Milljarður í hlutafé, miklar afskriftir og stanslaust tap í boði útgerðarmanna

mogginn.jpg
Auglýsing

Í árs­reikn­ingi Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla er til­gangi félags­ins lýst. Þar stendur að hann sé „að styðja frjálst við­skipta­líf og efla heil­brigðan hugs­un­ar­hátt í öllum þjóð­fé­lags­mál­um, og yfir höfuð beita sér fyrir hverju því, er miðar til sannra fram­fara í hví­vetna.“

Hvað sé heil­brigður hugs­un­ar­háttur og sannar fram­farir er afar hug­lægt mat. En ljóst er að eig­endur Árvak­urs hljóta að telja félagið vera að ná til­gangi sín­um. Eig­enda­hóp­ur­inn hefur nefni­lega sett yfir millj­arð króna af sínum eigin pen­ingum í þennan elsta starf­andi fjöl­miðli lands­ins, sem stofn­aður var 1913.

Sam­hliða þess­ari miklu fjár­fest­ingu eig­enda­hóps­ins, en nán­ast allir í honum eru með­ ­sjáv­ar­út­veg sem aðal­starf, hefur Árvakur fengið gríð­ar­lega mikið af skuldum felldar niður hjá við­skipta­banka sín­um. Þegar nýju eig­end­urnir tóku við árið 2009 voru skuldir félags­ins færðar niður um 3,5 millj­arða króna. Það dugði ekki til og því voru skuld­irnar færðar niður um einn millj­arð króna í árs­lok 2011. Árvakur er því eitt fárra fyr­ir­tækja á Íslandi sem hefur farið tvisvar í gegnum skulda­nið­ur­fell­ing­ar­þvotta­vél­ina frá banka­hruni.

Auglýsing

Þessar skulda­nið­ur­fell­ingar hafa hins vegar ekki leitt til þess að rekstur félags­ins hafi náð við­snún­ingi. Sam­an­lagt tap Árvak­urs frá 2009 og út árið 2014 er tæp­lega 1,3 millj­arðar króna.  Á þessu sex ára tíma­bili hefur hið 102 ára félag ein­ungis einu sinni skilað hagn­aði. Hann var upp á sex millj­ónir króna árið 2013. Það þykir ekki mikið fyrir félag sem er með árlega veltu yfir þrjá millj­arða króna.

Þegar Árvakur ætl­aði að sam­ein­ast 365



Lengst af var Árvakur í eigu afkom­enda Hall­gríms Bene­dikts­sonar og fjöl­skyldu Huldu Val­týs­dótt­ur. Árið 2005 varð breyt­ing þar á þegar Björgólfur Guð­munds­son og tengdir aðilar hófu að kaupa hluti í Árvakri og komust loks í ráð­andi stöðu innan þess. Til við­bótar við Morg­un­blaðið átti Árvakur á vef­mið­il­inn mbl.is, sem hafði verið stofn­settur 1998 fyrstur frétta­miðla og hefur nær sleitu­laust verið mest sótta vef­síða lands­ins síðan þá, og prent­smiðju.

Við banka­hrunið hurfu pen­ingar Björg­ólfs og hann fór skömmu síðar í stærsta per­sónu­lega gjald­þrot sem átt hefur sér stað á Íslandi. Þegar skiptum á búi hans lauk kom í ljós að Björgólfur hafði átt 35 millj­ónir króna upp í 85 millj­arða króna kröf­ur.

Ef af samruni Árvakurs og 365 hefði orðið að veruleika hefði ein viðskiptablokk, sem stýrt var af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, ráðið yfir nánast öllum frjálsum fjölmiðlum á Íslandi. Ef af sam­runi Árvak­urs og 365 hefði orðið að veru­leika hefði ein við­skipta­blokk, sem stýrt var af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, ráðið yfir nán­ast öllum frjálsum fjöl­miðlum á Ísland­i.

Hann hafði því enga getu lengur til að styðja við Árvakur eftir banka­hrunið og rekst­ur­inn varð, væg­ast sagt, þung­ur. Frí­blaðið 24 stund­ir, sem Árvakur hafði keypt til að keppa við Frétta­blaðið á frí­blaða­mark­aði, var lagt niður fjórum dögum eftir að Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland og sam­hliða var til­kynnt um þá fyr­ir­ætlun eig­enda Árvak­urs og 365 að renna Frétta­blað­inu inn í Árvakur gegn því að 365 myndi eign­ast 36,5 pró­senta eign­ar­hlut.

Þær fréttir vöktu mikla athygli, enda hefðu þær þýtt að einu starf­andi dag­blöð lands­ins legð­ust saman í sæng. Sam­ein­ingin hefði einnig þýtt að 365 myndi eiga þorra þeirra fjöl­miðla á Íslandi sem hefðu ein­hverjar tekjur af aug­lýs­inga­sölu á þeim tíma.

Sam­run­inn var rök­studdur með þeim aðstæðum sem ríktu í sam­fé­lag­inu. Sam­hliða efna­hags­á­falli hefði aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn hrunið og tug­pró­senta geng­is­fall íslensku krón­unnar gert inn­kaup á pappír í blöðin gríð­ar­lega þung. Auk þess var þeim rökum beitt að Árvakur myndi ekki lifa af nema sam­run­inn yrði sam­þykkt­ur. Fjár­hags­erf­ið­leikar félags­ins væru ein­fald­lega það miklir að þetta væri eina leiðin til þess. Ef af sam­run­anum hefði ein við­skipta­blokk, sem stýrt var af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, ráðið yfir nán­ast öllum frjálsum fjöl­miðlum á Íslandi.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið stóð hins vegar fast í lapp­irnar í þessu máli og hafn­aði sam­run­an­um. Í ákvörðun eft­ir­lits­ins, sem birt var í byrjun febr­úar 2009, sagði að það væri „mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­runi Árvak­urs hf., Frétta­blaðs­ins ehf. og Póst­húss­ins ehf. muni skapa alvar­leg sam­keppn­is­leg vanda­mál og hindra þar með virka sam­keppni á öllum mörk­uðum máls­ins þar sem áhrifa gætir [...] Sökum þess er það mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að ógilda beri sam­run­ann“.

Gríð­ar­legir rekstr­ar­erf­ið­leikar



Raunar hafði verið ljóst um nokk­urra mán­aða skeið að Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætl­aði ekki að sam­þykkja sam­runa 365 og Árvak­urs og aðrar leiðir til að við­halda rekstri félags­ins voru því skoð­að­ar.

Ekki bar að van­meta þann rekstr­ar­vanda sem Árvakur glímdi við á þessum tíma. Útgáfu­fé­lagið var rekið með 570 millj­óna króna halla árið 2008. Áætl­anir sem unnið var eftir höfðu gert ráð fyrir 340 millj­óna króna hagn­aði og því var raun­veru­leik­inn 910 millj­ónum krónum verri en upp­haf­legt plan. Auk þess skuld­aði félagið 4,4 millj­arða króna.

Fyrir utan þær miklu skuldir sem hvíldu á félag­inu, og voru aðal­lega við Glitni og síðar Íslands­banka, var lausa­fjár­staða þess þröng. Raunar var hún mun þrengri en upp­lýst var opin­ber­lega um. Sjálft flagg­skip útgáf­unn­ar, Morg­un­blað­ið, átti nefni­lega í miklum rekstr­ar­legum erf­ið­leik­um. Áskrif­endum hafði fækkað tölu­vert með til­komu Frétta­blaðs­ins og staða þess á aug­lýs­inga­mark­aði veikst gríð­ar­lega. Sam­hliða hafði ekki verið ráð­ist í nægi­lega miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir innan blaðs­ins til að mæta þessum nýja veru­leika.

Átti ekki fyrir launum starfs­manna



Í des­em­ber 2008 hafði hlutafé fyrrum eig­enda verið þurrkað út og Árvakur var algjör­lega upp á náð og mis­kunn Íslands­banka kom­inn, en hann hafði verið reistur á grunni Glitn­is. Í upp­hafi þess mán­aðar átti að liggja fyrir fram­tíð­ar­lausn á fjár­málum félags­ins.

Íslandsbanki hélt á örlögum Árvakurs, og þar með Morgunblaðsins, í höndum sér. Íslands­banki hélt á örlögum Árvak­urs, og þar með Morg­un­blaðs­ins, í höndum sér­.

Á sama tíma átti Árvakur ekki fyrir launum starfs­manna og papp­írs­birgðir félags­ins, sem voru nauð­syn­legar til að Morg­un­blaðið gæti komið áfram út, voru á þrot­um. Innan Íslands­banka virt­ist um tíma ekki vera vilji til að fleyta útgáf­unni yfir þessa brekku. Árvak­ur, og þar með Morg­un­blað­ið, stefndi ein­fald­lega í þrot og yfir­stjórn­endur félags­ins voru farnir að und­ir­búa sig undir að til­kynna um slíkt opin­ber­lega. Engu breytti þótt um 80 manns hefði verið sagt upp störfum hjá félag­inu frá banka­hruni. Skyndi­leg breyt­ing varð hins vegar á afstöðu Íslands­banka sem féllst á að veita félag­inu skamm­tíma­fjár­mögnun og setja það í sölu­ferli til að kanna hvort áhugi væri ein­hvers staðar gagn­vart því að koma að félag­inu gegn því að end­ur­fjár­magna það og styðja við rekst­ur­inn til fram­tíð­ar.

Hann reynd­ist heldur betur vera til stað­ar.

Kaup­enda­hópur mynd­aður



Til að byrja með voru ýmsir nefndir til sög­unnar í fjöl­miðlum sem mögu­legir kaup­end­ur. Hópur í kringum Árna Hauks­son, sem hafði áður átt hlut í 365 og Húsa­smiðj­unni, var einn þeirra. Þá reyndu nokkrir starfs­menn Árvak­urs að setja saman til­boð og útgáfu­fé­lagið Birtíngur lýsti einnig yfir áhuga. Strax í des­em­ber var farið að kvis­ast út að Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­son, stjórn­ar­for­maður Ísfé­lags Vest­manna­eyja, hefði áhuga fyrir hönd eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Gunn­laugur Sævar er afar hand­geng­inn ákveðnum kreðsum innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem eflaust er auð­veld­ast að kenna við fyr­ir­ferða­mesta ein­stak­ling­inn innan þeirra, Davíð Odds­son.

Þegar fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Íslands­banka setti loks Árvakur í form­legt sölu­ferli bár­ust þrjú skuld­bin­andi til­boð í félag­ið. Eitt þeirra var frá almenn­ings­fé­lagi undir for­ystu Vil­hjálms Bjarna­son­ar, þá fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fjár­festa og nú þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Um þús­und manns höfðu skráð sig fyrir hlutafé í félag­inu. Hug­mynd hóps­ins var að skrá Árvakur á markað ef til­boði þeirra yrði tek­ið.

Þá bauð Óskar Magn­ús­son, sem hafði meðal ann­ars verið for­stjóri Hag­kaupa, Íslands­síma og Trygg­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar, í félagið fyrir hönd hóps sem hann var sagður leiða. Óskar vildi á þessum tíma­punkti ekki upp­lýsa hverjir væru með honum í hópn­um. Þriðja til­boðið var síðan frá lit­ríkum áströlskum fjár­festi, Steve Coss­er, sem hafði dúkkað upp á Íslandi síðla árs 2008 og viðrað alls kyns hug­myndir um fjár­fest­ing­ar.

Grund­völlur kaupanna „við­skipta­legs eðl­is“



Þann 26. febr­úar 2009 var til­kynnt að hópur Ósk­ars, sem hafði stofnað félagið Þórs­mörk ehf. utan um til­boð­ið, myndi eign­ast Árvakur með yfir­töku skulda og nýju hluta­fé. Auk Ósk­ars til­heyrðu Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, Gísli Baldur Garð­ars­son, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Páls­son, Þor­geir Bald­urs­son í Odda og útgerð­ar­kóng­ur­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son, kenndur við Sam­herja, hópn­um. Aug­ljós sjáv­ar­út­vegskeimur var af félag­inu og margir eig­endur þess höfðu náin tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Óskar sagði við Morg­un­blaðið að þessu til­efni að mark­miðið með kaup­unum væri „fyrst og fremst það að reka góð­an, traustan og trú­verð­ugan fjöl­miðil sem Morg­un­blaðið hefur verið og koma honum upp úr því fari sem hann hefur verið í að und­an­förn­u[...]Við teljum að það megi gera úr þessu góðan og arð­væn­legan rekst­ur. Það er aðal­mark­mið þeirra fjár­festa sem hafa komið til liðs við mig í þessu verk­efni til þessa. Svo eru sjálf­sagt mis­mun­andi ástæður hjá hverjum og ein­um. Eflaust bera allir ein­hverjar til­finn­ingar til Morg­un­blaðs­ins, hafa áhuga á þessu merka fyr­ir­bæri í íslenskri fjöl­miðla­sögu og vilja af ýmsum ástæðum að það blað verði gefið út áfram. Grund­völl­ur­inn er samt sem áður við­skipta­legs eðl­is“.

Kaup­verðið ekki gefið upp



Til að eign­ast Árvakur þurfti ekki að borga Íslands­banka neitt. Það þurfti ein­fald­lega að yfir­taka ein­hverjar skuldir og leggja til nýtt hluta­fé. Sam­kvæmt til­kynn­ingu Íslands­banka um málið kom fram að um 200 millj­ónum króna hefði munað á til­boði Þórs­merkur og næst­hæsta til­boð­inu, sem var frá félagi í eigu Steve Cosser og við­skipta­fé­laga hans Ever­hard Viss­er. Kaup­verðið var hins vegar ekki gefið upp.

Ólafur Stephensen, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins. Ólafur Steph­en­sen, fyrrum rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Nýir eig­endur réð­ust ekki í neinar sér­stakar breyt­ingar inn­an­húss fyrst um sinn. Ólafur Steph­en­sen, sem hafði verið ráð­inn rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sum­arið 2007, hélt stóli sínum og engar stór­vægi­legar upp­sagnir voru boð­að­ar. Það breytt­ist allt um miðjan sept­em­ber þegar Ólafi var sagt upp störf­um. Ólaf­ur, sem er yfir­lýstur Evr­ópu­sam­bands­sinni, hafði haldið á lofti stefnu í þeim mála­flokki sem var nýjum eig­endum ekki að skapi. Auk þess voru þeir ekki ánægðir með afstöðu sem birt­ist í rit­stjórn­ar­skrifum blaðs­ins í Ices­a­ve-­mál­inu, sem þá var farið að taka á sig býsna hat­ramma mynd. Í þeim skrifum hafði samn­inga­leið verið gert hátt undir höfði. Ítrekað hafði verið þrýst á Ólaf að skipta um kúrs í þessum mál­um, en hann hafði ávallt neit­að.

Í stað Ólafs voru tveir nýir rit­stjórar ráðn­ir. Þeir voru Har­aldur Johann­essen, fyrrum rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins, og Davíð Odds­son, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ný stefna mótuð með nýjum rit­stjórum



Með ráðn­ingu þeirra Dav­íðs og Har­aldar voru send skýr skila­boð um breytta stefnu blaðs­ins. Sú stefna hefur alla tíð síðan ein­kennst af nokkrum ráð­andi þátt­um: And­stöðu við vinstri­st­jórn­ina sem sat frá 2009 - 2013, Evr­ópu­sam­band­ið, Ices­a­ve-­samn­ing­anna og and­stöðu við breyt­ingar á kvóta­kerf­inu og aukna gjald­töku sem lögð var á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Þessi stefna birt­ist sér­stak­lega í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins.

Líkt og áður sagði var kaup­verðið á Árvakri aldrei gefið upp. Hlutafé Þórs­merkur í félag­inu var hins vegar metið á 300 millj­ónir króna í árs­reikn­ingi félags­ins fyrir árið 2009. Því verður að telj­ast lík­legt að það sé sú upp­hæð sem greidd hafi verið fyrir það. Til við­bótar settu nýir eig­endur Árvak­urs strax 150 millj­ónir króna inn í rekst­ur­inn á árinu 2009. Alls greiddu þeir 650 millj­ónir króna í hlutafé inn í Þor­s­mörk, svo ljóst var að þeir ætl­uðu sér að hafa borð fyrir báru. Í lok árs 2009 voru enn rúm­lega 200 millj­ónir króna til að draga á frá eig­end­un­um.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins í september 2009. Hann situr enn á ritstjórastóli blaðsins. Davíð Odds­son var ráð­inn rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins í sept­em­ber 2009. Hann situr enn á rit­stjóra­stóli blaðs­ins.

4,5 millj­arða skuldir afskrif­aðar og 1,2 millj­arðar settir í móð­ur­fé­lagið



Ekki leið á löngu þar til að það fé var uppurið og hlut­haf­arnir greiddu 540 millj­ónir króna í nýtt hlutafé inn í Árvakur árið 2012. Skömmu áður hafði Árvakur farið í gegnum fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu, númer tvö frá árinu 2009, á árinu 2011. Þá afskrif­aði við­skipta­banki þess um einn millj­arð króna af skuldum þess og gerði Árvarkur að frekar skuld­léttu félagi. Sam­an­lagt hafði því um 4,5 millj­arðar króna af skuldum félags­ins verið afskrif­að­ar.

Kjarn­inn hefur árs­reikn­ing Þórs­merkur vegna árs­ins 2014 undir hönd­um. Þar kemur fram að eig­endur félags­ins hafi alls sett 1.221 millj­ónir króna inn í Þórs­mörk, en eina eign félags­ins er Árvakur og Lands­prent, félag utan um rekstur prent­smiðju félags­ins. Á síð­asta ári var hlutafé í Árvakri aukið um 80 millj­ónir króna. Ef þeir pen­ingar hefðu ekki verið settir inn í Árvakur hefði tap félags­ins á síð­asta ári verið yfir 120 millj­ónir króna.

Árvakur hefur tapað 1,3 millj­örðum á sex árum



Raunar er tap­rekstur eitt­hvað sem eig­endur Árvark­urs eru orðnir býsna van­ir. Rekstr­ar­tap félags­ins var 667 millj­ónir króna árið 2009. Árið eftir tap­aði það 330 millj­ónum króna alls og árið 2011 nam tapið 205 millj­ónum króna. Tapið 2012 var 47 millj­ónir króna. Árið 2013 skil­aði Árvakur sex millj­óna króna hagn­aði en í fyrra var rekst­ur­inn aftur kom­inn öfugu megin við núllið. Þá tap­aði félagið 43 millj­ónum króna. Sam­tals nemur tap Árvak­urs á tíma­bil­inu 2009 til loka árs 2014, eða þann tíma sem uppi­staðan í núver­andi eig­enda­hópi hefur átt félag­ið, númið tæp­lega 1,3 millj­arði króna.

Skuldir Árvak­urs hafa lækkað umtals­vert und­an­farin ár, sér­stak­lega vegna skulda­nið­ur­fell­inga við­skipta­banka félags­ins, og eru nú um 1,1 millj­arður króna. Lang­tíma­skuldir þess eru að minnka hratt og eru nú um 536 millj­ónir króna.

Nán­ast að öllu leyti í eigu sjáv­ar­út­vegs­ins



En hverjir eru þessir eig­endur og hvaða hag hafa þeir af því að reka félag í tap­rekstri ár eftir ár?

Í stuttu máli eru helstu eig­end­urnir stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins. Alls félög tengd sjáv­ar­út­vegi 79,37 pró­sent af útgefnu hlutafé í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs. Flestir for­svars­menn félag­anna hitt­ast víðar en á hlut­hafa­fundum Árvak­urs. Þeir sitja nær allir í stjórn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), sem áður hét Lands­sam­band íslenskra útgerð­ar­manna (LÍÚ).

Nánast allur eigendahópur Árvakurs tengist sjávarútvegi. Nán­ast allur eig­enda­hópur Árvak­urs teng­ist sjáv­ar­út­veg­i.

Óskar Magn­ús­son, sem leiddi kaupin á Árvakri árið 2009 og starf­aði sem útgef­andi félags­ins árum sam­an, hætti störfum þar í fyrra. Hlutur hans í Þórs­mörk, alls 12,37 pró­sent, var keyptur af Legalis sf., félagi sem Sig­ur­björn Magn­ús­son veitir for­stöðu. Sig­ur­björn situr í stjórn Ísfé­lags Vest­manna­eyja. Þegar sá hlutur er lagður við aðra hluti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Árvakri er eign­ar­hald aðila tengdum þeim atvinnu­vegi 91,74 pró­sent.  Þegar við bæt­ist hlutur sem Hall­dór Krist­jáns­son, tengda­sonur fyrrum eig­enda Stál­skipa, fer þetta hlut­fall upp í 95,84 pró­sent.

Aðrir eig­endur eru Þor­geir Bald­urs­son, for­stjóri Odda ( á 0,08 pró­sent), Jón Pálma­son, sem á m.a. Ikea á Íslandi ásamt bróður sínum og er bróðir Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, aðal­eig­anda 365 miðla (á 2,05 pró­sent) og Ásgeir Bolli Krist­ins­son, fjár­festir sem oft­ast hefur verið kenndur við tísku­vöru­versl­un­ina Sautján (2.05 pró­sent).

Í umboði Þórs­merkur sitja fimm manns í stjórn. Sig­ur­björn Magn­ús­son er stjórn­ar­for­maður en auk hans sitja Ásdís Halla Braga­dóttir (fyrrum bæj­ar­stjóri Garða­bæjar fyrir hönd Sjálf­stæð­is­flokks­ins og einn aðal­eig­anda heima­þjón­ust­unnar Sinn­um), Bjarni Þórður Bjarna­son (fram­kvæmda­stjóri Arct­ica Fin­ance), Katrín Pét­urs­dóttir (for­stjóri Lýs­is) og Frið­björn Orri Ket­ils­son (fyrrum rit­stjóri og ábyrgð­ar­maður vefs­ins amx.is, sem hætti starf­semi 1. októ­ber 2013).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None