Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
16. september 2021
Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Tveir af hverjum þremur nefna heilbrigðismál sem eitt helsta kosningamálið
Það sem helst brennur á kjósendum fyrir komandi kosningar auk heilbrigðismála eru umhverfis- og loftslagsmál, efnahags- og skattamál og velferðarmál, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
14. september 2021
Eiríkur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði.
Flest slagorð í þessari kosningabaráttu gætu gengið fyrir hvaða flokk sem er
Eiríkur Rögnvaldsson segir fæst slagorð stjórnmálaflokkanna hafa einhverja sjálfstæða merkingu enda geti verið erfitt að leggja áherslu á eitthvað mál í slagorði sem verður svo ef til vill ekki kosningamál. Slagorð Sósíalista skarar fram úr að hans mati.
12. september 2021
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst.
Dómsmálaráðuneytinu bent á það í október að stafræn ökuskírteini væru auðfalsanleg
Í bréfi borgarstjórnar til ráðuneytisins segir að „áberandi fjöldi“ kjósenda hafi mætt á kjörstað í síðustu kosningum án skilríkja enda sé fólk vant því að greiða með farsímum. Sérstakur skanni tekinn í notkun vikum eftir að kosning utan kjörfundar hófst.
7. september 2021
Aðalstöðvar Skattsins eru við Laugaveg 166 í Reykjavík.
Rúmlega helmingur félaga skilaði ársreikningi fyrir árið 2020 á réttum tíma
Lokaskiladagur ársreikninga var 31. ágúst síðastliðinn. Félög hafa í auknum mæli skilað ársreikningum á réttum tíma síðan viðurlög voru hert árið 2016 en von er á reglugerð sem heimilar slit félaga sem ekki skila ársreikningi.
6. september 2021
Sigmar Guðmundsson var á meðal gesta í Silfri dagsins á RÚV
Sjávarútvegurinn geti ekki endalaust verið í „spennitreyju ósættis og deilna“
Frambjóðandi Viðreisnar segir þjóðina hafa kallað eftir breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu og að hægt sé að fá meira út úr veiðigjaldinu. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir önnur ríki horfa til íslenska kerfisins enda arðsamt og sjálfbært.
5. september 2021
Stefna Pírata í umhverfis- og loftslagsmálum skorar hæst hjá Ungum umhverfissinnum
Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn fá eitt stig af 100 mögulegum fyrir stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum á sérstökum kvarða Ungra umhverfissinna. Þeir þrír flokkar sem skora hæst fá um eða yfir 80 stig.
3. september 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum.
Píratar vilja fleiri mælikvarða á gæði samfélagsins en hagvöxt
Píratar tala fyrir nýrri hugmyndafræði í efnahagsmálum sem „vefur saman samfélag og náttúru“ í kosningastefnuskrá sinni sem kynnt var á dögunum en hún var samþykkt fyrr í sumar. Kosning um nýja stjórnarskrá er forsenda fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.
2. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í púlti á landsþingi flokksins.
Viðreisn horfir til Evrópu og telur stöðugleika fylgja nýjum gjaldmiðli
Í nýsamþykktri stjórnmálaályktun Viðreisnar kemur fram að flokkurinn vilji að hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári og að réttur til veiða verði bundinn í 20 til 30 ára leigusamningum. Sem fyrr vill flokkurinn taka upp evru.
31. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksiins og fjármálaráðherra, í púlti á kosningastefnufundi formanna og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn vill virkja einkaframtakið í „Landi tækifæranna“
Aðkoma einkaaðila í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, menntun og í uppbyggingu samgönguinnviða er meðal þess sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á fyrir komandi kosningar. Flokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar um nýliðna helgi.
30. ágúst 2021
Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Sumar skógareldanna
Gróður- og skógareldar eru skýr birtingarmynd loftslagsbreytinga en slíkir eldar hafa brunnið víða í sumar og af mikilli ákefð. Frá því í byrjun júní hafa gróðureldar losað meira magn koldíoxíðs heldur en allt árið í fyrra.
11. ágúst 2021
Frá áramótum hafa um 184 þúsund erlendir farþegar farið um Keflavíkurflugvöll.
Brottfarir erlendra farþega ekki fleiri í einum mánuði síðan fyrir faraldur
Nálega helmingur þeirra erlendu farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í júlí voru frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla fjölgun farþega um flugvöllinn var fjöldi brottfara erlendra ferðamanna í júlí innan við helmingur þess sem hann var í sama mánuði 2019.
10. ágúst 2021
Atvinnuleysi lækkar á milli mánaða og mælist 6,1 prósent
Almennt atvinnuleysi hefur lækkað á milli mánaða allt þetta ár en í lok júlí voru alls 12.537 á atvinnuleysisskrá. Rúmlega fimm þúsund manns eru á ráðningarstyrkjum.
10. ágúst 2021
Rýrnun íss hefur áhrif á hæð sjávarborðs.
Hlýnun jarðar geti aukið líkur á skriðuföllum á Íslandi
Út er komin ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en þar kemur fram að hlýnun jarðar geti haft afdrifaríkar afleiðingar hér á landi. „Örfáir áratugir eru til stefnu“ til að halda hlýnun jarðar fyrir innan tvær gráður.
9. ágúst 2021
Meira þurfi til en papparör til þess að bjarga jörðinni
Skiptar skoðanir eru á papparörum sem tekið hafa við af plaströrum á drykkjarfernum í kjölfar Evróputilskipunar sem innleidd var í júlí en með henni er lagt bann við ýmsum einnota hlutum úr plasti. Fólk skiptist í tvo hópa og er ýmist með eða á móti
8. ágúst 2021
Ný rannsókn bendir til að örvunarskammtur fyrir Janssen-þega sé óþarfur
Gögn úr nýrri klínískri rannsókn sem hálf milljón suður-afrískra heilbrigðisstarfsmanna tók þátt í benda til þess að bóluefni Janssen veiti góða vörn gegn Delta-afbrigðinu. Örvunarskammtar hafa nú þegar verið gefnir hér á landi.
7. ágúst 2021
Sjö efstu á lista sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður
Gunnar Smári leiðir í Reykjavík norður og Sólveig Anna á lista
Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt fjóra af sex framboðslistum sínum. Gunnar Smári Egilsson segir komandi kosningar mögulega þær mikilvægustu í lýðveldissögunni.
7. ágúst 2021
Fjalar Sigurðarson ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytis
Fjalar var áður markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en hún var lögð niður 1. júlí. Alls sóttu 34 um starf upplýsingafulltrúa sem var auglýst í vor.
5. ágúst 2021
Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Ísland orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Þrátt fyrir rauða litinn þýðir það ekki sjálfkrafa að Ísland sé komið á rauða lista einstakra ríkja, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Litur Íslands er appelsínugulur á korti bandarískra yfirvalda en grænn hjá breskum.
5. ágúst 2021
Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Áreitni sögð hafi þrifist vel í eitraðri vinnustaðamenningu á skrifstofu ríkisstjórans
Ný skýrsla saksóknara segir Andrew Cuomo hafa áreitt ellefu konur en fyrstu áskanirnar á hendur honum litu dagsins ljós í desember. Stuðningur samflokksmanna hans fer þverrandi og Bandaríkjaforseti er á þeirri skoðun að hann eigi að stíga til hliðar.
4. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
3. ágúst 2021
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á höfuðborgarsvæðinu og nú.
Hlutfall fyrstu kaupenda með hæsta móti síðastliðið ár
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á eins árs tímabili eins og síðastliðið ár. Hlutfallið er nú um þriðjungur og hefur farið hækkandi frá því að Þjóðskrá hóf að safna upplýsingum um fyrstu kaupendur.
2. ágúst 2021
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
30. júlí 2021