Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk

RÚV er rekið á ósjálfbæran hátt þar sem gert er ráð fyrir tekjum sem ekki eru í hendi. Hægt hefði verið að ljósleiðaravæða landið fyrir Vodafonesamninginn.

R--v-2.jpg
Auglýsing

Rekstur RÚV hefur ekki verið sjálf­bær frá því að fyr­ir­tæk­ið var gert að opin­beru hluta­fé­lagi árið 2007. Alls nemur tap umfram hagnað 813 millj­ónum króna á því tíma­bili, og er þar gert ráð fyrir þeim tekjum sem RÚV hefur af útvarps­gjaldi sem lands­mönnum er skylt að greiða. Samt sem áður ger­a ­á­ætl­anir RÚV, sem fyr­ir­tækið vinnur eft­ir, ráð fyrir því að það fái hærra út­varps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi árs­ins, að lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag RÚV og að sala á bygg­inga­rétti á lóð ­fyr­ir­tæk­is­ins gangi eft­ir. Gangi allar þessar for­sendur ekki eftir er rekst­ur RÚV eins og fyr­ir­tækið er rekið í dag ósjálf­bær.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndar sem Illugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skip­aði 7. maí síð­ast­lið­inn til að greina þróun á starf­semi RÚV ohf. frá stofn­un, þann 1. apríl 2007, og fram til dags­ins í dag. Til­efnið var að afla þar með skýr­inga á þeirri þung­u ­rekstr­ar­stöðu sem RÚV er í ídag. Í nefnd­inni sitja Eyþór Arn­alds, sem er for­mað­ur­ henn­ar, Guð­rún Ögmunds­dóttir sér­fræð­ingur í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og Svan­björn Thorodd­sen hjá KPMG.  

Skýrslan var gerð opin­ber í dag. Þar eru einnig sett fram nokkur stór álita­mál, meðal ann­ars hvort RÚV eigi að vera á aug­lýs­inga­mark­að­i og hvort RÚV sé best til þess fallið að ná fram mark­miðum rík­is­ins sem snúa að ­ís­lenskri menn­ingu, tungu og lýð­ræð­isum­ræðu.

Auglýsing

RÚV hefur gert athuga­semd við ýmis atriði í skýrsl­unni og hefur birt frétta­til­kynn­ingu á heima­síðu sinni þar sem þau atriði eru talin upp. Á meðal þess sem þar kemur fram er sá tölu­legi sam­an­burður "sem nefndin gerir á milli RÚV og 365. Margoft hefur komið fram að slíkur sam­an­burður er ill­mögu­legur vegna ólíks eðlis almanna­þjón­ustu­miðla og einka­miðla. Þá er í skýrsl­unni stuðst við óop­in­berar og óstað­festar tölur úr rekstri einka­fyr­ir­tækis í sam­keppn­is­rekstri. Ef styðj­ast ætti við upp­lýs­ingar úr rekstri 365, gefnar upp af stjórn­endum þess fyr­ir­tæk­is, þá þyrfti að vera hægt sann­reyna þær tölur með gegn­sæjum hætt­i".

End­ur­skoða verður þjón­ustu­hlut­verkið

Nefndin gerir umfangs­miklar athuga­semdir við rekstur RÚV frá­ því að fyr­ir­tæk­inu var breytt í opin­bert hluta­fé­lag árið 2007. Helst­u ­nið­ur­stöður nefnd­ar­innar eru að rekstur RÚV frá stofnun hefur ekki ver­ið ­sjálf­bær og sé það raunar ekki enn. Gjöld hafa verið meiri en tekjur á tíma­bil­inu í heild og hefur halla­rekstur verið fjár­magn­aður með aukn­u ­rík­is­fram­lagi, lán­tökum og frestun afborg­ana lána. Tap­rekstur hefur verið á helm­ingi þeirra ára sem liðin eru frá stofnun RÚV og tap umfram hagnað er ­sam­tals 813 millj­ónir króna.

Nefndin telur mik­il­vægt að end­ur­skoða þjón­ustu­hlut­verk RÚV í ljósi þeirra miklu breyt­inga sem orðið hafa á neyt­enda­hegð­un, sem koma með­al­ ann­ars fram í miklum sam­drætti í áhorfi á hefð­bundna sjón­varps­dag­skrá, ­sér­stak­lega hjá ungu fólki. Í skýrsl­unni er birt skýr­ing­ar­mynd þar sem kem­ur fram að heild­ar­á­horf fólks á Íslandi á aldr­inum 18-49 ára á sjón­varp dróst ­saman á árunum 2009-2015 um tæp 36 pró­sent í heild og var sam­drátt­ur­inn í á­horfi á línu­lega dag­skrá 47 pró­sent. Alls hefur áhorf á sjón­varp minnkað um 28 ­pró­sent frá árinu 2009 og hjá RÚV hefur sam­drátt­ur­inn verið tæp 18 pró­sent. Sam­drátt­ur í áhorfi á fréttir 2009 – 2015 var tæp 17 pró­sent og enn meiri í ald­urs­hópn­um 18-49 ára, eða 32 pró­sent.

Þá telur nefndin mik­il­vægt að gerður verði nýr ­þjón­ustu­samn­ingur milli rík­is­ins og RÚV þar sem sú þjón­usta sem RÚV ber að ­sinna er skil­greind og til­tekið hvaða fjár­munir eigi að koma fyrir þá þjón­ust­u út samn­ings­tím­ann.

Hvorki best né ó­dýrasta lausnin

Í skýrslu nefnd­ar­innar er einnig sett fram hörð gagn­rýni á samn­ing ­upp á fjóra millj­arða króna sem RÚV gerði við Voda­fone um upp­bygg­ingu staf­ræns dreifi­kerfis árið 2013, og er til 15 ára. Ákvörð­unin um dreifi­samn­ing­inn er ­sögð hafa verið „dýr­keypt“. Það dreifi­kerfi þykir vera með veru­lega tak­mark­aða ­mögu­leika, enda býður tæknin ekki upp á gagn­virkni, ekki inter­net og er „hvorki besta né ódýrasta lausn­in“. Í skýrsl­unni segir að hægt hefði verið að ljúka ­ljós­leið­ara­væð­ingu alls Íslands fyrir sömu fjár­hæð og RÚV greiddi til Voda­fo­ne ­fyrir upp­bygg­ingu staf­ræna dreifi­kerf­is­ins.

Voda­fone sendi síð­degis frá sér til­kynn­ingu vegna umfjöll­unar um samn­ing­inn í skýrsl­unni. Þar segir að Voda­fone hafi fengið stað­fest hjá Kaup­höll Íslands að upp­lýs­inga­gjöf félags­ins er hvorki til­ ­skoð­unar né rann­sóknar þar. Þar segir einnig að nauð­syn­legt sé að taka fram "að fyrr­nefndur samn­ingur kveður á um tölu­vert fleira en ein­ung­is ­upp­bygg­ingu og rekstur staf­ræns dreifi­kerfis sjón­varps. Voda­fone sér enn­frem­ur um rekstur lang­bylgjurása RÚV og rekur tæp­lega 200 FM senda um allt land. 

Í til­efni af umræðu um meinta úrelta tækni skal tekið fram að DVB-T/T2 ­tæknin er útbreiddasta og mest nýtta sjón­varps­dreifi­leið á landi í heim­inum í dag, sér í lagi hjá fjöl­miðlum í almanna­eigu enda gerir hún ekki kröfu til­ við­bótar kostn­aðar hjá not­end­um. DVB-T2 stað­all­inn var upp­haf­lega útfærður árið 2008. Fyrsta DVB-T2 kerfið fór í loftið í Bret­landi árið 2010 og fjölgar enn ­stöðugt þeim löndum sem nýta sér DVB-T2 tækn­ina. Útboð RÚV árið 2012 sett­i skil­yrði um 99,8 pró­sent dreif­ingu með DVB tækni og allir þátt­tak­endur útboðs­ins buð­u miðað við þær for­send­ur".

Rekst­ur­inn ósjálf­bær

Nefndin veltir einnig upp nokkrum mik­il­vægum álita­málum í skýrsl­unni. Á meðal þeirra er sú spurn­ing hvort ohf. rekstr­ar­formið sé heppi­leg­t ­fyrir starf­semi RÚV þar sem reynslan sýnir að félagið er ekki rekið með­ ­tak­mark­aðri ábyrgð þegar ávallt er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður rétti af fjár­hag félags­ins.

Annað stórt álita­mál sé hvort hvort RÚV sé best til þess ­fallið að ná fram mark­miðum rík­is­ins sem snúa að íslenskri menn­ingu, tungu og lýð­ræð­isum­ræðu, séstak­lega þar sem innan við 60 pró­sent af fjár­magni sem RÚV eyðir fari í dag­skrár­gerð.

Í skýrsl­unni segir berum orðum að þær áætl­anir sem RÚV vinn­i nú eftir geri ráð fyrir ýmsu sem sé ekki orðið að veru­leika. Þ.e. hærra út­varps­gjaldi en er í fjár­laga­frum­varpi, að millj­arða króna líf­eyr­is­sjóðs­skuld­bind­ing hverfi úr efna­hag og sölu bygg­inga­rétt­ar. Gangi þessar for­sendur ekki all­ar eftir er rekstur RÚV ósjálf­bær.

Nefndin var saman rekstur útvarps og sjón­varps hjá RÚV ann­ars vegar og 365 miðl­um, stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins, hins veg­ar. Þar kemur fram að tekjur 365 miðla vegna áskrifta og aug­lýs­inga­sölu hafi verið 3,9 millj­arðar króna í fyrra. Á sama tíma var RÚV með 5,4 millj­arða króna í tekjur vegna rík­is­fram­lags og aug­lýs­inga­tekna. Rekstr­ar­gjöld RÚV voru um 1,9 millj­örðum krónum hærri en gjöld 365 og þegar ein­ungis var horft til dag­skrár- og fram­leiðslu­kostn­aðar er mun­ur­inn slá­and­i. 

Hjá 365 miðlum fara tveir millj­arðar króna á ári í dag­skrár- og fram­leiðslu­kostnað en hjá RÚV er sá kostn­aður 3,9 millj­arðar króna. Mun­ur­inn er 1,9 millj­arðar króna. Samt sem áður sendu 365 miðlar út 1.681 klukku­stund­ir. af inn­lendu efni árið 2014 á meðan að RÚV sendi út 1.948 klukku­stund­ir. 365 miðlar senda því út 14 pró­sent minna af inn­lendu efni á ári fyrir helm­ing þess kostn­aðar sem fer í dag­skrár- og fram­leiðslu­kostnað hjá RÚV.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None