Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
29. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
28. júlí 2021
Allir farþegar sem komið hafa til landsins frá miðnætti hafa skilað viðeigandi vottorðum um neikvæð COVID-19 próf.
Ólíkur skilningur lagður í nýja reglugerð á landamærunum
Á miðnætti tók gildi ný reglugerð sem skyldar alla farþega sem koma til landsins að skila inn vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Ekki er hægt að meina Íslendingum að koma til landsins og túlkun á reglunum virðist vera ólík meðal flugfélaga og lögreglu.
27. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
24. júlí 2021
Þingfararkaupið hækkar
Laun þingmanna hækka um 75 þúsund krónur
Þingfararkaupið er nú orðið 1.285.411 krónur en það hækkaði um 6,2 prósent um síðustu mánaðamót. Launahækkanir þingmanna taka mið af reglulegum hækkun reglulegra launa starfsmanna ríkisins.
23. júlí 2021
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum
Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.
23. júlí 2021
Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Stuðningur hins opinbera við ferðaþjónustuna nam 35 milljörðum árið 2020
Ferðaþjónustan tók til sín um helming af fjárútlátum hins opinbera vegna efnahagslegra mótvægisaðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fyrra. Áætlað er að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 hafi verið 149 milljarðar króna.
23. júlí 2021
Enn græn þrátt fyrir fjölgun smita
Á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um þróun kórónuveirufaraldursins heldur Ísland græna litnum. Austurhluti álfunnar og Skandinavía eru að megninu til græn en rauðara er um að litast á Íberíuskaga og í Hollandi.
22. júlí 2021
Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Hafði áhyggjur af því að Boris Johnson gæti smitað drottninguna af COVID
Fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Breta gagnrýnir aðgerðarleysi hans í sóttvarnamálum í nýju viðtali við BBC. Hann segist hafa gripið í taumana þegar forsætisráðherrann ætlaði á fund drottningar við upphaf faraldurs.
21. júlí 2021
Ráðast hefði þurft í beina innspýtingu fjármagns með markvissum hætti frá ríkinu til þeirra sem lentu í tekjustoppi að mati Kristrúnar.
Segir „stærstu hagstjórnarmistök síðasta árs“ hafa leitt af sér fasteignabólu
Mistök voru að beita bönkunum í efnahagslegum björgunaraðgerðum segir Kristrún Frostadóttir. Tilhneiging bankanna til að festa fé í steypu hafi leitt af sér fasteignabólu í stað verðmætasköpunar. Spenna á fasteignamarkaði er meiri en spár gerðu ráð fyrir.
21. júlí 2021
John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
Segir Kínverja bera mesta ábyrgð á hitnandi loftslagi
Loftslagserindreki Bandaríkjanna segist þess fullviss um að Kínverjar geti gert betur í að minnka losun. Frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa niðurgreiðslur Bandaríkjamanna til vinnslu jarðefnaeldsneytis aukist.
20. júlí 2021
Reglur á landamærum breyast í takt við þróun faraldursins og því mikilvægt að kynna sér reglulega hvaða reglur eru í gildi ef ætlunin er að fara til útlanda.
Misjafnar kvaðir á erlendum landamærum fyrir ferðamenn frá Íslandi
Bólusettir Íslendingar geta almennt ferðast án mikilla vandkvæða til vinsælustu áfangastaðanna. Á þessu eru þó einhverjar undantekningar og almennt gildir ferðabann til Bandaríkjanna og Kanada. Staðan gæti breyst mikið verði Ísland ekki lengur grænt land.
20. júlí 2021
Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Ostrur ógna róðrarkeppni Ólympíuleikanna
Keppnissvæði fyrir róðrarkeppni á Ólympíuleikunum var tilbúið í júní árið 2019, rúmu ári áður en að leikarnir áttu upphaflega að hefjast. Nú er komið babb í bátinn því ostrur hafa hreiðrað um sig á sérstökum ölduvörnum á svæðinu og fært þær í kaf.
19. júlí 2021
Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Björn Þorvaldsson metinn hæfastur til að verða skipaður í embætti héraðsdómara
Alls sóttu sjö um embættið sem var auglýst í maí. Björn hefur í tæplega 18 ár fengist við rannsókn sakamála og ákvörðun um saksókn og við flutning sakamála fyrir dómi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem saksóknari.
19. júlí 2021
Verslun IKEA hefur verið í Kauptúni í Garðabæ frá árinu 2006.
IKEA endurgreiddi Vinnumálastofnun 65 milljónir vegna hlutabótaleiðarinnar
Þrátt fyrir tekjufall þegar kórónuveirufaraldurinn var sem verstur varð um 500 milljóna króna hagnaður af rekstri IKEA í fyrra. Framkvæmdastjóri segir ákvörðun hafa verið tekna um að nýta ekki úrræði stjórnvalda vegna þess hve góður reksturinn var.
19. júlí 2021
Sema Erla segir kröfuna um að Útlendingastofnun verði lögð niður hafa orðið háværari að undanförnu.
Segir framferði Útlendingastofnunar skýra hvers vegna hana þurfi að leggja niður
Formaður Solaris segir að byrja þurfi upp á nýtt í útlendingamálum á nýjum grunni. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð sé að leggja niður Útlendingastofnun.
18. júlí 2021
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á ríkisráðsfundi með forseta Íslands
17 milljónir úr skúffum ráðherra í fyrra
Að meðaltali nam úthlutun á ráðstöfunarfé þeirra ráðherra sem það nýttu í fyrra rúmlega 2,4 milljónum króna. Ráðstöfunarfé, sem jafnan er kallað skúffufé, var ekki nýtt af fjórum ráðherrum á síðasta ári.
17. júlí 2021
Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað samhliða auknum fjölda ferðamanna.
Aukinn byr í segl bílaleiga og flotinn stækkar
Bílaleigubílum í umferð hefur fjölgað um fimm þúsund á síðustu tveimur mánuðum sem er 30 prósent fjölgun. Samt sem áður ná bílaleigur vart að anna eftirspurn og dæmi eru um að verð hafi margfaldast.
16. júlí 2021
Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhljópahjóli yngri en 18 ára.
Rafskútur geti skýrt aukinn fjölda alvarlegra slysa meðal barna í umferðinni
Algengasta orsök slysa meðal hjólandi barna er sú að bifreið aki á þann sem er hjólandi, samkvæmt nýrri skýrslu um börn og samgöngur. Hægt sé að stuðla að breyttum ferðavenjum allra með því að hlúa að ferðamynstri barna og ungmenna.
16. júlí 2021