Að virða mannréttindi flóttamanna

Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráð­herra lýsti yfir úr ræðu­stóli Alþingis þann 17. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að hæl­is­leit­endur yrðu ekki sendir aftur til Grikk­lands þar sem það væri ekki öruggt. Örfáum vikum síðar ákvað Útlend­inga­stofnun hins vegar að synja sýr­lenskri fjöl­skyldu um efn­is­lega með­ferð hæl­is­um­sóknar á Íslandi. Fjöl­skyldan kom inn í Evr­ópu í gegnum Grikk­land og var neydd til þess að sækja þar um hæli, og fékk þar stöðu sína sem flótta­menn við­ur­kennda. Ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar virð­ist í fyrstu vera í hróp­andi mót­sögn við yfir­lýs­ingu inn­an­rík­is­ráð­herra. 

En hvað er átt við þegar talað er um hæl­is­leit­end­ur? Alþjóða­lög gera þýð­ing­ar­mik­inn grein­ar­mun á hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um. Hver sá sem sækir um hæli utan heima­lands síns er skil­greindur sem hæl­is­leit­andi (e. asylum seeker) þar til umsókn hans hefur fengið end­an­lega afgreiðslu hjá stjórn­völd­um, óháð því hvaða ástæður liggja að baki umsókn­inni. Þeir sem sækja um hæli vegna efna­hags­að­stæðna, til dæmis bágra lífs­kjara og skorts á atvinnu (e. economic migrants) telj­ast hæl­is­leit­endur en eru hins­vegar ekki flótta­menn (e.refu­gees). Flótta­manna­hug­takið er að finna í Flótta­manna­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna og veitir hverjum manni sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin ríki kost á að leita sér verndar hjá öðrum þjóð­um. Sá sem sækir um hæli sem flótta­maður ber í meg­in­at­riðum sönn­un­ar­byrð­ina um að rík­inu beri að veita honum hæli. Sam­þykki stjórn­völd umsókn­ina er sagt að við­kom­andi hafi fengið stöðu sína sem flótta­maður við­ur­kennda. Sá sem fær við­ur­kennda stöðu flótta­manns nýtur til­tek­inna rétt­inda í hæl­is­land­inu, til dæmis á hann rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu, aðgangi að skóla­kerf­inu sem og fjár­hags-og hús­næð­is­að­stoð. Í samn­ingnum eru aðild­ar­ríki hvött til þess að hafa alþjóða­sam­vinnu í hávegum þegar kemur að mál­efnum flótta­manna. 

Orð inn­an­rík­is­ráð­herra virð­ast ein­ungis ná til hæl­is­leit­anda, þ.e. þeirra sem hafa hvergi verið skráðir áður en þeir ná ströndum Íslands. Sem sagt ein­ungis til þeirra sem kom­ast á gúmmí­tuðru yfir Mið­jarða­haf­ið, fram­hjá mann­ræn­ingjum og sér­sveit­ar­lið­um, ganga yfir hálfa Evr­ópu og ná á ein­hvern ótrú­legan hátt að kom­ast á þessa pínu­litlu eyju í miðju Atl­ants­haf­inu – allt án þess að vera skráðir inn í nokk­urt ríki á leið­inn­i. 

Auglýsing

En ef ekki er öruggt að senda hæl­is­leit­endur til Grikk­lands af hverju ætti að vera örugg­ara að senda flótta­menn til Grikk­lands? Hvers virði er að hafa fengið stöðu sína sem flótta­maður við­ur­kennda í landi sem hefur ekki burði til að upp­fylla skyldur sínar undir Flótta­manna­samn­ingn­um? Sýr­lenska fjöl­skyldan varði ári á göt­unni í Grikk­landi og þar breytti staða hennar sem flótta­menn engu. Krafan um alþjóð­legt sam­starf hlýtur að fela í sér að flótta­menn séu ekki sendir til baka til ríkis sem ekki getur veitt þeim þá vernd og þau rétt­indi sem alþjóða­samn­ingar fela í sér.

Póli­tísk hræðsla við umfangs­miklar breyt­ingar á útlend­inga­lögum

Ef marka má und­ir­skrifta­lista, fjöl­miðlaum­fjöll­un, með­mæla­göngur og safn­anir virð­ist meg­in­þorri Íslend­inga ekki kæra sig um þessa þröngu stefnu stjórn­valda. Von­brigði og reiði almenn­ings bein­ist í miklum mæli að Útlend­inga­stofn­un, þeirri und­ir­stofnun inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem afgreiðir allar umsóknir um dval­ar­leyfi. Meg­in­hlut­verk Útlend­inga­stofn­unar er hins­vegar ekki að móta stefnu Íslands í flótta­manna­mál­um. Hennar hlut­verk er að starfa sam­kvæmt útlend­inga­lög­gjöf­inni, sem er mörkuð af lög­gjaf­an­um. 

Lögin veita þó Útlend­inga­stofnun heim­ild til að veita hæli af mann­úð­ar­á­stæð­um, úrræði til þess að veita þeim hæli sem af ein­hverjum ástæðum falla ekki undir vernd Flótta­manna­samn­ings­ins þrátt fyrir að ríkar mann­úð­ar­á­stæður séu til stað­ar. Ekki virð­ist vera vilji til þess að nýta þetta úrræði í ríkum mæli. Ein­hvers staðar virð­umst við hafa misst sjónar á meg­in­til­gangi þess­ara laga  – að vernda fólk fyrir illri með­ferð. 

Tregðu stjórn­valda til þess að keyra í gegn meiri­háttar breyt­ingar á lög­gjöf­inni má rekja til póli­tískrar hræðslu sem gerir nú vart við sig víðs­vegar um Evr­ópu. Grikk­land og Ítalía eru ekki einu löndin sem komin eru að þol­mörk­um. Sví­þjóð telur sig ekki geta tekið á móti fleiri flótta­mönnum og Þýska­land er í stök­ustu vand­ræð­um. Hér á landi felst pólítíska hræðslan í því að ef Ísland ákveður að veita þeim sem þegar hafa hlotið hæli ann­ars staðar efn­is­með­ferð sé lík­legt að hingað streymi flótta­menn sem þegar hafa hlotið hæli í Evr­ópu­ríkjum á borð við Grikk­land og Ítal­íu, ríkjum sem er ómögu­legt að tryggja svo mikið sem grund­vall­ar­mann­rétt­indi flótta­manna. 

Ólíð­andi að lög­gjaf­inn firri sig ábyrgð

Núver­andi kerfi sam­rým­ist hvorki aðstæðum í Evr­ópu né vilja almenn­ings til að leggja sitt af mörkum og taka á móti flótta­mönnum í rík­ara mæli en nú er gert. Þessi tog­streita leiðir til þess að fjöl­margir hæl­is­leit­endur sjá ekki annan kost en að segja sögu sína í fjöl­miðlum í þeirri von að nægur þrýst­ingur skap­ist á stjórn­völd um að end­ur­skoða ákvörðun sína. Hættan sem í þessu felst er marg­þætt. Í fyrsta lagi eru fjöl­margir flótta­menn hér á landi sem þora ekki að hætta á  að segja sögu sína opin­ber­lega, og því geta þeir sem koma úr verstu aðstæð­unum átt minnstan stuðn­ing vís­an. Í öðru lagi geta slík við­töl aukið á hætt­una fyrir við­kom­andi og ást­vini þeirra í heima­land­inu. Í þriðja lagi hefur slík fjöl­miðlaum­fjöllun nær aldrei leitt til þess að við­kom­andi fái hér hæli til fram­búð­ar. Algeng­ast er að við­kom­andi fái að dvelja hér á meðan kæru­nefnd metur umsókn­ina, en Flótta­mannasátt­mál­inn á hvort sem er að tryggja það,  því óheim­ilt er að senda hæl­is­leit­anda aftur til heima­lands, sé hætta á að hann verði fyrir ofsókn­um. Verst er þó að með þessu sköpum við kerfi sem byggir á mann­grein­ar­á­liti, í stað þess að geta treyst á að kerfið sjálft sé rétt­látt. 

Kerfið er mein­gall­að, hluti af tíma­skekkju sem þarf að laga að breyttum heimi. Við eigum ekki að þurfa að treysta á að fjöl­miðlar vakti hverja ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar og mót­mæli svo máls­með­ferð (eða skorti þar á) hverrar fjöl­skyldu eða hvers ein­stak­lings. Inn­an­rík­is­ráð­herra á ekki að fá klapp á bakið fyrir að grípa í sífellu inn í verk­ferla und­ir­stofn­unar ráðu­neyt­is­ins. Útlend­inga­stofnun er úrelt í núver­andi mynd. Það þarf  að breyta kerf­inu í heild. Það er ólíð­andi að sýr­lensk fjöl­skylda sem hefur fengið stöðu sína sem flótta­menn við­ur­kennda verði send frá landi vel­meg­unar til ríkis þar sem hennar bíður ekk­ert nema eymd og ver­gang­ur. Jafn ólíð­andi og að senda öll þau börn og allar þær mann­eskjur sem aldrei ná for­síðum blað­anna af landi brott  á grund­velli laga­bálks sem sam­rým­ist ekki vilja almenn­ings. Leyfum ekki lög­gjaf­anum að firra sig ábyrgð á ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­un­ar. Það er Alþingis að breyta lög­un­um.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None