Nasdaq OMX Iceland

Nánast lögmál að hlutabréf hækki og að eftirspurn sé meiri en framboð

Öll félög sem hafa verið skráð á íslenskan hluta­bréfa­markað eftir hrun hafa hækkað í verði utan við eitt. Þá var umfram­eft­ir­spurn í hluta­fjár­út­boðum þeirra allra. Virði sumra félag­anna hefur marg­fald­ast á nokkrum árum þótt þau hafi mörg hver greitt út arð til hluta­hafa sinna og borgað hratt niður skuldir á sama tíma.

Það virð­ist því nán­ast ófrá­víkj­an­leg regla að hluta­bréf í skráðum félögum á Íslandi hækki eftir að við­skipti með þau hefj­ast á mark­aði og það er jafn ófrá­víkj­an­leg regla að meiri eft­ir­spurn er eftir hluta­bréfum þeirra í frumút­boðum en fram­boð.

Betri fjár­festar en aðrir

Sú aðferð­ar­fræði sem bank­arnir hafa beitt við að selja hluti í fyr­ir­tækjum sem þeir hafa annað hvort kom­ist yfir, eða verið falið af öðrum eig­endum að selja, hefur verið tölu­vert í sviðs­ljós­inu að und­an­förnu vegna skrán­ingar Sím­ans á mark­að. Í aðdrag­anda þeirrar skrán­ingar fékk hópur sem Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, fór fyrir að kaupa fimm pró­sent hlut í félag­inu á geng­inu 2,5 krónur á hlut.

Þegar Kjarn­inn leit­aði upp­lýs­inga hjá Arion banka um hvað hefði valdið því að hóp­ur­inn hafi fengið að kaupa þennan hlut í aðdrag­anda útboðs sagði bank­inn að í fjár­festa­hópnum séu aðilar sem alla jafna fjár­festi ekki á Íslandi sem hafi auk þess mikla reynslu úr fjar­skipta­heim­in­um. „Sú þekk­ing sem þeir koma með að rekstri Sím­ans var einn af þeim þáttum sem bank­inn leit til við ákvörðun um söl­una. Félagið stendur sterkara eftir með bæði lyk­il­stjórn­endur og ein­stak­linga með alþjóð­lega reynslu úr fjar­skipta­heim­inum í hluta­hafa­hópn­um“.

Sala á hlut í Símanum til efnuðustu viðskiptavina Arion banka í aðdraganda útboðs hefur verið gagnrýnd harðlega. Virði hlutar þeirra hefur aukist um tæpan hálfan milljarð króna.
Nasdaq OMX Iceland

Stærstu eig­end­urnir íslenskir fjár­festar

Hluti þeirra sem keyptu eru hins vegar íslenskir fjár­festar sem taka virkan þátt í fjár­fest­ingum á Íslandi. Þar ber helst að Þar ber helst að nefna við­skipta­fé­lag­anna Árna Hauks­son, Hall­björn Karls­son og Sig­ur­björn Þor­kels­son sem keyptu stærsta hlut­inn. Tveir aðrir íslenskir fjár­fest­ar, Stefán Áka­son, fyrrum for­stöðu­maður skulda­bréfa­miðl­unar Kaup­þings, og Ómar Svav­ars­son, fyrrum for­stjóri Voda­fone á Íslandi, voru líka hluti af fjár­festa­hópn­um. Auk þess hefur verið gagn­rýnt að hluti þeirra stjórn­enda sem fengu kaup­rétt hafi verið ráðnir til Sím­ans eftir að hann gekk í gegnum fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og gekk frá ýmsum erf­iðum sam­keppn­is­málum og hafi því lítið með stöðu félags­ins í dag að gera. Því sé óþarfi að verð­launa þá með ódýrum kaup­rétti.

Þessi hópur má ekki selja hlut sinn fyrr en í jan­úar 2017 og getur því ekki inn­leyst neinn hagnað strax. Virði hlut­ar­ins hefur samt sem áður auk­ist mik­ið, eða um 46 pró­sent. Þá var innan við vika síðan að Sím­inn var skráður á mark­að. Virð­is­aukn­ingin er upp á mörg hund­ruð millj­ónir króna.

Arion banki hefur staðið með þess­ari aðferð­ar­fræði við sölu á hlut í Sím­anum og sagt hana rétta. Hall­dór Bjarkar Lúð­vígs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs Arion banka, og sá ein­stak­lingur sem hefur mest um það að segja hvernig bank­inn stendur að því að losa um eign­ir, skrif­aði nýverið grein í Morg­un­blaðið þar sem hann varði hana. Hall­dór Bjarkar sagði gagn­rýn­ina vera „eftirá­speki“. „Það var mat Arion banka að það myndi styrkja hluta­fjár­út­boðið og Sím­ann til fram­tíðar að fá að félag­inu hóp alþjóð­legra fjár­festa með reynslu af fjár­fest­ingum og fjar­skiptum í fjölda landa. Þessi hópur er því ekki ein­ungis að koma með fjár­magn í félagið heldur einnig dýr­mæta þekk­ingu og reynslu á sviði fjar­skipta sem mun von­andi nýt­ast félag­inu og hlut­höfum þess til fram­tíð­ar,“ sagði Hall­dór Bjark­ar.

Þessi afstaða var end­ur­tekin í yfir­lýs­ingu bank­ans sem send var út á föstu­dag. Stjórn­endur hans standa fylli­lega við þá ákvörðun að selja fimm pró­sent hlut til stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra á 2,5 krónur á hlut.

Fimm­föld umfram­eft­ir­spurn eftir Síma­bréfum

Arion banki var ekki síður gagn­rýndur fyrir að selja hópi vild­ar­við­skipta sinna, sem eru í eigna­stýr­ingu hjá bank­an­um, annan fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut, í lok sept­em­ber. Valið var í þann hóp eftir umsvif­um. Því fengu efn­uð­ustu við­skipta­vinir einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skipta Arion banka þennan afslátt, aðrir ekki. Þá voru ein­ungis nokkrir dagar þangað til að opið útboð á hlutum í félag­inu fór fram. Þessi hóp­ur, sem hefur ekki verið nafn­greind­ur, má selja sína hluti í jan­ú­ar. Virði þeirra hefur þegar hækkað um 30 pró­sent, eða 447 millj­ónir króna.

Gagn­rýnin sem Arion banki hefur fengið á sig fékk byr undir báða vængi þegar útboði Sím­ans lauk fyrr í þessum mán­uði. Í ljós kom að mik­il umfram­eft­ir­spurn var eftir bréfum í Sím­anum. Alls nam sölu­and­virði þess 21 pró­sent hlutar sem seldur var um 6,7 millj­örðum króna. Heild­ar­eft­ir­spurn var hins vegar 33 millj­arðar króna. Því var eft­ir­spurnin fimm sinnum meiri en fram­boð­ið. Verðið er hærra en flestir grein­ing­ar­að­ilar töldu að það yrði, eða 3,33 krónur að með­al­tali.

Síðan að við­skipti hófust með bréf Sím­ans í síð­ustu viku hefur gengið hækkað og var 3,64 krónur á hlut í lok lið­innar viku. Auk þess hefur velta með bréf í Sím­anum verið mik­il. Þ.e. það eru margir að selja og kaupa.

Aðferðarfræði sem beitt hefur verið við sölu á bréfum í sumum þeirra félaga sem sett hafa verið á markað hefur verið gagnrýnd. Völdum viðskiptavinum banka hefur verið hleypt að slíkum kaupum á undan öðrum og á lægra verði.
Nasdaq OMX Iceland.

Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, sagði við skrán­ingu Sím­ans að bank­inn hlusti og með­taki gagn­rýni sem fram hafi kom­ið. „Við beitum bara þess­ari aðferð núna. Við með­tökum og hlustum á alla gagn­rýni, inn­byrðum hana og metum svo með til­liti til þess hvernig við gerum hluti fram á veg­inn,“ sagði Hösk­uldur við RÚV.

Bank­inn við­ur­kenndi síðan fyrir helgi að salan til vild­ar­við­skipta­vin­anna hefði ekki verið í lagi. Óljóst er hvort hún hafi frek­ari afleið­ing­ar. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, hefur til að mynda sagt að mál­inu sé ekki lok­ið. Leið­rétta þurfi mis­tökin sem Arion banki gerði. Ríkið á 13 pró­sent hlut í bank­an­um.

Nán­ast öll bréf hafa hækkað

Allir sem að við­skipt­unum komu, bæði þeir sem seldu og þeir sem keyptu, hafa bent á að það hafi alls ekk­ert legið fyrir að verðið væri lágt þegar við­skiptin voru ákveð­in. Það væri ekki hægt að sjá fyrir að eft­ir­spurn yrði mikil né að fjár­festar myndu verða til­búnir að greiða hátt verð fyrir hlut­inn.

Og auð­vitað er það rétt. Það er ekki hægt að sjá fyrir fram­tíð­ina. En það voru þó allar líkur á því að mikil eft­ir­spurn yrði eftir bréf­un­um. Í þeim tólf út­boðum sem farið hafa fram vegna nýskrán­ingar félaga á Aðal­markað frá hruni hefur verið umfram­eft­ir­spurn í öll­um. Hún hefur stundum verið marg­föld - í til­felli TM var hún t.d. átta­tíu­föld - og í flestum til­fellum hefur skrán­ing­ar­gengið verið við hærri mörk útboðs­ins.

Í raun er það þannig að eina félagið sem hefur verið nýskráð á markað þar sem gengið í dag er lægra en það var við skrán­ingu er trygg­inga­fé­lagið Sjó­vá. Þar munar reyndar mjög litlu. 

Gengi bréfa í Eik, Reit­um, HB Granda, N1, TM, VÍS, Fjar­skiptum (móð­ur­fé­lags Voda­fo­ne), Eim­skipa, Reg­ins og Haga er hærra nú en það var í hluta­fjár­út­boð­unum sem haldin voru í aðdrag­anda skrán­ingar félaga á mark­að, eða í til­felli HB Granda útboðs sem end­ur­vakti við­skipti með bréf félags­ins. Við þennan hóp má svo bæta Icelanda­ir, en félagið fór í hluta­fjár­aukn­ingu í nóv­em­ber 2010 þar sem hlutir voru seldir á 2,5 krónur á hlut. Gengi bréfa Icelandair er nú um 32,1 krónur á hlut.

Auk þess hafa þau þrjú félög, sem lifðu ásamt Icelandair hrunið af sem skráð félög, hækkað mik­ið. Gengi hluta­bréfa í Öss­uri var 73 krónur á hlut í mars 2009. Það er nú um 455 krónur á hlut. Gengi hluta­bréfa í Marel voru um 44 krónur á hlut í mars 2009 en er nú um 218,5 krónur á hlut og hefur tæp­lega fimm­fald­ast. Bréf Nýherja hafa hækkað umtals­vert á und­an­förnum árum eftir að hafa gengið í gegnum nokkra erf­ið­leika eftir hrun. Frá því að gengi bréfa í félag­inu náði eft­ir­hruns­botni sínum í októ­ber 2013, þegar það var 2,9 krónur á hlut, hefur það hækkað mikið og er nú 13,4 krónur á hlut. Það hefur því tæp­lega fimm­fald­ast á tveimur árum.

Þegar tryggingarfélögin TM og VÍS voru sett á markað settu fjölmargir leikendur á markaði inn tilboð sem þeir höfðu enga möguleika að standa við, til að tryggja sér sem minnsta skerðingu að útboði loknu. Þess vegna var umframeftirspurn eftir bréfum í TM áttatíuföld.
Nasdaq OMX Iceland

Mörg hluta­fjár­út­boð gagn­rýnd harka­lega

Þótt nán­ast öll hluta­bréf hafi hækkað í verði þá er það ekki svo skrán­ing Sím­ans sé eina nýskrán­ingin sem hefur vakið upp tor­tryggni og veikt til­trú á mark­aðn­um. Þvert á móti hafa gagn­rýn­is­málin verið fjöl­mörg. Þegar Hagar voru skráðir á markað undir lok árs 2011 var þegar búið að selja stóran hlut í félag­inu á lægra verði en bauðst í útboð­inu. Auk þess var ekki greint frá því að hagn­aður Haga gæti hækkað um 25 pró­sent að loknu útboði vegna geng­is­lána­dóms.

Þegar Eim­skip var sett á markað varð allt vit­laust vegna hárra kaup­rétt­ar­samn­inga sem átti að gera við helstu stjórn­endur félags­ins, og varð að lokum til þess að fallið var frá þeim. Þegar trygg­ing­ar­fé­lögin TM og VÍS voru sett á markað settu fjöl­margir leik­endur á mark­aði inn til­boð sem þeir höfðu enga mögu­leika að standa við, til að tryggja sér sem minnsta skerð­ingu að útboði loknu. Þess vegna var umfram­eft­ir­spurn eftir bréfum í TM átta­tíu­föld. 

Í aðdrag­anda þess að Reitir voru settir á markað ákvað Arion banki að selja völdum fjár­festum hlut í félag­inu á lgæra gengi nokkrum mán­uðum áður en að útboð fór fram. Þegar fast­eigna­fé­lögin Land­festar og Eik voru sam­ein­uð, um ári áður en sam­einað félag var sett á mark­að, seldi Arion banki hluti í Eik til fjár­festa á lægra gengi en var í hluta­fjár­út­boði þess.

Allt ofan­talið hefur veikt til­trú á íslenska hluta­bréfa­mark­að­inum og fjár­mála­kerf­inu í heild. Í ljósi þess að stærstu bit­arnir úr end­ur­skipu­lagn­ingu íslensks atvinnu­lífs, stóru við­skipta­bank­arnir þrír, eru lík­ast til allir á leið á markað í náinni fram­tíð er ljóst að sporin hræða ansi marga. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar