Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Heiða Björg hefur verið varaformaður Samfylkingarinnar frá árinu 2017.
Heiða Björg endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar
Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut rúmlega 60 prósent greiddra atkvæða á rafrænum landsfundi flokksins sem nú stendur yfir.
7. nóvember 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
27. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
26. september 2020
Vill framlengingu á uppsagnarúrræði
Forstjóri Airport Associates vonast til þess að ákvörðun um hertar aðgerðir á landamærum verði snúið við og landið opnað á ný. Hann segir ríkið geta komið til móts við fyrirtæki í erfiðri stöðu með því að lengja uppsagnarúrræðið.
31. ágúst 2020
Jerry Falwell yngri í ræðustól á lokadegi landsþings repúblikana árið 2016. Skömmu síðar varð Donald Trump útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum sem þá voru yfirvofandi.
Far vel, Falwell
Jerry Falwell yngri, einn áhrifamesti stuðningsmaður Donalds Trumps, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Vegna hneykslismála hefur hann nú sagt sig af sér sem forseti Liberty háskóla sem faðir hans, sjónvarpspredikarinn Jerry Falwell eldri, stofnaði.
30. ágúst 2020
SA og SAF vilja frumvarp um ríkisábyrgð til Icelandair samþykkt í óbreyttri mynd
Samtök atvinnulífsins og Samtök Ferðaþjónustunnar sendu saman frá sér umsögn um frumvarp um ríkisábyrgð til Icelandair. Ríkisendurskoðun segir í sinni umsögn það vera möguleika í stöðunni að ríkið eignist hlut í félaginu en tekur ekki afstöðu til þess.
30. ágúst 2020
Faraldurinn kosti sveitarfélög landsins 33 milljarða í ár
Áætlað er að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga verði um 26,6 milljörðum lakari í ár heldur en gert var ráð fyrir í upphaflegum fjárhagsáætlunum samkvæmt skýrslu starfshóps um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Auknar fjárfestingar ársins nema 6,6 milljörðum.
29. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Kallar eftir hækkun grunnatvinnuleysisbóta
„Það bara er skylda stjórnmálamanna við þessar aðstæður að koma í veg fyrir að hér skapist neyð og fátækt á þúsundum heimila,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í Vikulokunum í dag. Atvinnuástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt að hennar mati.
29. ágúst 2020
Höfuðstöðvar VÍS eru í Ármúla.
Vilja fylgjast með aksturshegðun til að ákveða verð trygginga
VÍS hyggst setja á markað vöru sem fylgist með akstri viðskiptavina sinna, verð trygginga taki svo mið af akstrinum. Sérfræðingur í persónuvernd segir mikilvægt að fólk viti út í hvað það er að fara þegar það veitir samþykki fyrir vinnslu á slíkum gögnum.
29. ágúst 2020
Frumvarp um breytingu á lögum er verða vinnumarkaðinn kemur frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra.
Framlenging vinnumarkaðsúrræða komi til með að kosta 5,4 milljarða
Í vikunni samþykkti ríkisstjórnin að framlengja hlutabætur út október og að tekjutenging atvinnuleysisbóta vari tímabundið í sex mánuði í stað þriggja. Þá verður hægt að sækja um greiðslu launa fólks í sóttkví út árið 2021.
28. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit í gær – öll í sóttkví við greiningu
Sýnin þrjú sem voru jákvæði í gær komu öll frá einstaklingum í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í einangrun og sóttkví er sá sami í dag og í gær.
28. ágúst 2020
Munu beita „krafti ríkisfjármálanna“ til að skapa störf og fjárfesta í ólíkum verkefnum
Forsætisráðherra gaf munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru við upphaf fyrsta þingfundar á svokölluðum þingstubbi. Ríkisstjórnin mun kynna áframhaldandi fjárfestingarátak samhliða fjárlögum og fjármálaáætlun nú í haust.
27. ágúst 2020
Vísbendingar um að brottflutningur erlendra ríkisborgara muni aukast
Vinnumálastofnun gaf út metfjölda vottorða í júlí sem gefa einstaklingum kost á atvinnuleit innan EES án þess að missa bótarétt hér á landi. Fjöldi útgefinna vottorða gæti gefið til kynna aukinn brottflutning erlendra ríkisborgara að mati Seðlabankans.
27. ágúst 2020
Peningamál Seðlabanka Íslands komu út í dag samhliða stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósent samdrætti landsframleiðslu í ár
Samdráttur landsframleiðslu milli ára á öðrum ársfjórðungi er sá mesti frá upphafi ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga. Samdrátturinn er samt sem áður minni en gert hafði verið ráð fyrir í maí en uppfærð grunnspá SÍ var birt í Peningamálum í dag.
26. ágúst 2020
Nýtt brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur til starfa á Sauðárkróki þann 1. október næstkomandi.
Nýtt brunavarnasvið HMS á Sauðárkróki nærri fullmannað
Búið er að ráða framkvæmdastjóra, forvarnafulltrúa og sérfræðinga í brunavörnum og slökkvistarfi á brunavarnasviði HMS sem tekur til starfa á Sauðárkróki 1. október. Enginn starfsmaður í deild brunavarna í Reykjavík mun starfa á nýju sviði á Sauðárkróki.
26. ágúst 2020
Fimm innanlandssmit greindust í gær
Virkum smitum fækkar frá því í gær en nú eru alls 114 í einangrun vegna COVID-19 samanborið við 117 í gær. Fólki í sóttkví heldur samt áfram að fjölga en í dag eru 989 í sóttkví. Þrjú þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví.
25. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Samþykkja að hefja undirbúning á Félagsdómsmáli gegn Icelandair
Á síðasta miðstjórnarfundi ASÍ samþykkti stjórnin bókun Drífu Snædal, forseta ASÍ, þess efnis að hafinn verði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair vegna framgöngu félagsins í garð Flugfreyjufélags Íslands.
24. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit í gær
Fimm af þeim sex sem greindust með virkt smit innanlands í gær voru í sóttkví. Einstaklingum í sóttkví heldur áfram að fjölga og eru nú 919 talsins. Í einangrun eru 117.
24. ágúst 2020
Það sem af er ári hafa jarðarbúar nýtt allar þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á einu ári.
Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag
Samtökin Global Footprint Network halda utan um hinn svokallaða þolmarkadag jarðarinnar en á þeim degi hafa jarðarbúar notað þær auðlindir sem jörðin hefur getu til að endurnýja á einu ári. Dagurinn færist mikið til milli ára vegna kórónuveirunnar.
22. ágúst 2020
Reykjanesbær er fjölmennasta sveitarfélag Suðurnesja.
Staðan á Suðurnesjum „ógnvænleg“
Þær 250 milljónir sem sveitarfélögin á Suðurnesjum fengu í framlag frá ríkinu í vor munu duga skammt að mati framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hún gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi nálgist 19 prósent í september á svæðinu.
21. ágúst 2020
Frá Háskóla Íslands
FA kvartar til Samkeppniseftirlitsins vegna ríkisstuðnings við endurmenntun
Hluti fjárframlaga til háskóla vegna sumarúrræða stjórnvalda fyrir námsmenn fór í að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna. FA hefur nú kvartað til Samkeppniseftirlitsins en fyrr í sumar sendi FA formlega kvörtun til ESA vegna þessa.
21. ágúst 2020
Endurgreiðslubeiðnir til Skattsins fjórfaldast á milli ára
Meðal ráðstafana sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins var hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60 í 100 prósent auk þess sem endurgreiðsluheimildir voru útvíkkaðar. Afgreiddar endurgreiðslur vegna bílaviðgerða nema 25 milljónum króna.
21. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á upplýsingafundi dagsins.
Þriðji hver flugfarþegi skilaði sér til landsins í gær
Á bilinu 8-900 farþegar komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í gær en gert hafði verið ráð fyrir um 2600 farþegum. Nýjar reglur einfalda skimun á landamærunum að sögn verkefnisstjóra þar sem eitt gildir nú fyrir alla.
20. ágúst 2020