Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
6. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
5. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
3. ágúst 2020
Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Þriðjungur ferðagjafa nýttur í gistingu
Alls hafa um 311 milljónir verið greiddar út í formi ferðagjafar ríkisstjórnarinnar. Margir hafa valið að nota ferðagjöfina sína til að kaupa skyndibita en mest hefur þó runnið til gististaða ef horft er til einstakra flokka.
2. ágúst 2020
Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi
Tólf af þeim þrettán sem greindust með COVID-19 í gær voru ekki í sóttkví. Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk sé ekki að fylgja tveggja metra reglu.
2. ágúst 2020
13 ný innanlandssmit
Af 271 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust 13 jákvæð. Alls eru nú 72 í einangrun og 569 í sóttkví.
2. ágúst 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi dagsins
„Sökudólgurinn í þessu verkefni er veiran, ekki fólkið“
Upplýsingafundur almannavarna var í höndum þríeykisins Ölmu, Víðis og Þórólfs í dag. Víðir gerði smitskömm að umræðuefni í lokaorðum sínum á fundinum.
1. ágúst 2020
Bankarnir skiluðu misgóðum uppgjörum í vikunni.
3,4 milljörðum minna í bankaskatt á fyrri hluta árs miðað við sama tíma í fyrra
Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir árshlutauppgjörum sínum í vikunni. Vegna kórónuveirufaraldurs var lækkun bankaskatts flýtt og er hann nú 0,145 prósent. Breytinguna má glöggt sjá í árshlutareikningum bankanna.
1. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit í gær
Alls eru 58 einstaklingar í einangrun. Í sóttkví eru nú 454 einstaklingar en þeir voru 287 í gær.
1. ágúst 2020
Rósa Björk er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og fráfarandi varaforseti þess.
Útganga Pólverja úr Istanbúlsamningnum ógni lífi og heilsu pólskra kvenna
Rósa Björk Brynjólfsdóttir ætlar að koma athugasemdum á framfæri við sendiherra Póllands á fundi þeirra á föstudag. Hún segir Istanbúlsamninginn vera eitt öflugasta tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, heimilisofbeldi og þvinguðum hjónaböndum.
30. júlí 2020
Ragnar Þór segir samantekt sína kalla á óháða rannsókn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér yfirlýsingu í dag hvar hann fer yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Hann segir mörgum spurningum um viðskipti félaganna ósvarað.
29. júlí 2020
Gashitarar heyra brátt sögunni til á útisvæðum franskra kaffihúsa.
Útisvæði franskra kaffihúsa kólna á næsta ári
Ein af nýjustu aðgerðum Frakka í loftslagsmálum er að banna upphitun útisvæða á kaffihúsum og börum. Ekki má heldur setja upp nýja kola- eða olíuofna til húshitunar.
29. júlí 2020
Uppsagnarfrestur um 700 flugfreyja og -þjóna klárast um mánaðamótin
Um 170 flugfreyjur og -þjónar fá endurráðningu hjá Icelandair og verða um 200 í stéttinni að störfum fyrir félagið í ágúst og september. Vegna mikillar óvissu er ekki hægt að segja til um hvort fleiri verða ráðin á næstu vikum.
28. júlí 2020
Ragnar Þór segir að mótlæti hafi í gegnum tíðina eflt sig.
„Ef einhver sparkar í mig þá sparka ég þrisvar á móti“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nýtti helgina í að fara yfir stöðuna með sínum lögmönnum og undirbúa varnir ef til málshöfðunar á hendur honum kemur. Von er á yfirlýsingu frá honum í dag eða á morgun.
27. júlí 2020
Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Tíu staðreyndir um verslunarmannahelgina 2020
Nú er vika í verslunarmannahelgina. Ljóst er að í ár verður hún með mjög óhefðbundnu sniði en hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð um verslunarmannahelgi.
25. júlí 2020
Hótanir um lokun álversins í Straumsvík ekki nýjar af nálinni
Í kjaradeilum hafa fyrirhuguð verkföll starfsmanna álversins verið sögð geta valdið því að álverið leggi upp laupana. Þar að auki var fyrirhuguð stækkun álversins sem var hafnað í kosningu sögð „forsenda þess að fyrirtækið geti haldið velli.“
25. júlí 2020
Töluverður munur á atvinnuleysistölum Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar
Almennt atvinnuleysi í júní var 7,5 prósent samkvæmt Vinnumálastofnun og 9,5 prósent með tilliti til hlutabótaleiðar. Samkvæmt Hagstofunni var atvinnuleysi 3,5 prósent. Brottfallsskekkja gæti hafa leitt til vanmats á atvinnuleysi hjá Hagstofunni.
24. júlí 2020
Komnir með stöðu grunaðra í rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamáli
Nokkrir einstaklingar hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og þeir fengið réttarstöðu grunaðra. Samkvæmt málsgögnum sem lögð voru fyrir dómstóla í Namibíu telja rannsakendur fimm Íslendinga vera tengda málinu.
23. júlí 2020
Icelandair segir stutt í samkomulag við hagaðila
Tekjur Icelandair á öðrum ársfjórðungi voru 60 milljónir dala samanborið við 400 milljónir á sama tíma í fyrra. Viðræður við hlutaðeigandi aðila eru langt komnar vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í ágúst.
22. júlí 2020
Macron og Merkel töluðu fyrir því að bróðurpartur björgunarpakkans yrði greiddur út í styrkjaformi.
„Evrópusambandið er bara ein risastór málamiðlunarfabrikka“
Björgunarpakki upp á 750 milljarða evra var samþykktur í morgunsárið eftir einar lengstu viðræður Evrópusambandsins. Öxull Þýskalands og Frakklands er orðinn skýrari innan ESB, nú þegar Bretar hafa stigið af sviðinu að mati prófessors í stjórnmálafræði.
21. júlí 2020
Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Reyna að leiða kjaradeilu Herjólfs og Sjómannafélagsins til lykta í dag
Meirihluti áhafnar Herjólfs boðaði til verkfalls í upphafi þessa mánaðar. Tvívegis hefur komið til vinnustöðvunar og að öðru óbreyttu hefst þriggja sólarhringa vinnustöðvun á miðnætti.
20. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesskaga síðustu klukkustundir.
Skjálftahrinan á Reykjanesi ótengd skjálftum á Tjörnesbrotabeltinu
Innan við sólarhring eftir að skjálfti af stærðinni 4,7 varð á Tjörnesbrotabeltinu fór jörð að skjálfa á Reykjanesi. Skjálftarnir ekki fyrirboði um eldgos þrátt fyrir að Grímsvötn séu komin á tíma að sögn jarðvísindamanns.
20. júlí 2020
Tæknirisinn sem Bandaríkin vilja stöðva
Bandaríkin saka Huawei um njósnir en þeim ásökunum hefur fyrirtækið hafnað. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt bandamenn sína til að meina Huawei aðkomu að uppbyggingu fjarskiptakerfa og nú í vikunni bættist Bretland á lista þeirra landa sem gera það.
19. júlí 2020