hyggjast ná kolefnishlutleysi með svokölluðum kolefnisuppbótum.

Þetta verður gert með því að draga úr losun en einnig með því að binda meira af kolefni í jörðu. Þá hyggj­ast stjórn­völd fjár­festa í ræktun skóga utan Sví­þjóð­ar, með svo­kall­aðri kolefn­is­upp­bót. Á end­anum er gert ráð fyrir að útblástur frá Sví­þjóð verði um 85 pró­sent minni en árið 1990.

Í lög­unum er einnig kveðið á um mark­mið til skemmri tíma og eru þau ekki síður metn­að­ar­full. Árið 2030 á útblástur frá þeim geirum sem falla undir sam­eig­in­legt mark­mið Evr­ópu­ríkja að vera 63 pró­sent minni en árið 1990 og 75 pró­sent minni árið 2040.

Lofts­lags­stefnu­ráð til ráð­gjafar

Þriðja stoð nýju lofts­lagslag­anna í Sví­þjóð er sér­stakt sjálf­stætt lofts­lags­stefnu­ráð sem á að veita stjórn­völdum aðhald. Ráðið á að meta stefnu­mörkun stjórn­valda og upp­lýsa um hversu lík­legt sé að stefnan skili árangri miðað við sett mark­mið.

Lofts­lags­lögin hafa verið í und­ir­bún­ingi und­an­farin ár. Sér­stök þverpóli­tísk nefnd um umhverf­is­verk­efni hefur unnið að lag­ara­mm­anum og að mótun loft­lags­á­ætl­unar fyrir Sví­þjóð.

Í Sví­þjóð ríkir nú sam­steypu­stjórn sós­í­alde­mókrata og græn­ingja. Vara­for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, græn­ing­inn Isa­bella Lövin, afgreiddi málið frá rík­is­stjórn­inni í febr­úar og þingið tók afstöðu til þess um miðjan mán­uð­inn.

Íslensk lofts­lags­lög síðan 2012

Á Íslandi er í gildi lag­ara­mmi um aðgerðir stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­lögin voru sam­þykkt árið 2012 en þar er fjallað um hlut­verk rík­is­stofn­ana gagn­vart alþjóð­legum skuld­bind­ing­um, fjallað um gerð aðgerða­á­ætl­ana og þau tól sem fyrir eru til mót­vægis útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Lögin voru ekki síst gerð og sam­þykkt til þess að setja einn hatt á lofts­lags­að­gerðir og -verk­efni íslenskra stjórn­valda. Árið 2012 hafði Ísland gengið í sam­starfið um

Íslensk loftslagslög tóku gildi árið 2012. Í þeim er ekki fjallað um sérstök markmið.Mark­mið Íslands eru hins vegar ekki bundin í íslensk lög og ekki er kveðið á um að stjórn­völd eða almenn­ingur séu upp­lýst um árangur stefnu­mót­un­ar­inn­ar. Umhverf­is­stofnun hef­ur, sam­kvæmt lög­un­um, það hlut­verk að upp­færa los­un­ar­bók­hald Íslands og skila til Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar á hverju ári. Það verk­efni kemur til vegna þátt­töku Íslands í Kýóto-­sam­komu­lag­inu.

Breið­ari sam­staða innan stjórn­ar­ráðs­ins

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar hefur und­ir­ritað sér­staka sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu milli ráðu­neyta um breið­ari sam­stöðu innan stjórn­ar­ráðs­ins um aðgerðir í lofts­lags­málum í maí síð­ast­liðn­um. Það eru þess vegna sex ráðu­neyti sem munu standa að gerð nýrrar aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­mál­um. Sú áætlun sem er nú í gildi er síðan 2010.

Það eru nýmæli að svo mörg ráðu­­neyti standi for­m­­lega á bak við gerð aðgerða­á­ætl­­unar í lofts­lags­­málum en hingað til hafa lofts­lags­­mál verið á könnu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­neyt­is­ins. Umhverf­is­ráðu­­neytið hefur svo óskað eftir sam­­starfi við önnur ráðu­­neyti.

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingar um loftslagsmál í maí

Í fyrra sam­­þykkti Ísland Par­ís­­ar­­samn­ing­inn og undir honum er Ísland í sam­­floti með Evr­­ópu­­sam­­bands­­ríkjum með mark­mið um að minnka losun um 40 pró­­sent árið 2030 miðað við losun árs­ins 1990.

Áætlað er að end­an­­legar skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart Par­ís­­ar­­sam­komu­lag­inu verði á bil­inu 35-40 pró­­sent minnkun útstreym­­is. Enn hafa for­m­­legar við­ræður ekki haf­ist milli Íslands og ESB. Yfir­­völd í Brus­­sel vilja ekki hefja þær við­ræður fyrr en reglu­verkið í kringum þessi sam­eig­in­­legu mark­mið hefur verið frá­­­gengið og sam­­þykkt. Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur íslenskum stjórn­­völdum verið sagt að sú vinna eigi að klár­­ast fyrir árs­­lok.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiErlent