Auglýsing

Síð­asta mið­viku­dags­kvöld sá ég Njálu í Borg­ar­leik­hús­inu. Þeirri kvöld­stund var vel var­ið. Þarna var hún, erki­sagan um okk­ur, í allri sinni dýrð. Gull­sleg­in, blóð­ug, ægi­fög­ur, ljót, stór og lít­il, hams­laus, óskilj­an­leg en samt svo borð­leggj­andi. Og það sem meira er, hún á erindi við okk­ur. Þetta er nefni­lega sagan um okk­ur. Sagan um frænd­hygl­ina, þrasið, flokka­drætt­ina, partíin sem enda með skelf­ingu. Saga um þrá okkar á við­ur­kenn­ingu í útlönd­um. Sagan um drambið, snilld­ina, stolt­ið, breysk­leik­ann og hvernig við, sem ann­ars erum alltaf að þrasa, þjöppum okkur saman og göngum í takt þegar til þess er ætl­ast. Og mitt í öllum hama­gang­inum er hún þarna ljós­lif­andi, Njáls­saga. Sagan um erj­urn­ar.

Sem betur fer erum við að mestu hætt að höggva hvert annað í herðar nið­ur. En þrasið stendur enn yfir. Á það vorum við ræki­lega minnt í síð­ustu viku þegar Alþingi, það sama og þar sem Gunnar leit Hall­gerði lang­brók augum fyrst, kom saman aftur að loknu jóla­hléi. Og þrasið ómaði frétta­tíma eftir frétta­tíma og berg­mál­aði á sam­fé­lags­miðl­un­um. Efni­við í gott þras er víða að finna, því sam­fé­lag okkar stendur frammi fyrir ýmsum vanda. Heil­brigð­is­kerfið er fjársvelt (en hvaðan koma þessi 11%, eigum við að þrasa soldið um það?) Við, sem önnur ríki heims, þurfum að axla ábyrgð á flótta­manna­vand­an­um. Líf­eyr­is­þegar búa við bág kjör. Hús­næð­is­málin eru í tómu tjóni og á ég að nefna bleika fíl­inn í stof­unni, krón­una? Og kannski, svona fyrst ég er byrj­uð, vand­ræðin í lög­regl­unni, Borg­un­ar­mál­ið, yfir­vof­andi sölu bank­anna, fjár­mála­ráð­herr­ann sem skilur ekki hug­takið sam­fé­lags­banki og TISA-­samn­ingana. Það er nóg að ræða. 

Í stað þess að ráð­ast á stabbann og fara að leysa málin hófst Alþingi með þrasi um hvort selja skuli áfengi í mat­vöru­versl­un­um. Ég verð að við­ur­kenna að ég hef ákveðnar skoð­anir á því máli. Ég verð líka að við­ur­kenna að þar er ég í minni­hluta. Lang­flestum er nefni­lega alveg sama hvort áfengi fáist einkum í sér­versl­unum rík­is­ins eða í mat­vöru­búð­um. Þeim sem er ekki sama virð­ist ýmist finn­ast það tákn um hið full­komna frelsi að geta keypt Euros­hopp­er-­bjór í Bónus eða vera sann­færðir um að áfengi í mat­vöru­búðum sé bein leið til glöt­un­ar. Engin milli­leið virð­ist í sjón­máli og fjöl­miðlar greina frá töl­fræði­legum upp­lýs­ingum eins og ekk­ert sé inter­netið og ómögu­legt að kanna sann­leiks­gildi nokk­urra hluta. Það er einna helst að ein­staka blogg­ari leggi á sig örlítið gúgl. Og pól­arnir eru allt eða ekk­ert og heil hel­vít­is­gjá þar á milli. Ekki nokkrum manni dettur í hug að athuga hvaða lausnir hafa fund­ist á mál­inu í öðrum löndum né hvernig þær hafa gef­ist. Öll umræðan er í ökkla eða eyra. Og við, við erum orðin svo þreytt á þessu. 

Auglýsing

Vinna í stjórn­málum er mesta þol­in­mæð­is­verk sem ég hef kynnst. Ef eitt­hvað þok­ast áfram er það senni­lega vegna þess að það er vand­ræða­lega tíma­bært eða að það ger­ist alveg óvart og jafn­vel fyrir slysni. Jafn­vel góðu málin sem allir eru í raun sam­mála um, eru tekin í gísl­ingu og notuð sem skipti­mynt í hinu eilífa mál­þófi sem virð­ist hafa fest rætur á Alþingi. Við erum lítið land með fáa þing­menn. Samt tala alþing­is­menn lengur er starfs­bræður þeirra og -systur á hinum Norð­ur­lönd­unum þar sem þing­menn eru marg­falt fleiri. Á stórum þingum koma menn sér saman um lengd umræð­unnar fyr­ir­fram og svo skipta þing­menn með sér verkum innan flokka svo öll sjón­ar­mið flokks­ins komi örugg­lega fram. Á Íslandi er pontan nán­ast ónýt sem sam­ræðu­vett­vangur því ógjörn­ingur er að greina það sem skiptir máli frá mál­þóf­inu. Það sest eng­inn þing­maður inn í þingsal­inn til að hlusta á óend­an­lega langar umræður þar sem afar ólík­legt er að nokkuð nýtt komi fram. Slíkt væri ein­fald­lega óábyrg nýt­ing á dýr­mætum tíma. 

Samt er hug­myndin um þing frá­bær. Þegar best lætur er þingið staður þar sem einn talar í einu og aðrir hlusta. Fólk skipt­ist á skoð­un­um, skoðar öll gögn og finnur bestu lausn­ina á brýnum vanda, oft með mála­miðl­un. Þing snú­ast um svo miklu meira en að greiða atkvæði, með eða á móti, eða afgreiða allt sem frá rík­is­stjórn­inni kem­ur, nán­ast án umræð­u. 

En okkar þing er las­ið. Það er álíka lasið og fjór­flokk­ur­inn sem þar ræður ríkjum og hefur aldrei mælst veik­ari en í síð­ustu könnun MMR. Og þing­menn halda áfram að þrasa sig og flokk­ana sína í gröf­ina. Skýr krafa um kerf­is­breyt­ingu blasir við en for­sæt­is­ráð­herra er upp­tek­inn við að raða hús­unum í mið­bænum upp á nýtt á meðan stjórn­ar­skrár­nefndin hans er um það bil að kom­ast að sögu­legum sáttum um ekki neitt. 

Og við hin, við tuðum líka. Okkar vett­vangur eru sam­fé­lags­miðl­arnir þar sem Algrímur Syk­ur­bergur er umræðu­stjóri og sér til þess að við sjáum æ sjaldnar þá sem eru ósam­mála okk­ur. Algórit­m­arnir sýna okkur bara við­hlægj­endur okkar og eftir því sem við lækum og deilum meira verða þeir snjall­ari í að sýna okkur bara það sem við erum sam­mála. Góða fólkið hættir að sjá þjóð­ern­is­sinn­ana og Schen­gen-hat­ar­ana. Antisportistar sjá ekki fót­bolta­bull­urnar og sumir sjá bara afmæl­is­börn og sæta kett­linga. Þannig lag­ast heims­myndin að því sem við viljum sjá. Við hættum að takast á með rökum við þá sem við erum ósam­mála því við hættum að rekast á þá á sam­fé­lags­miðl­unum þar sem umræðan fer fram og þeir verða að lokum bara eins og óljós minn­ing þar til þeir dúkka upp í formi virkra í athuga­semd­um, inn­hringj­enda á Útvarp Sögu eða ... það sem er kannski óum­flýj­an­legt, sem heilt stjórn­mála­afl sem félli í ljúfan jarð­veg. Því þótt mörgum okkar þætti mál­flutn­ing­ur­inn senni­lega óhugn­an­legur væri hann þó alla­vega um alvöru mál. Og góða fólkið ætti engin ráð enda er það upp­tekið við að þrasa um eins lít­il­fjör­leg mál­efni og bús í búð­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None