Fyrsti hópurinn sem keypti í Símanum búinn að ávaxta hlut sinn um 36 prósent

S--minn_02.jpg
Auglýsing

Þeir fjár­festar sem skráðu sig fyrir hlut í Sím­anum í hluta­fjár­út­boði sem lauk í dag þurfa flestir að greiða 3,4 krónur fyrir hvern hlut sem þeir kaupa í félag­inu. Alls var 16 pró­sent hlutur seldur á því gengi en fimm pró­sent voru seld til minni fjár­festa á 3,1 krónur á hlut.

Mikil umfram­eft­ir­spurn var eftir bréfum í Sím­anum. Alls nam sölu­and­virði þess 21 pró­sent hlutar sem seldur var um 6,7 millj­örðum króna. Heild­ar­eft­ir­spurn var hins vegar 33 millj­arðar króna. Því var eft­ir­spurnin fimm sinnum meiri en fram­boð­ið. Verðið er hærra en flestir grein­ing­ar­að­ilar töldu að það yrði.

Í aðdrag­anda þess að hluta­fjár­út­boðið fór fram ákvað Arion banki, sem varð stærsti eig­andi Sím­ans í kjöl­far fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar hans sem lauk árið 2013, að selja tíu pró­sent hlut til valdra aðila. Fyrst ákvað bank­inn að selja hópi stjórn­enda Sím­ans, og fjár­festa­hópi sem for­stjóri félags­ins hafði sett sam­an, fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þessi við­skipti áttu sér stað í lok ágúst­mán­að­ar, rúmum mán­uði áður en hluta­fjár­út­boð Sím­ans fór fram. Miðað við það gengi sem var á þorra þess hluta­fjár sem Arion banki seldi í útboð­inu, 3,4 krónur á hlut, hefur þessi hópur þegar ávaxtað fjár­fest­ingu sína um 36 pró­sent á rúmum mán­uði. Það þýðir að hlutur sem var keyptur á 100 millj­ónir króna er nú orðin 136 millj­óna króna virði. Þó er vert að taka fram að hóp­ur­inn skuld­batt sig til að selja ekki hlut­inn strax.

Auglýsing

Síð­ari hluta sept­em­ber var síðan greint frá því að valdir við­skipta­vinir Arion banka hefðu fengið að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Þessi við­skipti áttu sér stað nokkrum dögum áður en hluta­fjár­út­boð Sím­ans hófst. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir það voru sem fengu að kaupa á þessum afslátt­ar­kjör­um. Hlutur þeirra hefur hins vegar ávaxt­ast um 21,5 pró­sent á þessum fáu dögum sem liðnir eru frá því að þeir keyptu hann. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016.

Fyrstir inn á lágu verði



Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þær sölur sem áttu sér stað í aðdrag­anda skrán­ing­ar­innar á und­an­förnum vik­um. Í frétta­skýr­ingu hans sem birt­ist 25. ágúst var aðdrag­andi kaupa stjórn­enda­hóps­ins og með­fjár­festa þeirra rak­in.

Í ágúst var greint frá því að félagið L1088 ehf. hafi fengið að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Sá hópur var settur saman af Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, og hann átti frum­kvæði að því að leita til Arion banka til að koma við­skipt­unum á. Að hópnum standa nokkrir erlendir fjár­festar með reynslu úr fjar­skipta­geir­anum og Orri. For­stjór­inn á alls 0,4 pró­sent hlut í Sím­anum sem hann fékk að kaupa á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Orri greiddi rúm­lega 100 millj­ónir króna fyrir hlut­inn.

Aðrir í yfir­stjórn Sím­ans fengu líka að kaupa hluti í eigin nafni. Eign þeirra er þó öllu minni, en stjórn­end­urnir keypta alls fyrir um 1,8 milljón króna í eigin nafni. For­stjór­inn Orri nýtti sér þennan rétt einnig. Þessum kaupum fylgja ákveðnar sölu­höml­ur. L1088 ehf, félag Orra og fjár­fest­anna, má ekki selja fyrr en í jan­úar 2017 og yfir­stjórn­end­urnir mega ekki selja fyrr en 1. mars 2016.

Hluti stjórn­end­anna sem fengu að kaupa hafa ekki starfað hjá Sím­anum lengi, og voru raunar ráðnir til starfa þar eftir að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu lauk. Orri var til að mynda ráð­inn for­stjóri í októ­ber 2013, eftir tölu­verða valda­bar­áttu í stjórn Sím­ans, og Magnús Ragn­ars­son var ráð­inn í sitt starf í apríl 2014. Áður hafði hann verið aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Á hlut­hafa­fundi sem hald­inn var hjá Sím­anum skömmu eftir að á­kvörð­unin um að selja ofan­greindum hópi fimm pró­sent hlut var hand­salað að öllum fast­ráðnum starfs­mönnum myndi bjóð­ast að kaupa fyrir allt sex hund­ruð þús­und krónur á ári á geng­inu 2,5 krónur á hlut í þrjú ár. Þegar hafa 613 starfs­menn gert samn­inga um slík kaup fyrir sam­tals 1,1 millj­arð króna. Nýtt hlutafé verður gefið út vegna kaup­rétt­ar­á­ætl­unar starfs­manna. Við það þynn­ist hlutur ann­arra hlut­hafa, sem að mestu eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Síð­ari hluta sept­em­ber­mán­að­ar, nokkrum dögum áður en fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð fer fram, fengu nokkrir valdir við­skipta­vinir Arion banka að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Ekki hefur verið gefið upp hverjir fjár­fest­arnir eru. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016.

Fimm­föld eft­ir­spurn



Margir við­mæl­endur Kjarn­ans innan við­skipta­lífs­ins settu spurn­ingar við þessa aðferð­ar­fræði við sölu á tíu pró­senta hlut í Sím­an­um. Umfram­eft­ir­spurn yrði nær örugg­lega eftir hlutum í félag­inu í hluta­fjár­út­boði og því þyrfti ekki að selja með afslætti til hand­val­inna aðila í aðdrag­anda þess.

Það varð líka raun­in. Tæp­lega fimm þús­und fjár­festar ósk­uðu á end­anum eftir því að eign­ast hlut í félag­inu í hluta­fjár­út­boð­inu sem lauk í gær. Eft­ir­spurnin var fimm sinnum meiri en fram­boðið og því þurfti að skerða áskriftir stórs hluta þeirra sem vildu eign­ast í félag­inu.

Til sölu var fimm pró­sent hlutur á geng­inu 2,7 til 3,1 krónur á hlut og allt að 16 pró­sent hlutur á að minnsta kosti 2,7 krónur á hlut. Nið­ur­staðan varð sú að minni hlut­ur­inn fór á 3,1 krónur á hlut og 16 pró­sent hlut­ur­inn seld­ist fyrir 3,4 krónur á hlut. Miðað við með­al­gengi útboðs­ins er mark­aðsvirði Sím­ans 32 millj­arðar króna.

Áætlað er að við­skipti með hluti í Sím­anum muni hefj­ast á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands á fimmtu­dag­inn í næstu viku, þann 15. októ­ber. Áhuga­vert verður að sjá hvernig gengi bréfa hans þró­ast í við­skiptum fyrstu dag­anna eftir skrán­ingu, sér­stak­lega í ljósi þeirrar miklu eft­ir­spurnar eftir bréfum í Sím­anum sem birt­ist í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None