Stóru seðlarnir

Verðmiklir peningaseðlar eru víðar umtalsefni en á Íslandi. Í Evrópu verður stærsti evruseðillinn brátt tekinn úr umferð og í Danmörku er hafin umræða um að taka 1.000 krónurnar úr umferð enda nota fáir þessa seðla nema í svarta hagkerfinu.

Danir íhuga nú að kippa stærsta seðlinum sem til er í dönskum krónum úr umferð.
Danir íhuga nú að kippa stærsta seðlinum sem til er í dönskum krónum úr umferð.
Auglýsing

Flestum er lík­lega í fersku minni sú hug­mynd Bene­dikts Jóhann­es­sonar fjár­mála­ráð­herra að íslenski 10.000 króna seð­ill­inn skyldi tek­inn úr umferð. Svipuð umræða fer þessa dag­ana fram í Dan­mörku, um danska 1.000 króna seð­il­inn og 500 evra seð­il­inn hverfur úr umferð á næsta ári.

­Ís­lenski tíu þús­und króna seð­ill­inn var kynntur með pomp og prakt í lok sept­em­ber 2013. Seðla­bank­inn efndi til sér­stakrar sýn­ingar á seðl­inum í til­efni útgáf­unnar og undir lok októ­ber­mán­aðar þetta sama ár var seð­ill­inn kom­inn í umferð. Fram­hlið­ina prýðir teikn­ing af Jónasi Hall­gríms­syni „lista­skáld­inu góða“ og á bak­hlið má sjá sýn­is­horn af rit­hönd skálds­ins og teikn­ingu hans af fjall­inu Skjald­breið.

Til­gang­ur­inn með útgáfu tíu þús­und króna seð­ils­ins var „að fækka seðlum í umferð og gera greiðslu­miðlun liprari“ eins og sagði í frétt Seðla­banka Íslands. Fram kom að í upp­hafi voru prent­aðar fjórar millj­ónir seðla og að inn­kaups­verð hvers seð­ils (eins og Seðla­bank­inn orð­aði það) væri 29 krón­ur, til sam­an­burðar væri kostn­aður við prentun fimm þús­und króna seð­ils 18 krón­ur. Mun­ur­inn skýrð­ist af fleiri og flókn­ari örygg­is­þátt­um.

Ýmsum þótti útgáfa þessa nýja seð­ils tíma­skekkja og bentu á dæmi um að nokkur lönd hefðu einmitt hætt útgáfu seðla með háu verð­gildi með þeim rökum að eng­inn hefði þörf fyrir slíka seðla og þeir gögn­uð­ust fyrst og fremst ýmis konar ljós­fæl­inni starf­semi.

Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra og her­örin

Í júní á þessu ári kynnti Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herra nið­ur­stöður tveggja starfs­hópa sem meðal ann­ars skoð­uðu umfang skattaund­an­skota. Á frétta­manna­fundi sagði ráð­herr­ann stefnt að því að taka tíu þús­und króna seð­il­inn úr umferð. Rök­semdir ráð­herr­ans voru að þessi seð­ill gagn­að­ist kannski fyrst og fremst þeim sem hefðu óhreint mjöl í skatta- og gjalda­poka­horn­inu og þar væru umtals­verðar upp­hæðir í umferð.

10.000 krónu seðlinum átti að kippa úr umferð.

Ráð­herr­ann sagði þetta lið í þeirri herör sem nauð­syn­legt væri að skera upp gegn skattsvik­um. Seðlar væru eft­ir­læti þeirra sem ekki vildu láta rekja slóð sína og ekki væri ástæða til að gera þeim lífið létt­ara.

500 evru seð­ill­inn

Árið 2002 setti evr­ópski seðla­bank­inn í umferð 500 evru seð­il, það eru um það bil 62 þús­und íslenskar krón­ur. Strax eftir að 500 evru seð­ill­inn var settur í umferð heyrð­ust margar og háværar gagn­rýn­is­radd­ir. Sú gagn­rýni snéri fyrst og fremst að því að svo stór seð­ill gagn­að­ist fyrst og fremst glæpa­mönnum og í þeirra hópi yrði hann ugg­laust mjög vin­sæll. Komið hefur á dag­inn að almenn­ingur hefur lítt eða ekki notað 500 evra seð­il­inn, né séð hann öðru­vísi en á mynd. Seð­ill­inn hefur verið kall­aður „Bin Laden“, vísar til þess að allir viti um hann, viti hvernig hann líti út, á mynd, en eng­inn hafi séð hann. Í breskri rann­sókn kom í ljós að allt að 90 pró­sent 500 evra seðla í Bret­landi (sem er ekki með í evru­sam­starf­inu) væru í höndum glæpa­manna. Sam­tök breskra versl­un­ar­manna og breskir bankar sam­mælt­ust um að taka ekki á móti 500 evra seðl­inum og með því móti gera það ómögu­legt að nota seðilinn. Stjórn­völd á Spáni telja að 25 pró­sent allra 500 evra seðla sem settir hafa verið í umferð séu í höndum glæpa­manna þar í landi.

Umdeildur frá upp­hafi

500 evra seð­ill­inn var frá upp­hafi gagn­rýndur í mörgum aðild­ar­ríkjum evr­unnar en átti sér líka stuðn­ings­menn. Meðal þeirra sem studdu 500 evru seð­il­inn voru Þjóð­verj­ar. Þar er löng hefð fyrir notkun reiðu­fjár, nær fjórar af hverjum fimm greiðslum í Þýska­landi eru inntar af hendi með seðlum og mynt. Mjög lít­ill hluti þeirra greiðslna fer þó fram með „Bin Laden“. ­Seðla­banki Evr­ópu tók lengi vel lítið mark á þess­ari gagn­rýni en þó fór svo að í maí 2016 til­kynnti bank­inn að 500 evra seð­ill­inn yrði tek­inn úr umferð í árs­lok 2018.

500 evrur eru mikill peningur. Seðillinn verður tekinn úr umferð.

Danir og 1.000 króna seð­ill­inn

Árið 1998 setti Danski seðla­bank­inn í umferð 1.000 króna seð­il. Sam­kvæmt rann­sókn sem fram fór á vegum Danska við­skipta­há­skól­ans, CBS, er mjög lítið af 1.000 króna seðl­inum (um það bil 16 þús­und íslenskar) í umferð, en Danir eru sem kunn­ugt er ekki aðilar að evru­sam­starf­inu.

Jan Dams­gaard sem gerði áður­nefnda rann­sókn sagði í við­tali að 1.000 króna seð­ill­inn væri dýnu­seð­ill, gjald­mið­ill glæpa­manna, til pen­inga­þvættis og til að borga fyrir „svarta“ vinnu, almenn­ingur not­aði ekki seð­il­inn. „Í Dan­mörku er það einkum eldra fólk sem notar reiðufé og það borgar ekki með 1.000 króna seðl­inum þegar það kaupir mjólk­ur­pott og smjör­stykki, það er bein­línis smeykt við svona stóran seð­il,“ sagði Jan Dams­gaard.

1000 danskar krónur eru um þaði bil 16 þúsund íslenskar krónur.

Ein­ing­ar­list­inn vill 1.000 króna seð­il­inn burt

Fyrir skömmu sam­þykkti þing­flokkur danska Ein­ing­ar­list­ans ályktun þess efnis að 1.000 króna seð­ill­inn yrði tek­inn úr umferð. Flokk­ur­inn hefur 14 þing­menn þeirra 179 sem sitja á danska þing­inu, Fol­ket­inget. Þing­menn danska Þjóð­ar­flokks­ins, næst fjöl­menn­asta flokks­ins á þing­inu (hefur 37 þing­menn) vill fá að sjá nán­ari rök­semdir fyrir þess­ari ákvörðun en hefur tekið jákvætt í ályktun Ein­ing­ar­list­ans. Benny Eng­el­brecht, þing­maður Sós­í­alde­mókrata, stærsta flokks­ins á þing­inu (með 46 þing­menn), sagði í við­tali við Jót­land­s­póst­inn að ef Danski seðla­bank­inn mæli með að 1.000 króna seð­ill­inn verði aflagður styðji flokk­ur­inn það. Þing­mað­ur­inn bætti því að sjálfur hefði hann aldrei séð 1.000 króna seð­il­inn, nema á mynd. Tals­maður Ein­ing­ar­list­ans sagð­ist vona að ályktun flokks­ins yrði til þess að koma umræðum um „hinn ónauð­syn­lega 1.000 króna seð­il“ af stað. Hvort það verður skal ósagt lát­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar