Ein kona fyrir hverja níu karla í æðstu stöðum íslensks fjármálaheims

forsidumynd4-1.jpg
Auglýsing

Karlar eru alls­ráð­andi í íslenskum fjár­mála­geira og konur sjald­séðar í æðstu stjórn­un­ar­stöð­um. Í úttekt Kjarn­ans, sem náði til 87 æðstu stjórn­enda fyr­ir­tækja sem starfa í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi, kemur í ljós að ein­ungis sjö ­konur stýra þeim fyr­ir­tækjum en 80 karl­ar. Því eru níu pró­sent þeirra stjórn­enda sem stjórna pen­ing­unum í íslensku sam­fé­lagi konur en 91 pró­sent þeirra karl­ar.

Kjarn­inn taldi saman æðstu stjórn­endur við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, orku­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja, rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða, inn­láns­deilda, verð­bréfa­miðl­ara og Fram­taks­sjóðs Íslands. Nið­ur­staðan varð sú sem greint er frá hér að ofan.

Lög sem taka á kynja­hlut­falli stjórna

Í sept­em­ber 2013 tóku gildi lög hér­lendis sem gerðu þær kröfur að hlut­fall hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent. Þetta leiddi til þess að ansi mörg fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir þurftu að ráð­ast í miklar breyt­ingar á sam­setn­ingu stjórna sinna, enda var hlut­fall kvenna í stjórnum sem féllu undir lög­gjöf­ina ein­ungis 20 pró­sent í árs­lok 2009.

Auglýsing

Í árs­lok 2013, eftir að lögin tóku gildi, voru konur orðnar 31 pró­sent stjórn­ar­manna í þeim félögum sem þau náðu yfir. Ein­ungis um helm­ingur fyr­ir­tækj­anna sem falla undir lögin upp­fylltu skil­yrðin á þessum tíma.

Ekki liggja fyrir sam­bæri­legar tölur um stöð­una í árs­lok 2014. Lögin ná hins vegar ein­ungis til stjórna fyr­ir­tækj­anna, ekki stjórn­enda. Í þeim leð­ur­stólum eru konur enn ákaf­lega fáséð­ar, sér­stak­lega þegar kemur að störfum sem fela í sér stýr­ingu á pen­ing­um. Og pen­ingar láta jú heim­inn snú­ast.

Karlar eyðilögðu allt, en stýra samt áfram

Fyrir banka­hrun var íslenski pen­inga­geir­inn þétt­set­inn körl­um. Karlar stýrðu öllum helstu bönk­un­um, öllum helstu fjár­fest­inga­fé­lög­unum og öllum stærstu fyr­ir­tækj­un­um. Og þessir karlar skil­uðu af sér íslensku fjár­mála­kerfi ónýtu og án nokk­urs trú­verð­ug­leika. Menn­ingin sem ein­kenndi óhófið sem fylgdi þessum stjórn­endum var einnig mjög karllæg.

Þrátt fyrir sex og hálft ár sé liðið frá hruni þá virð­ast ekki hafa orðið miklar breyt­ingar á því hvort kynið stýrir fjár­magn­inu. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, er enn eina konan sem stýrir við­skipta­banka. Hinir þrír, Lands­bank­inn, Arion banki og MP banki, eru allir með karl við stýr­ið. Lands­bank­inn er eini bank­inn sem er með jafn marga karla í fram­kvæmda­stjórn og kon­ur, fjóra af hvoru kyni. Hjá Arion banka eru karl­arnir sjö en kon­urnar þrjár, hjá Íslands­banka karl­arnir fimm en kon­urnar fjórar og hjá MP banka eru karl­arnir sjö en ein­ungis ein kona.

Spari­sjóðum lands­ins stýra fimm karlar en ein kona. Sú heiti Anna Karen Arn­ar­dóttir og er spari­sjóðs­stjóri hjá Spari­sjóði Suð­ur­-­Þing­ey­inga.

Karl­ar, karl­ar, karlar

Alls eru rekin tíu rekstr­ar­fé­lög verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða á Íslandi. Þau höndla með hund­ruð ef ekki þús­undir millj­arða króna. Þau heita nöfnum eins og t.d. Stefn­ir, Lands­bréf, Íslands­sjóð­ir, GAMMA og Júpít­er. Og öllum tíu er stýrt af körl­um.

Alls eru níu verð­bréfa­fyr­ir­tæki á Íslandi eft­ir­lits­skyld. Æðstu stjórn­endur þeirra allra eru karl­ar. Karlar stýra líka báðum eft­ir­lits­skyldu verð­bréfa­miðl­unum lands­ins og einu inn­láns­deild sam­vinnu­fé­lags (Hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga) sem starf­rækt er á land­inu.

Lána­fyr­ir­tækjum lands­ins, sem eru Borg­un, Valitor, Lýs­ing, Straumur fjár­fest­inga­banki, Byggða­stofnun og Lána­sjóður sveita­fé­laga, er stýrt af fimm körlum og einni konu. Hún heitir Lilja Dóra Hall­dórs­dóttir og er for­stjóri Lýs­ing­ar.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, er eina konan sem stýrir skráðu félagi á Íslandi í dag. Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS, er eina konan sem stýrir skráðu félagi á Íslandi í dag.

 

Líf­eyr­is­sjóð­unum að lang­mestu leyti stýrt af körlum

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir eru langstærstu fjár­festar lands­ins. Þeir eiga tæp­lega 2.700 millj­arða króna og þurfa að koma um 120 millj­örðum krónum í vinnu fyrir sig á ári. Til marks um stærð þeirra á íslenskum mark­aði þá er inn­lend verð­bréfa­eign þeirra metin á rúm­lega 1.900 millj­arða króna. Sjóð­irnir eiga, beint og óbeint, yfir helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í Kaup­höll­inni í dag.

Þeir eiga auk þess þorra skráðra útgef­inna skulda­bréfa á íslenska mark­að­in­um. Tíu stærstu sjóð­irnir eru lang­um­svifa­mest­ir. Þeir eiga um 81 pró­sent af öllum eignum íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins. Allir stjórn­endur þeirra eru karlar og starfs­menn í eigna­stýr­ingu þeirra að lang­mestu leyti karl­ar. Alls eru æðstu stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða 23. Tveir þeirra eru kon­ur, þær Gerður Guð­jóns­dótt­ir, sem stýrir líf­eyr­is­sjóði starfs­manna sveit­ar­fé­laga, og Auður Finn­boga­dótt­ir, sem stýrir líf­eyr­is­sjóði verk­fræð­inga. Til við­bótar er Her­dís Dröfn Fjeld­sted for­stjóri Fram­taks­sjóðs Íslands, sem er að stórum hluta í eigu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna. Þórey S. Þórð­ar­dóttir er síðan fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en þau fjár­festa auð­vitað ekki.

 

Teg­und fyr­ir­tækja karlar konur
Við­skipta­bankar 3 1
Spari­sjóðir 5 1
Lána­fyr­ir­tæki 5 1
Verð­bréfa­fyr­ir­tæki 9 0
Verð­bréfa­miðl­anir 2 0
Rekstr­ar­fé­lög verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða 10 0
Eft­ir­lits­skyld inn­láns­deild sam­vinnu­fé­lags 1 0
Líf­eyr­is­sjóðir 21 2
Fram­taks­sjóður Íslands 0 1
Orku­fyr­ir­tæki 7 0
Skráð félög á mark­aði 12 1
Félög á leið á markað 3 0
Óskráð trygg­inga­fé­lög 2 0
80 7

 

Ein kona stýrir skráðu félagi

Þegar kemur að skráðum félögum á mark­aði er kynja­hlut­fallið ekk­ert mikið skárra en ann­ars­stað­ar. Raunar er ein­ungis ein koma æðsti stjórn­andi skráðs félags, Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS. Karl­arnir eru hins vegar tólf. Þrjú félög hafa til­kynnt um skrán­ingu á þessu ári: Reit­ir, Eik og Sím­inn. Þeim eru öllum stýrt af körl­um.

Æðstu stjórn­endur skráðra félaga og félaga á leið á markað | Create infograp­hics

Í stjórnum skráðra félaga sitja fimm konur sem stjórn­ar­for­menn en átta karl­ar. Af öllum stjórn­ar­mönnum eru 30 konur en 37 karl­ar. Í þeim þremur félögum sem eru á leið á markað sitja níu karlar í stjórn en sex kon­ur.

Stjórn­ar­for­menn skráðra félaga | Create infograp­hics

Stjórn­ar­menn í skráðum félögum | Create infograp­hics



Og restin er...karlar



For­stjóri Kaup­hallar Íslands er karl. Seðla­banka­stjóri, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri og aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans eru allt karl­ar. For­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, sem leiða sitj­andi rík­is­stjórn og ráða lang­mestu innan henn­ar, eru báðir karl­ar. Og allir for­stjórar orku­fyr­ir­tækja lands­ins; Lands­virkj­un­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, ON, HS Orku, Orku­bús Vest­fjarða, Lands­nets og Orku­söl­unnar eru líka allt karl­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None