Auglýsing

Framan af virt­ust þetta ætla að verða óskap­lega óspenn­andi for­seta­kosn­ing­ar. Nú má búast við nýjum stór­tíð­indum alltaf þegar maður opnar fyrir frétt­ir. Valið virð­ist standa á milli nýja Íslands með heið­ar­leika, rétt­læti, virð­ingu, jafn­rétti og ekki síst ábyrgð að leið­ar­ljósi, svo vitnað sé til nokk­urra gilda þjóð­fund­ar­ins 2009, eða gamla, súra og spillta Íslands þar sem menn eru alls ekki í fjár­hags­legu sam­bandi við eig­in­konur sín­ar, finnst sjálf­sagt að gefa vinum sínum auð­lindir sjávar og sveita og hafa jafn­vel per­sónu­lega reynslu af því að setja Seðla­banka á haus­inn. 

Og ekk­ert lát er á skoð­unum hinna ýmsu álits­gjafa. Einn þeirra sagði að Andri Snær ætti að draga fram­boð sitt til baka svo Guðni Th. gæti sigrað Ólaf Ragnar en kvað svo upp þann dóm dag­inn eftir að Guðni væri gamla Ísland holdi klætt. Nú er Ólafur hættur og senni­lega margir fegnir því að ráð­gjöf blogg­ar­ans náði ekki lengra. 

Það eru nefni­lega allir að reyna að segja okkur hvernig við eigum að kjósa. Og álits­gjöf­unum er vor­kunn. Þegar fjöl­miðlar hringja með ný tíð­indi verða þeir að kokka upp fyrir okkur nýja sviðs­mynd á nokkrum mín­út­um. Þá er kannski óhjá­kvæmi­legt að ein­falda mynd­ina nokkuð – ég meina hver man nöfnin á öllum þessum fram­bjóð­endum og hverjir eru hættir við og hverjir ekki? Úr verða gjarna tveir turn­ar, stundum þrír eða jafn­vel fjór­ir. En aldrei fimm. Sumir reyna að gera úr þessu ein­vígi og þá æsast frétta­menn enda væri það svo miklu betra sjón­varp. Svo koma skoð­ana­kann­anir sem umvenda öllu, eina ferð­ina enn. Bæði álits­gjaf­arnir og skoð­ana­kann­an­irnar gefa tónin fyrir umræð­una og eru skoð­ana­mynd­andi í sjálfu sér.

Auglýsing

Samt er fram­boðs­frestur ekki runn­inn út og engin fram­boð hafa enn verið sam­þykkt af kjör­stjórn. Við vitum sem sagt ekki nákvæm­lega hvaða nöfn verða á kjör­seðl­in­um. Og eins og við höfum sann­reynt und­an­farið er vika langur tími í póli­tík og enn eru nærri sjö vikur þangað til við göngum að kjör­borð­inu. Enn geta komið fram stór­stjörnur eða aðrir dregið sig í hlé, vin­sælir fram­bjóð­endur leikið af sér eða þeir sem við munum ekki hvað heita slegið í gegn. Það er okkar að kjósa og það er gert á kjör­dag en ekki í skoð­ana­könn­unum mörgum vikum fyrr.

Blogg­ar­ar, stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar munu halda áfram að reyna að greina stöð­una og stilla upp hinum ýmsu val­mynd­um. Það er þeirra hlut­verk. Fram­bjóð­endur halda vænt­an­lega áfram að kynna sig. Nema þeir hætti við. Og hugs­an­lega hætta ein­hverjir við að hætta við. 

Við kjós­endur þurfum að kynna okkur vel fyrir hvað allir þessir fram­bjóð­endur standa. Það er alltof snemmt að segja til um hverjir eigi raun­veru­legan séns og hverjir ekki. Fyrir nokkrum vikum var til dæmis kallað eftir því að næsti for­seti yrði kona. Nú virð­ast bara karlar í slagn­um, ef marka má álits­gjaf­ana. Samt hafa nokkrar konur til­kynnt um fram­boð sitt.

Því að vera borg­ari fylgja ekki bara rétt­indi heldur líka skyld­ur. Kosn­inga­rétt­inum fylgir sú borg­ara­lega skylda að taka upp­lýsta ákvörðun þegar við kjós­um. Á næstu vikum munu alvöru fram­bjóð­endur reyna eftir bestu getu að kynna sig og við kjós­endur ættum að gefa þeim færi á því áður en við ákveðum okk­ur. Það liggur nefni­lega ekk­ert á. Þrátt fyrir allt er ekki sjálf­sagt að allt þetta fólk, hvað sem okkur kann nú að finn­ast um hvert og eitt þeirra, bjóði sig fram til starfa fyrir okkur hin. Fyrir það ættum við að þakka og sýna fram­bjóð­endum þá virð­ingu að skoða hvað þeir hafa fram að færa. Það ættum við að gera með opnum en gagn­rýnum huga. Við þekkjum þetta fólk mis­vel og í sumum til­fellum sjáum við strax hvort fram­bjóð­and­inn gæti orðið góður for­seti eða ekki. Aðrir gætu komið ánægju­lega á óvart. 

Hugs­an­lega mun ég á end­anum ákveða að kjósa stra­tegíst þann 25. júní. Ef kann­anir sýna að fram­bjóð­endur gamla Íslands séu lík­legir til sig­urs getur vel verið að ég muni ekki kjósa þann sem mér líst best á heldur þann boð­bera nýrra tíma sem lík­leg­astur er til að ná kjöri. Þangað til ætla ég að leyfa mér að velta öllum val­kostum vel fyrir mér og hafa bæði augu og eyru opin.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None