Jakup Kapusnak / Unsplash

Loftslagsbreytingar og fiskveiðar á Íslandi

Íslenskur sjávarútvegur er einn verðmætustu geira íslensks samfélags. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjávarútvegi er ekki síst mikilvæg þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér er fjórða greinin í greinaröð á vegum Circular Solutions um umhverfismál á Íslandi.

Breyt­ingar á lofts­lagi jarðar munu hafa áhrif á fisk­veiðar á heims­vísu, ekki síst hér á Íslandi. Þó virð­ist það vera að Íslend­ing­ar, ásamt nokkrum öðrum þjóð­um, geti mögu­leika búist við meiri afla sam­hliða þess­ari þró­un. Ástæða þessa virð­ist vera sú að ýmsar teg­undir flytja sig frá hlýrri sjó yfir í kald­ari, nær Íslandi, Græn­landi og Nor­egi (1, 2, 3).

Gangi þetta eftir – sem það virð­ist gera eins og raunin er með mak­ríl – má gera ráð fyrir að íslensk fram­leiðsla á sjáv­ar­af­urðum muni aukast með breyttu lofts­lagi og mögu­leikar Íslend­inga á fisk­mörk­uðum aukast. Þetta eru jákvæð en mögu­lega tíma­bundin teikn í þeirri ann­ars döpru sviðs­mynd sem nýlegar lofts­lags­spár sýna fram á.

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur virð­ist almennt vera lit­inn jákvæðum augum erlend­is. Sam­starf Haf­rann­sókna­stofn­unar og sjáv­ar­út­vegs­ins hefur gert það að verkum að íslenskir fiski­stofnar eru að mestu sjálf­bærir og nýt­ing afl­ans hefur stór­auk­ist á und­an­förnum árum sem er afrakstur sam­starfs sjáv­ar­út­vegs­ins, tækni- og rann­sókna­fyr­ir­tækja. Sú sjálf­bæra, jákvæða ímynd íslensks sjáv­ar­út­vegs er mik­il­væg og getur fært auknar tekjur í þjóð­ar­bú­ið.

Hvernig má upp­lýsa neyt­end­ur?

Ein leið til þess að upp­lýsa neyt­endur um að hér sé sjálf­bær vara á ferð er að merkja hana sem slíka. Sú leið er raunar þegar nýtt. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa not­ast við merk­ingu Mar­ine Stewards­hip Council, eða MSC, sem hefur sett reglu­verk saman til að meta fyr­ir­tæki hvort þau séu verðug til þess að hljóta hið eft­ir­sótta MSC merki. Í þessum hópi er langur listi íslenskra fyr­ir­tækja sem af aug­ljósum ástæðum vilja sýna neyt­endum að hér sé um fyrsta flokks vöru að ræða (4). Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur einnig stuðst við sína eigin vottun að ein­hverju leiti, Iceland Responsi­ble Fis­heries (IRF).

Merkin sem nefnd eru hér að ofan leggja hins vegar ein­vörð­ungu mat á hvort afl­inn sem um er að ræða komi úr sjálf­bært nýttum stofn­um; Það er að segja hvort veiði­að­ferð­irnar séu sjálf­bærar og hvort þau skaði vist­kerf­in. Þessar vott­anir meta hins vegar ekki umhverf­isá­lag veið­anna eða var­anna í heild, svo sem orku­notk­un, umbúða­not, útblástur og kolefn­is­spor, end­ur­nýt­ingu og svo fram­veg­is.

Gæðavottun Marine Stewardship Council um fiskafurðir má til dæmis finna á umbúðum um fiskborgara á McDonalds.
Mynd: McDonalds

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á heims­vísu stendur nú ekki aðeins frammi fyrir því að nýta stofna hafs­ins á sjálf­bæran hátt, heldur einnig að lág­marka öll þau umhverf­is­á­hrif sem verða til við veið­ar, vinnslu og flutn­inga. Sem sagt virð­is­keðj­unni allri. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, eins og flest fyr­ir­tæki í dag, vilja sýna sam­fé­lags­lega- og umhverf­is­lega ábyrgð í sínum rekstri og ættu að sækj­ast eftir því að greina og meta öll áhrif af sínum rekstri og draga úr þeim. Það er ljóst að fyr­ir­tækin sjálf bera skyldu til þess að segja neyt­endum frá umhverf­is­á­hrifum vör­unnar sem þeir versla.

Hvaða leiðir eru í boði?

Grein­ing á umhverf­is­á­hrifum vöru má gera með líf­fer­ils­grein­ingu (e. Life cycle assess­ment, LCA). Slíkar grein­ingar eru ISO staðl­aðar (ISO 14040) og því gjarnan sam­an­burð­ar­hæf­ar. LCA hefur verið notað síðan á átt­unda ára­tugnum af mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum heims með nákvæm­lega þetta að mark­miði; Að útskýra fyrir neyt­endum hver umhverf­is­á­hrifin eru af þeirra vöru. Toyota, Coca-Cola, Nestlé og fjöl­mörg önnur fyr­ir­tæki stóla á líf­fer­ils­grein­ingu við slíka útreikn­inga.

Í til­viki fisk­veiða tekur LCA ekki ein­ungis til­lit til útblást­urs fiski­skipa við veið­arnar sjálfar heldur greinir líka vinnslu fisks­ins, flutn­ing og geymslu. Líf­fer­ils­grein­ing gengur því mun lengra en flest þau umhverf­is­merki sem eru í boði í dag og veitir dýpri inn­sýn í mögu­leg umhverf­is­á­hrif fisk­veiða heldur en mæl­ingar sem skoða ein­ungis beinan útblástur skipa. Nið­ur­stöður LCA grein­inga má líka setja fram á skilj­an­legan máta, svo neyt­endur skilji hver umhverf­is­á­hrif vör­unnar eru.

Íslend­ingar hafa þegar haf­ist handa við að greina umhverf­is­á­hrif í sjáv­ar­út­vegi með notkun líf­fer­ils­grein­inga (5, 6, 7). Hjá Matís til að mynda hefur slík vinna verið unn­in, ásamt því að þróun á staðli við útreikn­inga á umhverf­is­á­hrifum frá fisk­fram­leiðslu hefur átt sér stað innan fyr­ir­tæk­is­ins. Í verk­efni Matís sem styrkt var af AVS kom til dæmis í ljós að þegar fiskur frá Íslandi er fluttur til Evr­ópu með flugi er heildar kolefn­is­spor vör­unnar marg­falt hærra en þegar varan er flutt með skipi.

Með gagn­rýni á þær helstu vott­anir sem not­aðar eru í dag og með auk­inni umhverf­is­vit­und neyt­enda og kaup­enda verða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að sýna fram á umhverf­is­á­hrif vöru sinnar sjálf. Þetta eru í raun jákvæðar fréttir því á Íslandi má finna mikla sér­fræði­þekk­ingu á aðferða­fræði og fram­kvæmd lífs­fer­ils­grein­inga, bæði innan ráð­gjafa­fyr­ir­tækja en einnig innan ýmissa fyr­ir­tækja sem eru bein­tengd sjáv­ar­út­vegi. Lítil fyr­ir­staða er því fyrir íslensk fyr­ir­tæki að sýna það svart á hvítu hvað það þýðir fyrir neyt­endur að versla íslenskar fiskaf­urð­ir.


Þessi grein er fjórða af sex í greina­röð um umhverf­is­mál á Íslandi. Í næstu greinum munum við fjalla hvernig hægt er að minnka umhverf­is­á­hrifin og um umhverf­is­mál í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og svo fram­veg­is.

Um höf­unda

Daði Hall er umhverfis og auðlindafræðingur og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.
Reynir Smári Atlason er doktor í umhverfis og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann er lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU) og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.

Heimildir

[1] Cheung, W. W., Lam, V. W., Sarmiento, J. L., Kearney, K., Watson, R. E. G., Zeller, D., & Pauly, D. (2010). Large‐scale redistribution of maximum fisheries catch potential in the global ocean under climate change. Global Change Biology, 16(1), 24-35.

[2] Daw, T., Adger, W. N., Brown, K., & Badjeck, M. C. (2009). Climate change and capture fisheries: potential impacts, adaptation and mitigation. Climate change implications for fisheries and aquaculture: overview of current scientific knowledge. FAO Fisheries and Aquaculture Technical Paper, 530, 107-150.

[3] Shelton, C. (2014). Climate change adaptation in fisheries and aquaculture. FAO Fisheries and Aquaculture Circular (FAO) eng no. 1088.

[4] Icelandic Sustainable Fisheries, Partners. http://www.icelandsustainable.is/isf-partners.html

[5] Guttormsdóttir, A. B. (2009). Life cycle assessment on Icelandic cod product based on two different fishing methods. University of Iceland.

[6] Smárason, B. Ö., Ögmundarson, Ó., Árnason, J., Björnsdóttir, R., & Davíðsdóttir, B. (2017). Life Cycle Assessment of Icelandic Arctic Char Fed Three Different Feed Types. Turkish Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 17(1), 79-90.

[7] Smárason, B. Ö., Viðarsson, J, R., Þórðarson, G., Magnúsdóttir, L. (2014). Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins. Matís skýrsla 25-14, ISSN: 1670-7192.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar