Auglýsing

Það er eitt­hvað fram­andi en þó svo kunn­ug­legt við frétta­flutn­ing síð­ustu daga. Það er allt á upp­leið. Árangur áfram, ekk­ert stopp! En samt fær maður sting í hjart­að.

Landið fyllist af ferða­mönnum en við höfum ekki haft tíma til að búa til skilti svo þeir fari sér ekki að voða eða smíða skyn­sam­legt reglu­verk í kringum grein­ina. Á meðan eng­inn er nátt­úrupassinn, bíla­stæða- eða komu­gjöldin – enda íslensk nátt­úra ókeypis og því einskis virði – kemur ekki til greina að ráða land­verði á hættu­lega staði. Fólk verður bara að læra að passa sig! 

Bank­arnir eru á blússandi sigl­ingu. Græddu 108 millj­arða á síð­asta ári.  Alls eru þeir búnir að græða tæpa 500 millj­arða frá því við þurftum að bjarga þeim, því í mata­dor­hag­kerf­inu okkar geta þeir sem komu okkur um koll grætt mest á hrun­inu. Þetta tekst þeim þrátt fyrir að verð­mætar eignir eins og Borgun séu seldar vild­ar­vinum á gjaf­virði. Banka­stjóri Lands­bank­ans seg­ist reyndar ekki hafa gert það vilj­andi, hann hafi fengið upp­lýs­ingar frá fjár­mála­fyr­ir­tæki og treyst þeim. Nú ætti hann að skilja hvernig öðrum lands­mönnum líð­ur. Kom­inn tími á bónus­ana aft­ur? Þetta er nátt­úru­lega undra­verður „ár­ang­ur“ enda hafa bæði Íslands­banki og Arion þegar gjald­fært 2,4 millj­arða í „ár­ang­urstengdar greiðsl­ur“ til starfs­manna. Á meðan borgum við hin bara af verð­tryggðu lán­unum okkar og hæstu vexti sem sést hafa á byggðu bóli. Og guð hjálpi þeim sem eru á leigu­mark­að­i. 

Auglýsing

Og sjáv­ar­út­veg­ur­inn. Í fyrra græddi HB Grandi ríf­lega fimm millj­arða á því að veiða fisk á Íslands­miðum sem er lögum sam­kvæmt sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar! Eig­endur þessa eina fyr­ir­tæk­is­ins borga sér þrjá millj­arða í arð á meðan eig­andi auð­lind­ar­innar fær bara einn millj­arð í veiði­gjald. Sann­gjarnt? 

Á sama tíma fáum við fréttir af því að börn með geð­rænan vanda fái ekki þá þjón­ustu sem þeim ber. Þau geta til dæmis þurft að bíða í upp undir eitt og hálft ár til að kom­ast að hjá Barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans. Ef maður er sex ára jafn­gildir það fjórð­ungi ævinn­ar. Og með hverjum deg­inum sem líður kann vandi barns­ins að vaxa og stundum missum við hrein­lega af tæki­fær­inu til að leiða börnin á rétta braut. 

Við fengum líka fréttir af því að Land­spít­al­inn væri myglað­ur. Flest vissum við það reyndar  fyrir en það voru nýjar fréttir fyrir mig að nýbak­aðar mæður sem þjást af fæð­ing­ar­þung­lyndi og nýfæddu börnin þeirra væru einmitt höfð í sér­lega myglaðri bygg­ingu þar sem helsti sam­veru­stað­ur­inn er þar að auki glugga­laus. 

Háskól­arnir okkar eru und­ir­fjár­magn­að­ir, það var líka í frétt­um. Þeir standa sam­an­burð­ar­skólum á hinum Norð­ur­lönd­unum og í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við langt að baki þegar kemur að opin­berum fjár­veit­ing­um. En Ísland er auð­vitað í grunn­inn ver­stöð og það hentar atvinnu­líf­inu ekk­ert endi­lega að lands­menn mennti sig um of. 

Draum­ur­inn um nýtt Ísland

Eftir hrunið eygðu mörg okkar tæki­færi til að byggja landið okkar aftur upp í nýrri mynd. Við vildum meira lýð­ræði, mann­eskju­legra sam­fé­lag, rétt­læti, heið­ar­leika, virð­ingu og ábyrgð. Og við vildum sjálf fá arð­inn af auð­lind­unum okk­ar. Farið var í marg­vís­leg verk­efni sem áttu að skapa betra sam­fé­lag. Skýrasta dæmið var ný stjórn­ar­skrá, samin af þjóð­inni í ein­stöku ferli sem vakið hefur verð­skuld­aða athygli víða um heim. 

Sér­ís­lensk blanda af svik­um, hug­leysi og und­ir­lægju­hætti varð til þess að nýja stjórn­ar­skráin okkar tók ekki gildi. Það var ekki vegna þess að fólki fynd­ist hún ekki skipta máli. Aðspurðir svör­uðu kjós­endur því til í könn­unum að hún skipti máli. Hún skipti hins vegar ekki mestu máli heldur var svona í þriðja eða fjórða sæti. Okk­ur, sem vildum breyta kerf­inu, mistókst nefni­lega að tengja nýju stjórn­ar­skrána við dag­legt líf fólks, aðstæður þess og budd­una. 

Samt er ekk­ert eitt sem við gætum breytt sem hefði meiri áhrif á líf okkar og aðbúnað en eitt lítið en þó svo stórt ákvæði í nýju stjórn­ar­skránni. Auð­linda­á­kvæðið sem kveður á um að auð­lindir sem ekki eru í einka­eigu séu sam­eig­in­lega og ævar­andi eign íslensku þjóð­ar­innar og að þær megi aðrir ekki nýta nema gegn fullu gjaldi og í tak­mark­aðan tíma í senn. Þetta þýðir að fisk­veiði­kvót­inn yrði að fara á markað og útgerðin fengi sjálf að ráða hvað hún vildi borga fyrir veiði­heim­ild­irn­ar. Og stjórn­mála­menn þyrftu að hætta að gefa ork­una. Við getum líka velt fyrir okkur hvort ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­unum væri heim­ilt að selja ferðir til okkar helstu nátt­úruperla án þess að greiða okkur eðli­legt gjald fyrir það.

Allir stjórn­mála­menn tala eins og brýnt sé að setja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána og allir stjórn­mála­flokkar hafa haft það á stefnu­skránni. Og einmitt þessa dag­ana ber­ast okkur fréttir af því að stjórn­ar­skrár­nefnd for­sæt­is­ráð­herra hafi sent frá sér þrjú ákvæði til breyt­ingar á þeirri gömlu. Hugs­an­lega fáum við að kjósa um þau 29. febr­úar að ári. Eitt þess­ara ákvæða er um auð­lind­irn­ar. RÚV greindi frá því að for­sæt­is­ráð­herra teldi víð­tækan vilja til sam­komu­lags: „Ég held að það sé mjög æski­legt að nota tæki­færið til þess að klára þarna nokkur atriði sem lengi hafa verið til umræðu og menn hafa lengi tek­ist á um. Menn hafa nú náð saman um svo­leiðis að ef það er sam­staða um málið þá er um að gera að nýta það.“ Gall­inn er bara sá að það ákvæði sem stjórn­mála­menn­irnir hafa náð svo víð­tæku sam­komu­lagi um er gagns­laust. For­maður nefnd­ar­inn­ar, Páll Þór­halls­son, stað­festi það í fréttum RÚV  þar sem hann játar hið aug­ljósa að ákvæði nefnd­ar­innar myndi ekki breyta neinu um kvóta­kerf­ið. 

Það er því alveg ljóst að for­sæt­is­ráð­herra er ekki með hags­muni þjóð­ar­innar í huga þegar hann telur „mjög æski­legt að nota tæki­færið til þess að klára þarna nokkur atrið­i.“ Hann ber hags­muni útgerð­ar­manna fyrir brjósti, ekki almenn­ings. Stjórn­mála­menn eins og Sig­mundur Davíð treysta á að almenn­ingur fatti ekki sam­hengið á milli þess að sett sé ónýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána og þess að Land­spít­al­inn sé ónýt­ur, börn með geð­rask­anir fái ekki þjón­ustu og skól­arnir okkar hangi á horrim­inn­i. 

Hættum að láta ræna okk­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None