Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Mest er um að fólk rekist á falsfréttir á Facebook. Nokkuð er um að fólk rekist á misvísandi upplýsingar eða falsfréttir á öðrum samfélagsmiðlum, líkt og Twitter, Snapchat, TikTok, Instagram eða WhatsApp
Sjö af hverjum tíu rekist á falsfréttir á síðustu tólf mánuðum – mest á Facebook
Fjölmiðlanefnd hefur kannað miðlalæsi almennings með það meðal annars að markmiði að kortleggja færni almennings til að þekkja falsfréttir og átta sig á uppruna heimilda. 69 prósent höfðu séð misvísandi upplýsinguarum kórónuveirufaraldurinn síðasta árið.
10. júní 2021
Nýtt rannsóknaskip mun taka við af Bjarna Sæmundssyni sem sést hér við bryggju fyrir utan höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.
Nýtt hafrannsóknaskip mun brenna milljón lítrum af olíu á ári
Þrátt fyrir að ein af aðgerðunum í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 sé orkuskipti skipa á vegum ríkisins er gert ráð fyrir að nýtt hafrannsóknaskip muni ganga að mestu fyrir jarðefnaeldsneyti.
10. júní 2021
Verkefni Lýsis hf. sem átti að styrkja ber heitið Lýsi og fríar fitusýrur gegn kórónaveirum og kvefi.
Lýsi boðið styrkur úr Tækniþróunarsjóði þrátt fyrir að fyrirtækið sé of stórt
Eitt þeirra fyrirtækja sem var boðinn styrkur í vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs var Lýsi hf. Fyrirtækið er of stórt miðað við úthlutunarreglur og ekki verður samið við það um styrk. Umsóknin hefði átt að falla á formkröfum segir sérfræðingur hjá Rannís.
9. júní 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Undirmönnun á stofnunum hafi flækt fyrir styttingu vinnuvikunnar
Stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu var innleidd 1. maí síðastliðinn en enn hefur ekki verið gengið frá fjármögnun kostnaðarauka allra stofnana. Eðlilegt sé að ferlið taki sinn tíma að mati formanns BSRB.
8. júní 2021
Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Dræmur lestur á bloggsíðu Trumps slökkti ljósið í „vita frelsisins“
Þann 4. maí opnaði Donald Trump vefsíðu til að koma skoðunum sínum á framfæri en allir stærstu samfélagsmiðlarnir sneru við honum baki fyrr á árinu. Nú hefur síðunni verið lokað en Trump fannst það vandræðalegt hve lítinn lestur færslur hans fengu.
6. júní 2021
Bakarameistarinn rekur níu bakarí víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu auk veisluþjónustu.
Stjórn Bakarameistarans ekki rætt endurgreiðslu hlutabóta þrátt fyrir hagnað
Endurgreiðsla hlutabóta 46 starfsmanna Bakarameistarans hefur ekki verið rædd en til stendur að greiða arð til eigenda fyrir rekstrarárið í fyrra. „Ekkert óeðlilegt við þessa hlutabótaleið sem við vorum að nýta,“ segir stjórnarformaður og stærsti eigandi.
3. júní 2021
Oddný G. Harðardóttir og Bjarni Benediktsson ræddu um aflandseignir Íslendinga í dag.
Oddný: „Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína“
Í sérstakri umræðu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum benti fjármálaráðherra á að aflandsfélög sem slík væru ekki ólögleg. Margt hafi verið gert á nýliðnum árum til að koma í veg fyrir skattaundanskot.
1. júní 2021
Í nýju stjórnarfrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að hármaksgreiðslubyrði yrði frá 25 til 50 prósent af mánaðarlegum rástöfunartekjum lántaka.
Nýtt frumvarp takmarki aðgengi tekjulágra og fyrstu kaupenda að fasteignamarkaði
Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja segir að lagabreytingafrumvarp sem myndi setja þak á hámarksgreiðslubyrði geti orðið til þess að takmarka aðgengi stórra hópa að fasteignamarkaði. Seðlabankinn mælir með samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd.
1. júní 2021
Í greinargerð sem fylgir frumvarpi um bann við spilakössum segir að spilakassar séu hannaðir til þess að skapa fíkn.
Vandinn sem fylgir spilakössum verði ekki leystur með boðum og bönnum
Í umsögn Háskóla Íslands við frumvarp um bann við spilakössum er kallað eftir því að málin „séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ enda sé árlegt framlag HHÍ skólanum mikilvægt. Embætti landlæknis styður aftur á móti bann við spilakössum.
28. maí 2021
Húsasmiðjan rekur byggingavöruverslanir víða um land.
Ætla ekki að skila hlutabótum þrátt fyrir methagnað í fyrra
Alls var rúm 31 milljón í formi hlutabóta greidd til 148 starfsmanna Húsasmiðjunnar í mars og apríl í fyrra. Ekki hefur komið til tals að endurgreiða bæturnar að sögn forstjóra en fyrirtækið var rekið með um 900 milljón króna hagnaði í fyrra fyrir skatta.
28. maí 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Þorbjörg Sigríður: „Skoðanir og árásir eru óskyldir hlutir“
Umræða um aðgerðir Samherja snýst ekki um skoðanafrelsi heldur hvernig „hagsmunahópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif,“ að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaráðherra segir Samherja hafa ​gengið óeðlilega fram með sínum afskiptum.
27. maí 2021
Hafa sent formlegt erindi til ÖSE til að óska eftir kosningaeftirliti í haust
Þingmaður Pírata segir aðgerðir gegn fjölmiðlafólki geta komið niður á kosningum og að það sé stórhættulegt að „fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins“.
26. maí 2021
Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Glíma við mikla aukningu í fjölda smita þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum
Frá síðustu mánaðamótum hefur fjöldi smita á Seychelles-eyjum rokið upp þrátt fyrir að vel hafi gengið að bólusetja þar í landi. Meðal þess sem gæti skýrt aukningu smita er léleg virkni bóluefna, of hraðar afléttingar takmarkana og ferðamannaiðnaðurinn.
24. maí 2021
Frá upphafi árs 2014 hefur leiguverð hækkað álíka mikið á höfuðborgarsvæðinu og utan þess eða um 51,5 prósent á móti 50,3 prósentum.
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað síðastliðið ár en hækkað utan þess
Þrátt fyrir hækkun á vísitölu leiguverðs milli mánaða hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað síðasta árið. Annars staðar er þróunin gagnstæð. Leigufélagið Bjarg hyggst lækka leigu á höfuðborgarsvæðinu en leiga félagsmanna á landsbyggð stendur í stað.
21. maí 2021
Jenis av Rana er ráðherra utanríkismála sem og mennta- og menningarmála í færeysku landsstjórninni.
Færeyskur ráðherra vill ekki fara í bólusetningu fyrr en langtímaáhrif verða ljós
Þvert á tilmæli landsstjórnar sinnar ætlar Jenis av Rana, ráðherra í færeysku landsstjórninni, ekki að fara í bólusetningu. Jenis vakti mikla athygli hér á landi fyrir um áratug þegar hann neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur.
20. maí 2021
Umfangsmiklar skimanir í tengslum við smit síðustu daga
Kórónuveirusmitin fjögur sem greindust í gær tengjast þeim sem greindust í fyrradag að sögn sóttvarnalæknis. Landlæknir og sóttvarnalæknir í samstarfi við lyfjastofnun ætla að kanna orsakatengsl milli bólusetninga og alvarlegra veikinda og dauðsfalla.
20. maí 2021
Hefur áhyggjur af því að greiðslubyrði lána verði meiri en fólk hafði gert ráð fyrir
Í nýlegri hagspá Landsbankans er gert ráð fyrir því að stýrivextir verði komnir í 2,75 prósent við lok árs 2023. Gangi spáin eftir mun vaxtabyrði húsnæðislána aukast mikið líkt og þingmaður Viðreisnar vakti athygli á á Alþingi í dag.
19. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
18. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
17. maí 2021
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
14. maí 2021
Bandalag íslenskra listamanna og listráð Hafnarborgar gagnrýna afskipti bæjarstjóra
BÍL kallar eftir fjarlægð milli pólitískra valdhafa frá listrænum ákvörðunum. Listráð Hafnarborgar segir niðurtöku listaverks „óforsvaranlegt inngrip í listræna starfsemi safnsins.“ Löng umræða um málið fór fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær.
13. maí 2021