Auglýsing

Ég keypti mér tíma­rit um dag­inn til að drepa tím­ann undir kastan­íu­tré á meðan sonur minn bjó til stíflu úr vatni og sandi á leik­velli skammt frá heim­ili okk­ar. Í Þýska­landi er mikil gróska í blaða­út­gáfu og þetta rit er eyrna­merkt heim­speki, þar má lesa um hitt og þetta með heim­speki­legu ívafi. 

Ég staldr­aði við stutt við­tal við mann að nafni Yascha Mounk, stjórn­mála­hugsuð sem nam í Harvard og vinnur nú að verki sem kall­ast í laus­legri þýð­ingu Krísa lýð­ræð­is­ins. Hann var spurður nokk­urra vel val­inna spurn­inga um for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum og svar­aði þeim af ígrund­aðri yfi­vegun eins og við var að búast af við­mæl­anda í þessu til­tekna tíma­riti. En það sem kveikti í mér voru síð­ustu setn­ing­arnar í við­tal­inu sem áttu jafnt við íbúa Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins sem og ýmsa aðra íbúa heims­ins: 

Við stöndum and­spænis harm­rænu vali, sagði hann. Viljum við fórna lýð­ræð­inu á kostnað réttar okkar eða rétti okkar á kostnað lýð­ræð­is­ins?  

Auglýsing

Púk­inn á Fjósa­bit­anum

Yascha þessi er smeykur við Don­ald Trump sem hann segir vera útgáfu Banda­ríkj­anna af sama hægri popúl­ism­anum og hafi verið í sókn í næstum öllum vest­rænum lýð­ræð­is­ríkjum síð­ustu tvo ára­tug­ina og nær­ist á kerf­is­breyt­ingum í grunn­stoðum okkar póli­tíska skipu­lags. Kerf­is­skipu­lags sem styðj­ist við við­kvæmt jafn­vægi á milli frjáls­hyggju og lýð­ræðis – en við­skipta­legar og hug­mynda­fræði­legar for­sendur þessa fyr­ir­komu­lags hafi dvínað á síð­ustu ára­tug­um.

Útkoman sé sú að við stöndum and­spænis nýjum stjórn­ar­hátt­um. Ann­ars vegar hinu ófrjálsa lýð­ræði eins og í Tyrk­landi, Ung­verja­landi og jafn­vel að ein­hverju leyti í Pól­landi; kerfi þar sem kosn­ingar ráða för en réttur ein­stak­lings­ins verði æ meira að láta undan síga. Hins vegar sé um að ræða ólýð­ræð­is­lega frjáls­hyggju eins og við þekkjum í Evr­ópu­sam­band­inu í dag: kerfi þar sem rétt­indi eru virt í meg­in­dráttum en aðeins vegna þess að hinn venju­legi borg­ari hefur engin áhrif leng­ur, að sögn Yascha.

Glanna­leg játn­ing

Þessi orð eru kannski ekki í beinu sam­hengi við það sem hér kemur á eftir en þau hafa velkst um í hausnum á mér síðan ég las þau og valdið mér heila­brot­um. Ég veit af hverju. Það er af því að í nokkurn tíma hefur mér liðið eins og ég sé rík­is­borg­ari í lýð­ræð­is­ríki þar sem sjálft lýð­ræðið verður stöðugt meiri leiksoppur auð­ugra hags­muna­banda­laga, svo illi­lega að stundum fær maður á til­finn­ing­una að það sé verið að nota lýð­ræðið til þess að brjóta niður stoðir þess. 

Þetta er furðu­leg til­finn­ing og já! Ég skil alveg ef ein­hver efast um geð­heilsu mína við að lesa þessa glanna­legu játn­ing­u. 

Ég vona satt að segja sjálf að þessi martraðarkennda skynjun sé ímyndun mín. Að það sé ímyndun mín að ráða­menn rík­is­stjórn­ar­innar virð­ist stundum nota lýð­ræðið í eigin þágu og þeirra sem þeir eiga mögu­lega sitt bak­land hjá, nán­ast eins og þeir ætlist til að almenn­ingur þjóni hug­myndum þeirra um lýð­ræði frekar en að þeir þjóni lýð­ræð­in­u. 

Í skjóli lýð­ræð­is­ins

Og hverjar eru hug­myndir rík­is­stjórn­ar­innar um lýð­ræð­i? 

Þar situr fólk sem hefur hlaup­ist undan alvar­legum skandölum af harðsvír­uðu skeyt­inga­leysi ­með þeim orðum að það hafi lýð­ræð­is­legt umboð til að stjórna land­in­u. 

Fólk sem fagnar for­seta­fram­boði Dav­íðs Odds­son­ar, líkt og dýr­keypt afglöp hans hafi ein­ungis verið ímyndun almenn­ings. 

Fólk sem horfði upp á fyrrum höfuð rík­is­stjórn­ar­innar gera sig og um leið þjóð­ina að athlægi út um allan heim en heldur áfram að frið­þægja SDG og gerðir hans og styðja hann til frek­ari verka á þing­inu – því það sé lýð­ræð­is­legur réttur hans. 

Fólk sem tal­aði með dóna­legum skæt­ingi við fjöl­miðla­fólk eftir eina fárán­leg­ustu atburða­rás í stjórn­málum Norð­ur­-­Evr­ópu (og þótt víðar væri leit­að) síð­ustu fimm­tíu árin eða svo. 

Fólk sem lofar kosn­ingum eftir ævin­týra­lega skraut­legt fárán­leika­leik­rit en byrjar strax dag­inn eftir að teygja lopann með óræðu tali – og minnir enn og aftur á þau rök að það sitji í lýð­ræð­is­legu umboði þjóð­ar­inn­ar. 

Fólk sem treður mar­vað­ann í skugga­legum við­skiptum sem hafa jafn­vel ein­hver lagst þungt á þjóð­ar­bú­ið. 

Fólk sem teng­ist aflands­fé­lög­um, þess­ari und­ar­legu pen­inga­blóðsugu sem hefur sogið mátt­inn úr hag­kerfi Íslands, en lætur samt  eins og það ætli að skera upp herör gegn þeim. 

Fólk sem er frá unga aldri búið að þjóna blint í þeim tveimur stjórn­mála­flokkum sem bera óum­deil­an­lega ábyrgð á hruni efna­hags íslensku þjóð­ar­innar sem sér ennþá ekki fyrir end­ann á, sama hverju hver vill klína á hina svo­nefndu vinstri­st­jórn – sem gár­ung­arnir köll­uðu Soffíu frænku. 

Fólk sem ríg­heldur í umboð síð­ustu kosn­inga með þeim orðum að tutt­ugu og tvö þús­und manns sem mót­mæli við Aust­ur­völl séu ekki þjóð­in. 

Fólk sem þegir þegar flokks­fé­lagar þess daðra við ras­isma og hat­urs­orð­ræðu.

Fólk sem hefur notað sitt lýð­ræð­is­lega umboð til að veikja Rík­is­út­varpið af því að það þolir ekki gagn­rýna umræð­u. 

Svo má lengi upp telja, vand­inn bara sá að pistill­inn má ekki vera miklu lengri en þús­und orð. 

Ísland í sjón­varp­inu

Ég var komin hingað í þessum pist­li, ýkju­laust, að velta fyrir mér næstu klausu þegar sonurinn hróp­aði: Mamma, Ísland er í sjón­varp­inu!

Og viti menn! Þegar ég kom inn í stofu sá ég hóp íslenskra mót­mæl­enda sitja á kaffi­húsi að líkja ástand­inu á Íslandi við eld­fjall. Yfir­veguð rödd þýsks frétta­þular fjall­aði af þunga um tengsl íslenskra ráða­manna við aflands­félög um leið og mót­mæl­endur á Aust­ur­velli birt­ust á skjánum og blaða­myndir af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni. Næst mátti heyra við­tal við mál­ar­ann og bar­áttu­kon­una Söru Ósk­ars­dóttur og síðan gant­að­ist rit­höf­und­ur­inn Hall­grímur Helga­son með að landið hefði verið byggt af fólki sem flúði skatt­heimtur í Nor­egi og því hefði það byggst sem eins konar skattapara­dís þar sem sam­fé­lagið hefði mætt afgang­i. 

Þarna var einnig fjallað um for­seta­fram­boð rit­höf­und­ar­ans Andra Snæs Magna­sonar sem manns sem vildi raun­veru­legar breyt­ingar á borð við gagn­særra sam­fé­lag. Loks birt­ist Erna Ómars­dóttir og kynnti áhrifa­mik­inn öskur­dans sem hefði haft þau áhrif að áhorf­endur hefðu viljað öskra með henni svo úr varð að hún bauð upp á svartan öskur­kassa sem fólk gat sest inn í og öskr­að. 

Af hverju er fólkið að öskra? spurði sonur minn í þann mund sem þing­mað­ur­inn Ótt­arr Proppé öskr­aði í kass­anum en þar sem móðir hans var svo upp­tek­in af að hlusta á frétta­þul­inn svar­aði hann sér sjálfur með nýrri spurn­ingu: Vill það ekki búa á Íslandi?

Jú jú, sagði ég mædd. Það vill bara búa öðru­vísi. 

Ver­öld sem var

Þegar Íslend­ing­arnir voru búnir að öskra birt­ist við­tal við konu að nafni Helga Nina sem kvaðst taka ljós­myndir af versl­un­ar­menn­ing­unni í mið­bæn­um, að mér skild­ist í von um að fanga anda borg­ar­innar síð­ustu hund­rað árin áður en fjár­festar hefðu umbreytt mið­bænum í ein­hvers konar versl­un­ar­kringlu í hót­ell­obbí­i. 

Hún sýndi sjón­varps­fólk­inu hvernig marg­slungin menn­ing sér­kaup­manna, hönn­uða og hand­verks­fólks, smá­fyr­ir­tæki sem sum hver hefðu verið þarna í nokkra ætt­liði, hefði þurft að víkja fyrir kleinu­hringja­bar, hót­elum og lunda­búð­um. Það birt­ust kunn­ug­legar myndir úr gömlum versl­un­ar­fyr­ir­tækjum í mið­bæn­um, sem sum eru nú horf­in, um leið og frétta­þul­ur­inn sagði frá því að vegna stór­tækra fram­kvæmda fjár­festa væri leigan í mið­bænum orðin hinum venju­lega Reyk­vík­ingi um megn. 

Það sem við blasti í sjón­varps­þætt­inum á ARTE var ríki fjár­festa og ófyr­ir­leit­inna stjórn­mála­manna, þar sem fólk þyrfti jafnt að berj­ast fyrir sál­inni í sam­fé­lag­inu og sann­gjörnu stjórn­skipu­lagi. En loka­orð frétta­þul­ar­ins voru þó á þessa leið: Reyk­vík­ingar þora að berj­ast fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi þegar margir aðrir í Evr­ópu þegja þunnu hljóði. Hver áhrif bar­áttu þeirra verða og hvert Ísland stefnir kemur í ljós á næstu vikum og mán­uð­um.

Lífsandi lýð­ræðis

Það er fólkið sem blæs anda í lýð­ræð­ið. Spurn­ingin er ekki hvort lýð­ræðið eigi að snú­ast um rétt okkar eða hvort við ætlum að fórna okkur fyrir það heldur um sam­spil lýð­ræðis og íbúa. Lýð­ræðið á að virka í þágu íbú­anna og til þess að lýð­ræðið geri það verða íbú­arnir að starfa í þágu þess. Því lýð­ræðið er eins og líf­vera. Það lifir við ákveðnar aðstæður og deyr við aðr­ar. En það krefst þess að við hlúum að því, rann­sökum það og gagn­rýnum ósmeyk á upp­byggi­legan hátt, skiljum það, virðum það og virðum sjálf okk­ur. Það krefst þess að íbúum í lýð­ræð­is­ríki finn­ist þeir búa við sann­girni og mann­úð­legt reglu­verk, gagn­sæi, upp­lýs­inga­flæði og ákveðna innri lógík. Þannig fún­kerar lýð­ræði. En þannig er staða mála ekki á Íslandi í dag. 

Já, hvert stefnir Ísland – í frjóum jarð­vegi popúl­isma og botn­lausri græðgi þeirra sem hafa eignað sér megnið af auði lands­ins?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None