Auglýsing

Ólétt kona stendur fyrir framan Alþingi Íslend­inga með börnin sín; tvö við hlið sér, það þriðja er ennþá í mag­an­um. Læknir hefur stað­fest það við Stund­ina að hún þurfi að fara í keis­ara­skurð svo bæði móðir og barn fái lifað fæð­ing­una af. 

Hún heitir Reg­ina Osara­ma­ese og hún biðlar til Íslend­inga að fá að dvelja áfram á Íslandi og eiga ófædda barnið þar. Stendur úti í veðrum og vindum meðan þing­menn­irnir þæfa mál­in, fá köku með kaff­inu í mötu­neyt­inu og halda síðan áfram að þræta á móð­ur­máli sínu, því ást­kæra ylhýra sem börnin hennar hafa vaxið upp við, það næstelsta enda fætt á Ísland­i. 

Reg­ina bíður þess að ein­hver svari. Eldri börnin ókyrr­ast. Hvað eiga þau að bíða þarna lengi? Hún neyð­ist til að láta þau bíða leng­ur. Því ef þau gef­ast upp verða þau send þangað sem enga hjálp er að fá og þar með gæti verið úti um fjöl­skyld­una. Sjálf á hún ekk­ert heima­land því hún hefur ekki búið í Níger­íu, land­inu sem hún fædd­ist í, síðan hún var sjálf sex ára og flúði það­an. 

Auglýsing

Ein­hver veg­inn svona er þetta. Hún hrópar í þögn. Það svarar eng­inn. Þögnin er ærand­i. 

Bara ef

Reg­ina er ein af mörg­um. Sög­urnar ótelj­andi. Sögur af fólki sem á sér hvergi skjól. Sögur af börnum sem deyja – en hefðu ekki þurft þess. Þau hefðu getað lif­að, bara ef ... Ef. 

Und­an­farið hafa birst óþægi­lega margar myndir af dánum börn­um. Börnum á flótta sem lifa ýmist ekki flótt­ann af eða þá hinar hræði­legu aðstæður sem oft bíða þeirra loks eftir lífs­hættu­lega svað­il­för. Það birt­ast jafn­framt myndir af sund­ur­tættum börnum á stríðs­átaka­svæðum svo engum ætti að dylj­ast ástæðan fyrir því að for­ráða­menn þeirra leggja allt þetta á sig í von um að eygja björgun ein­hvers stað­ar. 

Börnin flýja ýmsar aðstæð­ur, til­viljun ræður hver þeirra ná öruggri höfn og öðl­ast aftur eitt­hvað í lík­ingu við heim­ili. Fæst gera það. 

Til hvers að kvelja sig?

Við sem eigum það sam­eig­in­legt að mynda og móta íslenskt sam­fé­lag fórnum mörg hver höndum yfir ástand­inu í heim­inum og kvörtum yfir van­mætt­inum sem leitar á okkur þegar við skrollum niður Face­book og hrökkvum í kút við að sjá skyndi­lega mynd af dánu barni innan um til­kynn­ingar um exó­tísk ferða­lög, ferm­ingar og stöðu­hækk­an­ir. Við kvörtum og flýtum okkur að skrolla áfram niður svo ekki sé of mikið á okkur lagt. Til að við megum halda geð­heils­unni, við eigum jú fullt í fangi með það. Það er ekki eins og við getum ein og sér bjargað heim­inum og til hvers þá að kvelja sig með þessum mynd­um?

Sam­fé­lagið yppir öxlum

Við vitum að fleiri börn eiga eftir að deyja á morg­un. Börn sem gætu fengið að lifa. Bara ef ... 

Við eigum eftir að halda áfram að skrolla fram­hjá þeim á net­inu því okkur finnst við ekki mega við því að sjá fleiri barns­lík. Við skrollum og hnussum: Þetta net! Fullt af öllu, samt engu. Náum jafn­vel að telja okkur trú um að dánu börnin séu hug­ar­burður okk­ar. 

Er þetta ekki bara allt hug­ar­burð­ur? Í það minnsta virð­ist þetta vera of mikil fjar­stæða til að vera satt. Ólétta konan sem stendur með korn­ung börnin sín fyrir framan Alþing­is­húsið hlýtur að vera hug­ar­burð­ur. Því ann­ars hefur eitt­hvað mis­heppn­ast herfi­lega í ferm­ing­ar­fræðslu land­ans, hvort sem hún er kennd við Kristni eða sið­mennt. 

Getur það í alvöru stað­ist að rúm­lega 300.000 mann­eskjur yppi öxlum and­spænis kasól­éttri móður sem veit ekki hvort hún og barnið hennar eigi eftir að lifa fæð­ing­una af? 

Hún biður um hjálp? Líka börnin henn­ar, þau stara tár­vot framan í okkur og spyrja á íslensku, rétt eins og barnið þitt og barnið mitt: Má ég búa áfram á Íslandi?

Svo rangt

Af hverju hjálpar eng­inn fjöl­skyld­unn­i? 

Af hverju er ekki ein­hver læknir búinn að sjá skyldu sína í því að stíga fram og reyna að kyrr­setja þau, fyrst málið er svo brýnt? Ég hefði haldið að læknum bæri meiri skylda til þess að stuðla að því að bjarga lífi barns en Útlend­inga­stofnun að halda áfram skáld­legri túlkun sinni á Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni – ef það er hún sem er bit­bein­ið. 

Ef þeim verður vísað úr landi leyfi ég mér að efast um að ástæðan fyrir slíku óhæfu­verki verði góð, þó að emb­ætt­is­menn telji hana, sam­kvæmt sínum þrengsta skiln­ingi, ríma við laga­bók­staf­inn. 

Það brýtur gegn öllu sem mér var inn­rætt sem barni að reka þau burt. Það er ósköp ein­fald­lega svo rangt. Sama hvað laga­bók­staf­ur­inn seg­ir, þá getur það ekki verið rétt að hjálpa þeim ekki í þessum aðstæð­u­m. 

Segjum sem svo að þetta væri íslensk kona sem stæði ólétt fyrir framan alþing­is­húsið með tvö börn og sár­bændi yfir­völd um keis­ara­skurð sem læknir hefði úrskurðað að hún þyrfti á að halda. Fólk myndi ekki linna látum af vand­læt­ingu fyrr en það hefði bjargað hinu ófædda barni. En hvað með þetta barn?

Gleymskan

Til­viljun ræður hvar við fæð­umst. Barnið í kvið­i Reg­inu réð ekki í hvaða skaut­i það yrði get­ið. En það vill svo til að það er í kvið­i ­konu sem stendur fyrir framan Alþing­is­húsið og grát­biður um hjálp. Hún biður og bíður – á sama tíma og í sama sam­fé­lagi og rekin er þjóð­kirkja ásamt hinum ýmsu hug­vís­inda­stofn­unum svo það fái heitið sið­mennt­að. 

Á Íslandi er ung­barna­dauði einn sá lægsti í heim­in­um. Í Nígeríu er hann einn sá hæsti. Hvernig getur þá verið rétt að reka ólétta kon­una frá Íslandi? Getur ein­hver útskýrt það fyrir mér?

Það má leika með laga­bók­staf­inn og hnoða hann eftir henti­semi yfir­valda en það breytir því samt ekki að stundum getur það gerst að lögin verði sorg­lega röng – búsett í Berlín er ég dag­lega minnt á það, umkringd hinum ýmsu minn­is­merkjum sem minna okkur á að gleyma aldrei öllum kon­un­um, börn­unum og körlunum sem þýsk yfir­völd sáu á sínum tíma ekk­ert athuga­vert við að láta deyja.

Góðu frétt­irnar

Við býsnumst yfir heim­in­um, við lesum frétt­irnar van­mátt­ug. Við vitum að við getum ekki bjargað heim­inum en við getum bjargað þeim – Reg­inu og börn­unum hennar – og veitt þeim dval­ar­leyfi, helst rík­is­borg­ara­rétt. Í augum móð­ur­innar eru börnin allur heim­ur­inn, í augum barn­anna er móðir þeirra heim­ur­inn. Þannig getum við bjargað heilum heimi þó að við björgum ekki öllum heim­in­um.

Það er í okkar valdi. Góðu frétt­irnar eru þær að við erum ekki eins van­máttug í þessum efnum og við teljum okkur trú um. Við getum ýms­leg­t. 

Getum bjargað heilum heimi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None