Átök í uppsiglingu á ráðstefnu G20-ríkja

Trump hittir Pútín í fyrsta sinn sem forseti í Þýskalandi í næstu viku. Dagskrá ráðstefnu G20 ríkjanna fjallar um loftslagsbreytingar, fríverslun og flóttamenn.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður gestgjafi þjóðarleiðtoga í Hamborg í næstu viku.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður gestgjafi þjóðarleiðtoga í Hamborg í næstu viku.
Auglýsing

Lofts­lags­breyt­ing­ar, frí­verslun og hnatt­rænn flótta­manna­vandi verða aðal­um­fjöll­un­ar­efnin á ráð­stefnu 20 stærstu iðn­velda heims, G20, sem haldin verður í Ham­borg í Þýska­landi í næstu viku.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, tekur þá á móti þjóð­ar­leið­togum 19 ríkja heims og föru­neyti þeirra.

Með þessa dag­skrá að vopni mun Merkel eiga erfitt að stýra fram hjá ágrein­ingi við Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna. Trump hefur fjallað um öll þessi mál síðan hann tók við emb­ætti vest­an­hafs og snúið frá stefnu fyrri stjórn­valda þannig að Banda­ríkin eru nú á leið ein­angr­unar í alþjóða­sam­skipt­um.

Trump hefur talað mikið um Pútín og verið mjög áfram um að efla samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Talið er víst að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum í fyrra.Ráð­stefnan í Ham­borg verður jafn­framt fyrsti fundur Don­alds Trump og Vla­dimírs Pútín eftir að Trump var kjör­inn for­seti í vet­ur.

Á fundi sjö stærstu iðn­velda heims, G7, í maí tók­ust leið­togar Evr­ópu­ríkja og Don­ald Trump á um lofts­lags­mál og flótta­manna­vand­ann. Lík­legt er að enn verði tek­ist á í Ham­borg, enda hefur Trump sagt Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu í milli­tíð­inni.

Auglýsing

Ang­ela Merkel á breiðan stuðn­ing vís­ann frá öðrum þjóðum sem sækja G20 ráð­stefn­una. Þegar kemur að lofts­lags­breyt­ingum eru Kína og Ind­land mik­il­vægar banda­lags­þjóð­ir. Bæði ríki taka þátt í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og hafa und­ir­strikað fylgi sitt við mál­stað­inn eftir að Trump dró Banda­ríkin út.

Kína ber ábyrgð á stærsta hluta útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­und nokk­urs rík­is, rétt á undan Banda­ríkj­un­um. Ind­land er þriðja mesta meng­un­ar­ríki heims. Ef þessar þjóðir myndu einnig segja sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu myndi það falla.

Und­an­farið hefur Merkel treyst böndin við Kína og Ind­landi. Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, var nýlega í opin­berri heim­sókn í Berlín og Li Keqi­ang, for­sæt­is­ráð­herra Kína, kom einnig í opin­bera heim­sókn.

Leið­togi hins frjálsa heims

Þó Don­ald Trump hafi ekki verið for­seti Banda­ríkj­anna lengi þá hefur hann haft tals­verð áhrif á lands­lag alþjóða­stjórn­mála. Nokkur Evr­ópu­ríki hafa ákveðið að snúa sér enn frekar að öðrum banda­mönnum þegar kemur að sam­starfi á alþjóða­vett­vangi og frá Banda­ríkj­un­um.

Antonio GuterresTrump hefur verið var­aður við. Ant­onio Guterres, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, fjall­aði um stöðu Banda­ríkj­anna á sínum fyrsta blaða­manna­fundi sem aðal­rit­ari.

„Ef Banda­ríkin aftengja sig í hinum ýmsu mál­efnum sem tengj­ast utan­rík­is­málum og alþjóða­sam­skipt­um, þá er óum­flýj­an­legt að aðrir leik­menn taka við kefl­in­u,“ sagði Guterres. „Ég held að það verði ekki gott fyrir Banda­ríkin og ég held að það sé ekki gott fyrir heim­inn.“

Þýsk stjórn­völd segj­ast ekki vera að leita eftir árekstrum á ráð­stefnu G20-land­anna. Sig­mar Gabriel, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, segir Þýska­land heldur ekki ætla að stilla sér upp and­spænis Banda­ríkj­un­um.

Þýskaland er sagt geta tekið við hlutverki leiðtoga hins vestræna heims í krafti stuðnings frá Evrópuríkjum og með dvínandi áhrifum Bandaríkjanna.Merkel hefur þó verið nefnd sem næsti „leið­togi hins frjálsa heims“. Það er óform­legur tit­ill sem for­seti Banda­ríkj­anna hefur borið í alþjóða­stjórn­málum und­an­farna ára­tugi. Í Evr­ópu hefur Merkel nokkuð gott traust þegar kemur að alþjóða­mál­um. Í könnun Pew Res­e­arch Center kemur fram að 52% Evr­ópu­búa treysta Merkel til að „gera hið rétta í alþjóða­mál­u­m“.

Merkel virð­ist einnig telja að nú séu tíma­mót í alþjóða­sam­skiptum Þýska­lands. „Þeir tímar þar sem við getum treyst full­kom­lega á aðra eru liðn­ir, í vissum skiln­ingi. Það er það sem ég hef upp­lifað und­an­farna daga,“ lét Merkel hafa eftir sér á fundi með flokks­fólki sínu eftir G7-fund­inn í maí. „Þess vegna get ég aðeins sagt: Við Evr­ópu­búar verðum raun­veru­lega að taka örlögin í okkar hend­ur.“

Í for­mála kynn­ing­ar­bæk­lings sem dreift er í tengslum við G20-ráð­stefnunna skrifar Merkel um sam­starf stærstu iðn­velda heims og þau mál sem brenna helst á alþjóða­sam­fé­lag­inu. „Þessi verk­efni verða aug­ljós­lega ekki unnin af löndum á eigin veg­ferð eða með ein­angr­un­ar­hyggju og vernd­ar­hyggju. Ekki er hægt að snúa aftur í heim­inn fyrir hnatt­væð­ing­una.“

G20-löndin árið 2017

G20-fund­ur­inn er alþjóð­leg ráð­stefna 20 stærstu hag­kerfa í heimi. Þar er fjallað um mál­efni sem þurfa athygli fleiri en einnar stofn­unnar eða rík­is­stjórn­ar.

19 lönd eiga aðild að þess­ari ráð­stefnu auk Evr­ópu­sam­bands­ins sem er 20 „land­ið“. Sam­an­lagt fer 85% vergrar þjóð­ar­fram­leiðslu heims­ins fram í þessum löndum og 80% allra við­skipta.

  • Argent­ína
  • Ástr­alía
  • Banda­ríkin
  • Brasilía
  • Bret­land
  • Frakk­land
  • Ind­land
  • Indónesía
  • Ítalía
  • Japan
  • Kanada
  • Kína
  • Mexíkó
  • Rúss­land
  • Sádi-­ar­abía
  • Suð­ur­-Afr­íka
  • Suð­ur­-Kórea
  • Tyrk­land
  • Þýska­land
  • Evr­ópu­sam­bandið

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiErlent