Lögreglan í Lúxemborg yfirheyrði menn í mars vegna Lindsor-málsins

h_01514355-1.jpg
Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg yfir­heyrðu menn í tengslum við rann­sókn sína á svoköll­uðu Lindsor-­máli í mars síð­ast­liðn­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þau hafa haft málið til rann­sóknar árum sam­an. Á meðal þeirra sem yfir­heyrðir voru eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar, en ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hverjir það voru.

Lindsor málið hefur verið lengi til rann­sóknar hjá yfir­völdum á Íslandi og í Lúx­em­borg. Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fram­kvæmdi meðal ann­ars rétt­ar­beiðni vegna rann­sókn­ar­innar í Lúx­em­borg á árinu 2013. Rann­sókn máls­ins er enn opin hjá yfir­völdum í báðum lönd­unum þótt hún hafi nú staðið yfir í á sjö­unda ár og að engar ákærður hafi verið gefnar út í því. Þeir sem eru grun­aðir um lög­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­endur Kaup­þings og vild­ar­við­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­neitað að nokkuð sak­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Veitt sama dag og neyð­ar­lánið



Málið snýst meðal ann­ars um lán upp á 171 milljón evra, um 25 millj­arða króna miðað við gengi dags­ins í dag,  frá Kaup­þingi til félags sem heitir heitir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lindsor var í eigu Otris, félags sem stjórn­endur Kaup­þings stýrðu og virk­aði sem nokk­urs konar ruslakista, afskrifta­sjóður utan efna­hags­reikn­ings Kaup­þings. Þangað var léleg­um, og ónýt­um, eignum hrúg­að.

Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lánað Seðla­banki Íslands líka Kaup­þingi  500 millj­ónir evra í neyð­ar­lán. Þremur dögum síðar var Kaup­þing fall­inn.

Auglýsing

Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­nefnd Kaup­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­þingi í Lúx­em­borg, ein­stökum starfs­mönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, vild­ar­við­skipta­vinar Kaup­þings. Í grein­ar­gerð sér­staks sak­sókn­ara sem fylgdi gæslu­varð­halds­úr­skurði yfir Magn­úsi Guð­munds­syni, fyrrum for­stjóra Kaup­þings í Lúx­em­borg, í maí 2010, segir að „til­gangur við­skipt­anna hafi verið sá að flytja áhætt­una af fallandi verð­gildi skulda­bréf­anna af eig­end­urm þeirra og yfir á Kaup­þing á Ísland­i“. Þar sagði einnig að gögn bendi til þess að Lindsor hafi keypt skulda­bréfin á mun hærra verði en mark­aðs­verði.

Þegar Kaup­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt á yfir­verði þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu og tap kröfu­hafa Kaup­þings vegna þess því gríð­ar­legt. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og, ef grun­semdir emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara eru rétt­ar, tryggðu sér um leið mik­inn ágóða. Sá ágóði var auk þess í evrum þannig að hann marg­fald­að­ist í íslenskum krónum þegar íslenska krónan féll.

Lánið til Lindsor var veitt 6. október 2008, sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lánað Seðlabanki Íslands líka Kaupþingi  500 milljónir evra í neyðarlán. Þremur dögum síðar var Kaupþing fallinn. Lánið til Lindsor var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lánað Seðla­banki Íslands líka Kaup­þingi 500 millj­ónir evra í neyð­ar­lán. Þremur dögum síðar var Kaup­þing fall­inn.

Skjöl talin fölsuð



Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara tel­ur, sam­kvæmt grein­ar­gerðum sem það hefur lagt fram vegna rann­sóknar á Lindsor-­mál­inu, að þau skjöl sem lána­samn­ingur Kaup­þings við Lindsor byggði á hafi verið útbúin og und­ir­rituð í nóv­em­ber og des­em­ber 2008, tölu­vert eftir fall Kaup­þings. Skjölin eru því talin fölsuð bæði hvað varðar efni og dag­setn­ing­ar. Þau eru und­ir­rituð af Hreið­ari Má Sig­urðs­syni og nokkrum starfs­mönnum Kaup­þings í Lúx­em­borg og rann­sak­endur telja að Guðný Arna hafi haft milli­göngu um frá­gang þeirra. Guðný Arna var á þeim tíma enn starfsandi hjá Nýja Kaup­þingi, sem var byggður á grunni hins fallna Kaup­þings, og hafði setið í skila­nefnd gamla bank­ans. Hún hætti ekki störfum í bank­anum fyrr en í lok des­em­ber 2008.

Þeir sem liggja undir grun í mál­inu gáfu á sínum tíma þær skýr­ingar að skjölin hafi verið und­ir­rituð eft­irá að kröfu skipta­stjóra Kaup­þings í Lúx­em­borg, sem var á þeim tíma í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu. Hann var skömmu síðar keyptur af David Rowland og fjöl­skyldu hans og end­ur­nefndur Banque Havil­l­and. Undir því nafni starfar hann enn í dag. Þessar skýr­ingar eru ein ástæða þess að málið er rann­sakað af yfir­völdum í Lúx­em­borg.

Umfangs­miklar hús­leitir og eignir frystar



Í mars 2011 réðst sér­stakur sak­sókn­ari, Ser­ious Fraud Office í Bret­landi og lög­reglan í Lúx­em­borg í víð­tæk­ustu hús­leitir sem farið hafa fram í Lúx­em­borg. Yfir 70 manns tóku þátt í þeim og leitað var á fimm stöð­um. Leitað var í fyr­ir­tæki Skúla Þor­valds­son­ar, sem er enn með umfangs­mikla starf­semi í Lúx­em­borg, heima hjá Hreið­ari Má, hjá Magn­úsi Guð­munds­syni, fyrrum for­stjóra Kaup­þings í Lúx­em­borg, og hjá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Consoli­um, sem var m.a. í eigu Hreið­ars Más. Hóp­ur­inn dvaldi alls í ell­efu daga í Lúx­em­borg og lagt var hald á annað hund­rað kíló af gögn­um. Hann yfir­heyrði alls um 15 manns, allt erlenda rík­is­borg­ara sem annað hvort unnu í Kaup­þingi í Lúx­em­borg fyrir hrun eða sinntu ráð­gjafa­störfum fyrir bank­ann. Þetta var í annað sinn á tveimur árum sem emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara réðst í hús­leitir og yfir­heyrslur í Lúx­em­borg. Þær aðgerðir snér­ust um mun fleiri mál en bara Lindsor-­mál­ið. Meðal þeirra mála sem verið var að rann­saka er hið svo­kall­aða Marp­le-­mál, þar sem Skúli, Hreiðar Már, Magnús og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrrum fjár­mála­stjóri Kaup­þings, eru ákærð fyrir fjár­drátt og umboðs­svik.

Í mars 2011 réðst sérstakur saksóknari, Serious Fraud Office í Bretlandi og lögreglan í Lúxemborg í víðtækustu húsleitir sem farið hafa fram í Lúxemborg. Yfir 70 manns tóku þátt í þeim og leitað var á fimm stöðum. Í mars 2011 réðst sér­stakur sak­sókn­ari, Ser­ious Fraud Office í Bret­landi og lög­reglan í Lúx­em­borg í víð­tæk­ustu hús­leitir sem farið hafa fram í Lúx­em­borg. Yfir 70 manns tóku þátt í þeim og leitað var á fimm stöð­u­m.

Í kjöl­farið voru eignir Skúla, Hreið­ars Más, Magn­úsar og fleiri í Lúx­em­borg kyrr­sett­ar. Það var gert að beiðni bæði emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara og yfir­valda í Lúx­em­borg. Mest áhersla var lögð á að fá eignir Skúla Þor­valds­sonar og félaga sem hann var skráður fyrir kyrr­settar þar sem sér­stakur sak­sókn­ari taldi að í félög­unum væri að finna millj­arða króna ágóða af gern­ingum sem mögu­lega vörð­uðu við lög. Sam­hliða var ráð­ist í rann­sókn á því hvort Skúli hafi verið raun­veru­legur eig­andi umræddra félaga eða hvort hann hafi verið að „leppa“ þau fyrir helstu stjórn­endur Kaup­þings.

Í ákærunni í Marp­le-­mál­inu kom fram að fund­ist hafi umtals­verðir fjár­munir í ýmsum erlendum fjár­mála­stofn­unum sem skráðir voru í eigu Skúla Þor­valds­sonar eða félaga hans. Ýmist var um að ræða eigna­söfn eða inn­stæð­ur. Eign­irnar voru frystar að beiðni emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara þann 3. júní 2011. Þegar eign­irnar voru síð­ast virtar var virði þeirra 46,7 millj­ónir evra, eða rúm­lega 7,2 millj­arðar króna.

Skúli reyndi að fá fryst­ing­unni lyft en hér­aðs­dómur hafn­aði þeirri beiðni í mars síð­ast­liðnum.

Ákært í öðrum málum



Rúm fjögur ár eru liðin síðan að aðgerð­irnar áttu sér stað og rann­sókn máls­ins stendur enn yfir. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru nokkrir yfir­heyrðir af lög­regl­unni í Lúx­em­borg vegna rann­sóknar hennar á Lindsor-­mál­inu í mars síð­ast­liðn­um.

Sér­stakur sak­sókn­ari hefur und­an­farin ár ákært helstu stjórn­endur Kaup­þings, og ýmsa aðra, í fjórum stórum málum og Hæsti­réttur dæmdi auk þess þá Hreiðar Má, Magn­ús, Sig­urð Ein­ars­son, fyrrum starf­andi stjórn­ar­for­mann Kaup­þings, og Ólaf Ólafs­son, sem var einn stærsti eig­andi bank­ans, í þunga fang­els­is­dóma í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða. En ekk­ert bólar hins vegar á nið­ur­stöðu í Lindsor-­mál­inu.

Hreiðar Már hafnaði því alfarið í aðsendri grein í Fréttablaðinu í október síðastliðnum að féð sem Kaupþing fékk í neyðarlán frá Seðlabanka Íslands hefði verið notað til að kaupa skuldabréf af starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg, bankanum sjálfum eða vildarviðskiptavinum, líkt og málatilbúnaðurinn í Lindsor-málinu gengur út á. Hreiðar Már hafn­aði því alfarið í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í októ­ber síð­ast­liðnum að féð sem Kaup­þing fékk í neyð­ar­lán frá Seðla­banka Íslands hefði verið notað til að kaupa skulda­bréf af starfs­mönnum Kaup­þings í Lúx­em­borg, bank­anum sjálfum eða vild­ar­við­skipta­vin­um, líkt og mála­til­bún­að­ur­inn í Lindsor-­mál­inu gengur út á.

Hafna ásök­unum alfarið



Hreiðar Már hafn­aði því alfarið í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í októ­ber síð­ast­liðnum að féð sem Kaup­þing fékk í neyð­ar­lán frá Seðla­banka Íslands hefði verið notað til að kaupa skulda­bréf af starfs­mönnum Kaup­þings í Lúx­em­borg, bank­anum sjálfum eða vild­ar­við­skipta­vin­um, líkt og mála­til­bún­að­ur­inn í Lindsor-­mál­inu gengur út á. Í grein­inni sagði Hreiðar Már: „Ekk­ert af fjár­magn­inu sem Kaup­þing fékk frá Seðla­banka Íslands var notað til kaupa á eigin skulda­bréfum Kaup­þings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjár­magnið var nýtt til að tryggja aðgang við­skipta­vina bank­ans í fjöl­mörgum löndum Evr­ópu að banka­inni­stæðum sín­um, tryggja aðgang dótt­ur­banka Kaup­þings í Evr­ópu að lausafé og mæta veð­köllum bank­ans vegna fjár­mögn­unar hans og við­skipta­vina hans á verð­bréfum hjá alþjóð­legum bönkum í Evr­ópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaup­þings og við­skipta­vina bank­ans.“

Í sam­tali við Kjarn­ann sum­arið 2014 sagði Hreiðar að hann hefði þá ekk­ert heyrt af rann­sókn Lindsor-­máls­ins í nokkur ár. Yfir­völd í Lúx­em­borg höfðu þá ekki yfir­heyrt hann vegna þess máls né nokk­urra ann­arra. Hann gerði á þeim tíma ráð fyrir að rann­sókn­inni væri hætt.

Frétta­skýr­ingin byggir að hluta til á skýr­ingu sem birt­ist í app-­út­gáfu Kjarn­ans í júní 2014.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None