Mynd: Landsvirkjun

Hvernig minnkum við kolefnisfótspor Íslendinga?

Hvernig geta heimili og fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt? Hér er þriðja greinin í greinaröð á vegum Circular Solutions um umhverfismál á Íslandi.

Mót­væg­is­að­gerðir heim­ila

Í grein eftir Jack Clar­ke, Jukka Heinonen og Juu­dit Ottelin (1) er kolefn­is­fót­spor neyslu­menn­ingar íslend­inga lýst og talað er um þann sýnd­ar­veru­leika sem er hið umhverf­is­væna Ísland. Þar sem mestu máli skiptir er mengun frá sam­göng­um, sem og inn­fluttum mat­væl­um, vörum og fatn­aði. Mót­væg­is­að­gerðir fyrir Par­ís­ar­sátt­mál­ann taka á sam­göngu­mál­unum en hann snertir ekki á áhrifum neyslu Íslend­inga á mengun sem á upp­runa sinn í öðrum löndum við fram­leiðslu og flutn­ing á þeim vörum sem enda hér á landi. Í þeirri grein var einnig nefnt að meiri­hluti umhverf­is-birgða sem neysla Íslend­inga setur á önnur lönd eru í þró­un­ar­lönd­um. Í heim­il­is­haldi eru það mat­væli sem hafa mest áhrif á kolefn­is­fót­spor fyrir utan sam­göngur (1). En þegar borið er saman við Evr­ópu þá er kolefn­is­fót­spor á mat­væli svipað en það er magnið sem er meira hér, það ber því við að minnkun á neyslu og/eða á mat­ar­sóun getur haft mikil áhrif.

Mynd 1. Gróðurhúsaáhrif á hverja orkueiningu frá ýmsum svæðum og löndum.

Einnig eru aðrar lausnir nefndar í grein­inni, t.d. að auka neyslu á mat sem er fram­leiddur inn­an­lands og inn­leiða stefnur varð­andi umhverf­is­vænan mat (1). Aukin neysla á vörum sem eru fram­leiddar inn­an­lands á ekki aðeins við um mat­væli, heldur einnig elds­neyti, föt og aðrar vör­ur. Ástæðan er að gróð­ur­húsa­á­hrif á hverja fram­leidda orku­ein­ingu er lítil hér á landi í sam­an­burði við flest lönd sem við flytjum þessar vörur inn frá (smá mynd 1). Ef ekki er hægt að fram­leiða vörur sem nýttar eru hér á landi má aðstoða þau lönd sem við höfum áhrif á með jákvæðum fjár­fest­ingum í „grænum innvið­um“ og þró­un­ar­að­stoð.

Í því sam­hengi er einnig vert að nefna að sam­kvæmt bók­inni „Drawdown: The most comprehensive plan ever proposed to reverse global warm­ing“ (2) er eitt af því sem fólk og fyr­ir­tæki geta gert til þess að hafa áhrif á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda að styrkja menntun stúlkna í þró­un­ar­lönd­um. Þar sem aukin menntun stúlkna leiðir af sér færri og heil­brigð­ari börn sem getur hjálpað til að stemma stigu við fólks­fjölg­un. Það eru fjöl­margar stofn­anir á Íslandi og erlendis sem hægt er að styrkja í þessum til­gangi.

Ein­föld jafna er oft sett fram í umræðum um lofts­lags­breyt­ingar og hvað þurfi til þess að ná böndum á það vanda­mál. Hún er marg­feldi og seg­ir; fjöldi fólks marg­fald­aður með þjón­ustu á hverja mann­eskju marg­faldað með orku á hverja þjón­ustu marg­faldað með gróð­ur­húsa­loft­teg­undum á hverja orku­ein­ingu er jafnt og heild­ar­út­blástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Jafnan sem kennd er við Bill Gates.

Það er skemmti­legt að skoða þessa jöfnu fyrir okkur Íslend­inga, því við erum fámenn þjóð. Hins veg­ar, eins og nefnt hefur hér að ofan, þá er bæði þjón­usta á hverja mann­eskju mikil og hugs­an­lega orka á hverja þjón­ustu sem á bæði við um inn­lenda orku og orku sem er notuð í að fram­leiða inn­fluttar vörur erlend­is. Lítið magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er við hverja orku­ein­ingu, það er að segja þá orku sem er notuð hér á landi við fram­leiðslu á vöru eða þjón­ustu sem við neyt­um, en ekki endi­lega á inn­fluttum varn­ingi sem er um 60 pró­sent af kolefn­is­spori neyslu okkar sam­kvæmt tölum frá OECD. (4)

Mót­væg­is­að­gerðir fyr­ir­tækja

Líkt og fyrir heim­ilin – sé ekki ein­ungis litið til beins rekst­urs fyr­ir­tækja heldur þátta ofar í virð­is­keðju þeirra (líkt og fram­leiðslu á hrá­efn­um) – eru umhverf­is­á­hrif oft tölu­vert meiri en gert er ráð fyrir í fyrstu. Þar skiptir máli hvert land fram­leiðsl­unnar er líkt og bent var á hér að ofan; Flutn­ings­leið­ir, hvernig vör­unni er fargað og fleira. Slík vit­neskja er oft ekki á reiðum hönd­um, en fáir þekkja fram­leiðslu íslenskra fyr­ir­tækja betur en starfs­fólk og sér­fræð­ingar innan þeirra eigin raða.

Það eru margir mögu­leikar sem birt­ast þegar fyr­ir­tæki skoða fyrir alvöru umfang starf­semi þess og hvernig það hefur áhrif á umhverfið hér á landi og erlend­is. Hug­mynda­fræði hring­hag­kerfis (e. circular economy) getur komið að góðum notum fyrir fyr­ir­tæki þar sem hægt er að ná utan um sóun á hrá­efnum og auð­lind­um, upp­götvað nýtt líf fyrir vörur og hrá­efni með end­ur­nýt­ingu og end­ur­nýj­un. Einnig geta fyr­ir­tækið farið á mis við verð­mæti úrgangs og svo fram­veg­is.

Vindtúrbínur í dögun
Gradert / Unsplash

Utan­að­kom­andi ráð­gjöf getur því ein­ungis aðstoðað við útreikn­inga á slíkum umhverf­is­á­hrif­um, en það er ein­ungis í nánu sam­starfi við þá sem þekkja sína vöru best sem raun­hæfum nið­ur­stöðum er náð. Hér er ekki hægt að hafa eina lausn sem hentar öll­um, því lang flest fyr­ir­tæki eru gríð­ar­lega ólík, jafn­vel frá hörð­ustu sam­keppn­is­að­ilum sín­um. Séu umhverf­is­á­hrif af rekstri fyr­ir­tækis þekkt opn­ast heimur mögu­leika (5). Aðgengi opn­ast að mörk­uðum með strangt reglu­verk og sem inn­legg í mark­aðs­starf svo fátt eitt sé nefnt. Það mik­il­væg­asta er þó að með slíka vit­neskju í fartesk­inu geta fyr­ir­tæki tekið með­vit­aða ákvörðun um hvaða aðgerðir skal taka til að lág­marka umhverf­is­á­hrif sín, ákvarð­anir byggðar á rök­föstum grunni og vís­inda­legri nálgun (6).


Þessi grein er þriðja af sex í greina­röð um umhverf­is­mál á Íslandi. Í næstu greinum munum við fjalla hvernig hægt er að minnka umhverf­is­á­hrifin og um umhverf­is­mál í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og svo fram­veg­is.

Um höf­unda

Hafþór Ægir Sigurjónsson er doktor í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hann er nýdoktor við Háskóla Íslands og DTU og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.
Reynir Smári Atlason er doktor í umhverfis og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann er lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU) og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.

Heimildir

[1] Clarke, J., Heinonen, J., & Ottelin, J. (2017). Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland. Journal of Cleaner Production, 166, 1175-1186.

[2] Hawken, P., 2017. Drawdown: The most comprehensive plan ever proposed to reverse global warming.

[3] Climte for life; http://climateforlife.se/2016/06/

[4] OECD inter country input-output tables (2016 edition); oe.cd/icio

[5] Nidumolu, R., Prahalad, C. K., & Rangaswami, M. R. (2009). Why sustainability is now the key driver of innovation. Harvard business review, 87(9), 56-64.

[6] Circular Solutions. Consulting. https://www.circularsolutions.is/

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar