Auglýsing

Alþingi gaf okkur fal­lega jóla­gjöf fyrir nokkrum dög­um. Við fengum 49 glæ­nýja íslenska rík­is­borg­ara og þar á meðal voru tvær fjöl­skyldur frá Albaníu með lang­veik börn. Nú þurfum við ekki að skamm­ast okkar í bili. Og þó.

Reyndar er útlend­inga­lög­gjöfin stór­gölluð og ein­kenn­ist af und­ar­legri hræðslu. Það er alltof erfitt að flytja hingað og taka þátt í sam­fé­lag­inu fyrir fólk utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Í aðdrag­anda EES-­samn­ings­ins var umræðan á þá leið að hér myndi allt fyll­ast af útlend­ingum sem tæki öll störf­in. Reynslan kennir okkur að svo er ekki. Og það er ekki sér­lega skrítið þegar maður hugsar um það að fólk vilji ekki endi­lega flytja á eld­fjalla­eyju langt norður í ball­ar­hafi þar sem myrkur og kuldi ríkir marga mán­uði á ári. Flytja í land mata­dor­pen­inga, frænd­semi og verð­trygg­ing­ar. 

Ísland bernsku minnar

Þegar ég var krakki voru næstum allir lands­menn eins á lit­inn. Bak­grunnur okkar var lík­ur, við hétum flest eitt­hvað –son og –dóttir og afar og ömmur okkar höfðu alist upp í sveit. 

Auglýsing

Utan­lands­ferðir voru reyndar að kom­ast í tísku. Margir þeirra sem fóru kynntu sér á eigin skinni hversu hratt væri hægt að sól­brenna á spænskum strönd­um.  Menn voru ekki almenni­legir nema hafa sofnað í sól­baði á milli grísa­veislna með hörmu­legum afleið­ing­um. Og sumir mundu lítið eftir ferð­inni þegar heim var kom­ið.

Ég man vel eftir komu flótta­mann­anna frá Víetnam árið 1979 og fylgd­ist spennt með því. Í fréttum frá þessum tíma má lesa að allt fékk fólkið íslensk nöfn fyrir kom­una og að reynt hefði verið að hafa nýju nöfnin eins lík upp­runa­legu nöfn­unum og frekast var kost­ur. Á þeim tíma þurftu útlend­ingar að afsala sér nafn­inu sínu til að setj­ast hér að. Væri það ekki talið brot á mann­rétt­indum núna?

Í minn­ing­unni var matur bernsku minnar grár nema pulsur og rabb­ar­bara­grautur sem hvort tveggja fékk rauðan lit úr ein­hverju sem er örugg­lega búið að banna. Smátt og smátt varð mat­ur­inn þó lit­rík­ari og fjöl­breytt­ari, ekki síst fyrir erlend áhrif. Við fengum nýja liti, nýja angan og nýtt krydd í til­ver­una. Og allt varð betra.

Takk fyrir allt

Sem betur fer var „ein­rækt­un“ Íslend­inga rofin í lok síð­ustu aldar með EES-­samn­ingnum og örlítið skárri lög­gjöf. Við höfum verið svo lánsöm að á Íslandi hefur sest að fjöld­inn allur af fólki af erlendu bergi brotið sem hefur auðgað sam­fé­lag okk­ar, menn­ing­una og til­ver­una alla. Sumir hafa jafn­vel haft afger­andi áhrif á hvernig við upp­lifum þjóð­sagna­arf okkar og nátt­úr­una og nægir að nefna Brian Pilk­ington sem end­urskóp íslensku tröllin í þeirri mynd sem við flest þekkjum nú. Aðrir þjálf­uðu afreks­fólk í tón­list eða íþrótt­um; færðu okkur nýja þekk­ingu, færni og mark­mið. 

Kannski er það besta við Ísland að nýjar hug­myndir og við­horf eru nokkuð fljót að skjóta rótum og verða ríkj­andi. Nægir að nefna rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra, sem reyndar er alls ekki lokið en engu að síður hafa flestir lands­menn sýnt stuðn­ing sinn í verki og tekið þátt í gleði­göng­unni. Svipuð við­horf ríktu í garð þeirra fáu útlend­inga sem sett­ust hér að á árum áður. Þeir urðu býsna fljótt hluti af „okk­ur“. 

Hvað er að ger­ast?

Nú eru blikur á lofti. Skyndi­lega virð­ist við­ur­kennt að ala á hræðslu og jafn­vel hatri á venju­legu fólki frá öðrum löndum eða af öðrum trú­ar­brögð­um. Jafn­vel alþing­is­menn tala eins og það komi til greina að brjóta jafn­ræð­is­reglu sjálfrar stjórn­ar­skrár­innar og mis­muna fólki eftir upp­runa eða trú. 

Það er ekki bara hættu­legt og óhugn­ar­legt heldur einnig óskilj­an­legt. Aldrei hefur heim­ur­inn verið örugg­ari og frið­sam­legri. Þrátt fyrir tölu­verða umræðu um hryðju­verk eru vart mæl­an­legar líkur á að vest­ur­landa­búar lendi í slíku. Það eru marg­falt meiri líku á að við deyjum í bílslysi (þótt umferðin hafi heldur aldrei verið örugg­ari), úr krabba­meini, þung­lyndi eða hjarta­sjúk­dóm­um. Það eru meiri líkur á að maki okkar verði okkar að bana, við vinnum í lottó­inu eða verðum fyrir eld­ingu.

Við eigum ekki að vera hrædd þegar fólk vill setj­ast hér að, borga skatta og skyld­ur, læra málið okkar og taka þátt í að byggja upp rétt­látt og gott sam­fé­lag. Kann­anir hafa sýnt að atvinnu­þátt­taka inn­flytj­enda á Íslandi er meiri en meðal inn­fæddra. Fólk frá öðrum þjóðum er því ekki að koma hingað til að setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið. Og þrátt fyrir ítar­lega leit Útvarps Sögu virð­ist enn ekki hafa fund­ist múslimi á Íslandi sem hefur valdið telj­andi vand­ræð­um, sökum trúar sinn­ar. 

Okkur vantar fólk

Við erum alltof fá. Þjóð­fé­lagið virkar ekki eins og það ætti að gera þegar allir eru tengdir öll­um. Við lendum sífellt í því að vera van­hæf því í fámenn­inu eru allir skyldir eða skóla­fé­lag­ar. Við þekkj­umst öll og það er ekki sér­lega hollt. Okkur sár­vantar fleira fólk. 

Það er líka óhag­kvæmt að reka 320.000 manna þjóð­fé­lag. Við þurfum að halda úti sömu þjón­ustu og millj­óna­þjóðir og nokkurn veg­inn sömu stofn­unum líka. Það er dýrt að halda uppi almenn­ings­sam­göngum fyrir svona fáa, sem og vega­kerfi og góðu heil­brigð­is­kerfi. Sagt hefur verið að háskóla­sjúkra­hús eins og við viljum sjá á Land­spít­al­anum þurfi helst að þjóna milljón manns, ann­ars sé lítið vit í því. Og ein­hvern veg­inn endar þetta alltaf með því að allir eru að vasast í öllu. 

Við sjálf viljum geta flutt hvert sem er í heim­inum og okkur finnst það sjálf­sagt. En á sama tíma er lög­gjöfin sniðin að því að gera fólki utan EES eins erfitt fyrir og mögu­legt er að setj­ast að á Íslandi. Fólk þarf ýmist að gifta sig til lands­ins, vera atvinnu­menn í íþróttum eða koma hér á vegum atvinnu­rek­anda sem hefur sýnt fram á að hann hafi ekki getað fengið hæft starfs­fólk á gjörvöllu EES-­svæð­inu. Fyr­ir­komu­lagið veldur því að starfs­mað­ur­inn er ofur­seldur vinnu­veit­and­anum sem flutti hann inn. Og svo er það fólkið sem flýr eymd og stríð í heima­land­inu en það virð­umst við helst vilja velja sjálf. Fólk sem álp­ast hingað á eigin vegum er í flestum til­fellum vísað frá ef það er ekki hrein­lega fang­elsað fyrst eða látið dúsa bjarg­ar­laust í bið eftir úrskurði, nema hvoru tveggja sé. Það er helst að stjórn­völd aumki sig yfir fólki í þeim aðstæðum ef mál þeirra rata í fjöl­miðla.

Þéttum okkur

Þetta er asna­legt. Fólk á ekki að þurfa að eiga lang­veik börn til að fá að búa á Íslandi. Síð­ast þegar ég vissi sár­vant­aði múr­ara hér á landi. Ef eitt­hvað vit væri í útlend­inga­lög­gjöf­inni hefði faðir Kevi litla átt að fá bæði dval­ar- og atvinnu­leyfi á Íslandi vegna þess að hann er góður múr­ari og vill vinna hér og greiða skatta. Það á að vera nóg. Annað er fárán­leg sóun á mannauði og mennt­un. 

Þétt­ing byggðar hefur verið í umræð­unni síð­ustu ár og tekið er mið af þeirri hug­mynd í nýju skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar. Hug­myndin er að nýta borg­ina bet­ur, auka lífs­gæði íbú­anna, lifa umhverf­is­vænna og betra borg­ar­lífi og auka fjöl­breytn­ina.

Við ættum að yfir­færa þá hug­mynda­fræði á þjóð­ina sjálfa. Við ættum að fagna hverjum þeim sem vill búa á Íslandi, taka þátt í sam­fé­lag­inu og læra und­ar­lega málið okk­ar. Það er fárán­lega fífla­legt að fólki sé vísað frá þegar okkur skortir fólk. Gott fólk. Og svo vill til að flest fólk er einmitt ljóm­andi gott. Við höfum ekk­ert að ótt­ast. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None