Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Virkum smitum fækkar um fimm
Tvö ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Í einangrun eru nú 117 einstaklingar samanborið við 122 í gær. Í sóttkví eru nú 439 einstaklingar en þeim fækkar einnig milli daga.
20. ágúst 2020
Mikil fækkun starfsfólks í einkennandi greinum ferðaþjónustu
Samkvæmt nýbirtum skammtímahagvísum ferðaþjónustu dróst virðisaukaskyld velta í geiranum saman um 59 prósent í mars-apríl í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Samdráttur í gistinóttum hefur verið mikill í sumar samkvæmt skammtímahagvísunum.
19. ágúst 2020
Nú þurfa allir farþegar sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun eða sæta tveggja vikna sóttkví.
Fjögur innanlandssmit greindust í gær
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en alls voru 465 sýni tekin til greiningar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Virk smit í samfélaginu standa í stað og eru 122.
19. ágúst 2020
Í fyrra námu tekjur ríkisins af virðisaukaskatti frá sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum rúmum 4,4 milljörðum króna.
19 milljarða virðisaukaskattstekjur af sölu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu fimm árum
Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar kemur fram að virðisaukaskattstekjur af sölu lyfseðilsskyldra lyfja á síðasta ári hafi numið rúmum 4,4 milljörðum króna.
19. ágúst 2020
Danir sú þjóð sem eyddi mestu á Íslandi í júlí
Erlend kortavelta í júlí var um þriðjungur af því sem hún var í sama mánuði í fyrra, fór úr 31 milljarði niður í 10 milljarða. Kortavelta Dana hérlendis í mánuðinum nærri tvöfaldaðist á milli ára.
18. ágúst 2020
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Segir „svikalogn sumarsins“ vera að renna sitt skeið á enda
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það „hreinan barnaskap“ að halda að ferðamenn sem dvelji að meðaltali sjö til átta nætur á landinu komi til að „dúsa innilokaðir“ megnið af ferðinni. Hún telur atvinnustig verða miklu verra en óttast var.
17. ágúst 2020
„Kannski hefði mátt passa betur upp á tveggja metra regluna“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason að hann héldi að Þórdís Kolbrún hefði ekki brotið sóttvarnalög. Hann sagði það á ábyrgð hvers og eins að halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni.
17. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit
Einstaklingum í einangrun og sóttkví fækkar á milli daga en nú eru 116 einstaklingar í einangrun og 528 í sóttkví. Níu einstaklingar bíða mótefnamælingar eftir sýnatöku á landamærum.
17. ágúst 2020
Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Samdráttur í eldsneytissölu það sem af er ári nemur milljörðum
Í árshlutareikningum olíufélaga sést að sala eldsneytis hefur dregist saman um milljarða frá fyrra ári. Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum dróst saman um 2,2 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
16. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
15. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
14. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
12. ágúst 2020
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Blaðamannafélag Íslands fordæmir aðferðir Samherja
„Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu,“ segir í ályktun BÍ hvar félagið fordæmir aðferðir Samherja.
12. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
11. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
10. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
6. ágúst 2020